Morgunblaðið - 28.06.2007, Síða 4

Morgunblaðið - 28.06.2007, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR UNDIRBÚNINGSFUNDUR að stofnun samtaka um betri byggð á Kársnesi var haldinn í gærkvöldi og tæplega fimmtíu manns sóttu fund- inn. Kveikjan að stofnun samtak- anna er óánægja með fyrirhugaðar breytingar á skipulagi svæðisins, en þar er gert ráð fyrir skipahöfn og umtalsverðri þéttingu byggðar. Arna Harðardóttir er ein þeirra sem standa að stofnun félagsins. Hún sendi inn athugasemd við skipulagið, eins og flest þeirra sem að samtökunum standa. Tvöfalt fleiri íbúar og þunga- flutningar frá skipahöfn Arna segir að íbúafjöldi á Kárs- nesi tvöfaldist ef allar hugmyndir bæjaryfirvalda um uppbyggingu á svæðinu verði að veruleika. Umferð- armannvirki og aðrir innviðir hverf- isins beri ekki slíka fjölgun. Hún er einnig mjög ósátt við áframhaldandi starfsemi á hafnar- svæðinu. „Flestir Kársnesingar voru farnir að hlakka mjög til þess að losna við stórskipahöfn úr bænum þegar Atlantsskip ákváðu að flytja, því höfninni hafa fylgt gríðarlegir þungaflutningar. Eina leiðin frá höfninni er eftir Kársnesbraut í gegnum íbúðahverfi og við teljum að þessi umferð eigi þar ekki heima. Við teljum þessa höfn vera algjöra tíma- skekkju og setjum stórt spurningar- merki við viðskiptalegar forsendur hennar.“ Óánægja með viðbrögð bæjaryfirvalda Arna telur að ekki sé tekið mið af vilja íbúanna í þessu máli. „Það sem hefur gerst frá því að tillögurnar voru kynntar er að bærinn segist hafa komið til móts við okkur með því að fækka íbúðum úr 1.060 í 845. Niðurstaðan er samt sem áður sú að bílum fjölgar meira en Kársnes- brautin þolir. Bærinn hefur ennþá áform um uppfyllingu og stórskipa- höfn sem við erum ósátt við. Nýleg umfjöllun í Morgunblaðinu sýnir okkur það að forsvarsmenn bæjarins telja íbúa Kársness vera mjög ánægða með þessar fyrirhug- uðu breytingar. Það er skoðun okkar að þetta mat þeirra sé alls ekki rétt, heldur séu miklu fleiri sem eru óánægðir. Okkur finnst full ástæða til að koma því á framfæri,“ segir Arna að lokum. Samtök um betri byggð á Kársnesi í burðarliðnum „Bílum fjölgar meira en Kárs- nesbrautin þolir“ Skipulag Íbúar Kársness undirbúa stofnun samtaka um betri byggð. Óánægja er meðal þeirra um framkvæmdir á vegum bæjarins. Í FYRSTA skipti á Íslandi var í gær undirritaður samningur milli íþróttafélags og fyrirtækis úr atvinnulífinu, þess efnis að íþróttamannvirki fé- lagsins beri nafn fyrirtækisins. Valsmenn hafa samið við Vodafone á Íslandi og mun heimavöll- ur Vals því í framtíðinni heita Vodafonevöll- höllin verður um 2.200 fermetrar og er búin 1.300 sætum auk þess sem 700 áhorfendur geta staðið. Stúkan við Vodafonevöllinn tekur 1.500 manns og er ráðgert að jafnstór stúka rísi gegnt henni árið 2008. Enn á eftir að fullklára mann- virkin en þau verða formlega vígð 25. ágúst. urinn Hlíðarenda, og íþróttahúsið mun heita Vodafonehöllin Hlíðarenda. Aðstaðan á Hlíðarenda er á góðri leið með að verða hin glæsilegasta, en frá árinu 2004, þegar framkvæmdir hófust, hafa Valsarar þurft að æfa og spila víðs vegar um höfuðborgina. Vodafone- Vodafonehöll og -völlur eru nær tilbúin á Hlíðarenda Eftir Andra Karl andri@mbl.is OF OFT kemur fyrir að foreldrar bregðist eftirlits- skyldu sinni þegar þeir fara með börnum sínum á sundstaði. Slysin gera ekki boð á undan sér og það á ekki síst við um drukknun sem er hljóðlátt slys. Það er því staðreynd að ekki má líta af börnum í sundi eitt augnablik og ábyrgð foreldra er mikil. Forstöðu- maður Forvarnarhúss kallar eftir