Morgunblaðið - 02.07.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.07.2007, Blaðsíða 14
Vopnafjörður Atvinnuástand er gott. Þar starfa engir útlendingar í fiskvinnslunni, sem er mjög óvenjulegt. Í bræðslu og frystihúsi HB Granda á Vopnafirði starfa á milli 50 og 60 manns. 14 MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ B enedikt Jóhannsson, verkstjóri í frystihúsi Eskju á Eskifirði, segir að auðvitað sé það skelfilegt fyrir fisk- vinnslufyrirtækin ef þorskveiðiheimildir næsta árs verða skornar niður í 130 þúsund tonn. „Bara hérna hjá okkur jafn- gildir þetta um þriggja mánaða vinnu hér í frystihúsinu,“ segir Benedikt. Hann segir að margir séu alls ekki búnir að átta sig á því hverj- ar afleiðingarnar verði ef nið- urskurður veiðiheimilda verður jafnmikill og ráðgjöf Hafró felur í sér. „Það er kannski ekki síst vegna þess að það eru svo margir útlendingar sem vinna í fiskvinnsl- unni hjá okkur, sem hugsanlega vita lítið af þeirri umræðu sem nú á sér stað í þjóðfélaginu um sjáv- arútveg og takmörkun á veiði- heimildum.“ Verkstjóri Benedikt Jóhannsson. JAFNGILDIR ÞRIGGJA MÁNAÐA VINNU ER KVÓTAKERFIÐ Í NÚVERANDI MYND KOMIÐ Í ÞROT? K ristinn Pétursson á Bakkafirði hefur um langt skeið rekið há- tæknifiskvinnsluna Gunnólf á Bakkafirði þar sem hann hefur ávallt nýtt nýjustu og fullkomnustu tækni til þess að verka saltfisk. Þegar árið 1986 hóf hann að beita vinnsluað- ferðinni að sprautusalta fiskinn, tækni sem þá var mikið nýnæmi en er vinnsluaðferð sem víða hefur rutt sér til rúms á liðnum árum. Kristinn og kona hans, Hrefna Sigrún Högna- dóttir, lokuðu Gunnólfi, aðal- vinnustað Bakkafjarðar, fyrir ári og hættu að kaupa þorsk til vinnslu á markaði. Blaðamaður hitti Kristin að máli á skrifstofu Gunnólfs á Bakka- firði en hann gerði sér ferð frá Ak- ureyri, þar sem hann og fjölskylda hans hafa búið undanfarið ár, til þess að ræða atvinnuástandið og kvóta- kerfið við Morgunblaðið. Kristinn segir að venjulega hafi unnið hjá Gunnólfi fast á milli 20 og 30 manns og þegar mest var hafi starfsmenn Gunnólfs verið yfir 40 manns, mikill meirihluti eða 70 til 80% erlendir verkamenn, en um síð- ustu áramót hafi starfsmenn Gunn- ólfs verið sex talsins. „Við höfum í raun verið föst í þess- um gapastokki í allt of langan tíma. Við getum ekki hætt, við getum ekki haldið áfram og við getum ekki ráðið okkur í vinnu annars staðar. Við höf- um ekki þorað að segja fólkinu upp, það hefur bara smám saman týnt töl- unni. Við höfum verið að bíða eftir stjórnvaldsaðgerðum. Við áttum t.d. von á byggðakvóta 1. september í fyrra en hann er ekki kominn enn. Hann er kannski kjölfestan til þess að við getum náð samningum við lán- ardrottna og komið fyrirtækinu aftur af stað,“ segir Kristinn. Kristinn segir að þegar ákvörðun var tekin um að loka Gunnólfi í fyrra hafi staðan einfaldlega verið sú að enginn rekstrargrundvöllur var fyrir rekstrinum lengur. Fyrirtæki hans sé mjög skuldsett og því hafi hann orðið að grípa til lokunar. Kristinn vill ekki upplýsa um hverjar skuldir Gunnólfs eru, segir þær þó „skelfi- lega miklar“. „Staðan var þessi þegar við lok- uðum í fyrra: Við áttum fyrir hráefni og launum en ekkert upp í annan kostnað. Í þannig stöðu er ekkert annað að gera en loka, hversu sárs- aukafullt sem það kann að vera,“ seg- ir Kristinn. – Eins og þú sjálfur lýsir því, Kristinn, þá hefur þú í áratugi rekið þessa hátæknivinnslu sem þú hefur fjárfest mikið í. Við lokun í fyrra hlýt- ur skuldastaðan að hafa versnað til muna. Hvað sérðu fyrir þér að ger- ist? Höfum ákveðnar væntingar „Við komumst hvorki fram né aft- ur eins og staðan er nú. Við bíðum þess að opinberir aðilar geri eitthvað fyrir þessar minni byggðir sem eru fastar í þessum gapastokk. Við höfum ákveðnar væntingar um að einhver vilji skoða hvort það standist eignarréttarákvæði stjórn- arskrárinnar að skilja fólk eftir með þessum hætti á brókinni og senda það á vergang.