Morgunblaðið - 09.07.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.07.2007, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 2007 23 MINNINGAR Elsku Susie Rut, engillinn okkar, afa og ömmu langar til að rifja upp örfá minn- ingabrot frá þeim yndislega tíma, sem við áttum með þér. Í minningunni ert þú svo raunveruleg að okkur finnst við vera að tala við þig. Það ríkti mikil gleði og eftirvænting þegar mamma þín hringdi frá Ameríku og sagði að hún og pabbi þinn ættu von á sínu fyrsta barni. Nokkrir mánuðir liðu og lítil ynd- islega falleg og kraftmikil stúlka fæddist. Okkar fyrsta barnabarn. Ógleymanleg stund þegar þú varst borin til skírnar og látin heita í höf- uðið á ömmu þinni og nafn þitt skráð í lífsins bók. Elsku Susie Rut, á þessum tíma varstu barn, en löngunin til þess að koma öðrum til hjálpar var þá þegar sterkasti þátturinn í persónuleika þínum. Kærleikurinn, stærsta náðar- gjöf Guðs, var það sem einkenndi líf þitt til síðasta dags. Minningarnar hrannast upp og við vorum ósegjanlega stolt og þakklát Guði fyrir hversu undursamlega þú varst sköpuð. Það skiptast á skin og skúrir og drungaleg ský. Nú förum við fljótt yfir sögu, nemum ekki stað- ar fyrr en dyrabjallan hringir. Á tröppunum stendur Susie Rut og spyr: „Má ég koma inn?“ Afi opnar faðminn og fagnar henni innilega. Ýmislegt gott ber á góma, einnig margt mjög slæmt og ljótt. En fljót- lega kom upp á yfirborðið það sem þér lá fyrst og fremst á hjarta. Ég gleymi því seint þegar þú sagðir: „Mér finnst eins og ill öfl sæki að mér. Mig dreymir að sjálfur Satan komi til mín og segi: Ef þú fylgir mér og gerir eins og ég segi þér munt þú verða al- sæl. Afi, ég er hrædd og ég vil losna undan þessari hræðilegu ásókn. Viltu biðja fyrir mér?“ Það leið ekki langur tími. Á örlagastund hrópaðir þú til Guðs um að gefa þér orð þar sem hann talaði sérstaklega til þín og vís- aði þér réttu leiðina. Orðin sem þú dróst voru Efes 6.10-20: Styrkist nú í Drottni og í krafti máttar hans. Klæðist alvæpni Guðs, til þess að þér getið staðist vélabrögð djöfulsins. Því að baráttan, sem vér eigum í, er ekki við menn af holdi og blóði, heldur við tignirnar og völdin, við heimsdrottna þessa myrkurs, við andaverur vonskunnar í himingeimn- um. Takið því alvæpni Guðs, til þess að þér getið veitt mótstöðu á hinum vonda degi og haldið velli, þegar þér hafið sigrað allt. Standið því gyrtir sannleika um lendar yðar og klæddir brynju réttlætisins og skó- aðir á fótunum með fúsleik til að flytja fagnaðarboðskap friðarins. Takið umfram allt skjöld trúarinnar, sem þér getið slökkt með öll hin eldlegu skeyti hins vonda. Tak- ið við hjálmi hjálpræðisins og sverði and- ans, sem er Guðs orð. Gjörið það með bæn og beiðni og biðjið á hverri tíð í anda. Verið því árvakrir og staðfastir í bæn fyrir öllum heilögum. Biðjið fyrir mér, að mér verði gefin orð að mæla, þá er ég lýk upp munni mínum, til þess að ég kunngjöri með djörf- ung leyndardóm fagnaðarerindisins. Þess boðberi er ég í fjötrum mínum. Biðjið, að ég geti flutt það með djörfung, eins og mér ber að tala. Amma Susie. Elsku Susie Rut, þú veist að ég og amma þín og stór hópur vina okkar, sem trúa á mátt bænarinnar, biðjum stöðugt fyrir þér. Ég trúi því að Guð hafi leyst þig undan þessari ásókn og gefið þér sigur. Það eru ekki allir sem fá að reyna nálægð Guðs jafn áþreifanlega og þú. Þú baðst og Guð svaraði samstundis gegnum orð sitt. Þú fékkst skýr skila- boð og trúin kom þá inn í líf þitt með endurnýjuðum krafti. Nú hófst sigur- Susie Rut Einarsdóttir ✝ Susie Rut Ein-arsdóttir fædd- ist hinn 