því að þegar sundlaugaslys eru rannsök- uð verði leitað að sökudólgi, annars verði ekki lært af slysunum. „Við höldum stöðugt áfram og segj- um: „þarna skall hurð nærri hælum“ eða „litlu mátti muna“, svo slappa allir af þar til næsta fyrirsögn birtist, en ekki er víst að það barn verði svo heppið,“ segir Herdís Storgaard, for- stöðumaður Forvarnarhúss Sjóvá. Hún bendir á að það sé afar áber- andi með þá Breta sem hingað koma sem ferðamenn að þeir spyrji mikið út í öryggisatriði við sundstaði. Það sé ekki síst vegna þess hversu strangar öryggisreglurnar eru í Bretlandi. Reglurnar eru einnig strangar hjá Norðurlandaþjóðunum og vill Herdís að farið verði að fordæmi nágranna- þjóðanna. „Ef það kemur í ljós að ábyrgðin er ekki hjá rekstraraðila sundstaðarins, heldur sé við foreldra að sakast þá er barnaverndarnefnd tilkynnt um málið. Það er þetta sem ég kalla á.“ Herdís hefur þegar rætt hugmynd- ina við núverandi umboðsmann barna, Ingibjörgu Rafnar, sem hún segir hafa sýnt mikinn skilning. Hins vegar gafst ekki tími til að vinna úr hugmyndinni en Herdís segist ætla að taka málið upp að nýju þegar Mar- grét María Sigurðardóttir tekur við starfinu 1. júlí nk. Kallar á hertar reglur um eftirlit foreldra Herdís Storgaard Í HNOTSKURN »Í rannsókn á slysum ásundstöðum á árunum 1983-94 kom í ljós að 48 börn drukknuðu eða voru næstum drukknuð. 13 börn létust og þrjú hlutu varanlegan heila- skaða. »Versta árið er þó árið 1994þegar sjö börn drukknuðu. Eftir það lagaðist ástandið til muna. Fjögur börn hafa nærri drukknað það sem af er ári. UNGMENNIN þrjú sem slösuðust alvarlega þegar bifreið þeirra skall harkalega á veitingastaðnum Ham- borgarabúllunni hafa öll verið út- skrifuð af gjörgæsludeild Landspít- alans í Fossvogi. Áreksturinn átti sér stað aðfara- nótt föstudags og voru ungmennin í kjölfarið talin hættulega slösuð. Nú um helgina voru þau hins vegar öll útskrifuð af gjörgæsludeild og eru á batavegi. Hafði ökumaðurinn verið á miklum hraða í vesturátt þegar áreksturinn varð og lék grunur á að hann hefði verið í kappakstri. Ungmennin komin úr gjörgæslu ♦♦♦ Vörður tryggingar hf. I Borgartúni 25 I sími 514 1000 I www.vordur.is G O TT FÓ LK Neyðarnúmer vegna tjóna allan sólarhringinn 514 1099 TVEGGJA daga vinnufundir æðstu stjórnenda bandarísku kauphallarinnar Nasdaq og nor- rænu kauphallarinnar OMX Nord- ic Exchange hófust hér á landi í gær, vegna yfirtökutilboðs Nasdaq í OMX. Hafa forstjórar fyrirtækjanna, þeir Magnus Böcker frá OMX og Robert Greifeld frá Nasdaq, leitt viðræðurnar. Byrjað var á fundum í Reykjanesbæ og þaðan farið í Bláa lónið, en fundahöld halda áfram í dag. Sem kunnugt er hefur Nasdaq lagt fram tilboð í OMX upp á 3,7 milljarða dala, jafnvirði rúmlega 230 milljarða króna og hafa stjórnir félaganna tveggja samþykkt tilboðið fyrir sitt leyti. Helga Björk Eiríksdóttir, mark- aðs- og kynningarstjóri OMX á Ís- landi, segir yfirtökutilboðið enn vera til meðferðar. Markmið fund- arins á Íslandi sé ekki síst að koma á persónulegum tengslum milli manna. Sænsk stjórnvöld áhyggjufull Þó að stjórnir félaganna hafi samþykkt tilboðið er óljóst hvort allir hluthafar muni gera það. Sænska ríkið er stór eigandi að OMX, með 6,6% hlut, en í Fin- ancial Times í gær lýsir Mats Odell, viðskiptaráðherra Svía, áhyggjum af yfirtöku Nasdaq og áhrifum hennar á samkeppnis- hæfni norræna markaðarins. Sænski markaðurinn megi ekki verða fyrir áhrifum frá þeim bandaríska og þeim reglum sem þar gilda. Forstjórar kauphalla funda hér

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.