Morgunblaðið - 02.07.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 02.07.2007, Blaðsíða 40
40 MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ STÆRSTA OPNUN Á TEIKNIMYND FYRR OG SÍÐAR. / KRINGLUNNI/ ÁLFABAKKA VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA MYND OG HLJÓÐ Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI SHREK, FÍÓNA,ASNINN OG STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN ERU MÆTT AFTUR Í SKEMMTILEGASTA ÆVINTÝRI ALLRA TÍMA. eee S.V. MBL. BLIND DATING kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 B.i.10.ára SHREK 3 m/ensku tali kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ SHREK 3 VIP m/ensku tali kl. 8 - 10:10 SHREK 3 m/ísl. tali kl. 4 - 6 LEYFÐ ZODIAC kl. 9 B.i.16.ára OCEAN'S 13 kl. 6 - 8 - 10:30 B.i.7.ára OCEAN'S 13 VIP kl. 5:30 PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 5:30 - 9 B.i.10.ára ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 4 LEYFÐ SHREK 3 m/ensku tali kl. 8:15 - 10:20 LEYFÐ DIGITAL SHREK 3 m/ísl. tali kl. 4:15 - 6:15 LEYFÐ DIGITAL CODE NAME: THE CLEANER kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 B.i. 10 ára OCEAN'S 13 kl. 8 - 10:30 B.i. 7 ára DIGITAL PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 5 B.i. 10 ára DIGITAL VERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á WWW.SAMBIO.IS Eftir Ómar Örn Hauksson mori@itn.is ÞAÐ kemur sjaldan fyrir að tölvu- leikir séu byggðir á bókum eða rit- höfundar komi nálægt gerð leikja. Undantekningar eru þó frá regl- unni eins og í tilfelli rithöfundarins Toms Clancys, sem hefur verið við- riðinn Rainbow Six-seríuna, og hrollvekjuhöfundarins Clives Bar- kers, sem kom fram með Undying fyrir nokkrum árum en þrátt fyrir góða dóma seldist leikurinn ekki vel og hvarf að lokum. Barker reyndi svo aftur að brjótast inn í tölvuleikjaiðnaðinn með leiknum Demonik en hætt var við hann áð- ur en framleiðslu lauk. Barker læt- ur samt ekki bugast og í lok þessa árs kemur út leikurinn Jericho sem hann á hugmyndina að. Leik- urinn er fyrstu persónu skotleikur þar sem spilarinn er hluti af sér- sveit hermanna sem tækla yf- irnáttúrulega hluti. Verkefni þitt er að kljást við fyrsta sköp- unarverk Guðs áður en hann skap- aði Adam og Evu. Þessi fyrsta til- raun himnaföðurins var algjört klúður og sendi hann því sköpun sína í annan heim sem kallaður er Boxið. En sköpunarverkinu líkar vistin illa í Boxinu og reynir hvað það getur að koma sér aftur til jarðarinnar þar sem það telur sig eiga heima. Þegar það gerist er kallað í sérsveitina Jericho og hennar hlutverk er að koma skepn- unni aftur í Boxið. Leikurinn not- færir sér liðsstjórnunarhæfileika spilara til að komast frá þessu æv- intýri lifandi en hver liðsmaður hefur sína sérstöku yfirnáttúrlegu hæfileika sem nýtast gegn óvin- inum. Leikurinn mun koma út á Playstation 3, Xbox 360 og PC í lok árs. Rithöfundurinn Robert E. Howard er líklega ekki mörgum kunnur, en hans er helst minnst fyrir sögur sínar um barbarann Conan sem Arnold Schwarzeneg- ger túlkaði svo eftirminnilega á hvíta tjaldinu. Nokkrir tölvuleikir hafa nú verið gerðir um Conan en ekki náð hylli af einhverjum sök- um. Nýr leikur hefur nú verið framleiddur og vonast er til að hann slái í gegn, ekki síst þar sem leikurinn líkist um margt God of War-bálknum, sem eru svo sann- arlega meðmæli. Þrátt fyrir að leikurinn fylgi upprunalegum sög- um Howards að meira leyti