Morgunblaðið - 28.06.2007, Page 34
34 FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Elsku afi, söngur
og gleði var alltaf það
sem einkenndi þig.
Þegar ég fór að hugsa til baka hvað
það væri það fyrsta sem ég mundi
eftir alveg frá því að ég var lítil, þá
var það að þú varst alltaf, syngj-
andi, raulandi og hlæjandi. Það var
alltaf svo mikið fjör í kringum þig
og gaman að koma í heimsókn til
þín og ömmu á Bröttugötuna. Alltaf
fannst manni jafn fyndið þegar
maður hljóp til þín þar sem þú sast
í hægindastólnum þínum, og þú
tókst úr þér tennurnar eða snerir
þeim í hringi uppi í þér, þetta var
alltaf jafn fyndið og skemmtilegt og
sama hvað maður reyndi sjálfur þá
virkaði þetta ekkert hjá manni. Ég
skildi aldrei af hverju ég gat ekki
tekið mínar tennur úr eins og þú,
mér fannst þú vera algjör töframað-
ur. Það brást ekki þegar maður var
nýbúin að læra að hjóla og mátti
orðið hjóla langt ein, að þá fórum
við frænkurnar úr austurbænum
alltaf hjólarúnt til ömmu og afa og
fengum rabbarbara með sykri.
Þetta var algjört æði.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Elsku afi minn, það eru svo
margar yndislega góðar minningar
sem ég á og þær eiga ávallt eftir að
verða í hjarta mínu. Mig langaði til
að þakka þér fyrir allar þær ynd-
islegu stundir sem við höfum átt
saman síðastliðin 20 ár, öll ættar-
mótin, Elliðaeyjarferðir, hátíðar-
stundir, matarboð og svona mætti
lengi telja. Elsku afi, síðustu daga
hefur verið mjög erfitt að horfa upp
á þig svona veikan, en það var gott
að geta verið hjá þér og haldið í
höndina á þér og sjá hversu friðsæll
þú varst.
Elsku afi, núna er erfiðleikunum
lokið og þú ert kominn á betri stað
til foreldra þinna og allra systkina.
Allar þær minningar sem ég á um
þig mun ég geyma í hjarta mínu.
Elsku amma og fjölskylda, Guð
veri með ykkur.
Hvíl þú í friði, elsku afi.
Þín
Silja Rós.
Elsku afi
Nú sefur þú í kyrrð og værð
og hjá englunum þú nú ert.
Hjörleifur Guðnason
✝ HjörleifurGuðnason fædd-
ist á Hjarðarholti í
Seyðisfirði 5. júní
1925. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Vestmannaeyja 13.
júní síðastliðinn og
var útför hans gerð
frá Landakirkju í
Vestmannaeyjum
23. júní.
Umönnun og hlýju þú færð
og veit ég að ánægður þú
sért.
Ég kvaddi þig í hinsta sinn.
Ég kveð þig nú í hinsta
sinn.
Blessun drottins munt þú fá
og fá að standa honum nær.
Annan stað þú ferð nú á
sem ávallt verður þér kær.
Ég kvaddi þig í hinsta sinn.
Ég kveð þig nú í hinsta
sinn.
Við munum hitta þig á ný
áður en langt um líður.
Sú stund verður ánægjuleg og hlý
og eftir henni sérhvert okkar bíður.
Við kveðjum þig í hinsta sinn.
Við kvöddum þig í hinsta sinn.
(Höf. óþ.)
Elsku afi, við söknum þín svo
mikið, en við vitum að þér líður bet-
ur þar sem þú ert núna.
Guð styrki ömmu, pabba og
systkini hans í sorg sinni.
Ásta Björk, Hjörleifur
og Víðir Þór.
Elsku besti afi og langafi. Núna
ert þú horfinn frá okkur og eftir
sitjum við öll með tómleika í hjart-
anu og mikinn söknuð. Þú varst án
efa besti afi sem hægt var að hugsa
sér að eiga. Hafðir mjög gaman af
því að leika við barnabörnin þín og
æskuminningar sem ég á frá
Bröttugötu 25 eru ófáar.
Þar ber kannski helst að nefna
þegar ég var lítil og sat í fanginu á
þér og horfði á þig „missa“ fölsku
tennurnar þannig að þær skelltust
saman. Og þegar við vorum inni í
sólhúsinu ykkar í ruggustólnum að
syngja öll lögin sem þú hafðir kennt
okkur. Þú varst alltaf mikill áhuga-
maður um söng og við frænkur
fengum okkur oft göngutúr heim til
ykkar. Þegar þangað var komið
beið okkar alltaf kökuhlaðborð og
djús og svo fórum við út í garð og
fengum rabarbara með sykri. Eftir
þessar skemmtilegu heimsóknir var
okkur svo skutlað heim og á meðan
söngst þú og trallaðir með lögunum
sem voru í útvarpinu þá stundina.
