Morgunblaðið - 02.07.2007, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.07.2007, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 2007 19 VESTURLAND FYRSTA plata „íslensku“ stúlkna- sveitarinnar The Papsmears frá Gimli í Manitoba (www.myspace.- com/thepapsmears) kemur út í Winnipeg á næstu dögum og verða útgáfutónleikar á Gimli 12. og 13. júlí og í Winnipeg síðsumars eða í haust. Vilja til Íslands Í sveitinni eru Fiona Axelsson og tvíburasysturnar Jodi og Jordan Dunlop, sem allar eru af íslenskum ættum, auk söngvarans Laurie Lamb. Fiona er elst, 17 ára, en hin- ar eru á 17. ári. Stúlkurnar eru all- ar í djasssveit framhaldsskólans á Gimli og segir Fiona að einn helsti draumurinn sé að halda tónleika á Íslandi. „Við erum að kanna mögu- leika á Íslandsferð og vonandi get- ur orðið af henni næsta sumar,“ segir hún og bætir við að fram- undan séu tónleikar til að kynna plötuna. Upptökustjóri plötunnar, Ron O. Vermeulen, vinnur meðal annars að gerð plötu með djassistanum Birni Thoroddsen gítarleikara og djass- tríói hans, Cold Front, en Vermeu- len hefur starfað mikið með kan- adíska söngvaranum og laga- smiðnum Brian Adams. Trommu- leikarinn Jodi Dunlop hannaði plötuumslagið. Stúlknaband Fiona Axelsson, Jodi Dunlop, Laurie Lamb og Jordan Dunlop með upptökustjóra plöt- unnar, Ron O. Vermeulen. Gimlistúlkur með plötu Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is ÁRLEGIR Íslandsdagar í Spanish Fork í Utah voru haldnir hátíðlegir um liðna helgi og tókust vel að vanda, að sögn Davids A. Ashbys, talsmanns Íslandsfélagsins í Utah, the Icelandic Association of Utah (IAU). Þessi þriggja daga hátíð fór nú fram í 110. sinn og var boðið upp á fjölbreytta dagskrá. Markmið IAU er að halda upp á og varðveita al- mennan áhuga á íslenskri menn- ingu og arfleifð með því að bjóða upp á ýmsa mannfagnaði og fræðslu, stuðla að auknu sambandi við Íslendinga og standa vörð um minningu Íslendinganna sem sett- ust að í Spanish Fork og byggðu þar upp fyrsta íslenska samfélagið í Norður-Ameríku. Viðamikil dagskrá Í tilefni hátíðarinnar voru ís- lenskir fánar settir við grafir Ís- lendinga í kirkjugarðinum í Span- ish Fork. Susan Evans McCloud rithöfundur ræddi um bók sína Önnu, skáldsögu sem fjallar um lífsreynslu fjölskyldunnar samfara því að setjast að á óþekktu svæði í Spanish Fork. Bókin er uppseld en höfundurinn gat þess að hún yrði væntanlega endurprentuð fljótlega. Boðið var upp á margvíslega fræðslu, meðal annars innsýn í ætt- fræði, sýnt hvernig á að spinna á rokk og baka pönnukökur. Samúel Bjarnason, Margrét Gísladóttir, eiginkona hans, og Helga Jónsdóttir, voru í 16 manna hópi Íslendinga sem settist fyrst að í Spanish Fork, komu þangað 1855, en frá 1855 til 1914 fluttu 410 Ís- lendingar til Utah. Fyrir um tveim- ur árum, á 150 ára afmæli land- námsins, voru um fimm þúsund manns viðstaddir vígslu nýs minn- ismerkis um íslensku landnemana í Spanish Fork og á hátíðinni um liðna helgi var landnemanna minnst með ýmsum hætti. Mikil starfsemi David Ashby segir að IAU gegni mikilvægu hlutverki með því að koma á tengingu ættingja íslensku landnemanna í Utah við Ísland, Ís- lendinga og íslenska menningu. Ættfræðin auðveldi fólki að finna ættingja á Íslandi og þegar tenging sé einu sinni komin á sé ekkert því til fyrirstöðu að viðhalda henni og treysta. „Margir af mínum bestu vinum búa á Íslandi,“ segir David Ashby. Íslandsdagar í Spanish Fork Ljósmynd/David Ashby Íslenski fáninn Í tilefni Íslandsdaganna voru íslenskir fánar settir við grafir Íslendinga í