Morgunblaðið - 28.06.2007, Side 30

Morgunblaðið - 28.06.2007, Side 30
Fréttir í tölvupósti 30 FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN EINS og flestir vita eru viður- lögin við því vítaverða gáleysi, sem felst í ölvunar- og/eða ofsaakstri, svipting ökuleyfis og fjársekt. Færri vita hins vegar, eða gera sér grein fyrir því, að það getur kostað mikla fjármuni til viðbótar ef viðkom- andi veldur einnig tjóni á sjálfum sér og/ eða öðrum með akstri sínum. Ef maður veldur tjóni, ölvaður undir stýri, fær hann á sig svokallaða end- urkröfu sem þýðir einfaldlega að hann þarf að bera skaðann af athæfi sínu sjálfur. Tryggingafélagið „leggur út“ fyrir þeim skaða sem hann veldur öðrum en á svo endurkröfu á hann síðar. Ef við- komandi slasast sjálfur fær hann engar tryggingabætur og þarf að takast á við lífið án þess að fá slysatrygginguna greidda. Hann fyrirgerir með öðrum orðum bóta- rétti sínum. Hið sama gerist þegar ökumaður veldur tjóni eða slysi á sjálfum sér vegna ofsaaksturs. Þá fær hann einnig á sig endurkröfu og þarf að sitja uppi með slysið á sjálfum sér, óbætt. Ungur maður sem unnið hefur með VÍS að fornvarnastarfi þess slasaðist á mót- orhjóli þegar hann missti stjórn á því á yfir 200 km hraða fyr- ir 14 árum. Hann er líkamlega fatlaður vegna fótarmissis og fleiri áverka og hefur ekki verið virkur á vinnumarkaði þessi ár – enda nánast óvinnu- fær. Hann er metinn 75% öryrki eftir slys- ið. Þessi ungi maður fékk engar tryggingabætur frá trygginga- félagi sínu vegna þess að akstur hans flokkaðist undir vítavert gá- leysi og þar með hafði hann fyr- irgert rétti sínum til slysabóta. Það er því ekki einungis spurning um líf og heilsu þeirra sem aka undir áhrifum áfengis eða á víta- verðum hraða – heldur líka stór- kostleg fjárhagsleg áhætta. Margir af þeim sem lamast hafa eftir um- ferðarslys vegna ölvunar við akst- ur þurfa ekki bara að takast á við erfiðar aðstæður í hjólastól – held- ur þurfa þeir að búa við mjög kröpp kjör það sem eftir er ævinn- ar því flestir þeir sem lamast eru ungir að árum og eiga því eftir að mennta sig til ákveðinna starfa, ef þeir á annað borð geta unnið eftir fötlunina. Þeir eru líka alltof margir sem vita ekki að það er mikil áhætta tekin með því að setj- ast upp í bíl með ölvuðum öku- manni; jafnvel þótt ölvunin sé ekki mikil. Ef viðkomandi slasast í bíl með ölvuðum ökumanni, getur hann átt það á hættu að fá skertar eða engar slysabætur. Með því að taka sér far með ölvuðum öku- manni er hann talinn taka þátt í áhættunni og fyrirgerir hann þar með bótarétti sínum í mörgum til- fellum. Um þetta hafa fallið hæsta- réttardómar. Mér er minnisstætt slys ungrar konu sem fékk ungan mann til þess að aka fyrir sig bíln- um heim af balli fyrir nokkrum ár- um vegna þess að hún sjálf var ölvuð og þurfti að koma bílnum heim. Ungi maðurinn bauðst til að aka fyrir hana en reyndist sjálfur vera ölvaður þegar að var gáð, eft- ir að hafa ekið á ofsahraða á stein- vegg. Unga konan slasaðist alvar- lega á handlegg með þeim afleiðingum að hún gat ekki lengur stundað þá atvinnu sem hún hafði menntað sig til. Eftir úrskurð und- irréttar