Morgunblaðið - 23.07.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.07.2007, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is STJÓRNARFLOKKUR Tyrklands, AKP, sigraði örugglega í þingkosn- ingum, sem fram fóru í gær, og fékk umboð til að stjórna landinu í fimm ár til viðbótar. Tyrkneskir stjórnmálaskýrendur sögðu úrslitin skýr skilaboð frá kjós- endum um að þeir treystu stjórn Receps Tayyips Erdogans forsætis- ráðherra. Flokkur hans á rætur að rekja til íslamskrar hreyfingar sem hefur verið bönnuð. Forystumenn flokksins hafa afneitað íslamskri rót- tækni og lýst honum sem íhalds- sömum lýðræðisflokki. Andstæð- ingar flokksins og yfirmenn hersins hafa þó grunað hann um að ætla að grafa undan veraldlega stjórnkerf- inu og binda enda á aðskilnað ríkis og trúar. Erdogan lýsti úrslitunum sem sigri fyrir lýðræðið, hét því að halda veraldlega kerfinu, stuðla að þjóð- areiningu og beita sér áfram fyrir efnahagslegum og lýðræðislegum umbótum. Stjórnarflokkurinn fékk 46,7% at- kvæðanna, samkvæmt bráðabirgða- tölum þegar 99,7% atkvæðanna höfðu verið talin í gærkvöldi. Útlit var fyrir að AKP fengi 341 þingsæti af 550. Flokkurinn var með 352 þing- menn og þótt hann fengi 12 pró- sentustigum meira fylgi en í síðustu kosningum árið 2002 fækkar þing- sætum hans vegna þess að fleiri flokkar fengu þingmenn kjörna. Stjórnarandstöðuflokkurinn CHP, sem styður veraldlega stjórn- kerfið, varð í öðru sæti, með 20,9% atkvæða og 112 þingmenn. Hægriflokkurinn MHP fékk 14,3% fylgi og 70 þingsæti. Flokk- urinn er þjóðernissinnaður og harð- ur andstæðingur aðildar að Evrópu- sambandinu. Enginn annar flokkur fékk til- skilið fylgi, eða minnst 10%, til að komast á þing. 27 óflokksbundnir frambjóðendur náðu þó kjöri, þeirra á meðal 24 Kúrdar sem berjast fyrir auknum réttindum kúrdíska minni- hlutans í Tyrklandi. Flokkur Erdogans sigraði Lofar þjóðareiningu og frekari efnahags- og lýðræðisumbótum Reuters Fögnuður Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands (t.h.), fagnar kosningasigri flokks síns ásamt Abdullah Gul utanríkisráðherra í Ankara. AÐ minnsta kosti 26 manns fórust þegar rúta valt og féll í gil nálægt Grenoble í austurhluta Frakklands í gær. Um 50 pólskir pílagrímar voru í rútunni þegar slysið varð. 24 slösuðust, þar af fjórtán alvarlega. Rútan ók niður bratta brekku og bremsa hennar bil- aði. Ökumaðurinn missti stjórn á ökutækinu sem fór út af veginum, ók í gegnum vegrið og féll um fimmtán metra niður á árbakka fyrir neðan. Reuters Rútuslys kostaði á þriðja tug lífið SKÝJAKLJÚFUR í Dubai við Persaflóa er nú orðinn hæsta bygging í heimi þótt enn eigi hann eftir að hækka allmikið. Byggingin, sem heitir Burj Dubai, er nú 512 metra há og því komin fram úr Taípei 101 á Taív- an, sem er 508 metrar. Fullklár- aður verður Burj Dubai 693 metr- ar. Oft hefur verið deilt um það hve háar byggingar eru í raun og veru og margir hafa mótmælt því, að fjarskiptamöstur ofan á þeim skuli vera reiknuð inn í mælinguna eins og stundum hefur verið gert. Til að allir sitji við sama borð er nú lagður ferns konar mælikvarði á byggingarnar