Morgunblaðið - 02.07.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.07.2007, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 2007 23 ig að þeir möguleika, ákveðinna g leggur ennarahá- i háskóla, ldur á al- einnig að tti í rétt- í mennta- ar ndastarf,“ r, starfs- móðir 21 -heilkenni munámið. a staðið til r á viku í mennt og tíma hafi á að vera ira og nú ta. „Þetta i og metn- að sem er íkan. Mér rirmyndar og skipta höfuðmáli því þegar maður er með þroskahömlun þýðir það ekki að maður geti ekki lært. Maður þarf meiri tíma og það þarf að búa þannig um hlutina að þeir mæti hverjum og einum en það að hafa ekki möguleika er ekki í takt við tímann.“ Ásta segir Kennaraháskólann eiga hrós skilið að taka svona metnaðarfulla ákvörð- un. Um er að ræða rannsóknartengt tilraunaverkefni sem sett verður skipulega upp með skýrum mark- miðum og metið reglulega til að skoða árangur. Með þessu er reynt að tryggja að nemendurnir verði eft- irsóttir starfskraftar að námi loknu, t.d. á starfsvettvangi þroskaþjálfa og tómstunda- og félagsmálafræðinga, inni á leikskólum, grunnskólum, í æskulýðsstarfi o.fl. Einnig gætu nemendur farið til starfa innan mála- flokks fatlaðra sem réttindagæslu- menn eða sinnt jafningjafræðslu um réttindi fatlaðs fólk en Vilborg segir það alveg nýtt að fatlaðir sjálfir fari inn í þess lags þjónustu. áskóla ngi Morgunblaðið/Golli roskahjálp og Guðrún V. Stefánsdóttir lektor. ylfa@mbl.is ar hald- á náminu þeir eigi afa að sumir ilji fara sem vilji an að lesa lingar „Sig- hjá Fjöl- á voru þetta svo stórir hópar að leigðar voru stofur hjá Kennaraháskól- anum. Það var svo gaman og vel heppnað. Þannig kynntust þau skólanum og þeim fannst þau næstum komin í háskóla.“ Að sögn Ingibjargar var kominn tími á þetta nám en hún segir menntamál fatlaðra koma í skrefum. „Fyrst var boðið upp á tvö ár í starfsnámi í Öskjuhlíðarskóla en svo var það lagt niður. Þá voru einhverjir fjöl- brautaskólar sem opnuðu dyrnar fyrir þeim og þá átti að bjóða þeim tvö ár.“ Nokkrir skólar ákváðu þó strax að bjóða upp á fjögurra ára nám og þar á meðal var Borg- arholtsskóli þar sem Sigmundur stundaði nám og undi sér vel. Eins og fyrr kemur fram vinnur Sigmundur í Byko. Hann hóf störf í október en hann fór þangað í starfsþjálfun þegar hann var í Borgarholtsskóla. Hann vinnur fyrir hádegi og vinnur margvísleg störf; raðar í hillur, hjálpar til á lager o.fl. „Hann er mjög sam- viskusamur og fljótur að vinna verkefnin, hann vill helst ekki sitja. Samstarfsfélagar hans hafa tekið hann með sér á fótboltamót,“ segir Ingibjörg og segir jafnframt vinnufélagana eiga hrós skilið fyr- ir að koma fram við Sigmund sem einn af hópnum. „Það er ekki sjálf- gefið.“ nnar Evu laðið/RAX munámið hvað störf. Eftir Ástu Sóley Sigurðardóttur astasoley@mbl.is Gunnars-dagur Gunn-arssonar er í dag,“ sagðisr. Hjálmar Jónssondómkirkjuprestur en hann predikaði í Viðeyjarkirkju í gær í messu sem tileinkuð var Gunnari Gunnarssyni skáldi sem hvílir í Viðeyjarkirkjugarði ásamt Franziscu eiginkonu sinni, syni þeirra og fleiri afkomendum. Um 30 manns sóttu messuna en mikið var af fólki í eyjunni sem ým- ist gekk um eyjuna eða lagðist í hlíð- arnar og naut veðursins. „Það var fuglasöngur, það var þytur í laufi og þetta er allt svo fallegt og notalegt en það er líka sérstakt að koma yfir með ferju, það er eins og að koma yfir í paradís á sjö mínútum,“ segir Hjálmar og bætir við að mikið hafi verið af ferðamönnum í eyjunni en þeir hafi hins vegar ekki þekkt Gunnar en flestir hafi þeir þó þekkt Jesú Krist! Gunnar