Morgunblaðið - 28.06.2007, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann
Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi,
gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir,
dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
BÆJARSTJÓRN Kópavogs hefur
tekið ákvörðun um að leggjast gegn
því að umhverfisráðherra veiti Rík-
eyju Pétursdóttur, hárgreiðslu-
meistara í Kópavogi, undanþágu frá
skilyrðum um starfsleyfi. Tillaga
þess efnis var samþykkt með sex at-
kvæðum meirihlutans gegn fimm at-
kvæðum minnihlutans.
Ríkey hefur allt frá árinu 2003
reynt að fá starfsleyfi til að reka
hárgreiðslustofu með einum hár-
greiðslustól á heimili sínu. Sveinn
Guðmundsson, lögmaður Ríkeyjar,
segir að ótrúlegt hafi verið að fylgj-
ast með afgreiðslu bæjarstjórn-
arfundarins á málinu. „Ég hef bara
aldrei séð annað eins á ævi minni,“
segir Sveinn. Hann segir að nú bíði
hann og umbjóðandi hans eftir að
ráðherra afgreiði undanþágubeiðn-
ina, það er hvort hann telji sér skylt
að neita um undanþágu frá starfs-
leyfi Ríkeyjar, vegna neikvæðrar
umsagnar bæjarstjórnarinnar.
Sveinn segir málið ætíð hafa snúist
um pólitík. Hann segir að við af-
greiðslu málsins hafi hvorki verið
tekið tillit til stjórnarskrárvarins
eignarréttar umbjóðanda síns né af-
greiðslu sambærilegra mála á lands-
vísu. „Þetta er líka valdníðsla.“
Ómar Stefánsson, fulltrúi Fram-
sóknarflokksins í meirihluta bæj-
arstjórnar, segir að ákvörðunin hafi
verið byggð á því sama og áður; mik-
il mótmæli hafi verið í hverfinu, sem
sé skipulagt sem íbúðarhverfi. Hann
segir það mikinn misskilning að mál-
ið hafi dregist á langinn í meðförum
yfirvalda í Kópavogi.
Guðríður Árnadóttir, fulltrúi
Samfylkingarinnar í minnihluta
bæjarstjórnar, segir að fulltrúar
minnihlutans hafi greitt atkvæði
gegn neikvæðri umsögn bæjar-
stjórnar. Þeir hafi talið hagsmuni
Ríkeyjar vega þyngra en hagsmuni
nágranna hennar. Hún segir málið
langt frá því að vera pólitískt. „Það
kom mér á óvart hvernig atkvæða-
greiðslan skiptist í pólitískar línur.
Þetta kemur pólitík ekkert við, held-
ur er þetta spurning um að vega og
meta sjónarmið beggja og greiða at-
kvæði samkvæmt því.“
Umsókn um hár-
greiðslustól hafnað
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir ut-
anríkisráðherra hefur ákveðið að
taka til nánari skoðunar lendingar
ákveðinna flugvéla á Keflavíkurflug-
velli og Reykjavíkurflugvelli. Ákvörð-
unin er tekin með hliðsjón af annarri
skýrslu sérstaks skýrslugjafa Evr-
ópuráðsins, Dicks Martys, um leyni-
fangelsi og ólöglegt fangaflug banda-
rísku leyniþjónustunnar, CIA, um
lofthelgi Evrópuráðsríkja. Þing Evr-
ópuráðsins samþykkti ályktun þar
sem tekið er undir helstu niðurstöður
í skýrslu Martys með 124 atkvæðum
gegn 37. Sjö fulltrúar á þinginu sátu
hjá.
Í fréttatilkynningu ítrekar utanrík-
isráðuneytið þá afstöðu sína að ís-
lensk stjórnvöld hafi svarað beiðnum
Evrópuráðsins um upplýsingar varð-
andi leynifangelsi og ólöglegt fanga-
flug. Þá er ráðuneytinu að sögn ekki
kunnugt um flug á vegum bandarísku
leyniþjónustunnar með fanga eða
meinta hryðjuverkamenn um ís-
lenska lofthelgi eða Keflavíkurflug-
völl. Bandarísk yfirvöld hafi aldrei
sótt um yfirflugs- eða lendingarleyfi
fyrir slíkar flugvélar.
Rætt um öryggisráð SÞ
Ekki náðist í Ingibjörgu Sólrúnu í
gærkvöldi, en hún er nú stödd í Gana
þar sem hún sækir leiðtogafund Afr-
íkusambandsins. Í dag og á morgun
mun Ingibjörg sitja tvíhliða fundi
með utanríkisráðherrum Afríkuríkja.
Ingibjörg mun annars vegar ræða um
afstöðu Íslands til þróunarsamvinnu
og málefna Afríku og hins vegar um
málefni öryggisráðs Sameinuðu þjóð-
anna, en málefni Afríku eru ofarlega
á baugi í starfi öryggisráðsins, að því
er kemur fram í fréttatilkynningu frá
utanríkisráðuneytinu.
Lendingar ákveðinna
véla verði rannsakaðar
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir
Ákvörðunin tekin í ljósi skýrslu um ólöglegt fangaflug
Í HNOTSKURN
»Dick Marty hefur skilaðannarri skýrslu um leyni-
fangelsi og fangaflug.
