Morgunblaðið - 23.07.2007, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.07.2007, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2007 31 ✝ Ólafur Ólafssonfæddist í Litlu- Hlíð á Barðaströnd 9. apríl 1928. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut 11. júlí síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Ólafur Ólafsson frá Litlu- Hlíð, f. 7. júní 1895, d. 31. desember 1954 og Guðrún Þórðardóttir frá Hofsstöðum í Gufu- dalssveit, f. 15. októ- ber 1897, d. 20. maí 1987. Alsystk- ini Ólafs eru: 1) Víglundur, f. 1921, d. 1951, 2) Jónfríður, f. 1922, d. 1994, 3) Tryggvi, f. 1923, d. 1986, 4) Hlíf, f. 1924, 5) Sæmundur Jón, f. 1925, d. sama ár, 6) Ásta, f. 1926, d. sama ár, og 7) Unnur, f. 1934. Hálfsystkini Ólafs, sammæðra, eru 1) Guðrún Halldórsdóttir, f. 1930, d. 2002, 2) Þuríður Tryggvadóttir, f. 1939, 3) Tryggvi Halldór Tryggvason, f. 1941, d. 1997, og 4) Elín Tryggvadóttir, f. 1942. Hálf- systkini Ólafs, samfeðra, eru 1) Guðbjörg, f. 1932, 2) Sæmundur Jón, f. 1932, d. 1937, og 3) Halldór Ólafur, f. 1936. Ólafur kvæntist 21. júlí 1966 Jenn- eyju Þorláksdóttur, f. 25, desember 1933. Foreldrar hennar voru Þorlák- ur Magnús Stef- ánsson, f. 1. janúar 1894, d. 4. nóvember 1971 og Jóna Sigríð- ur Ólafsdóttir, f. 27. júní 1893, d. 16. des- ember 1976. Börn Ólafs og Jenneyjar eru: 1) Vigdís, f. 1962, maki Guð- mundur Agnar Ernuson, f. 1961, börn þeirra Ólafur, f. 1985 og Thelma Rut, f. 1989. 2) Ólafur, f. 1966. Fyrir átti Jenney börnin Jónu Guðrúnu, f. 1957 og Þorlák Magnús, f. 1958. Ólafur rak bú með móður sinni og systkinum til þrítugs er hann hóf búskap í Reykjavík með Jen- ney Þorláksdóttur frá Gautastöð- um í Fljótum. Stóran hluta starfs- ævinnar vann hann hjá Vatnsveitu Reykjavíkur og síðar hjá Áfeng- isverslun ríkisins. Ólafur verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Kveðja frá eiginkonu Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Jenney Þorláksdóttir. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Valdimar Briem.) Guð geymi þig, elsku pabbi. Vigdís, Ólafur, Jóna og Þorlákur. Það er alltaf jafn erfitt að taka þessum tíðindum þegar einhver ná- kominn kveður, þó ég vissi hvert stefndi frá því í janúar þegar hann greindist með krabbamein. Ég kynntist Ólafi fyrst seint á árinu 1980 þegar ég fór að gera hosur mínar grænar fyrir dóttur hans, Vig- dísi, og hann tók mér einkar vel. Mitt samband og Ólafs var mjög náið alveg frá upphafi, hann byrjaði á því að gefa mér veiðistöng og hjól í afmælisgjöf þegar ég var tvítugur og bauð mér svo í veiði í Álftá á Mýrum til að kveikja á veiðidellunni sem átti hann allan og það gekk upp, því við veiddum vel báðir. Þetta var upphaf- ið að öllum þeim veiðitúrum sem víð fórum saman í 26 ár. Ólafur byrjaði ungur að veiða eftir að hann flutti í Borgarfjörðinn og veiddi þar um all- ar trissur í ám og heiðarvötnum, og segir sagan að hann hafi spurt mömmu sína þegar heyskapurinn var á fullu og allir að hamast með hrífum, hvort hann ætti ekki að fara og ná í fisk í soðið. Árið 1992 keypti Ólafur sumarhús í Borgarfirðinum og var þetta eins og að koma heim aftur því hann undi sér hvergi betur þar sem hann átti fullt af vinum og þekkti hverja þúfu. Þetta hús hefur verið griðastaður fyrir fjöl- skylduna og stutt að fara í veiði. Ég gæti haldið áfram að skrifa um tengdó en nú er komið að kveðju- stund, ég þarf að kveðja þennan ynd- islega mann sem reyndist mér vel og börnum mínum góður afi og konu minni og dóttur sinni stórkostlegur pabbi með stóru P. Ég þakka innilega fyrir öll þessi ár en hefði vonað að þau hefðu orðið fleiri og kveð með söknuði. Þinn tengdasonur, Agnar. Elsku afi. Mikið rosalega er erfitt að þurfa að kveðja svona góðan og yndislegan afa. Þú varst alltaf svo góður við okkur og vildir allt fyrir okkur gera og gafst okkur oft nammi og smáaur í vasann. Það koma upp margar góðar minn- ingar þegar maður hugsar til baka og gætum við endalaust talið upp góðar sögur úr öllum sumarbústaðaferðun- um okkar, veiðiferðunum og öllum góðu stundunum sem við áttum með þér, elsku afi. Aldrei munum við gleyma því þeg- ar þú fórst með okkur í veiðibúðina og leyfðir okkur að velja okkur