Morgunblaðið - 02.07.2007, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 02.07.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 2007 33 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Árskógar 4 | Bað kl. 8-16. Smíði/útskurður kl. 9-16.30. Félagsvist kl. 13.30. Dalbraut 18-20 | Bridds alla mánudaga í sumar frá kl. 13 í félagsmiðstöðinni að Dal- braut 18-20. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrifstofa FEBK Gullsmára 9 og Gjábakka verður lokuð vegna sumarleyfa 1.-31. júní. Hægt er að hafa samband ef þörf krefur, við Kristjönu í 897- 4566, Guðmund í 848-5426 og Kristmund í 895-0200. Félagsvist er spiluð í Gullsmára á mánud. kl. 20.30, en í Gjábakka á miðvikud. kl. 13 og á föstud. kl. 20.30. Félag eldri borgara, Reykjavík | Bridds spilað kl. 13. Dagsferðir: Landmannalaugar 7. júlí og Skjaldbreiður og Hagavatn 10. júlí. Skráning hafin, upplýsingar í s. 588-2111. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Kl. 10 postu- línsmálun og ganga, kl. 11.40 hádegisverður, kl. 20.30 félagsvist FEBK. Hárgreiðslustofan lokuð vegna sumarleyfa frá deginum í dag. Félagsheimilið Gjábakki | Handavinnustofan opin og heitt á könnunni til kl. 16. Hádeg- isverður kl. 11.40. Lomber kl. 13. Félagsstarf Gerðubergs | Vegna sumarleyfa starfsfólks fellur starfsemi og þjónusta niður frá 2. júlí-14. ágúst. „Björnsvöllur“ (nýr pútt- völlur við Breiðholtslaug) er opinn virka daga kl. 9-17, leiðsögn frá Vinnuskóla Reykjavíkur er á þriðjud. kl. 13-15 og fimmtud. kl. 10-12. Kylfur kúlur og öll aðstaða án endurgjalds. Hraunsel | Félagsvist kl. 13.30. Hvassaleiti 56-58 | Frjáls spilamennska kl. 13-16. Böðun fyrir hádegi. Hádegisverður kl. 11.30. Fótaaðgerðir 588-2320. Blöðin liggja frammi. Samtök lungnasjúklinga | Samtök lungna- sjúklinga óskar öllum félagsmönnum gleði- legs sumars og minnir á að skrifstofa SLS er lokuð frá 2. júlí-13. ágúst v/sumarfría. Minn- ingarkort er hægt að nálgast í síma 8474773 á þessum tíma. Vesturgata 7 | Kl. 9-16 hárgreiðsla og fótaað- gerðir. Kl. 9.15-15.30 handavinna. Kl. 9-10 boccia, Sigurrós (júní). Kl. 11-12 leikfimi, Janick (júní-ágúst). Kl. 11.45-12.45 hádegisverður. Kl. 14.30-15.45 kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Handavinnustofan opin í dag, hárgreiðslu og fótaaðgerðarstofur opnar, frjáls spilamennska frá kl. 13-16. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Kvöldkirkjan er opin frá kl. 17-22. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir er til við- tals í kirkjunni og eftir samkomulagi í síma 858-7282. Kvöldbænir kl. 20. Allir velkomnir. Akureyrarkirkja | Kvöldkirkjan er opin frá kl. 17-22. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir er til við- tals í kirkjunni og eftir samkomulagi í síma 858-7282. Kvöldbænir kl. 20. Allir velkomnir. 90ára afmæli. Í dag, 2.júlí, er níræð Nikolína Helgadóttir, Kumbaravogi, Stokkseyri. Hún er fædd á Minna-Hofi á Rangárvöllum. Þaðan fóru þær mæðgur að Garðsauka, síðan að Höfða- brekku í Mýrdal. Nikolína var fimm ára er hún fór ásamt móður sinni að Suður-Vík og ólst þar upp til fullorðinsára. dagbók Í dag er mánudagur 2. júlí, 183. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Varpið allri áhyggju yðar á hann, því að hann ber umhyggju fyrir yður. (1Pt. 5, 7.) Vefurinn Kvennaslóðir var opn-aður á dögunum í nýrri ogbættri útgáfu. Katrín AnnaGuðmundsdóttir stýrir verk- efninu: „Rannsóknir hafa sýnt að hlut- fall kynjanna í fjölmiðlum er ekki í samræmi við sérþekkingu kvenna og þátttöku þeirra. Innan við fjórðungur viðmælenda fjölmiðla er konur þegar litið er á heildarumfjöllun, og þegar einstakar greinar eru skoðaðar end- urspeglar umfjöllun engan veginn hlut- fall kvenna. Eins og flestir vita end- urspegla líka kynjahlutföll í flestum nefndum og stjórnum hér á landi ekki heldur þann hafsjó reynslu og sér- þekkingar sem íslenskar konur hafa fram að færa,“ segir Katrín. „Þegar vakið er máls á þessu misvægi nota margir þá afsökun að erfitt sé að hafa uppi á kvensérfræðingum til álitsgjafar eða starfa. Margar æskilegar leiðir eru færar til að bregðast við þessu, og eru Kvennaslóðir ein af þeim, en vefsíðan er kvennagagnabanki á Netinu þar sem hægt er með auðveldum hætti að komast í samband við reyndar konur og sérfræðimenntaðar á öllum svið- um.