Morgunblaðið - 02.07.2007, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 02.07.2007, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 2007 9 FRÉTTIR Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Stórútsala Lokað í dag Tilboðsdagar í Sjúkravörum ehf. áður verslunin Remedia, í bláu húsi v. Faxafen, sími 553 6511 Opið 11.00-18.00 virka daga 10% afsláttur af þýskum sjúkraskóm frá Schurr 15% afsláttur af stuðningssokkum og sokkabuxum frá Samson/Delilah Sendum í póstkröfu Kynning Elísabet kynnir hina frábæruþæginda- brjóstahaldara kl: 14.00-17.00 15% afsláttur Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is ÁHUGAMÖNNUM um veiði, sem hafa verið á ferð um landið í enda- lausri blíðunni síðustu daga, hefur eflaust brugðið í brún við að líta sumar bestu veiðiár landsins; það er varla neitt vatn í þeim. Og skilj- anlega gengur fiskur ekki í ár sem ekki renna. Enda er útkoman sú að þetta er einhver lélegasti júní í lax- veiðum sem menn minnast. Starfs- kona í veiðihúsinu við Laxá í Leir- ársveit sagði að áin væri að þorna upp og hjá veiðimönnum gerðist ekki neitt. Tómar leiðindafréttir. Hún bætti síðan við: „Laxinn hlýtur að koma þegar loksins fer að rigna – maður verður að trúa því.“ Veiðimaður sem kastaði í Norðurá í Borgarfirði sagði vatnið hafa verið „óhugnanlega lítið“. Síðustu daga hafa verið að veiðast frá tveimur upp í sex laxa á dag. Samkvæmt veiði- bókinni á netinu hjá SVFR er afli mánaðarins í Norðurá 76 laxar. Þar eins og annars staðar vona menn að laxinn gangi í kjölfar stóra straums- ins um helgina. Vísbending um að það sé að gerast er skotið sem menn fengu í Straumunum, ármótum Norðurár og Hvítár, fyrir helgi, er 11 laxar veiddust á tveimur vöktum. Þurrkar gefa straumi langt nef Stefán Kristjánsson, ritstjóri vefj- arins krafla.is, blandar sér í um- ræðuna um stóra strauma og lax- agöngur á vef sínum. Hann segir að undanfarin ár hafi verið stórstreymt kringum Jónsmessuna, 23. júní, en nú hafi hitt svo á að stórstreymt hafi verið 16. júní og svo aftur nú um helgina. „Að margra mati, og þá sér í lagi reyndra laxveiðimanna, á laxinn að fara að ganga í þennan straum,“ seg- ir Stefán. Hefur þeim ekki brugðið sérstaklega við þá staðreynd að lax- inn gekk ekki í ,„Jónsmessustraum- inn 16. júní“. „Kuldar í maí, köld vor, hafa áður seinkað gönguför laxfiska. Til að fiskur gangi upp í ár verður að vera ákveðið vatnsmagn til staðar í ánum. Því er ekki að heilsa í dag. Þurrkatíð getur gefið stórstraumi langt nef.“ Sjö á vaktinni úr Haffjarðará „Þetta er að lifna í Haffjarðará, þar komu sjö upp í morgun,“ sagði Einar Sigfússon í gær. „Þeir náðust um alla á, en það er glampandi sól og blíða og lítið vatn í ánni. Það er eng- in rigning í spánni, þetta er skrýtið ástand.“ Jón Þór Júlíusson, leigutaki Grímsár, sagði tvo laxa hafa veiðst í gærmorgun, í Viðbjóð og Bakk- astreng. Nýir laxar komi inn á hverj- um degi en það vanti alveg veðra- brigði. „Ég hef fulla trú á þessum straumi núna, en þetta er lágmarks vatn í ánni. Þeir sem lenda í að veiða þegar rigningin loksins kemur verða í mjög góðum málum.“ Urriðaveisla í Aðaldal Einungis sjö laxar hafa veiðst á svæðum Laxárfélagsins í Aðaldal. Hins vegar hafa veiðimenn notið tö- kuglaðs urriðans. Írskir veiðimenn, sem komu sérstaklega til silungs- veiða, hafa haldið sig á svæðum sex og sjö og verið í veislu. Verið með fjölda silunga á hverri vakt. Og ís- lenskur veiðimaður sem rætt var við í gær hafði ekki orðið var við lax en þess í stað einbeitt sér að urriðanum og haft af því góða skemmtan. Náði hann til að mynda fimmpundara í Hólmatagli. Veiðin er að glæðast í Blöndu og fyrir helgi veiddust allt að 11 laxar á dag. Þá veiddust tveir strax í opnun Selár í Vopnafirði og átta munu hafa náðst í fyrsta hollinu í Hofsá. Þá veiddust fimm í opnunarhollinu í Víðidalsá, sem menn voru bara ánægðir með. Einhver daufasti júní í manna minnum Hvað gerist þegar rignir? Þetta var í fyrra – glaðbeittir veiðimenn við Laxá í Dölum að afloknum góðum veiðitúr. Með 13 laxa og nóg vatn í ánni. Í HNOTSKURN »Langvarandi þurrkar ogvatnsleysi gera lax- veiðimönnum erfitt um vik. Sum- ar ár eru komnar niður í grjót og eru ófiskgengar. »Sjö laxar veiddust í Haffjarð-ará í gærmorgun, víða í ánni. »Nýir laxar ganga nú í Grímsádaglega en Jón Þór Júlíusson leigutaki segir menn bíða eftir veðrabrigðum. Þau vantar illi- lega. STANGVEIÐI SAMTÖK atvinnulífsins telja að svo- kallaður Norðurvegur feli í sér mikla samgöngubót. Veginum er ætlað að liggja frá Gullfossi um Kjöl milli Hofsjökuls og Langjökuls og tengj- ast hringveginum við Silfrastaði í Skagafirði. Þessar athuganir hafa verið gerð- ar að frumkvæði einstaklinga og fyr- irtækja sem stofnað hafa sérstakt fé- lag til að hafa forystu um framkvæmdina. SA telur æskilegt að hafist verði handa við gerð umhverf- ismats þannig að í ljós komi hvort vegurinn muni skila jákvæðri niður- stöðu þegar litið er til áhrifa á sam- félag, efnahag og umhverfi og um leið fyrir sjálfbæra þróun íslensks samfélags. Niðurstaða matsins verði svo látin ráða því hvort í fram- kvæmdina verði ráðist. „Ekki þarf að lýsa í mörgum orð- um þeirri samgöngubót sem í fram- kvæmdinni felst en leiðin milli Sel- foss og Akureyrar mun styttast um 140 kílómetra. Vegalengd milli stórs hluta Norður- og Norðausturlands og Reykjavíkur mun styttast um tugi kílómetra. Álag á vegakerfið inn og út úr Reykjavík getur minnkað og dreifst þegar ekki þarf að aka til Borgarness frá Selfossi til að komast til Akureyrar eða til baka. Búsetu- skilyrði á stórum svæðum munu batna frá því sem nú er,“ segir í frétt á heimasíðu SA. Norðurvegur fari í um- hverfismat mbl.is ókeypis smáauglýsingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.