“ Kristinn segir að þeir sem „eigi kvóta“ leigi hann frá sér á 200 krónur kílóið. Síðan fari þeir með leigupen- ingana á næsta fiskmarkað og kaupi fiskinn á yfirverði með 200 króna for- skot á þá sem eru kvótalausir að kaupa á fiskmörkuðum. „Þeir sem eru í útgerð eru með öðrum orðum að fara með peningana úr útgerð fyr- irtækisins yfir í fiskvinnsludeildina og yfirbjóða okkur þannig. Það sér það hver heilvita maður að við kvóta- lausir fiskverkendur stöndum höllum fæti í þessari samkeppni þegar fisk- urinn með haus og hala kostar kannski 250 til 260 krónur á markaði en útgerðarmenn sem kaupa á mark- aði hafa 200 krónur í forgjöf. Stóru fyrirtækin, sem eiga of mikinn kvóta til þess að veiða sjálf, leigja þetta frá sér og ná samt aflanum til þess að vinna sjálfir vegna þessa fáránlega og óréttláta kerfis.“ – Ertu ekki að segja Kristinn að það sé óvinnandi vegur að reka fisk- verkun á Íslandi án þess að „eiga kvóta“? „Samkvæmt því kerfi sem nú er við lýði gengur það ekki, það er bara staðreynd.“ Kristinn segir að hann hafi ávallt keypt fisk í frjálsum viðskiptum á mörkuðum. „En magnið sem kemur inn á markaði á Íslandi hefur farið síminnkandi. Þeir sem eiga kvóta beita honum til þess að lokka til sín fisk, til dæmis með því að borga með tonni á móti tonni og þá í nótulausum viðskiptum,“ segir Kristinn sem hann segir að séu viðskipti sem að minnsta kosti séu á gráu svæði ef ekki svörtu. „Við gátum einfaldlega ekki haldið áfram nema við hefðum tekið upp á kvótasvindli eins og því að landa framhjá vigt eins og sumir freistast til þess að gera í þessari stöðu. En þá leið vildum við einfaldlega ekki fara,“ segir Kristinn. Kristinn segist ekki hafa miklar vonir um bætt ástand en hann neitar alfarið að gefast upp. „Fái ég ekki aflaheimildir þá vil ég fá bótagreiðslu til þess að geta hætt. Það er til hæstaréttardómur fyrir því að þegar eignarréttur hrynur þá myndast bótaskylda. Ég tel að hann eigi við í okkar tilfelli,“ segir Kristinn. Vil nýta staðbundna þorskinn „Ég tel í raun vera tvær leiðir fær- ar til þess að leysa vandann,“ segir Kristinn. „Annars vegar er sú aðferð, sem ég tel vera hvað sanngjarnasta, að við fáum að veiða og nýta stað- bundna þorskstofninn hér í Bakka- firði, sem sýnt hefur verið fram á að er hér staðbundinn. Það hefur verið sannað þótt það hafi ekki verið gefið út opinberlega. Ég myndi vilja að Gunnólfur fengi að nýta staðbundna fiskistofna hér í flóanum, 500 tonn eða svo. Hin er sú að okkur verði greiddar bætur. Már Viðar Matthías- son sýndi fram á það í lögfræðiáliti sínu að samkvæmt stjórnarskránni eiga að fylgja þessum fasteignum vinnsluréttindi á aflaheimildum hér í flóanum. Ef ég er sviptur þessum eignarréttindum vil ég fá þá svipt- ingu bætta. Við ætlum að reyna til þrautar að fá stjórnmálamenn til þess að gera skyldu sína og ætlum ekki að sætta okkur við að það sé far- ið svona með okkur.“ Kristinn segir málið vera svo ein- falt að ef sjávarbyggðirnar sem liggja vel við fiskimiðunum hafa ekki góðar tekjur af fiskveiðum og -vinnslu þá séu þær dauðadæmdar. „Stjórnvöld verða að leysa vandamál þessara byggða af rausnarskap, ekki einhverjum sparðatíningi eða með því að veita einhverja ölmusu. Ég vil fá þessi eignarréttindi rædd á um- ræðugrundvelli um mannréttindi þar sem fólk skiptir máli,“ segir Kristinn. ERUM FÖST Í GAPASTOKKI Fiskverkandi Kristinn Pétursson rak í áratugi hátæknifiskverkun. »Við getum ekki hætt, getum ekkihaldið áfram og við getum ekki ráðið okkur í vinnu annars staðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.