tengdist Viðey með ýms- um hætti og meðal annars stóð hon- um til boða að kaupa Viðey áður en hann ákvað að festa kaup á Skriðu- klaustri árið 1938. Gunnar skrifaði auk þess ævisögu Jóns Arasonar Hólabiskups sem endurreisti Við- eyjarklaustur árið 1550, en sú end- urreisn stóð þó skammt því Jón var handsamaður og líflátinn nokkrum árum síðar. „Gunnar var gott skáld og merki- leg hans saga en hana er nauðsyn- legt að þekkja er maður les verk hans,“ segir Hjálmar Eftir messuna settist fólk fyrir ut- an kirkjuna í blíðskaparveðri,, fékk sér kaffi og hlustaði á Halldór Guð- mundsson rithöfund fjalla um Gunn- ar og ævi hans og störf. Halldór gaf út bókina „Skáldalíf“ fyrir síðustu jól þar sem hann lýsir lífhlaupi tveggja stórskálda 20. aldar, þeirra Gunnars og Þórbergs Þórðarsonar. Sérstakir sunnudagspistlar verða á dagskrá í Viðeyjarkirkju í sumar, alls átta talsins og er það hluti af sumardagskrá Viðeyjar en meðal annars verður hjólað eyjarenda á milli með Íslenska fjallahjóla- klúbbnum á morgun og 31. júlí mun Hildur Hákonardóttir sýna og segir gestum frá nytjajurtum og ræktun í Viðey. Messað í Viðeyjarkirkju til heiðurs Gunnari Morgunblaðið/Ómar Veðurblíða Halldór Guðmundsson fjallaði um Gunnar Gunnarsson út undir kirkjuvegg enda var rjómablíða í eyjunni og engin ástæða til að loka sig inni í kirkjunni þó að messan hafi farið fram innan veggja hennar. Andaktugur Séra Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur predikaði í mess- unni í Viðeyjarkirkju í gær en Dómkirkjan sér um messuhald í eyjunni. Í HNOTSKURN »Hinn 25.ágúst verður hald-in Viðeyjarhátíð en hún verður lokapunktur á sum- ardagskránni. Þar verður fagnað sérstaklega 100 ára af- mæli þorps Milljónafélagsins í Viðey. »Gunnar Gunnarsson fædd-ist árið 1889 en hann flutti til Danmerkur 1907 og bjó þar í nálega fjóra áratugi. »Eftir að Gunnar flutti til Ís-lands samdi hann ekki fleiri verk en gekk í það að þýða verk sín, sem öll voru skrifuð á dönsku, yfir á ís- lensku. »Meðal þekktustu verkaGunnars má nefna Að- ventu, Fjallkirkjuna, Svartfugl og Sælir eru einfaldir, svo eitt- hvað sé nefnt, en hann hóf glæstan feril sinn í Danmörku með Sögu Borgarættarinnar. Áannað hundrað mannsvoru saman komin viðUrriðafoss í gær til aðsýna andstöðu sína gegn því að sveitarstjórn Flóahrepps samþykki virkjun á svæðinu. Ólafur Sigurjónsson hjá Sól í Flóa var einn framsögumanna og sagði hann að mikil og vaxandi samstaða væri meðal hreppsbúa, sem ofbjóði vinnubrögð Landsvirkjunar. „Þeir ráðast gegn réttkjörnu stjórnvaldi okkar, sem var búið að taka ákvörðun gegn virkjun, með gylliboðum um gsm-samband og vegaframkvæmdir.“ Hreppsmenn telja sig eiga rétt á slíkri þjónustu í gegnum opinbert fé, en ekki sem bitlinga frá Landsvirkjun gegn því að samþykkja áætlanir þeirra. Ólaf- ur segir að ekki eingöngu verði gríðarlegum náttúruauðævum fórnað, heldur geri Landsvirkjun lítið úr þeirri staðreynd að virkj- unin yrði byggð á virku skjálfta- svæði svo bændum neðan stífl- unnar stæði ógn af. „Þetta finnst okkur óviðunandi enda ylli þetta stórkostlegri rýrnun á landgæðum og jarðaverði, fyrir utan þessa miklu áhættu.“ Þegar hafi verið skorið úr um að ókostir væru miklu fleiri en kostirnir og krefjast mót- mælendur þess að sú ákvörðun standi. Flóamenn andmæla þrýstingi Landsvirkjunar á baráttufundi til verndar Þjórsá Ljósmynd/Halla Kjartansdóttir Hitamál Mælendaskrá fundarins var eingöngu opin fyrir Flóamenn og þurfti því að neita mörgum um orðið. Ákvörð- un Flóa- hrepps standi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.