Morgunblaðið - 09.07.2007, Síða 20

Morgunblaðið - 09.07.2007, Síða 20
20 MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Freystein Jóhannsson freysteinn@mbl.is Lýðheilsudeildin, sem Guðjónhefur stýrt í fimm ár, skiptist ífjórar deildir; smitsjúkdóma-og farsóttadeild, en þar á bæ hafa menn sett sér það mark, að með ónæmisaðgerðum verði mislingum og rauðum hundum útrýmt í Evrópu fyrir 2010, deild langvinnra sjúkdóma; meðal þeirra eru hjarta- og æðasjúkdómar, krabbamein og geðsjúkdómar, einnig tóbak, áfengi og manneldi, þriðja deildin fjallar um heilbrigði barna og mæðra- vernd og sú fjórða, sem reyndar er stað- sett í Feneyjum, hefur á sinni könnu fé- lagslega áhættuþætti í heilbrigðismálum og aðgerðir til heilsueflingar. – Er hættan á fuglaflensu að fjara út? „Baráttan við nýjar farsóttir er eilíf og snýst um fleira en fuglaflensu. Á síðustu 20 árum hafa vísindamenn fundið 20 ný smitefni sem geta orðið fólki skaðleg, við höfum heyrt um ebóla-veiruna í Afríku, lungnabólguheilkenni og svo fuglaflensu, en til eru 17 önnur ný smitefni, veirur og bakteríur. Flest þessara smitefna eru tengd sam- skiptum manna og dýra og berast frá dýrum til manna. Við óttumst stöðugt að fram komi nýtt flensuafbrigði, hættulegt mönnum, sem veldur faraldri. Þetta gerðist 1918 og aftur á fimmta áratugn- um og svo á þeim sjötta. Nú er svo langt um liðið að það má telja nær óhjá- kvæmilegt að við upplifum nýjan heims- faraldur. En hvaða veira mun valda honum veit nú enginn. Og eiginlega ómögulegt að spá nokkru þar um. Í Evrópu hefur ver- ið unnið ótrúlegt varnarstarf. Á fundi í Lúxemborg 2005 kom í ljós að aðeins í 18 Evrópuríkjum höfðu menn undirbúið einhver viðbrögð við flensuheimsfar- aldri. Nú eru öll ríkin 53 komin með ein- hvern varnarbúnað og viðbúnað, mörg hafa birgt sig upp af flensumeðölum, eins og Íslendingar hafa gert. Nú eru flensumeðöl til fyrir nálega 100 milljónir Evrópubúa. En ástandið er misjafnt eft- ir ríkjum og því ríður á að þegar til kast- anna kemur, verði rík samstaða um að koma lyfjum þangað sem veikin gýs upp og hefta framgang hennar sem mest. Vandinn er hins vegar sá, að það tekur tíma að þróa bóluefni og við þekkjum hvorki upphaf heimsfaraldursins né orsök hans. Menn telja, að skjót viðbrögð við fuglaflensutilfellum, bæði í villtum fugl- um og alifuglum, hafi að minnsta kosti seinkað því að við fáum heimsfaraldur yfir okkur. Tilfellin í ár eru færri en í fyrra. Hvort það er undanhald eða logn- ið á undan storminum vitum við ekki, en vísindamenn telja verulegar líkur á heimsfaraldri og að Evrópa þurfi 1-2 ár í viðbót til að ná vopnum sínum. Engin keðja er hins vegar sterkari en veikasti hlekkurinn og ástandið er vissulega mis- jafnt. Ef til kemur mun reyna á sam- kennd og samstöðu; að menn sjái sér hag í að miðla þeim sem eru verr í stakk búnir.