Morgunblaðið - 28.06.2007, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 28.06.2007, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Eftir Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is FRIÐUR þykir ríkja um framtíð Le Monde, franska blaðsins nafntogaða, eftir að blaðamenn þess lýstu yfir trausti á Pierre Jeantet sem nýjan forstjóra útgáfufélagsins, og þar með æðsta ritstjóra blaðsins. Talið er að ráðning hans sé aðeins forms- atriði en frá henni verður gengið í dag, fimmtudag. Jeantet, sem stendur á sextugu, hlaut stuðning 61,7% blaðamanna Le Monde og 65% blaðamanna dótt- urblaðanna. Áður en hann réðist til Le Monde hafði hann getið sér gott orð fyrir uppbyggingu og stjórnun blaðsins Sud-Ouest í Bordeaux, hjá einu öflugasta útgáfufélagi héraðs- blaða. Með þessu er lokið fimm vikna óvissuástandi sem hófst er fráfar- andi aðalstjórnandi Le Monde, Jean- Marie Colombani, missti traust blaðamanna í atkvæðagreiðslu 22. maí sl. er komið var að því að fram- lengja ráðningarsamning hans um sex ár. Colombani hafði stýrt blaðinu um 13 ára skeið en hlaut ekki nægan stuðning blaðamanna til endurráðn- ingar. Hann var sjálfur blaðamaður hjá Le Monde frá 1977 til 1994 er hann tók við forstjórastarfinu. Blaðamenn hafa neitunarvald Bera verður ráðningu og fram- lengingu starfssamninga yfirmanna Le Monde og dótturblaða þess undir blaðamenn. Vegna skilyrða um lág- markstraust, en yfirmennirnir þurfa að hljóta a.m.k. 60% stuðning, hafa blaðamenn í raun neitunarvald um ráðningu yfirmanna sinna. Undir stjórn Colombani færði út- gáfufélagið mjög út kvíarnar, og í stað þess að gefa út eitt dagblað varð fyrirtækið að fjölmiðlasamsteypu. Hann hafði sætt gagnrýni fyrir að hafa mistekist að gera hana að gróðafyrirtæki. Forsvarsmaður blaðamanna, Jean-Michel Dumay, segir hins veg- ar að Jeantet hafi hlotið traust þeirra vegna hugmynda sem hann kynnti um að vinna Le Monde út úr skuldum á þremur árum, en hreinar skuldir þess árið 2005 námu 62 millj- ónum evra, og reka blaðið með hagn- aði á ný. Óljóst er hversu náin afskipti Jeantet af ritstjórn Le Monde verða. Fyrst um sinn segir hann að dag- legur stjórnandi blaðsins og yf- irmaður ritstjórnarinnar, Eric Fott- orino, muni stýra því. Stórveldi á dagblaðamarkaði Le Monde hefur verið gefið út frá árinu 1944. Árið 2003 keypti blaðið útgáfufélagið Publications de la Vie Catholique (PVC) sem gefur m.a. út afþreyingar- og dagskrártímaritið Telerama. Síðar réðst Le Monde inn á ört vaxandi fríblaðamarkað með útgáfu MatinPlus, sem er sagt afla fyrirtækinu mikilla auglýs- ingatekna. Einnig ræður útgáfufélag Le Monde héraðsblaðinu Midi-Libre, fréttatímaritinu Courrier Inter- national og Le Monde Diplomatique, sérblaði um alþjóðamál. Félagið á auk þess hlut í dagblaðinu Le Temps í Genf í Sviss, sem á í rekstrarvanda. Á sama tíma og veldi Le Monde- fyrirtækisins hefur vaxið hefur lest- ur flaggskipsins minnkað jafnt og þétt undanfarin sjö ár. Í fyrra seldist Le Monde að jafnaði í 350.000 ein- tökum á dag. Nýr útgáfu- stjóri ráðinn til Le Monde Í HNOTSKURN »Til þess að hljóta ráðningusem forstjóri útgáfufélags Le Monde þarf stuðning 60% starfsmannanna. »Colombani hafði verið for-stjóri í 13 ár þegar hann sóttist eftir áframhaldandi umboði og var hafnað. FORNLEIFAFRÆÐINGAR sögðu frá því í vikunni að í Perú hefðu fundist steingervingar tveggja mörgæsa og var önnur þeirra mun stærri en þær sem lifa nú. Var hún með langan, bjúgan gogg sem ugg- laust hefur verið henni notadrjúgur við fiskveiðar.                                                    ! "                           #$          #% &'(             #(                ! " # $    $     "            &)#   & '(  "#   ) *         !     "    " #  +  & ,-  "#   ) *  *  . /    $ ! + , - 01.23. 4 566  Risamörgæs fundin í Perú Eftir Arndísi Þórarinsdóttur arndis@mbl.is BENSÍNSTÖÐVAR brunnu og rúð- ur voru brotnar í mótmælaaðgerðum í Íran í gær. Uppþotið varð í kjölfar þess að stjórn Íran tilkynnti með tveggja klukkustunda fyrirvara að til stæði að hefja skammtanir á bens- íni til almennra borgara og leigubíla, aðeins hálfum mánuði eftir að til- kynnt var um skömmtun á bensíni til bíla stjórnvalda. Skammtað verður með þessum hætti í fjóra mánuði, hugsanlega sex, og fær hver bensínknúinn einkabíll úthlutað 100 lítrum á mánuði. Gríðarlangar biðraðir mynduðust við bensínstöðvar þegar Íranir freistuðu þess að fylla tanka sína í síðasta sinn áður en höftin voru sett á. Í kjölfar þess brutust óeirðirnar út og voru nokkrir handteknir í fyrri- nótt. Ekki hefur fengist gefið upp hversu margir gista fangageymslur vegna málsins. Það er ólíklegt að vinsældir Mahmoud Ahmadinejad, Íransfor- seta, muni aukast við þetta útspil, en hann hefur sætt mikilli gagnrýni heima fyrir. Stefna hans þykir líkleg til að auka enn verðbólguna og loforð hans um stórframkvæmdir vekja mörgum ugg. Óttast vaxandi verðbólgu Fyrr í þessum mánuði sendu tæp- lega 60 hagfræðingar Ahmadinejad bréf þar sem þeir vöruðu hann við áhrifum hagstefnu hans á allan al- menning. Þingmenn minnihluta íranska þingsins hvöttu til þess í gær að þingið yrði kallað saman til þess að hægt yrði að setja bráðabirgðalög til þess að afturkalla skömmtunina. Það er nokkuð kaldhæðnislegt að Íran, sem er mikill olíuframleiðandi, sé að sligast undan bensínkostnaði, en það virðist vera raunin. Ekki er mögulegt að hreinsa nægilegt magn af olíu í Íran og neyðist því ríkið til þess að flytja inn mikið af bensíni ár- lega og selja það svo langt undir kaupverði, en áratugahefð er fyrir því í Íran að niðurgreiða bensín. Skömmtunin er því nokkuð djörf tilraun Ahmadinejads til þess að stemma stigu við þeim útgjöldum, en hann hættir þar með á aukna verð- bólgu og óánægju þegna sinna. Íranski olíumálaráðherrann, Kaz- em Vaziri Hamaneh, sagði í gær að ríkisstjórnin væri að íhuga að bjóða fólki að kaupa aukinn kvóta eftir tvo mánuði en greiða bensínið fullu verði. AP Óánægja Talsmaður slökkviliðsins í Teheran sagði að kveikt hefði verið í tólf bensínstöðvum í óeirðunum. Mikil reiði í Íran vegna bensínskömmtunar Í HNOTSKURN »Niðurgreitt verð á bensín-lítranum í Íran er um sex krónur, þessa dagana. Það er allnokkru ódýrara en drykkj- arvatn. » Íran er fjórði stærsti olíu-útflytjandi í heimi en engu að síður þurfti að flytja inn bensín fyrir fimm milljarða Bandaríkjadala í fyrra. »Talið er að verðbólgan í Ír-an fari upp í a.m.k. 17% í mars 2008. www.hi.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /H S K 3 82 08 0 6/ 07 ÁRSFUNDUR BOÐAÐ ER TIL ÁRSFUNDAR HÁSKÓLA ÍSLANDS, FIMMTUDAGINN 5. JÚLÍ 2007 KL. 12.00 Fundurinn fer fram í Hátíðasal í Aðalbyggingu Háskólans við Suðurgötu. Dagskrá: 1. Starfsemi síðasta árs 2. Reikningsskil Háskólans fyrir árið 2006 3. Önnur mál Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.