14. febrúar 1985 í Reykjavík. Hún lést á gjör- gæsludeild Land- spítala mánudaginn 18. júní síðastliðinn og var jarðsungin frá Hallgrímskirkju 26. júní sl. ganga þín. Hún stóð samfellt í þrjú og hálft ár. Þú gerðir allt sem gera þurfti til þess að ná tökum á lífi þínu. Fórst á fullt í fé- lagsskap AA, tólf spor- in, fluttir að heiman í Tólfsporahúsið við Skólavörðustíg. Tókst höndum saman við þá sem þar bjuggu og strax komin í forustu. Afi fékk að vera á hlið- arlínunni. Síminn hringir. „Afi minn, ertu mikið upptekinn? Getur þú kannski keyrt mig, ég þarf að fara á fund. Ég þarf að hitta vinkonu mína sem á í erfiðleikum, halda fyrirlestur o.s.frv.“ Ferðirnar urðu býsna marg- ar, flestar ógleymanlegar. Ferðatím- inn var notaður til þess að ræða mál- in. Úr fjarlægð fékk afi að kynnast heimi sem var skelfilegri en tárum taki. Heimi þar sem skelfileg örlög og óhamingja voru í heiðurssæti. Heimi þar sem ótímabær dauði var í hverju spori. Þú opnaðir faðm þinn fyrir öll- um sem þurftu á hjálp þinni að halda. Faðmur þinn var svo stór og hlýr, bros þitt fallegt og uppörvandi, hlý- leiki þinn og innsæi einstakt. Þroski þinn til að sjá og greina einstakur. Litla stúlkan með viðkvæma hjartað fannst mér orðin ofurkona á þessu sviði, sem öðrum. Þó var lífið rétt að byrja. Með óútskýranlegum krafti og dugnaði tókst þér að sinna öllum verkefnum sem á þig hlóðust og kom- in með glæsilegt stúdentspróf. Næsti stóri áfangi var framundan, nám í læknisfræði. Eins og þruma úr heið- skíru lofti hellast alvarleg veikindi yf- ir þig. Á undursamlegan hátt komst þú í gegnum tveggja mánaða þrauta- göngu. Nú voru aðeins tveir dagar til brottfarar af sjúkrahúsinu og vinir og vandamenn fullir þakklætis fyrir far- sælan endi. Tveimur dögum fyrir hina örlagaríku föstudagsnótt kom ég til þín og við áttum saman langa og góða stund. Elsku Susie Rut, þú varst svo bjartsýn og glöð. Ég spurði þig hvort þetta yrði ekki erfiður tími framund- an. „Nei, nei, afi minn. Guð er búinn að lofa að vera með mér,“ og hún minnti mig á uppáhaldsorðið sitt, Efes. 6.10-20 og las það og fleiri ritn- ingarvers. Þú varst svo tilbúin að tak- ast á við lífið og framtíðina. Ég var svo innilega glaður þegar ég kyssti þig bless og léttur í spori þegar ég yf- irgaf sjúkrahúsið. Síst af öllu átti ég von á að næsta samvera mín og ömmu þinnar með þér yrði á himnum. En nú ert þú Guði falin. Guði séu þakkir sem gefur oss sigurinn fyrir Drottin vorn, Jesú Krist. (1. Kor. 15.57) Afi og amma, Páll og Susie. Kynni mín af Susie Rut Einars- dóttur hófust þegar hún kom inn á annað árið hjá okkur, haustið 2005, í Menntaskólann Hraðbraut. Ljós- hærð og lagleg hnáta var mætt í skól- ann til innritunar og mats á fyrra námi og var hún staðráðin frá upphafi í að standa sig vel á skólagöngunni og lagði mikinn metnað í að fá góðar ein- kunnir. Við það stóð Susie og var það síðan á sólríkum júlídegi 2006 að hún útskrifaðist og var stúdentsprófið henni og fjölskyldu hennar til mikils sóma. Susie mætti falleg og fín í út- skriftina, þá komin með dökkt hár, en ungar stúlkur í dag eiga það til að hafa ,,hamskipti“ reglulega. Einn daginn ljóshærðar, annan dökkhærð- ar og þann þriðja rauðhærðar. Susie Rut vandi komur sínar á skrifstofu aðstoðarskólastýru og röbbuðum við um námsferilinn hennar og lífið og til- veruna, væntingar og vonir. Hún kom mér fyrir sjónir sem björt, einlæg, ákveðin og svolítið litríkt fiðrildi. Hún var oftast fyrst til að hringja til að fá að vita um einkunnir, jafnvel þó að reglan væri að ekki mætti hringja strax, og varð óþolinmóð ef hún þurfti