Þetta þótti mér mjög skemmtilegt,
enda hafðir þú alltaf fallega söng-
rödd.
Eftir að þú veiktist þá fækkaði
aðeins þessum stundum, en þegar
þær voru þá var alveg rosalega
gaman. Fjölskyldan okkar hefur
alltaf verið mjög samheldin og
traust og hefur það sko sýnt sig í
gegnum tíðina.
Mér er ofarlega í huga sú stund
þegar ég var ófrísk að syni mínum.
Alltaf þegar það var mæðraskoðun
þá kíkti ég til þín á sjúkrahúsið og
mér var sko alltaf tekið vel. Svo
eignaðist ég strákinn minn, og um
leið og ég kom til Eyja, með frum-
burðinn aðeins tveggja daga gaml-
an þá var mættur inn á stofuna til
okkar stoltur langafi sem lá á sama
gangi og við á sjúkrahúsinu. Þú
varst daglegur gestur á stofunni og
komst meira að segja oft á dag í
heimsókn. Bara aðeins að forvitnast
og skoða krílið. Þó svo að hann væri
langafabarn númer 21 þá lést þú
eins og það hefði ekki fæðst barn
áður.
Hvert eitt og einasta barnabarn
og barnabarnabarn var einstakt hjá
þér og það var nákvæmlega það
sem gerði þig að besta afa í heim-
inum.
Að lokum vil ég bara þakka þér,
elsku afi minn, fyrir allar yndislegu
stundirnar sem ég hef átt með þér
og ég bið góðan Guð að geyma þig
og passa. Ég veit að þín er sárt
saknað hérna en hlutverk þitt hlýt-
ur að vera merkilegt og mikið hin-
um megin.
Að lokum ætla ég að láta fylgja
með vögguvísu sem þú söngst fyrir
mömmu mína þegar hún var lítil:
Erla, góða Erla!
eg á að vagga þér.
Svíf þú inn í svefninn
í söng frá vörum mér.
Kvæðið mitt er kveldljóð,
því kveldsett löngu er.
(Stefán frá Hvítadal)
Þín
Esther og Bergur Óli.
Elsku afi minn, þá er komið að
kveðjustund.
Mikið er gott í allri sorginni að
eiga hafsjó af frábærum minningum
tengdum þér. Það var ekki leið-
inlegt að fá að vera með þér og
pabba út í Elliðaey yfir lundaveiði-
tímann. Þú varst frábær veiðimaður
og svo á kvöldin var tekið í spil,
spjallað og haldnar ræður. Þú varst
algjör svindlari í spilum og þegar
allt varð vitlaust, einhver grýtti
spilunum og bar upp á þig svindl,
þá veltist þú um af hlátri og við-
urkenndir ekkert svindl, þetta voru
bara smá mistök. Já, afi minn, hvað
þú varst alltaf þolinmóður við mig.
Ég man að oft kom ég við uppi í
Framhaldsskóla og beið eftir þér af
því ég nennti ekki að labba heim og
alltaf varst þú til í að skutla mér.
Stundum fór ég til ykkar ömmu og
fékk mjólk og nýbakaðar kökur,
beið svo hjá ömmu þangað til þú
komst heim, bara til að fá bílferð.
Eða þegar þú komst með okkur
pabba á sjó, þá var sko gaman. Já
afi minn, endalausar góðar minn-
ingar streyma um huga minn. Þær
ætla ég að geyma í hjarta mínu og
segja börnunum mínum sögur af
besta afa í heimi.
Elsku ömmu minni og aðstand-
endum öllum sendum við Margrét
innilegar samúðarkveðjur.
Guð geymi þig vinur.
Hjörleifur Þórðarson.
Þá er komið að kveðjustund, afi
minn.
Þegar mamma hringdi og sagði
okkur að þú værir sofnaður, þá átt-
uðum við okkur á hvað við erum
langt í burtu að geta ekki verið hjá
ykkur öllum, en svona er lífið, það
endar á þennan hátt hjá okkur öll-
um. Það sem er okkur efst í huga er
þakklæti fyrir hversu frábær afi og
langafi þú varst, svona afi sem
krakkarnir öfunduðu okkur af. Því
tókum við sérstaklega eftir þegar
þú varst húsvörður í „ Gagganum“.