“ Ekki gott að keyra börnin en ganga með hundinn – Það er fleira en flensufaraldur sem vofir yfir okkur. „Já, það er margt fleira sem herjar á okkur. Þar er þó sá munur á, að við þekkjum óvininn og höfum það í hendi okkar að bregðast við honum. Og alveg eins og útrýming lömunarveikinnar í Evrópu 2002 með bólusetningum gefur okkur byr í seglin til útrýmingar misl- ingum og rauðum hundum, er hug- arfarsbyltingin á bak við minnkun reyk- inga hvatning til þess að sigrast á öðrum áhættuþáttum, eins og til dæmis offit- unni. Offita barna og unglinga hefur þre- faldast á 20 árum, þá voru 2 til 3 börn í 30 barna bekk of feit, nú eru þau 6 til 8. Þessi þróun byrjaði í Bandaríkjunum og Kanada og breiðist nú út um Evrópu. Við vitum að börn hreyfa sig minna en áður og um leið neyta þau orkuríkari fæðu, þannig að brennslan og orkan fara sitt í hvora áttina. Og ekki bara hjá börnunum. Við fullorðna fólkið erum ekki barnanna bezt í þessum efnum. Við vitum að börn þurfa að hreyfa sig minnst klukkustund á dag og fullorðnir í hálf- tíma. Það er ekki gott að keyra börnin í skólann og hvert sem er, en fara út að ganga með hundinn. Þótt lykillinn að lausninni sé sá sami og gagnvart reykingum; almenn hug- arfarsbreyting, þá er lausnin á offitu- vandanum fjölþættari ef svo má segja, því hún er ekki einasta fólgin í breyttu mataræði, heldur þarf breyttan lífsstíl, auk þess sem skipulagsmál; almennings- samgöngur og göngu- og hjólreiðastígar, þarf að taka inn í myndina, svo eitthvað sé nefnt.“ Margt áunnizt en fleira kraumar undir „Eitt atriði er bráðnauðsynlegt, þegar börnin eiga í hlut og það er að fá fram- leiðendur ofan af því að nota börn sem markhóp fyrir auglýsingar, sem halda óhollustunni að þeim. Og fyrir fullorðna fólkið eru betri merkingar á matvælum nauðsynlegar. Við þurfum að ná talsam- bandi við framleiðendur um fyrra atrið- ið, en um það síðara eru nú þegar í gangi viðræður við Evrópusambandið; um betri merkingar varðandi sykur, salt og fitu. Stundum benda merkingar til lágr- ar fitu, en þá er bara meiri sykur í stað- inn og útkoman enn vitlausari fyrir neyt- andann ef eitthvað er. Við þurfum minna salt, sykur og fitu og þegar maturinn sem við borðum er að langmestu leyti tilbúinn og hálftilbúinn, eru þessar upp- lýsingar lykilatriði. Við þurfum líka að vita að allt áfengi er orkuríkt, þótt engar upplýsingar sé um það að hafa á umbúð- unum.“ – Og úrræðin? „Við eigum að auka neyzlu grænmetis og ávaxta, auka hreyfingu, taka stigann frekar en lyftuna og leggja bílnum að- eins frá áfangastaðnum, það er í raun ekki mikið mál að ná sér í hálftíma hreyfingu á dag og þarf ekki að kosta neitt. Við Íslendingar erum líka lukk- unnar pamfílar með þá sundaðstöðu, sem við búum við og býður upp á frábær og skemmtileg tækifæri til að hreyfa sig. Okkur finnst þessi atriði liggja ljós fyrir. Spurningin er, hvernig á að fá al- menning til þess að átta sig á þeim og breyta svo til. Áður fyrr reyktu allir alls staðar, nú reykir enginn neins staðar – kannski fullmikið sagt, en engu að síður talandi lýsing á þeirri hugarfarsbreyt- ingu sem varð. Við þurfum að ná þessu fram á fleiri heilbrigðissviðum.“ – Hvernig lítur þá heilbrigðisvottorð Evrópu út? „Misjafnlega vel á yfirborðinu getum við sagt. Margt hefur áunnizt, en fleira kraumar undir. Algengasta dánarorsökin í Evrópu eru langvinnir sjúkdómar, 86%; þar af eru hjarta- og æðasjúkdómar og krabbamein 71%. Þeir eru e þeim sem af þe við líka að líta t þessir sjúkdóm tryggingakerfið brigðiskerfið. M vörnum til hins einasta að bæta heldur líka létta Einn er sá sj upp í Evrópu, e og þar er aukið mest áberandi. sjúkdómum eft samþykkt í Hel starfsmaður sk Unnsteinsson, k er að efla áhrif í því að móta, m Þátttaka þeirra á að takast að h sjúkdóm í fram heilbrigðisþjón þjóðfélagið aftu Einnig er þör sjúkrahúsmálum A-Evrópu, þar með allt að 3.00 starfsfólki. Þar anna hreint og Almennt þar fólks, berjast g þeim, að það sé vinnu fólk sem sjúkrahús en fó aðra sjúkdóma. við rök að styðj antekningar í þ sem fær hjartat flugstjórasætið nota undantekn fjöldann.