Morgunblaðið - 23.07.2007, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.07.2007, Blaðsíða 32
32 MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Spádómar Dýrahald Merktu gæludýrið og eða póstkassann. Á köttinn eða hundinn nafn og sími 1000 kr. Einnig póstkassa- og hurðaplötur, margir litir. Fannar verðlaunagripir, Smiðjuvegi 6, Kópa- vogi. S. 551 6488, www.fannar.is. Garðar Gröfum grunna, fleygum og gerum jarðvegsskipti. Útvegum grús, sand, mold og drenmöl. Helluleggjum, þökuleggjum og hlöðum veggi. Gerum tilboð. Breki jarðverk ehf. Sími 822 2661. Ódýr garðsláttur Tek að mér garðslátt í sumar. Hvert skipti frá aðeins 4500 krónur (miðast við klukkutíma verk) Hafðu samband og fáðu tilboð í síma 847 5883. Atvinnuhúsnæði Sálfræðistofa óskar eftir húsnæði. Óskum eftir húsnæði fyrir sálfræðistofu miðsvæðis í Reykjavík með möguleika á biðstofu og 2-3 viðtalsherbergjum. Upplýsingar í síma 891 9212 eða 893 4522. Vörulager - skrifstofur. Til leigu skrifstofu- og lageraðstaða á jarðhæð við Dugguvog. Upplýsingar í síma 896 9629. Sumarhús Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi. Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda, sýningarhús á staðnum. Einnig til sölu lóðir á Flúðum. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Námskeið Intensive Icelandic - íslenska fyrir útlendinga. Hraðnámskeið, 4 vikur, mán.-fös. kl. 18-19:30, Stig/Stage I, byrja/starting 30/7 og/and 24/9, Stig/Stage II 27/8. Ármúla 5, sími 588 1169, ff@icetrans.is. Fullorðinsfræðslan. Til sölu Tékknesk postulíns matar-, kaffi-, te- og mokkasett. Frábær gæði og mjög gott verð. Slóvak Kristall, Dalvegi 16b, 201 Kópavogi. Sími 544 4331. Þjónusta Hitaveitur/vatnsveitur Þýskir rennslismælar fyrir heitt og kalt vatn. Boltís sf., s. 567 1130 og 893 6270. Ýmislegt Léttir og góðir sumarsandalar á fínu verði. Verð aðeins 3.985. Misty skór, Laugavegi 178, sími 551 2070. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. Ath. verslunin er lokuð á laugardögum í sumar. Mjög sexí og flottur fyrir „brjóstgóðar” í D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 4.990, GG,H,HH á kr. 5.990. Virkilega vænn og góður í D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 4.990, GG,H skálar á kr. 5.990. Áberandi fallegur í D,DD, E,F,FF,G skálum á kr. 4.990. Misty, Laugavegi 178, sími 551 3366. Góð þjónusta - fagleg áðgjöf. www.misty.is. Lokað á laugardögum í sumar. Rafstöðvar á frábæru verði Eigum á lager rafstöðvar 30 kw 4 cyl diesel í kassa, hljóðlátar 230/400 volt verð 650.000 +vsk. Einnig opnar ódýrar stöðvar á 380.000 + vsk. Bíla og búvélaverkstæðið Holti S 435 6662 og 895 6662 haninn.is 580 7820 BannerUp standar Taska fylgir myndrenninga- 580 7820 Nafnspjöld Vélar & tæki Oertzen bensín 500 bara háþrýstidæla fyrir verktaka. Dynjandi, Skeifunni 3h. S: 588 5080. Bertoli rafstöðvar stórar sem smáar. Dynjandi, Skeifunni 3h. S: 588 5080. Til leigu með/án manns. Gerum einnig tilboð í hellulagnir og drenlagnir. Upplýsingar í síma 696 6580. Bílar VW Passat 1800. Árg. ‘00, ek. 148 þús. Vel með farinn í mjög góðu ástandi. Nýskoðaður. Einn eigandi. Ný sumar- og vetrardekk. Viðmiðunarverð 873 þús. en fæst á 750 þús. stgr. Uppl. í síma 669 1348. Sendibílar Til sölu Benz Sprinter 316 CDI, árg. ´03. Ekinn 123þús. Sjálfsk., cruise ctr., gott lakk, aukamiðst. Stöðvarl. á Sendib.stöð Kóp. getur fylgt. Verð 2.800 þús m. vsk. Mjög gott eintak. Uppl. í síma 863 2476. Ökukennsla bifhjolaskoli.is Glæsileg kennslubifreið Subaru Impreza 2006, 4 wd. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 696 0042. Ökukennsla Reykjavíkur ehf. Ökukennsla - akstursmat. Kristófer Kristófersson BMW. 861 3790. Sigurður Jónasson Toyota Rav4 ‘06. 822 4166. Snorri Bjarnason BMW 116i, bifhjólakennsla. 892 1451/557 4975. Sverrir Björnsson Volkswagen Passat '06 . 892 4449/557 2940. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '06. 863 7493/557 2493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza '06. 696 0042/566 6442. Fellihýsi 12 feta Starcraft fellihýsi til sölu. árg 2002 m/útdraganlegri hlið og eldhúsi, mikið skápa- og gólfpláss. Húsið er eins og nýtt að innan og utan, topplúga, heitt og kalt vatn, miðstöð, kæliskápur,toppgrind með reiðhjólafestingum, gaskútar,myndir inn á http:://barnaland.mbl.is/messa- geboard/messageboard.aspx?advid =6905490&advtype=8. Uppl. í síma 863 7736 & 893 5730. Hjólhýsi Hjólhýsi, árg. 2006. Til sölu, sem nýtt, 3 fullorðnir+barn, 2 gaskútar, rafgeymir, fortjald, hjólagr., ferðakl.