»Þar kemur fram að NATOhafi fallist á leynilegt
rammasamkomulag um að
CIA starfrækti leynifangelsi í
kjölfar 11. september 2001. Dick Marty
Eftir Friðrik Ársælsson
fridrik@mbl.is
„VIÐ endurvinnum ekki alls konar
pappír sem fellur til á ýmsum deild-
um,“ segir Aðalsteinn Pálsson, sviðs-
stjóri byggingarsviðs og fram-
kvæmdastjóri tækja og eigna
Landspítala. Athygli hefur vakið að
Landspítalinn, sem er stærsta fyrir-
tæki landsins, endurvinnur ekki
pappír en nú stendur einmitt yfir
samvinnuverkefni Samtaka iðnaðar-
ins, Samtaka verslunar og þjónustu
og aðildarfyrirtækja á sviði fram-
leiðslu, útgáfu og dreifingar dag-
blaða, tímarita og markpósts um
kynningarátak í flokkun og endur-
vinnslu pappírs.
„Þetta er ákveðið hagkvæmnismál,
hvernig á að gera þetta, við erum
með sóttmengað sorp, spilliefni og al-
mennt húsasorp sem við skilum af
okkur, og við flokkum einnig öll
byggingarefni, jarðvegsefni og
bylgjupappa. Pappírinn hefur ekki
verið flokkaður en það er kannski það
skref sem er eftir,“ segir Aðalsteinn.
„Þetta snýr líka að því að geta
flokkað sorp inni á deildum, það þarf
vitanlega ákveðna aðstöðu og rými til
þess og svo flutninga, þannig að þetta
hefur setið eftir. Það var farið af stað
með átak fyrir nokkrum árum og það
hefur verið umræða þetta árið um að
það þurfi að endurvekja það og fara í
gegnum þessa hluti,“ segir Aðal-
steinn en bætir við að pappírsnotkun
sem slík hafi farið minnkandi undan-
farin ár í starfsemi spítalans samfara
aukinni tölvunotkun.
Aukin endurvinnsla til umræðu
Aðalsteinn segir að aukin endur-
vinnsla sé á áætlun fyrir nýjan spít-
ala en ekki þurfi þó að bíða eftir
byggingu hans til að taka áætlunina í
gagnið. „Við höfum verið að ræða
umhverfisstefnu í vetur og einnig um
að hafa rétt efni inni í byggingunni í
upphafi. Við höfum losnað við mikið
af spilliefnum og alla framköllunar-
vökva, en við erum hætt að nota þá,“
segir Aðalsteinn.
„Þetta er líka spurning um for-
gangsröðun í stóru fyrirtæki, en við
höfum lagt mikla áherslu á lyfjaaf-
ganga, lyf fara aftur til apóteka og
fara í sérstaka förgun, en einnig eru
nálar og fleira flokkað á deildum.
Þannig hefur pappírinn kannski ver-
ið aðeins neðar í þessari forgangsröð
en það er heilmikil flokkun í gangi á
spítalanum,“ segir Aðalsteinn sem
segir pappírinn vera næsta mál á
dagskrá.
Spurning um forgangs-
röðun og hagkvæmni
LSH endurvinnur flesta hluti en ekki venjulegan pappír
SAMNINGUR var undirritaður á
milli Reykjavíkurborgar og Hjalla-
stefnunnar ehf. í gær um að hún yf-
irtaki rekstur leikskólans Laufás-
borgar. Þar hefur verið unnið í
anda Hjallastefnu síðustu ár.
Margrét Pála Ólafsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Hjallastefnunnar,
segir að stærsta breytingin sé að
farið verði af stað með grunnskóla-
starf fyrir fjögur börn sem annars
hættu á Laufásborg í haust. „Þetta
verður útibú frá barnaskóla Hjalla-
stefnunnar í Garðabæ. Sjálfstæðið
og frelsið færir okkur ýmsa mögu-
leika sem við höfðum ekki áður.“
Foreldrar þeirra barna sem þeg-
ar stunda nám á Laufásborg greiða
eftir sem áður jafnhá leikskólagjöld
og á öðrum leikskólum borgar-
innar, en heimilt er að innheimta
15% hærri gjöld fyrir nýja nem-
endur. „Við munum fara okkur
mjög hægt í þeim sökum og engin
skref verða tekin nema í fullu
samráði og með samþykki for-
eldrahópsins,“ segir Margrét Pála
að lokum.
Grunnskólabörn á Laufásborg
Morgunblaðið/G. Rúnar
Samningur Fulltrúar Reykjavíkurborgar og Hjallastefnunnar undirrituðu samning um rekstur Laufásborgar.
KOMU sendinefndar Norsk Hydro
til Þorlákshafnar hefur verið frestað
en til stóð að sendinefndin kæmi til
Þorlákshafnar í þessari viku til að
kanna staðhætti vegna hugsanlegra
stóriðjuframkvæmda.
Ólafur Áki Ragnarsson, bæjar-
stjóri Ölfuss, segir sveitarfélagið hafa
beðið um að heimsókninni yrði frest-
að vegna Vinabæjarmóts sem nú er
haldið í bæjarfélaginu. Hann gerir
ráð fyrir að fyrirtækið og sveitarfé-
lagið verði í sambandi eftir tvær vikur
eða svo. „Nú eru líka tvö fyrirtæki að
skoða hér aðstæður og meðan það er
viljum við fá tækifæri til að skoða
stöðuna,“ segir Ólafur og vitnar þá til
áhuga fyrirtækjanna Alcan og Arctus
á að reisa álver nærri Þorlákshöfn.
För sendi-
nefndar
frestað
Norsk Hydro vill
skoða staðhætti