Þegar við Niklas ákváðum að gifta
okkur á Íslandi og sáum að gull-
brúðkaupsdagurinn ykkar var
framundan, kom ekki annað til
greina en að deila honum með ykk-
ur. Þetta var 26. júlí 1997. Í ár
hefðu verið 60 ár hjá ykkur og 10
hjá okkur. Þegar ég sá kærleikann
á milli ykkar ömmu þá óskaði ég
þess af heilum hug að við Niklas
mundum verða eins hamingjusöm
og þið. Þegar við hugsum um þig þá
kemur hlátur og gleði upp í hugann.
Húmorinn var alltaf á réttum stað.
Þú varst alltaf glaður og ljómaðir
þegar börnin voru með okkur. Við
urðum kannske ekki eins mikið var-
ar við sjúkdóm þinn og ættingjarnir
heima. Barnabarnabörnin sakna þín
mikið og hafa talað mikið um þig
síðustu daga og eins og Johanna
sagði „Þegar ég fer til Guðs þá er
afi örugglega búinn að finna fínan
stól á himnum sem hann getur
ruggað með mér.“
Elsku besta amma okkar, við
vottum þér okkar innilegustu sam-
úð og vitum að tómleikinn verður
mikill hjá þér, en amma okkar, þú
átt sjö yndisleg börn sem við vitum
að munu hjálpa þér í gegnum erf-
iðar stundir.
Elsku mamma, Lilja, Gaui,
Guðni, Halldór, Sigrún og Jóný, við
sendum ykkur öllum samúðarkveðj-
ur frá okkur í Svíþjóð og vitum að
þið standið öll saman eins og þessi
fjölskylda hefur alltaf gert.
Ástar- og saknaðarkveðjur.
Inga Björg og
Matthildur í Svíþjóð.
Elsku afi, þú ert einstakur.
„Einstakur“ er orð
sem notað er þegar lýsa á
því sem engu öðru er líkt,
faðmlagi
eða sólarlagi
eða manni sem veitir ástúð
með brosi eða vinsemd.
„Einstakur“ lýsir fólki
sem stjórnast af rödd síns hjarta
og hefur í huga hjörtu annarra.
„Einstakur“ á við þá
sem eru dáðir og dýrmætir
og hverra skarð verður aldrei fyllt.
„Einstakur“ er orð sem best lýsir þér.
(Terri Fernandez.)
Guð geymi þig, afi.
Þórdís Gyða og Guðmundur Jón.
Elsku afi.
Alltaf áttir þú faðmlag og kossa
Takk fyrir að vera alltaf til staðar
fyrir okkur.
Elsku amma, við verðum til stað-
ar fyrir þig.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Sofðu rótt, elsku afi.
Ingvar Örn, Þórir
og Inga Hanna.
Afi minn.
Nú hefur það því miður gerst
að vond frétt til manns berst.
Kær vinur er horfinn okkur frá
því lífsklukkan hans hætti að slá.
Rita vil ég niður hvað hann var mér kær,
afi minn góði, sem guð nú fær.
Hann gerði svo mikið, hann gerði svo
margt
og því miður get ég ekki nefnt það allt.
Að tala við hann var svo gaman
á þeim stundum sem við eyddum saman.
Hann var svo góður, hann var svo klár
æ, hvað þessi söknuður er sár.
En eitt er þó víst
og það á við mig ekki síst,
að ég sakna hans svo mikið, ég sakna
hans svo sárt,
hann var mér góður afi, það er klárt.
En alltaf í huga mínum verður hann
afi minn góði sem ég ann,
í himnaríki fer hann nú,
þar verður hann glaður, það er mín trú.
Því þar getur hann vakað yfir okkur dag
og nótt
svo við getum sofið vært og rótt,
hann mun ávallt okkur vernda,
vináttu og hlýju mun hann okkur senda.
Elsku afi, guð mun þig geyma,
yfir okkur muntu sveima
en eitt vil ég þó að þú vitir nú,
minn allra besti afi, það varst þú.
(Katrín Ruth)
Hjördís, Anton Máni
og Adam Smári.
Kveðja frá Veiðifélagi
Elliðaeyjar
Í dag verður borinn til grafar frá
Landakirkju í Vestmannaeyjum fé-
lagi okkar, Hjörleifur Guðnason frá
Oddstöðum. Æskuheimili Hjörleifs,
Oddstaðir, var jörð á Heimaey og
taldist til Elliðaeyjajarða og hafði
rétt ásamt öðrum jörðum til nytja í
Elliðaey. Um var að ræða fugla-,
eggja- og heytekju. Ungur fór hann
með föður sínum, Guðjóni á Odd-
stöðum, og bræðrum sínum til
eggja- og fuglatekju í Elliðaey. Á
fyrri hluta síðust aldar var eggja-
og fuglatekja nauðsynlegur þáttur,
því mörg heimili voru barnmörg og
marga svanga munna þurfti að fæða
og ekki sú velmegun eins og við
þekkjum í dag. Hjörleifur var félagi
í Veiðifélagi Elliðaeyjar í tugi ára
og síðustu árin sem heiðursfélagi.