+klósettjald. Hýsið stendur á JR bílasölu, Bíldshöfða 3. Fæst á 980 þús. Uppl. í s. 567 0333 og 892 3458. Verðsprenging, Delta 2007. Sumarsmellur. Erum að selja 2 síðustu Delta hjólhýsin, áfram með 100.000 kr. lækkun. Verð aðeins 1.678.400 kr. Innifalið í verði: raf- geymir, hleðslutæki, gaskútur og varadekk. Tilbúin í ferðalagið, til af- hendingar strax. Fortjald á hálfvirði. Allt að 100% lán. Uppl. í síma 587 2200 og 898 4500. www.vagnasmidjan.is www.seglagerdin.is Útborgun kr. 0,- Mánaðargreiðsla kr. 28.610,- miðað við 84 mánuði Chalet A-liner Eyjarslóð 5 S: 511 2200 100.000,- kr.AFSLÁTTUR Tilboð kr. 1.790.000,- Fréttir í tölvupósti MINNINGAR Síðbúin kveðja frá vinkonu. Í nútíma þjóðfélagi er algengt að roskið fólk sem hefur misst maka sinn, ef einhver var, búi eitt á sínu gamla heimili eða í íbúð sem það fær sér í staðinn. Misjafnlega laust úr tengslum við yngra fólkið sem er önnum kafið við að sjá sér og sínum farborða í lífsgæðakapphlaupi nú- tímans. Stundum er roskna mann- eskjan svo heppin að finna innan Jón Jóhannes Sigurðsson ✝ Jón JóhannesSigurðsson fæddist í Merki á Borgarfirði eystra 23. mars 1930. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Suðaust- urlands 22. júní síð- astliðinn og var útför hans gerð frá Bakkagerðiskirkju á Borgarfirði eystra 29. júní. sinna raða góðan fé- laga, sem hún getur tengst vináttuböndum og deilt kjörum með. Þegar við Jón sáumst fyrst árið 1994, bæði hætt á vinnu- markaði, bjó ég ein í húsi mínu, hér á Höfn. Höfðum við bæði misst maka okkar og nú vantaði Jón íbúð um sinn, átti íbúð í tímabundinni leigu hinum megin götunn- ar. Fékk leigt hjá mér þennan tíma. Milli okkar myndaðist þarna traust og góð vinátta, sem endist enn þó hann sé farinn héðan. Hann flutti í sína íbúð þegar hún losnaði úr leigu. Bjuggum síðan sitt hvorum megin götunnar, dvöldum hvort hjá öðru eftir vild, hjálpuðumst að við heimilisstörf og föndurvinnu, en í öllu slíku var Jón sérlega iðinn og handlaginn. Ég var með litla hannyrðaverslun heima hjá mér á þessum tíma, sem var gott fyrir okk- ur að vinna úr og miðla með okkur. Við ferðuðumst dálítið um landið á bílunum hans Jóns meðan hann gat keyrt og deildum ferðakostnaði með okkur. Fórum tvær ferðir til Dan- merkur að heimsækja Jónu, fóstur- dóttur mína, og syni hennar. Dvöld- um öðru hvoru í nýbyggðum bústað mínum á Sléttaleiti, þar sem hann Jón undi sér svo vel. Því miður bilaði minnið hans of snemma, en geðprýð- in alltaf eins meðan ég þekkti hann. Svona heilsuleysi er alltaf erfitt, en ég held að okkur hafi tekist að vinna nokkuð vel úr því saman. Síðustu 3-4 árin hans heima bjó ég að mestu á hans heimili og með því móti tókst okkur að hafa hann heima sem lengst. Fengum aðstoð frá heilsu- gæslu og víðar, s.s. við böðun, dag- vist að hluta og þrif á íbúð. Hann varð svo að fara alfarinn á sjúkra- deild H.S.S.A. í september sl. Í maí veiktist hann alvarlega og andaðist þar 22. júní og 29. sama mánaðar var hann svo jarðsettur í sínum kæra Borgarfirði eystri, þar sem hann fæddist og ólst upp. Við vorum aldrei í svonefndri lög- legri sambúð, fjármálin aðskilin, vildum að börn hans hefðu allan rétt til erfða, sjálf er ég barnlaus. Sam- band okkar var vinátta og samstarf í kyrrlátu hversdagslífi, mikill stuðn- ingur fyrir bæði. Hefðum annars kannske verið ein, hvort á sínu heim- ili með takmarkað samband við um- heiminn, eins og margt eldra fólk nú til dags býr við. Ég er þakklát börn- um hans, barnabörnum, systkinum hans og mökum fyrir að hafa tekið mér vel sem vinkonu hans. Nú er ég orðin ein aftur og reyni að vinna úr því eftir bestu getu. Ég vona að hann Jón hafi nú fengið nýjan og hraustan líkama á nýju tilverusviði, í stað þess útslitna sem hér varð eftir. Ég sendi honum þakklátar hugsanir, sem ég vona að hann njóti í nýjum heimi. Að endingu þetta: Þó skapanornir skipi okkur að skilja hér um sinn, þú ert og verður ævinlega elsku karlinn minn. Þín vinkona, Jóhanna Guðrún Sveinsdóttir. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.