kirkjugarðinum. Pönnukökur Systurnar Lil Shepherd og Vina Foster bökuðu pönnukökur og kenndu gestum á hátíðinni í Spanish Fork réttu vinnubrögðin. Hátíð fólks af ís- lenskum ættum haldin í 110. sinn ÚR VESTURHEIMI Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Borgarfjörður | „Það er metnaðar- fullt starf unnið hér við skólann. Ég mun fylgja því eftir,“ segir Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir sem ráðin hefur verið skólastjóri við Varmalands- skóla í Borgar- firði. Hún tekur við starfinu 1. ágúst næstkom- andi en hefur verið að setja sig inn í málin und- anfarna daga, meðal annars hjá fráfarandi skóla- stjóra, Þórunni Maríu Óðinsdóttur, sem stýrði skólanum síðastliðinn vetur. Ingibjörg Inga er íþróttafræð- ingur og kennari. Hún er uppalin í Brekkukoti í Reykholtsdal en var búsett í rúm tuttugu ár á Tálkna- firði. Hún er nú kominn í sitt gamla heimahérað. Aftur í heimahagana Ingibjörg Inga er gift manni frá Tálknafirði, Sigurði Árna Magnús- syni húsasmíðameistara, og eiga þau þrjú börn. Eftir að hafa starf- að í nokkur ár við þjálfun og kennslu í Borgarfirði, meðal ann- ars við Reykholtsskóla, fór hún í barnsburðarleyfi til Tálknafjarðar 1983 og sneri ekki til baka til heimahaganna fyrr en rúmum tveimur áratugum síðar. „Það var ekkert íþróttahús á Tálknafirði svo ég stofnaði eigin líkamsræktarstöð og rak í nokkur ár. Ég fór svo að kenna við grunnskólann 1991. Mér hefur alltaf liðið vel fyrir vestan. Þetta er gott samfélag. Svo var gaman að taka þátt í þróunarstarfi í skólanum, þar er unnið gott starf,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg starfaði skólaárið 2005 til 2006 sem aðstoðarskólastjóri Grunnskóla Borgarfjarðarsveitar í afleysingum og tók síðan við stöðu verkefnisstjóra við undirbúning framhaldsskólanáms ungmenna að átján ára aldri á sunnanverðum Vestfjörðum en námið er skipulagt í samvinnu við Framhaldsskóla Snæfellinga í Grundarfirði. Því starfi er að ljúka enda byrjar nám- ið í haust. Styttra á þing Hún segist hafa ílengst í Borg- arfirðinum nú vegna þess að Sig- urður Árni hafi tekið að sér verk- efni syðra. Þau hafa dvalið í heilsárshúsi sem þau eiga í landi Brekkukots. Ingibjörg fór í framboð til Al- þingis í vor og er nú varaþingmað- ur Vinstrihreyfingarinnar - Græns framboðs í Norðvesturkjördæmi. Hún fór meira að segja nokkra daga á þing í sumar. Hún neitar því að hún hafi flutt suður til þess að eiga styttra á þing og einnig að hún hafi verið að fylgja börnunum í framhaldsnám eins og algengt er. „Þau hafa nú reddað sér sjálf og standa sig vel. En því er ekki að neita, að það er gott að vera ná- lægt þeim og geta fylgst betur með barnabörnunum,“ segir Ingibjörg. Ingibjörgu líst vel á nýja starfið og segir að það sé vissulega krefj- andi. Hún segir að undirbúningur vetrarins gangi vel. Enn vanti í einhver störf en hún segir að útlit- ið sé gott með kennararáðningar. Alltaf liðið vel fyrir vestan Morgunblaðið/Theodór Kr. Þórðarson Skóli Varmalandsskóli er í hinum gamla Stafholtstungnahreppi sem nú er hluti af Borgarbyggð. Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir Fjör Nemendur skólans eru ýmist úr þéttbýli eða sveitunum. Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir ráðin skólastjóri Varmalandsskóla Í HNOTSKURN »Varmalandsskóli hóf starf-semi 1955, en að rekstri hans stóðu sveitahrepparnir í Mýrasýslu, en nú er hann rek- inn af Borgarbyggð. »Börn nemenda í Við-skiptaháskólanum á Bif- röst eru ríflega helmingur nemenda. Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.