Samvera með Hjörleifi úti í Elliða-
ey var alltaf lífleg, hann var einn af
þessum mönnum sem krydduðu til-
veruna. Þær voru yndislegar stund-
irnar í veiðihúsinu að lokinni veiði á
sumarkveldi og horft var yfir norð-
urflötina í átt að Heimaey sem rís
svo tignarlega úr sænum. Á þessum
stundum var Hjörleifur hrókur alls
fagnaðar. Við félagarnir köllum
þetta kvöldvökur þar sem spilað
var, lagið tekið, sögur sagðar eða
gott spjall um lífið og tilveruna. Til
eru margar sögur af Hjörleifi og
uppátækjum hans og sumar ekki
prenthæfar. Hjörleifur hafði gaman
af því að syngja. Þegar þeir bræður
Hjörleifur og Guðlaugur ásamt
Hávarði B. Sigurðssyni sungu Ból-
sönginn eða Kvöldið er fagurt þá
drógu aðrir félagsmenn sig í hlé í
söngnum en nutu þess í stað að
hlusta á þessa snillinga. Nú er kom-
ið að kveðjustund og viljum við
veiðifélagarnir minnast þín með ból-
söng okkar:
Hér lífið er frelsi við unað og yndi
með ómum frá lunda og svölunnar klið.
Í úteyjafaðminum vægum í vindi
við skulum gleðjast að bjargmannasið.
Nú veiði er lokið og sigin er sól
syngjum því glaðir og skálum við ból
(Óskar Kárason)
Veiðifélag Elliðaeyjar vottar Ingu
eiginkonu Hjörleifs, börnum og öðr-
um aðstandendum okkar dýpstu
samúð.
Mig langar í fáeinum orðum að
minnast Hjörleifs Guðnasonar sem
lést á Heilbrigðisstofnun Vest-
mannaeyja hinn 13. júní síðastlið-
inn.
Ég kynntist Hjörleifi þegar hann
hóf störf sem húsvörður við Gagn-
fræðaskólann í Vestmannaeyjum
þar sem ég var kennari. Fljótlega
varð ég sannfærður um að Hjörleif-
ur var mjög vandaður maður og að
hann sinnti starfi sínu af mikilli alúð
og snyrtimennsku svo að eftir var
tekið. Hann átti ákaflega þægilegt
og óþvingað samstarf við starfsfólk
og nemendur skólans og fyrir vikið
naut hann virðingar og vinsælda.
Umgengni við unglinga er mjög
raunhæfur mælikvarði á manngildi
þeirra sem þá umgangast. Það hlut-
verk leysti Hjörleifur afar vel af
hendi og unglingarnir umgengust
hann því jafnan af kurteisi og báru
til hans ómælt traust.
Hjörleifur var glaðlyndur maður
og í hópi samstarfsmanna við Gagn-
fræðaskólann og síðar Framhalds-
skólann var hann skemmtilegur fé-
lagi og setti sterkan svip á hóp
okkar. Þegar við gerðum okkur
glaðan dag í lok skólaárs, tókum
lagið, stofnuðum „kvartetta og
kóra“ og áttum okkar dýrmætu
augnablik, var hann jafnan sá sem
ómissandi var. Við nutum þessara
stunda og treystum vináttuböndin
sem síðan hafa haldið þótt Hjörleif-
ur hafi fyrir nokkru kvatt skólann.
Nú er Hjörleifur látinn. Við sem
kynntumst honum minnumst hans
sem góðs drengs sem við vorum af-
ar heppin að fá að kynnast. Í minn-
ingunni lifir myndin af glöðum,
skemmtilegum en umfram allt
vönduðum samferðamanni.
Ég votta Ingu og fjölskyldu
dýpstu samúð okkar hjóna. Megi
minningin um góðan dreng lifa
meðal okkar allra. Blessuð sé minn-
ing Hjörleifs Guðnasonar.
Ragnar Óskarsson.
Í dag munum við kveðja Hjörleif
Guðnason frá Oddsstöðum, eða
Hjölla Múr eins og hann var oftast
kallaður, en hann var múrarameist-
ari hér í Vestmannaeyjum um ára-
30-50% afsláttur
af granít legsteinum