og síðar hæstaréttar fékk hún aðeins fjórðung þeirra bóta sem hún ella hefði fengið, ef öku- maðurinn hefði verið allsgáður. Þetta sýnir svo ekki er um villst að það er geysileg áhætta sem fólk tekur ef það ekur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna eða ekur á ofsahraða og lendir í slysi. Það getur reynst dýrkeypt lífsreynsla að standa uppi með stórfelldar fjárhagslegar kröfur á bakinu, auk þess að vera e.t.v. örkumla sjálfur. Sumir þeirra sem taka slíka áhættu eru foreldrar barna, mak- ar, mæður og feður sem skilja eft- ir sig mikinn harmleik hjá fjöl- skyldum sínum. Nú er sumarið rétt að byrja og margir eiga eftir að halda út á þjóðvegina næstu mánuði. Margar útihátíðir eru framundan, ættarmót, sum- arbústaðaferðir og aðrir mann- fagnaðir þar sem vín er haft um hönd. Í ljósi reynslunnar hvet ég fólk til þess að hugsa málið til enda þegar það ákveður að aka undir áhrifum eða stunda ofsaakst- ur. Það verður ekki aftur tekið þegar skaðinn er skeður og alltof margir sitja uppi með líkamleg ör- kuml og stórar skuldir á bakinu eftir augnabliksákvörðun sem set- ur allt lífið úr skorðum. Umferð- arslysin eru ekki náttúrulögmál sem við verðum að taka eins og hverju öðru hundsbiti. Við getum breytt þessu og það gerum við sjálf; hvert og eitt okkar. Íslend- ingar hafa sýnt og sannað að allt er hægt ef viljinn og samtakamátt- urinn er til staðar. Nú er lag. Tök- um höndum saman svo ekki þurfi fleiri að enda líf sitt eða örkumlast á vígvelli umferðarinnar. Vítavert gáleysi kostar sorg – og peninga Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar um umferðaröryggi »Umferðarslysin eruekki náttúrulögmál sem við verðum að taka eins og hverju öðru hundsbiti. Ragnheiður Davíðsdóttir Höfundur er forvarnafulltrúi hjá VÍS. MIÐVIKUDAGINN 20. júní sl. birtist í Blaðinu opnuviðtal við Helga Magnús Gunnarsson, saksóknara efnahags- brota við embætti rík- islögreglustjóra. Sama dag var á forsíðu sama blaðs haft eftir sak- sóknaranum að „hvít- flibbar“ kaupi sig frá refsiábyrgð. Þessi skrif koma í kjölfar fundar sem Samtök atvinnu- lífsins stóðu fyrir, þar sem saksóknarinn lét móðan mása um skylda hluti, en veittist jafn- framt harkalega að lög- gjafarvaldinu og dómstólum lands- ins. Umfjöllun saksóknarans er með hreinum ólíkindum. Hann fullyrðir að ríkislögreglustjóraembættið sé í fjársvelti – fái ekki nauðsynlegt fjár- magn til að halda úti þeirri refsi- vörslu sem dugi gegn öllum þeim aragrúa „hvítflibba“ sem sífellt séu að maka krókinn með lögbrotum. Í næstu andrá segir hann að refsilaga- ákvæðin sem nauðsynlegt sé að nota gegn þessum óbótamönnum séu of ófullkomin og óskýr. Hann hefur lýst þeirri skoðun að ekki sé nægilega vandað til lagasetningarinnar, enda á köflum staðið þannig að henni að einhver skrifborðsþrællinn í starfi hjá hinu opinbera hafi tekið að sér að hnoða refsiákvæðunum saman í sum- arbústaðarferð með fjölskyldunni! Svo er klykkt út með því að dóm- stólar hér á landi geri miklu ríkari kröfur til ákæruvaldsins um mála- tilbúnað heldur en gert sé í öðrum löndum sem við berum okkur saman við, þannig að málum sem þar eru talin