og er þá ekki síst miðað við hæð hinnar eiginlegu bygginga. Ljóst er, að Burj Dubai mun uppfylla öll skilyrðin með miklum glans. Hæsta byggingin er í Dubai Komin í 512 m en verður 693 m alls AFGANSKIR og suður-kóreskir embættismenn reyndu í gær að semja við mannræningja um að þeir létu 23 suður-kóreska gísla lausa. Afganskir hermenn umkringdu svæði í Ghazni-héraði í miðhluta landsins þar sem mannræningj- arnir héldu gíslunum. Talsmaður talibana sagði að suð- ur-kóresku gíslarnir yrðu drepnir ef afganska stjórnin yrði ekki við kröfu mannræningjanna um að fangar úr röðum talibana yrðu látn- ir lausir. Talibanar hafa einnig krafist þess að Suður-Kóreumenn kalli 200 manna herlið sitt í Afgan- istan heim. Talsmaður talibana sagði að fresturinn til að verða við kröf- unum rynni út klukkan 19 að stað- artíma, 14.30 að íslenskum, í dag. Reynt að bjarga gíslum í Afganistan SJÓRÆNINGJAR, sem halda áhöfn dansks fraktskips í gíslingu skammt undan strönd Sómalíu, hafa krafist þess að þeim verði greiddar 1,5 milljónir dala, sem svarar 90 milljónum króna, í lausn- argjald. Alls eru fimm í áhöfn skipsins Danica White sem var rænt 2. júní. Þrjú önnur skip eru á valdi sjó- ræningja við strendur Sómalíu, eitt frá Taívan og tvö frá Suður-Kóreu. Þá var nýlega greint frá því að skip, sem siglir undir fána Panama, hefði horfið á svipuðum slóðum. Krefjast fjár fyrir Danina HITASTIG í Himalaja-fjöllum hækkar meira en annars staðar á jarðarkringl- unni. Ógnar það aðgangi hundr- aða milljóna manna að vatni. Kemur þetta fram í yfirlýs- ingu frá veðurstofunni í Tíbet en meðalhitinn þar hefur hækkað um 0,3 gráður á áratug í alllangan tíma. Mörg mestu fljót í Asíu, Yangtze, Ganges, Mekong, Brahmaputra og Indus, eiga upptök sín í Himalaja- fjöllum og hverfi jöklarnir er mikil vá fyrir dyrum. Hamfarir í Himalaja OSAMA bin Laden, leiðtogi al- Qaeda, er á lífi og í felum í Pakistan við landamæri Afganistans, að sögn yfirmanns bandarísku leyniþjónust- unnar, Mike McConnells. Hann sak- aði Pakistana um að hafa gert al- Qaeda kleift að safna liði á ný með friðarsamningi við ættbálka á landamærasvæðunum. Pervez Mus- harraf, forseti Pakistans, væri þó enn mikilvægur bandamaður í bar- áttunni við hryðjuverkamenn. Segir bin Lad- en vera á lífi SAMEINUÐU þjóðirnar rannsaka nú hvort friðargæsluliðar, sem starfa á vegum bandalagsins á Fíla- beinsströndinni, hafi gerst sekir um kynferðislega misnotkun. Að sögn SÞ hafa friðargæsluliðar í Bouake, höfuðvígi uppreisnarmanna í land- inu, verið kyrrsettir. Ekki var greint frá því hvaðan friðargæsluliðarnir eru. Ásakanir um kynferðislega misnotkun hafa oftar en einu sinni komið fram í tengslum við friðargæsluliða SÞ. Friðargæslulið- ar kyrrsettir Nýju-Delhí. AFP. | Pra- tibha Patil verður fyrsta konan til að gegna embætti forseta Indlands eftir stórsigur í forsetakosningum þar í landi. Kjöri Patil var fagnað sem mikilvægu skrefi fram á við í rétt- indabaráttu kvenna á Indlandi, fjölmennasta lýðræðisríki heims. Patil, sem er 72ja ára og lögfræðingur að mennt, bar sigurorð af varaforseta landsins, Bhairon Singh