Morgunblaðið - 02.07.2007, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 02.07.2007, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 2007 41 / AKUREYRI / KEFLAVÍK NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SAMbio.is VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA BLIND DATING kl. 8 - 10:10 B.i. 10 ára SHREK 3 m/ensku tali kl. 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ SHREK 3 m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ DIE HARD 4 kl. 8 - 10:30 B.i. 14 ára SHREK 3 m/ensku tali kl. 6 - 8 LEYFÐ FANTASTIC FOUR 2 kl. 6 LEYFÐ HOSTEL 2 kl. 10 B.i. 7 áraFÁÐU BÍÓMIÐANN SENDAN Í SÍMANN ÞINN MEÐ MMS WWW.SAMBIO.IS eeee F.G.G. FBL. eeee H.J. MBL. eeee B.B.A. PANAMA.IS eeeee V.J.V. TOPP5.IS eee L.I.B. - TOPP5.IS eee H.J. - MBL eeee KVIKMYNDIR.IS tv - kvikmyndir.is eee LIB, Topp5.is STEFNUMÓTAMYND SUMARSINS ÁSTIN ER BLIND HEFURÐU UPPLIFAÐ HIÐ FULLKOMNA STEFNUMÓT? Leggðu launin þín inn á unglingareikning Kaupþings og fáðu BÍÓKORT. Nafnið þitt fer líka í pott og þú gætir unnið einhvern af þessum glæsilegu vinningum: E N N E M M / S ÍA / N M 2 8 4 19 1. TIVOLI iYiYi 2. Sony Ericsson W810i 3. 25.000 kr. gjafabréf í Kringluna MYNDLIST 101 gallerí Guðmundur Thoroddsen Opið þri.-lau. frá kl. 14 -17. Sýningu lýkur 19. júlí. Aðgangur ókeypis. EFTIR að Guðmundur Thoroddsen (f. 1980) lauk námi við LHÍ rötuðu nokkur verka hans á eftirtektarverðar samsýningar hér á Fróni og var mér strax ljóst að þar væri efnilegur lista- maður á ferð, fullur af áhuga og metn- aði. Vakti þá sérstaka athygli mína vel hugsuð samþætting blýantsteikninga og málverks á myndfleti. Guðmundur sneri nýlega heim eftir framhaldsnám í Berlín undir leiðsögn Katharinu Grosse og þeytir hann nú frumraun í sýningarhaldi einn síns liðs í Galleríi 101. Sýningin ber yf- irheitið „Rjómaísland“ og tvinnar hann saman ýmiskonar Íslands- ímyndum. Flestar sýna myndirnar spennta kraftakarla pósa undir lögum af mis- lituðum eða bragðefnabættum rjóma- ís. Hnyklaðir vöðvarnir taka þá á sig myndir kletta og grjóts og rjómaíslag- ið gefur þessu ávala mynd fjalls. Efnistök Guðmundar eru einföld. Blýantur skyggir formin og málning liggur þar flöt yfir. Sjónrænt eru þessi verk veikari en flest annað sem ég hef séð eftir listamanninn og eftir að snið- ugur sýndar- og orðaleikur með fjöll og vöðvafjöll hefur spilað sitt hlutverk er óttalega lítið eftir úr að moða. Reyndar á líkamsrækt það sammerkt með myndlist að snúast um form og fagurfræði og ég er ekki frá því að ágreiningur um efnistök sé algengari á síðum líkamsræktarblaða en list- tímarita, enda hafa vöðvafjöllin jafn- an sterkar og persónulegar skoðanir á því hvaða efnistök beri að nota, s.s. við æfingar, mataræði og fæðubót- arefnaneyslu, til að fá þennan eða hinn vöðvann til að formast. Að þessu leyti má segja að listamaðurinn vísi til fagurfræðilegrar umræðu en hann gerir það þá á kostnað hins skynræna þáttar, sem er jú sá töframáttur sem listin hefur hvað helst fram að færa. Það sem stendur upp úr á sýning- unni er þrjú málverk/teikningar sem saman mynda frásögn um íshlunka sem halda til einhvers æðra til- verustigs. Þar tekst Guðmundi að leiða mann inn í óræðan mynd- og frásagnarheim sem lifir áfram eftir sýninguna. Eru efnistökin, samspil teikningar og málningar, vel heppnuð í þessum myndum þar sem liturinn dregur fram áherslupunkta í form- rænunni jafnt sem frásögninni. Jón B.K. Ransu Íslandsímyndir Vöðvafjall Kraftakarlar og rjómaís mynda fjall. STÓRTÓNLEIKAR verða á NASA í kvöld til styrktar náttúruvernd- arsamtökunum Saving Iceland, sem standa fyrir ráðstefnu um hnatt- rænar afleiðingar stóriðju og stór- stíflna helgina 7.