nægilega vel útfærð sé fleygt út úr dómsölum hér. Samt heldur hann því fram – annars staðar í Blaðs- viðtalinu – að sakfellt sé í 90% þeirra mála sem efnahagsbrotadeildin leggi fyrir dómstóla. Ríkislögreglustjóri nefndi reyndar hlutfallið 97% í sjón- varpsviðtali í vetur, og forvitnilegt væri að vita hvaða reiknireglur eru notaðar þegar þessir útreikningar eru framkvæmdir. Fleira veldur saksóknaranum hugarangri. Meira að segja eru verj- endur farnir að koma vel undirbúnir til rétt- arhalda, og hann virðist telja það vera vanda- mál líka. Allir eru vond- ir við saksóknarann. Út af þessum kvein- stöfum saksóknarans er nauðsynlegt að koma á framfæri nokkrum at- hugasemdum. Fjárveitingar til ríkislögreglustjóra Ég hef tekið saman yfirlit yfir þróun fjár- veitinga til embættis ríkislög- reglustjóra frá árinu 2000 til 2006 (sjá töflu). Hækkun milli ára er sem hér segir: Frá 2000-2001 45,5 mkr. eða 11,34% Frá 2001-2002 138,5 mkr. eða 31,01% Frá 2002-2003 90,8 mkr. eða 15,52% Frá 2003-2004 102,2 mkr. eða 15,12% Frá 2004-2005 119,1 mkr. eða 15,31% Frá 2005-2006 196,3 mkr. eða 21,88% Hækkun beinna fjárveitinga á ár- unum 2000-2006 er 692,4 mkr. eða 172,63% Hækkun neysluvísitölu 1/7 2000 til 1/7 2006 er 30,04%. Tekið skal fram að þetta eru fjárveitingar til reksturs embættisins, en ekki til tækjakaupa, bifreiðakaupa eða annarra fjárfest- inga. Ég dreg það stórlega í efa að nokkur önnur ríkisstofnun hafi á þessu tímabili fengið samfellt slíka aukningu í fjárframlögum til rekstr- ar. Hvað þarf mikið fé í þetta appa- rat til þess að það geti þjónað hlut- verki sínu? Eru allir sammála um að þessu fé hafi verið vel varið? Ég hef efasemdir um það, miðað við þá út- reið sem þetta embætti hefur fengið í nánast öllum þeim málum sem kall- ast geta alvöru efnahagsbrot – þá er ég ekki að tala um þann ömurlega „brotaflokk“ þar sem stjórnendur gjaldþrota hlutafélaga eru sóttir til refsingar fyrir að félögin gátu ekki staðið skil á svokölluðum vörslu- sköttum. Saksóknarinn í eyðimörkinni Ragnar Halldór Hall skrifar um fjárveitingar til ríkislög- reglustjóraembættisins »Umfjöllun saksókn-arans er með hreinum ólíkindum. Ragnar H. Hall Höfundur er hæstaréttarlögmaður. 2000: 2001: 2002: 2003: 2004: 2005: 2006: 2007: Fjárlög 287,1 446,6 585,1 640,1 665,1 859,2 1.014,5 1.086,3 Fjáraukalög 140,0 0 0 35,8 113,0 38,0 79,0 Samtals 401,1 446,6 585,1 675,9 778,1 897,2 1.093,5 SÍÐAN skýrsla Hafrann- sóknastofnunar um stöðu fiski- stofna hér við land kom út hefur birst fjöldi greina og viðtala um þetta alvarlega ástand og við- brögð við því. Umræðan hefur ekki alltaf verið markviss, frek- ar en búast mátti við. Það er því full ástæða til að vekja athygli á tveimur merkum greinum um stjórnun fiskveiða eftir Helga Áss Grétarsson, en þær birtust hér í blaðinu 16. og 17. júní. Greinarhöfundur tekur mjög skynsamlega og for- dómalaust á málum og setur skoðanir sínar fram á skýran og skilmerkilegan hátt. Má hvetja alla þá sem láta fiskveiðimál sig einhverju varða til að lesa þess- ar merku greinar Helga Áss. Haf- og fiskirannsóknir hér við land hafa einnig verið tals- vert til umræðu undanfarið, og