“ Guðjón nefni fækka slysum á það má fækka s 40% með því að lista um hverni gagnvart börnu fleiri börn druk til ákveðnari að Svo tekur umfe Því nær núllin Guðjón segir urnar yfir stórs Svíar náð beztu láætlun, sem að um tíma. En Sv eyru þjóta og e un og þegar fra nær núllinu, hæ einbeittu sér að Lykilorðið er Hann er á síðustu metrunum sem framkvæmdastjóri lýðheilsudeildar Evrópuskrifstofu Alþjóðaheilbrigð- isstofnunarinnar í Kaupmannahöfn. Þegar Guðjón Magnússon kemur í það mark vill hann snúa sér að ráðgjöf á sviði heilbrigðismála. Hér fæst hann til að taka forskot á þá sæluna og gefur nýjum heilbrigð- isráðherra Íslands nokkur ráð eftir kortlagningu á heilbrigðisvottorði Evrópu eins og hún leggur sig og lengra í austur en það. Hvetjandi Guð Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. AÐ ÞREYJA ÞORRANN Það er auðvitað alveg rétt, semGuðrún Marteinsdóttir, pró-fessor í fiskifræði við Háskóla Íslands, sagði í fréttum sjónvarps í gærkvöldi, að með ákvörðun Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráð- herra um þorskveiðar á næsta fisk- veiðiári er ekki tjaldað til einnar nætur. Þetta er grundvallarákvörðun um að nú skuli reynt fyrir alvöru að byggja þorskstofninn upp á nýjan leik. Og í því felst, að ákvörðun um svo mikinn niðurskurð á þorskveið- um getur ekki bara verið til eins árs. Þess vegna verða sjávarþorpin, sjómennirnir og útgerðarmennirnir að búa sig undir einhverra ára nið- ursveiflu í þorskveiðum og vinnslu. Viðbrögðin hafa ekki verið önnur en þau, sem búast mátti við. Það var alveg ljóst frá því að ráðgjöf Hafró var kynnt, að þetta yrði mjög erfið pólitísk ákvörðun fyrir ríkisstjórn og þingflokka hennar. En ríkisstjórnin stóðst þetta próf. Einar K. Guðfinns- son sjávarútvegsráðherra tók kjark- mikla ákvörðun. Hún er þeim mun erfiðari fyrir hann persónulega að hann er þingmaður fyrir kjördæmi, þar sem um mikla hagsmuni er að tefla fyrir sjávarútveginn. Það verð- ur ekkert auðvelt fyrir ráðherrann að koma í sína heimabyggð á Vest- fjörðum. En hann tók þessa ákvörð- un og fyrir það á hann skilið virðingu alþjóðar. Það er athyglisvert að það eru ekki sízt sveitarstjórnarmenn, sem draga upp dökka mynd af framtíðinni. Þeir ganga raunar lengra í því en tals- menn sjómanna og útgerðarmanna. Það er hins vegar alveg ljóst, að þeir verða að búa sig undir erfiða tíma ekki bara í eitt ár heldur jafnvel þrjú ár og kannski lengur. Stjórnvöld hafa hins vegar haft góð orð um stuðning við byggðarlögin, þannig að forráðamenn þeirra eru ekki einir á báti. En jafnframt má gera ráð fyrir, að þeir framsýnni í röðum sveitar- stjórnarmanna hefjist þegar handa um að búa byggðarlögin undir þessa erfiðleika á næsta ári og næstu árum. Þeir munu leitast við að skjóta fleiri stoðum undir afkomu byggðarlag- anna alveg eins og þjóðin öll vann að því á Viðreisnaráratugnum fyrir