-8. júlí á Hótel Hlíð, Króki í Ölfusi. Á tónleikunum koma meðal ann- ars fram Ólöf Arnalds, múm, Evil Madness, Dj Árni Sveins, Dimma, Bogomil Font og Millarnir, Rúnar Júl, Magga Stína, Retro Stefsson og fleiri. Miðaverð er 2.500 kr. og miðasala í 12 tónum, Hljómalind, Smekkleysu og við innganginn. Þá verður myndlistaruppboð í Galleríi Start Art á Laugavegi 12 næstkomandi fimmtudag kl. 17.00 til styrktar sama málefni. Margir landsþekktir listamenn gefa verk til uppboðsins, meðal annarra Magnús Pálsson, Erling Klingen- berg, Kristinn Pálmason, Áslaug Thorlacius og margir fleiri. Náttúran vernduð á NASA Einlæg Ólöf Arnalds mundar gít- arinn gegn náttúruspjöllum. Morgunblaðið/Golli www.savingiceland.org SÖNGKONAN Hafdís Huld heldur tónleika í Saln- um í Kópavogi hinn 9. ágúst næstkomandi. Þetta eru fyrstu sólótónleikar Hafdísar hérlendis en hún mun ásamt hljómsveit syngja lög af plötunni Dirty Paper Cup. Hafdís varð fyrst fræg þegar hún söng með fjöllistahópnum Gus Gus en sagði svo skilið við hópinn og hóf nám á Englandi í tónsmíðum og upptökutækni og samdi hún plötuna meðfram náminu. Platan var valin poppplata ársins á ís- lensku tónlistarverðlaununum. Hafdís Huld Hafdís Huld í Salnum SÖNGKONAN Bandaríska Nancy Sinatra mun halda tónleika á Íslandi í október. Nákvæm dagsetning er ekki komin á hreint. Hún kemur hingað með sitt eigið band en auk þess munu Furstarnir, stór- sveit Geirs Ólafs- sonar, spila undir auk þess sem þeir hita upp. Nancy Sandra Sinatra fæddist 8. júní 1940 í New Jersey og var skírð Nancy eftir móður sinni en eftirnafnið fær hún frá frægum föður sínum, sjálfum Frank Sinatra. Hún sló í gegn árið 1966 með laginu „These Boots Are Made for Walkin’“ og seinna fór hún og spilaði fyrir hermenn í Víet- nam sem gerðu áðurnefnt stígvélalag að einkennislagi sínu, sem Stanley Kubrick nýtti sér seinna í magnaðri senu í kvikmyndinni Full Metal Jac- ket. Þá hljóðritaði hún lagið „Somet- hin’ Stupid“ með föður sínum og lék árið 1968 með ekki ófrægari manni en Elvis Presley í Speedway. Af öðrum kvikmyndaafrekum má helst nefna leik hennar á móti Peter Fonda í Ro- ger Corman-myndinni The Wild Angels og myndina Ghost In the In- visible Bikini. Þá söng hún titillagið fyrir Bond-myndina You Only Live Twice en yngri kynslóðin kannast þó enn betur við útgáfu hennar af lagi Sonny Bono, „Bang Bang (My Baby Shot Me Down),“ sem gekk í end- urnýjun lífdaga þegar Quentin Tar- antino notaði það í myndinni Kill Bill. Hún hefur einnig komið að bóka- skrifum og ljósmyndun en árið 1995 sat hún nakin fyrir á Playboy, föðurn- um Frank til mikillar hrellingar – en um hann skrifaði hún bókina Frank Sinatra, My Father tíu árum fyrr. Geir hefur unnið lengi að málinu og var að vonum glaður að þetta gengi eftir og klykkti út með að leggja út af lagi Frank föður Nancy: „Geir Ólafs, he did it his way.“ Nancy til Íslands Nancy Sinatra Geir Ólafsson og Furstarnir hita upp

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.