lengi að bíða, auk þess sem hún sætti sig ekki við neitt nema háar einkunn- ir. Ég hafði lúmskt gaman af þessari óþolinmæði og kannski vegna þess að ég vissi að hún þyrfti ekki að hafa áhyggjur af lélegum einkunnum. Eins og mér var samstarfsfólki og dætrum mínum sem þekkja til Susie Rutar brugðið við fréttirnar af andláti hennar. Hún hefur leitað mikið á huga minn síðan ég frétti af því að hún væri farin og erfitt er að hugsa sér að hún eigi ekki eftir að kíkja hér við, strjúka okkur svolítið um hendurnar eins og hennar var siður og brosa sínu fallega brosi. Susie Rut var sérstakur per- sónuleiki, dugleg, gefandi og hlý og voru öll kynni við hana af hinu góða. Hugur minn leitar einnig til foreldra Susie Rutar og systkina, vina, vanda- manna og allra þeirra sem þótti vænt um hana og gengu gönguna með henni, syrgja nú og sakna. Ég, fjöl- skylda mín og samstarfsfólk vottum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Elskuleg Susie Rut hefur haldið á ókunnar slóðir og við sitjum eftir með minningu um hana sem lifir áfram í hjörtum okkar eins og bleikt blóm sem brosir mót sólu. Far þú í friði, hnáta. Þú færð mína bestu einkunn. Jóhanna Magnúsdóttir. Elsku Susie mín, þó að vinátta okk- ar hafi ekki staðið lengi var hún sönn. Þess vegna var svo óendanlega erfitt að kveðja þig þegar þú fórst til Mexíkó í vetur. Vissi ég þó að þú kæmir aftur og að við gætum spjallað saman á Netinu um heima og geima, vinina og lífið framundan; lífið sem blasti brosandi við okkur. Nú er þitt slokknað og komið að annarri kveðju- stund, ekkert hlýtt knús, ekkert netspjall aðeins tómið eitt; tóm sem ég ætla að fylla með öllum þeim fal- legu minningum sem ég á um þig. Hvíldu í friði, Susie mín. Þín, Edda Sif. Elsku Susie Rut, Það sem þú hefur gefið af þér og gert fyrir aðra mun seint gleymast. „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sólar- lagi eða manni sem veitir ástúð með brosi, eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýr- mætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orðið sem best lýsir þér. (Terri Fernandez.) Þakka þér fyrir allt saman, það eru forréttindi að hafa fengið að kynnast þér og eiga þig að. Megi Guð vera með fjölskyldu þinni á þessum erfiðu tím- um og um ókomna framtíð. Ávallt þinn vinur, Árni Már (Anni). Örlög okkar eru eintóm óvissa. Við ristum eigin rúnir í lífsins tré. Til eru fræ sem aldrei verða blóm … þú varst ekki svoleiðis fræ. Þú óx og dafnaðir og færðir okkur öllum ljós í líf okkar. Þú varst alltaf glöð og brosandi og það varst þú sem gast alltaf fengið annað fólk til að brosa. Síðustu árin sem þú lifðir vorum við að kynnast enn betur og mun ég þakka guði fyrir þessi ár. Þau skilja eftir sig minningar sem aldrei gleymast hvort sem það eru Sigur Rósar-tónleikar á Klam- bratúni ásamt Sindra Snæ eða kvöld- in í miðborginni að ógleymdum fjöl- skylduboðum, útilegum o.fl. Kvöldið hinn 18. júní er og verður ávallt minn- isstætt. Þó svo að það hafi verið ótrú- lega erfitt og sorglegt getum við þakkað fyrir að fá að kveðja þig á þennan hátt. Elsku Susie mín, þín verður sárt saknað, mörg tár hafa verið felld og bera þau vott um kærleikann, sökn- uðinn og sorgina sem við berum í hjarta okkar eftir andlát þitt. Heimurinn hefur nú misst einn af sínum bestu mönnum en himinninn hefur fengið einn sinn fallegasta eng- il. Guð geymi þig, elsku Susie mín. Sunna Rán. Frá því að Susie byrjaði í Mennta- skólanum Hraðbraut vissi ég af henni. Það var ómögulegt að vita ekki af þessari hressu og vingarnlegu stelpu, enda á engan hátt óáberandi. Frá því að ég