en kvikmyndunum verða í leiknum persónur sem aðdáendur mynd- anna ættu að þekkja. Það er fyr- irtækið Nihilistic sem framleiðir leikinn og mun hann koma út fyrir Playstation 3, Xbox 360 og PC snemma á næsta ári. Er pinninn máttugri en penninn? Barbarinn Útlit leiksins um Conan minnir um margt á tölvuleikinn God of War. TÖLVULEIKIR» TÖLVULEIKIR Playstation 2 Tomb Raider: Anniversary *** Eidos EF MARIO er þekktasta tölvuleikjapersóna sem gerð hefur verið þá kemur Lara Croft fast á hæla honum. Þessi kvenkyns útgáfa af Indiana Jones kom fram á sjónarsviðið fyrir 10 árum og varð eflaust til þess að margur tölvuleikja-nördinn uppgötvaði hitt kynið. En persónan lifði ekki bara á útlitinu einu sam- an heldur voru fyrstu leikirnir helvíti skemmtilegir og ollu byltingu í tölvu- leikjahönnun. Síðan fór að syrta í álinn og leikirnir urðu vanmáttugar tilraunir til að græða á persónunni. Þá tók við gott hlé en svo sneri Lara aftur fyrir ári með Legend og svo núna með afmælisútgáfu og nokkurs konar endurgerð á fyrsta leiknum. Í stuttu máli er Lara á höttunum eftir fornum dýrgrip sem sagður er vera frá tíma hinnar fornu borgar Atlantis. Hún fær starf- ið í gegnum viðskiptajöfurinn Jacqueline Natlas sem hefur ýmislegt grútskítugt í pokahorninu. Lara ferðast um allan heim í leit að dýrgripnum og berst við skúrka, kvik- indi og risaeðlur. Á milli þess stekkur hún á milli klettasyllna, trjágreina og húsþaka eins og köttur og leysir níðþungar gátur. Bara að fornleifafræði á Íslandi væri eins spennandi. Leikurinn er spennandi, flókinn og stundum óþarflega erfiður sem gerir mann mjög pirr- aðan, sérstaklega þegar maður er að berjast við erfiða andstæðinga. Skemmtilegast er samt að príla um allt og reyna að finna leynda hluti sem opna aðra möguleika utan við leikinn. Grafíkin er einföld og góð og hljóðmyndin er faglega gerð og gefur leiknum æv- intýralega stemningu. Ánægjuleg endurkoma Lara Croft Fornleifafræðingurinn Lara Croft er frægasta tölvuleikjapersóna sögunnar á eftir Super Mario. Ómar Örn Hauksson TÖLVULEIKIR Nintendo Wii Mario Party 8  Nintendo ENN sem komið er hefur hinn klassíski Mario Bros-leikur ekki verið hannaður fyrir Wii- vélina. Þó mun hann vera væntanlegur en kemur sennilega ekki út fyrr en seint á þessu ári. Þetta þýðir að við sem erum eldri en 10 ára verðum við að sætta okkur við Mario Party 8, safn lítilla leikja fyrir yngri kynslóðina. Leik- urinn er settur upp eins og skemmtigarður þar sem maður kíkir inn í tjöld þar sem leikir leyn- ast og keppir við aðrar persónur úr Mario- heiminum. Leikurinn er aðallega hugsaður sem tveggja spilara leikur og dregur það verulega úr ánægju þess sem á enga vini! Þarf sá hinn sami að bíða á meðan leikmenn sem stjórnað er af tölvunni gera sitt og getur það tekið afskaplega langan tíma og tekur eins og gefur að skilja á þolinmæðina. Með því að vinna leiki fær maður verðlaun sem maður getur notað til þess að opna fyrir fleiri leiki. Leikurinn er mjög litríkur og allar persónur hannaðar með yngri spilara í huga sem þýðir að pirrandi aulagangurinn og hávaðinn er nægur til að æra óstöðugan. Sem sagt ekki beint leikur sem höfðar til full- orðinna en gæti þó breyst í ágætis skemmtun ef foreldri og barn spila saman. Ómar Örn Hauksson Partí fyrir börnin Partí, partí, partí Mario er eiturhress í nýj- um leik sem ætti að höfða til yngri spilara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.