“ Á Kvennaslóðum má finna ýmsan fróðleik, en búið er að gera síðuna að- gengilegri og einfaldari í uppbyggingu: „Auk þess að búa að ítarlegum gagna- grunni um íslenska kvensérfræðinga birtum við á síðunni fréttir tengdar stöðu kynjanna í samfélaginu. Sér- stakur liður, Kona í nærmynd, fjallar ítarlegar um valdar konur í gagna- grunninum og í liðnum Fyrirtæki í nærmynd er vakin athygli á áhuga- verðu starfi valinna fyrirtækja,“ segir Katrín. „Kvennaslóðir senda einnig reglulega út rafrænt fréttabréf og geta áhugasamir skráð sig á póstlista síð- unnar.“ Skráning í gagnagrunn Kvennaslóða hefur verið einfölduð og bætt: „Nú er hægt að setja inn myndir með skrán- ingu, og hægt með einföldum hætti að hengja viðbótarupplýsingar í við- hengjum við hverja skráningu,“ segir Katrín. „Leit í gagnagrunninum er einnig mjög einföld: Dugar að skrá inn t.d. nafn, sérfræðititil eða önnur leit- arorð, og birtist þá listi yfir konur sem uppfylla leitarskilyrðin. Í upplýs- ingaglugga hverrar konu má síðan finna nánari upplýsingar um störf, menntun og hvers konar sérþekkingu.“ Sjá nánar á www.kvennaslodir.is. Jafnrétti | Gagnagrunnur um kvensérfræðinga á nýjum vef Kvennaslóða Þekking kvenna sýnileg  Katrín Anna Guðmundsdóttir fæddist í Reykja- vík 1970. Hún lauk M.Sc. í viðskipta- og markaðfræðum frá University of Kansas 1994 og leggur nú stund á mastersnám í kynjafræði við HÍ. Katrín starfaði í hugbúnaðargeiranum um nokurra ára skeið. Hún var talskona Femínista- félagsins í fjögur ár og starfrækir ráð- gj.fyrirtækið Hugsaðu ehf. Samb.m. Katrínar er Grétar Rafn Árnason hug- b.sérfr. og eiga þau engin börn. VEÐRIÐ lék við austfirska djassara um helgina og þegar Einar Bragi Bragason saxófónleikari var á leið heim blasti við honum þetta magnaða útsýni í morgunsárið. Strandatindur heilsar skipi í höfninni og ef vel er gáð eru á miðri mynd sjálf göngin út í heim, raninn sem fer í Norrænu þegar hún kemur að landi. Morgunsól á Seyðisfirði FRÉTTIR ÞRÍR tannsmiðir útskrifuðust frá Tannsmiðaskóla Íslands fimmtu- daginn 24. maí síðastliðinn. Á myndinni eru frá vinstri Agnes Hilm- arsdóttir, Ásta Þorgilsdóttir og Ingibjörg Dögg Kristinsdóttir. Útskrifuðust sem tannsmiðir UNDIRRITAÐUR hefur verið samningur um stofnun rann- sóknastofu í fjölmenning- arfræðum við Kennarahá- skóla Íslands. Forstöðumaður rannsóknastofunnar er Hanna Ragnarsdóttir, lektor við Kennaraháskóla Íslands. Í stjórn rannsóknastofunnar eru auk Hönnu, Elsa Sigríður Jónsdóttir, lektor við Kenn- araháskóla Íslands og Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahúss. Í fréttatilkynningu segir að í rannsóknum á sviði fjöl- menningarfræða í Kennarahá- skóla Íslands hafi m.a. verið fjallað um stöðu og reynslu einstaklinga og hópa í fjöl- menningarsamfélagi, ekki síst minnihluta- og jaðarhópa. Á sviðinu er einnig hugað að skólaþróun og skólaumbótum í samfélagi sem tekur örum breytingum í átt til aukins menningarlegs og trúarlegs fjölbreytileika, auk fjölbreytni er varðar móðurmál. Rannsóknastofan mun að nokkru leyti byggjast á störf- um rannsóknahóps í fjölmenn- ingarfræðum við Kenn- araháskóli Íslands sem hefur starfað frá árinu 2004. Mark- mið rannsóknahópsins voru m.a. að efla svið fjölmenning- arfræða í kennslu og rann- sóknum innan Kennarahá- skólans og í menntarannsóknum almennt. Þátttakendur í rann- sóknahópnum eru starfandi kennarar og sérfræðingar innan og utan Kennarahá- skólans ásamt meist- aranemum. Flestir þátttak- endur eru jafnframt í fagráði í fjölmenningarfræðum, sem starfað hefur frá apríl 2004. Tvö stór verkefni eru í vinnslu á vegum hópsins, sem munu falla undir verksvið rannsóknastofunnar, annars vegar rannsókn á skólaþróun í fjölmenningarsamfélagi á Ís- landi, sem tekur til allra skólastiga, hins vegar útgáfa handbókar í fjölmenning- arfræðum, sem áætlað er að komi út í nóvember 2007. Fram kemur að með stofn- un rannsóknastofunnar sé brugðist við brýnni þörf á að auka þekkingu og skilning á ýmsum þáttum í þróun fjöl- menningarsamfélagsins og um leið hugað að umbótum á hinum ýmsu sviðum þess, ekki síst í skólakerfinu. Rannsóknastofa í fjölmenningar- fræðum við KHÍ Samstarf Þriggja manna stjórn stýrir rannsóknastofunni. Frá vinstri Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahúss, Hanna Ragnarsdóttir, lektor við Kennaraháskóla Íslands og for- stöðumaður stofunnar, og Elsa Sigríður Jónsdóttir, lektor við KHÍ. Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.