meira en fjórum áratugum að skjóta fleiri stoðum undir atvinnulífið á landsvísu. Vestfirðir eiga ónýtta möguleika í ferðaþjónustu, sem menn fyrir vest- an munu örugglega leggjast yfir þeg- ar í stað til þess að skoða nýja mögu- leika. Í Borgarfirði stendur yfir mikil uppbygging á mörgum sviðum vegna þess að fleiri og fleiri höfuðborgar- svæðisbúar leita þangað til lengri eða skemmri búsetu. Snæfellsnesið er í jaðri þessa uppbyggingarsvæðis og engin spurning um að þar eru mörg tækifæri til þess að njóta góðs af uppbyggingunni í Borgarfirði. Erfiðleikarnir í sjávarútveginum eiga þess vegna eftir að verða sjávar- byggðunum hvatning til þess að reyna fyrir sér á öðrum sviðum. FERSKAR HUGMYNDIR Stefán Þórarinsson, stjórnarfor-maður Nýsis hf., setur fram nýj- ar og ferskar hugmyndir um fisk- veiðistjórnun í samtali við Arnþór Helgason, blaðamann Morgunblaðs- ins, hér í blaðinu í gær. Stefán segir: „Kvótakerfið er í sjálfu sér upphafið að gríðarlega já- kvæðri efnahagsþróun íslenzks sam- félags á síðustu tveimur áratugum tuttugustu aldar, allt fram á þennan dag … Ég hef verið þeirrar skoðunar undanfarin ár að við eigum að breyta kvótakerfinu. Upphaflegum mark- miðum hefur löngu verið náð en upp- bygging fiskistofnanna hefur setið eftir … Við eigum að setja skorður við kvótaframsalinu og takmarka hversu lengi menn geta haft umráð yfir kvótanum. Það er nú ótímabund- ið. Við eigum að hygla þeim svæðum á Íslandi, sem eru efnahagslega köld, þ.e. þeim svæðum, sem hafa ekki notið góðs af uppsveiflunni … Þess vegna legg ég til að við látum svæðin hafa forgang við að nýta þessa sjáv- arauðlind okkar og jöfnum þannig lífskjörin í landinu … Ástæða þess að kvótakerfið hefur ekki skilað okk- ur betri árangri er fyrst og fremst sú að við höfum ekki farið að ráðum fiskifræðinga og ævinlega veitt um- fram þol fiskistofnanna.“ Síðan segir Stefán Þórarinsson í þessu athyglisverða samtali: „Við eigum að afnema aflahlut- deildina fyrir þorsk og nýta tækifær- ið þegar við byggjum upp stofnana aftur til að setja nýjar reglur um þann viðbótarkvóta sem verður til. Þannig veitum við fyrirtækjunum sem ráða nú yfir kvótanum tækifæri til að laga sig að nýjum aðstæðum. Við þurfum einnig að setja inn í kvótakerfið þjóðfélagsleg markmið. Sem dæmi má nefna að hvert tonn af kvóta, sem landað er á efnahagslega köldu svæði, vegi ekki jafnþungt og sá afli sem landað er þar sem þensl- an er mest.“ Og enn segir Stefán Þórarinsson: „Við erum að missa greinina út í eins konar spákaupmennsku. Kaup og sala heimilda og hamstur þeirra er að verða of stór þáttur í daglegum rekstri … Mörg stærstu fyrirtækin í sjávarútvegi stunda mikla kvóta- leigu. Hvers vegna leigja þau frá sér kvóta ef þau þurfa á meiri veiðiheim- ildum að halda?“ Það er alveg ljóst að næsta skrefið í þessum umræðum, nú þegar sjávar- útvegsráðherra hefur tekið þessa mikilvægu ákvörðun, er að fjalla um þær breytingar sem nauðsynlegt er að gera á kvótakerfinu. Það fer t.d. ekki á milli mála að þjóðin þolir ekki lengur kerfi sem er þannig uppbyggt að einn maður getur lagt heilt byggðarlag í rúst. Með hugmyndum sínum hefur Stefán Þórarinsson lagt grundvöll að umræðum um framtíð kvótakerfis- ins. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.