hafa sumir talið að lítið væri vit- að í þeim efnum. Svo vill nú til, að Jón Jónsson magister, fyrr- verandi forstjóri Hafrann- sóknastofnunar, tók saman allt sem þekkt er um haf- og fiski- rannsóknir við Ísland frá önd- verðu og til 1990 – bæði störf og leiðangra erlendra sem inn- lendra manna – og kom verk Jóns út í tveimur bókum, „Haf- rannsóknir við Ísland“, á vegum Menningarsjóðs á árunum 1988 og 1990. Veit ég ekki til þess, að nokkur fiskveiðiþjóð við Norð- ur-Atlantshaf eigi slíkt safnrit. Vilji menn kynna sér hafrann- sóknir hér við land, er áð- urnefnt ritverk Jóns sú náma sem vart á sinn líka. Ingvar Hallgrímsson Merkar greinar um stjórn fiskveiða Höfundur er fiskifræðingur. ÞAÐ var vissulega mikið fagn- aðarefni fyrir mig að nú loksins, 16. maí 2007, skyldu tveir nýir dómarar við Hæstarétt, þau Jón Steinar Gunnlaugsson og Hjördís Há- konardóttir, hafa fall- ist á að taka mál mitt til endurupptöku við Hæstarétt vegna nýrra gagna í málinu. Hæstiréttur hefur tví- vegis áður neitað mér um endurupptöku, en málið er búið að standa á níunda ár. Eftir að hafa verið sjö sinnum dæmdur í héraðsdómi og Hæsta- rétti með rangindum, fyrir að hafa dregið mér 500.000 kr. úr sveit- arsjóði, þar sem fjöldi dómara hefur komið við sögu, þ.á m. nokkrir lög- giltir endurskoðendur sem með- dómendur í héraðsdómi. Endurskoðendurnir Magnús Benediktsson og Einar Sveinbjörns- son í KPMG færa á minn við- skiptareikning hjá V-Land- eyjahreppi mér til greiðslu lán V – Landeyjahrepps 31.12.1994 1.035.000 kr., auk þess 171.161 kr. og 500.000 kr. Hefur svo staðið síðan og hvað er þessi upphæð há í dag sem af mér var tekin, með vöxtum? Síðan ákærir rík- issaksóknari, Bogi Nilsson, mig til að greiða lán V-Land- eyjahrepps (1.035.000). Og bæði stig dómstóla fara að ráðum hans um að ég greiði lán hreppsins. Hreppsnefndir V- Landeyjahrepps og Rangárþings eystra hafa lagt blessun sína yfir málið án þess að hvarflaði að þeim að greiða mér til baka. Einar Sveinbjörnsson í KPMG útbjó skuldir V-Landeyjahrepps á mig til greiðslu og hefur verið ráðgjafi hreppsnefndanna í málinu. Bókhaldsvinna Guðbjörns Jóns- sonar, dagsett 11. og 23. mars 2003, vegna ársreikninga hreppsins ár- anna 1994-1996, þar sem gerður er samanburður á útgefnum ársreikn- ingum og niðurstöðu bókhalds, virð- ist ekki hafa borist eða verið tekin til greina af Hæstarétti. Í umsögn Guðbjörns um langtímaskuldir hreppsins 31.12. 1994 segir: „Meðal langtímaskulda er hið umdeilda skuldabréf við Búnaðarbanka Ís- lands á Hellu að upphæð kr. 1.035.000.“ Hverjir ákveða að ég eigi að greiða lán V-Land- eyjahrepps? Og nú hefur frést frá ákæruvald- inu að til standi til að leita leiða til að sakfella mig áfram. Maður spyr sig einfaldlega hvar er réttlætið í landinu statt. Er fært fyrir dómstóla í landinu að láta mig greiða skuldir V-Landeyjahrepps? Rangindi rannsóknamanna, ákæruvalds og margra dómara Eggert Haukdal skrifar um enduruptöku máls síns við Hæstarétt »Maður spyr sig einfaldlega hvar er réttlætið í landinu sé statt. Eggert Haukdal Höfundur er fv. alþingismaður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.