byrjaði að kenna henni varð okkur vel til vina og eftir að hún útskrifaðist kom hún til mín vegna þess að hún hafði brennandi áhuga á því að læra meiri spænsku. Ég kom henni í samband við tengda- fjölskyldu mína sem bauðst til að leyfa henni að búa hjá sér. Svo fór Su- sie til Mexíkóborgar. Dvölin varð styttri en í upphafi hafði verið áætlað, en á þeim tíma sem hún bjó hjá fjöl- skyldunni minni tókst henni að vinna hjarta allra þeirra sem kynntust henni. Fyrir stuttu bárust okkur hingað út þær sorglegu fréttir að Susie hefði kvatt þennan heim. Síðan þá hefur verið fátt gert annað en að tala um Susie og rifja upp allar góðu stund- irnar sem við höfum átt með henni og gleði hennar sem var oftast mikil. Hennar verður alltaf minnst af þeim sem þekktu hana jafnt á Íslandi sem í Mexíkó og við vonum að henni líði vel þar sem hún er stödd núna. Ortiz-fjölskyldan og ég viljum senda fjölskyldu hennar innilegar samúðarkveðjur á þessum erfiðu tím- um. Minningin um Susie, brosið hennar og hláturinn mun alltaf lifa í hjarta okkar. María Hjálmtýsdóttir. Elsku stelpan mín, engillinn minn, af hverju ertu farin frá mér? Það var svo margt sem við áttum eftir að gera saman og svo óteljandi margt sem við áttum eftir að tala um en núna hitt- umst við bara í draumalandinu. Óskaplega getur lífið verið erfitt og óréttlátt og hvernig í ósköpunum á ég að geta lifað lífinu eins án þín? Ég veit að það er fátt um svör en samt spyr maður, en eitt veit ég fyrir víst að þú ert og verður ávallt í hjarta mínu, þar sem enginn getur tekið þig frá mér. Ég lít til baka og hugsa um þig og þá brosi ég, því hvað er annað hægt þeg- ar maður var í kringum þig. Þú varst ljós í lífi mínu og gafst mér óbilandi styrk sem hefur hjálpað mér oft í mínu daglega lífi og gerir enn. Þú varst geislandi, sama hvar þú varst og hvað þú gekkst í gegnum, en þannig manneskja er aðdáunarverð hvernig sem á hana er litið. Elsku Susie, nær- vera þín var einstök. Þegar maður kom til þín leiður af einhverjum ástæðum tókstu í hendurnar á mér og horfðir brosandi á mig, og ég brosti á móti, það þurfti ekki meir. Þú hefur gefið mér svo mikið og sýnt mér að líf- ið er ekki alltaf dans á rósum. Eins og þegar við sátum saman á spítalanum, þar sem þú varst að jafna þig eftir veikindin. Við vorum að tala um hvað við ætluðum að fara læra í háskólan- um næsta haust, ég var alveg ringluð og vissi ekkert hvað ég ætti nákvæm- lega að fara læra en þú varst alveg með á hreinu hvað þú ætlaðir að gera, lífeðlisfræði. Ég dáðist að lífsþrótti þínum og staðfestu og auðvitað fund- um við út saman hvað ég ætti að læra og ég labbaði út frá þér ánægð og með bros á vör og hlakkaði til að eyða líf- inu með þér. Susie, það voru forrétt- indi að vera vinkona þín og þú gerðir mig að betri manneskju. En núna veit ég að ég verð að kveðja þig og að skrifa þetta bréf til þín hefur hjálpað mér við það, þar sem ég komst ekki til þín að kyssa þig bless. En vertu bless, elsku gullið mitt, og láttu ljós þitt skína hvar sem þú ert og við munum hittast aftur. Elsku fjölskylda, Einar, Regína, Diljá, Páll Fannar og Sindri, ég vona að þið séuð sterk núna þótt sársauk- inn sé mikill og vil ég færa ykkur alla mína samúð og alla þá krafta sem ég á. Sunneva. Þær voru þungar fréttirnar um að mín kæra vinkona, hún Susie, væri búin að kveðja þennan heim. Ég kynntist Susie fyrir u.