Shekha- wat. Hún fékk nær tvo þriðju hluta allra at- kvæða. Kjörnir fulltrúar á Indlands- þingi og á þingi í hverju sam- bandsríki fyrir sig greiddu atkvæði í kosningunum. Pratibha Patil er fyrrverandi rík- isstjóri Rajastahn, sem er í norður- hluta Indlands. Hún lýsti sigrinum sem „sigri fólksins“. Patil naut stuðnings Kongress- flokksins en mætti mjög harðri and- stöðu stjórnarand- stæðinga úr röðum þjóðernissinnaðra hindúa. Var hún meðal annars sökuð um að hafa verndað bróður sinn þegar hann sætti rannsókn í morðmáli og einnig eiginmann sinn í öðru hneykslis- máli. Þá var hún sökuð um að vera viðriðin fjársvik og sögð vera peð í valdatafli Kon- gressflokksins. Indverskir frétta- skýrendur sögðu nið- urstöðu kosninganna hafa mikla þýðingu fyrir milljónir indverskra kvenna sem hafa mátt þola ofbeldi, kynja- mismunun og örbirgð. „Kosninga- sigur Patil hefur feykimikið tákn- rænt gildi fyrir konur,“ sagði stjórnmálaskýrandinn Rasheed Kidwai. „Þótt Patil fái ekki mikil völd þá er hún fyrsta konan til að gegna embætti þjóðhöfðingja á Ind- landi.“ Mikill sigur fyrir konur á Indlandi Sigurvegari Pratibha Patil verður forseti. HUGSANLEGT er, að nýtt líf færist í danska pólitík á næstunni en Kristi- an Jensen, skattamálaráðherra í rík- isstjórn borgaraflokkanna, hefur boðað uppgjör við lífsskoðanir og samfélagsleg gildi jafnaðarstefnunn- ar. Segir hann, að fólk eigi sjálft að bera ábyrgð á eigin lífi en ekki að krefjast þess, að ríkið tryggi það í bak og fyrir. Jensen segir, að þetta hugsanlega uppgjör hafi dregist allt of lengi og Claus Hjort Frederiksen, atvinnu- málaráðherra og formaður nefndar um þessi mál, segir, að jafnvel meðal fólks, sem annars styður borgara- flokkana, hafi orðið afturför að þessu leyti. Segist hann oft heyra það frá mönnum í góðri stöðu og með góð laun, að þeir borgi mikla skatta og því sé það ríkisins að leysa þetta vandamálið eða hitt. Á nefndin að skila af sér áliti í júní í næsta ári og í framhaldi af því verð- ur það rætt á þingi og almennt í sam- félaginu hvernig best er að auka ábyrgð þegnanna. Jensen segir, að það sé skoðun jafnaðarmanna, að samfélagið eigi að tryggja öllum bærilega afkomu en minni áhersla sé hins vegar á ábyrgð hvers og eins. „Þótt jafnaðarmenn hafi ekki ver- ið við stjórnvölinn hér í landi í all- langan tíma þá höfum við samt for- sómað það að vinna gegn þessu gildismati,“ segir Jensen í viðtali við Berlingske Søndag. Segjast munu taka áskorun borgaraflokkanna Jafnaðarmenn segja, að ekki muni standa á þeim að taka áskorun borg- araflokkanna. Ljóst sé, að nú eigi loksins að draga hinn „hreina hug- sjónafána“ hægrimanna að hún og reyna að gera drauma Anders Fogh Rasmussens forsætisráðherra um „lágmarksríkið“ að veruleika. Carsten Hansen, þingflokksfor- maður jafnaðarmanna, segir, að þeir muni í engu hvika frá grundvallar- stefnumálum sínum um samfélags- lega ábyrgð og nefndi sem dæmi, að ríkinu bæri að ábyrgjast heilbrigð- iskerfið, umönnun aldraðra og tryggja eftir föngum velferð barnanna. Boða átök um samfélagsgildi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.