þ.b. 3 árum og mér er það minnisstætt hvernig hún brosti svo fallega og tók í höndina á mér og kynnti sig og frá þeirri stund tókst með okkur vinátta. Mér þótti eftirtektarvert hvernig Susie tók hverjum og einum eins og hann var og varð ég ekki var við fordóma eða ann- að sem hrjáir svo marga. Að hennar mati áttu allir sama rétt á að vera hér. Susie var einstaklega vel af Guði gerð. Hún hafði mikinn húmor, fallegan persónuleika og einstaklega litríkan og sérstakan fatastíl sem passaði svo vel við hana. Hún var einnig vel lesin og var einstaklega klár og hæfileika- rík og bauð af sér þann þokka að hún væri í raun og veru eldri en hún var. Við fórum eitt sinn í ferðalag austur á land rétt eftir að við kynntumst, þar ræddum við um allt milli himins og jarðar og komumst við meðal annars að því að leiðir okkar lágu ekki saman í pólitík, og áttum við eftir að ræða það þónokkuð oft eftir það en alltaf í góðu. Ég dáðist að henni fyrir það að skella sér í Menntaskólann Hrað- braut og klára stúdentsprófið á einu ári og það með stæl, og á sama tíma var hún að vinna á Landspítalanum. Þvílíkur kraftur og dugnaður. Ef það væri síðan ekki nóg þá hringdi hún í mig síðasta vor vitandi það að ég væri að fara í inntökuprófin fyrir Leiklist- ardeild Listaháskólans og sagði mér það að hún ætlaði að sækja um þar bara svona upp á djókið. Hún gæti allavega sagt að hún hefði þá prófað það líka. Við áttum í kringum það góð- an tíma saman þar sem við æfðum okkur fyrir framan hvort annað og gerðum okkur að fíflum og okkur fannst það báðum jafn fyndið. Susie gerði það af krafti og dugnaði eins og allt annað og komst áfram í annað þrep inntökuprófanna sem er betri árangur en margir hafa náð og með því sýndi hún mér hvað hún var virki- lega hæfileikarík og fjölhæf. Hún grét það ekki að komast ekki inn, heldur ákvað að einbeita sér að því að komast í læknanám í haust. Mér þykir mikill heiður að hafa fengið að vera vinur hennar og ég veit að Faðirinn tekur vel á móti þessum fallega og góðhjart- aða engli sem nú er farinn. Hennar verður sárt saknað. Ég sendi að- standendum hennar samúðarkveðjur mínar og bið Guð að blessa þau. Matthias Freyr Matthiasson. Fegurðin er frá þér barst, fullvel þótti sanna, að yndið okkar allra varst, engill meðal manna. Hlutverk þitt í heimi hér, þú hafðir leyst af hendi. Af þeim sökum eftir þér, Guð englahópa sendi. Sú besta gjöf er gafst þú mér, var gleðisólin bjarta, sem skína skal til heiðurs þér, skært í mínu hjarta. (B.H.) Einar, Regína, Diljá Mist, Páll Fannar og Sindri Snær, megi Guð vera með ykkur á þessum sorgardegi. Anna Kristín Arnardóttir. Elsku Susie mín. Að kveðja þig er eitt það erfiðasta sem ég hef gert. Þú sem áttir þér stóra drauma – markmið og lífið blasti við þér. Ég þakka fyrir gullnu stundirnar sem ég átti með þér, bæði á röntgen og utan vinnunnar, falleg- asta ást. Þú gafst mér ótal margt með fallegu hjartalagi þínu. Ég mun aldrei gleyma þér og þú átt stóran stað í mínu hjarta, ljósið mitt litla fallega. Ég votta fjölskyldu þinni sem þú talaðir svo fallega um, vinum þínum, sem eru ótal margir, mína dýpstu samúð. Megi guð varðveita þau á þessum erfiða tíma. Ég elska þig, hjartans vinkona, Nú finn ég angan löngu bleikra blóma, borgina hrundu sé við himin ljóma, og heyri aftur fagra, forna hljóma, finn um mig yl úr brjósti þínu streyma. Ég man þig enn og mun þér aldrei gleyma. Minning þín opnar gamla töfraheima. Blessað sé nafn þitt bæði á himni og jörðu. Brosin þín mig að betra manni gjörðu. Brjóst þitt mér ennþá hvíld og gleði veldur. Þú varst mitt blóm, mín borg, mín harpa og eldur. (Davíð Stefánsson.) Þín, Freyja.  Fleiri minningargreinar um Susie Rut Einarsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu á næstu dög- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.