sitt- hvora veiðistöngina í afmælisgjöf. Óli fékk bláa og hvíta veiðistöng og ég valdi mér skærbleika veiðistöng og við vorum bæði rosalega ánægð. Svo fórstu með okkur í Sýkin rétt hjá sumarbústaðnum og kenndir okkur að veiða. Elsku afi, takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman, takk fyrir að vera besti afi í heimi. Minnig þín mun lifa í hjarta okkar að eilífu. Rita vil ég niður hvað hann var mér kær afi minn góði sem guð nú fær. Hann gerði svo mikið, hann gerði svo margt og því miður get ég ekki nefnt það allt. Að tala við hann var svo gaman á þeim stundum sem við eyddum saman. Hann var svo góður, hann var svo klár æ, hvað þessi söknuður er sár. En alltaf í huga mínum verður hann afi minn góði sem ég ann í himnaríki fer hann nú þar verður hann glaður, það er mín trú. Elsku afi, guð mun þig geyma yfir okkur muntu sveima en eitt vil ég þó að þú vitir nú minn allra besti afi, það varst þú. (Katrín Ruth) Þín afabörn, Thelma og Ólafur. Óli minn. Í síðustu heimsókn til þín á spít- alann um mánaðamótin brá mér að sjá hvað þér hafði hrakað á örfáum vikum en þó var glettnin og kímnin enn til staðar, sem og þétt handtak eins og þín var von og vísa. Við áttum alltaf gott spjall saman – hvert sumar heimsóttir þú mig og fjölskylduna í sumarbústaðinn á Mýrum. Þá skeggræddum við um þau mál sem þér voru kærust; fjöl- skylduna, veiðiferðirnar og bústað- inn þinn við Ferjubakka. Ég man fyrst í æsku þegar þú varst í Syðri-Hraundal og smíðaðir hjólbörur og önnur leikföng handa stráknum (mér). Þær voru og ófáar veiðiferðirnar sem við fórum saman í, en þú varst með ólæknandi veiðidellu eins og flestir vita sem þekktu þig. Ógleymanleg er ferðin sem farin var í Hítarvatn – um hestaslóða á Willys- jeppa ásamt Hansa í Ytri-Hraundal og Stjána bróður. Þá er mér minnisstætt þegar þú komst með Jennu þína fyrst í Hraun- dalinn, er Tryggvi frændi sótti ykkur í Borgarnes á Zetornum – með hey- vagninn aftan í þar sem þið létuð fara vel um ykkur! Ekki þoldir þú vel bú- störf í sveitinni, var það helst asm- anum að kenna. Þú fórst því snemma að heiman til að vinna – bæði til lands og sjávar. Við áttum það sameigin- legt að hafa róið til sjós með Sveini stjúpa mínum og ósjaldan færðir þú björg í bú í sveitina til ömmu og Tryggva. Mikill snyrtipinni varstu og vandvirkur við allt sem þú tókst þér fyrir hendur, hvort sem það voru smíðar eða hefðbundin bústörf. Vertu sæll kæri frændi, megi guð og allar góðar vættir vaka yfir þér og fjölskyldu þinni og ástvinum öllum. Rúnar. „Tilvera okkar er undarlegt ferðalag við erum gestir og hótel okkar er jörðin“ Ljóðið „Hótel jörð“ eftir Reykja- víkurskáldið Tómas Guðmundsson kom upp í huga minn þegar ég hafði meðtekið andlátsfregn Ólafs Ólafs- sonar. Ekki kom á óvart að hann hefði orðið að játa sig sigraðan í ein- vígi við grimman gest. Baráttan var ójöfn frá upphafi. Óli hennar Jennu, eins og ég kall- aði hann alltaf, var dagfarsprúður öðlingur. Hann var nægjusamur, hæglátur, hlédrægur og umfram allt fjölskyldumaður. Hann reyndist fjöl- skyldu sinni traustur og var hennar örugga bakland, þrátt fyrir að heilsa hans væri ekki alltaf sem best og erf- iðleikarnir miklir á stundum. Og skáldið heldur áfram: „Einir fara og aðrir koma í dag, alltaf bætast nýir hópar í skörðin.“ Það er ekki víst að skarðið hans Óla verði bætt í bráð. Hans starfs- heiti var verkamaður og hann var ánægður með það. Ég veit ekki marga sem ætla sér að verða verka- menn, enda kannske ekki auðsætt að velmegun og hamingja fylgi slíku starfi. Og Tómas lýsir lífsgæðakapp- hlaupinu: „En það er margt um manninn á svona stað, og meðal gestanna er sífeldur ys og læti. Allt lendir í stöðugri keppni um að koma sér að“ Þetta þægilega sæti hans Óla var friðsælt alþýðuheimili þar sem hann gat hvílst eftir erfiðan vinnudag og notið þess góða heimilismatar sem eiginkonan framreiddi. Hann gerði ekki kröfur til neins meira. Hann vildi ekki láta hafa neitt fyrir sér. Og enn er vitnað í skáldið: „En þó eru sumir, sem láta sér lynda það að lifa út í horni, óáreittir og spakir, því það er svo misjafnt, sem mennirnir leita að, og misjafn tilgangurinn sem fyrir þeim vakir.“ Já, það er misjafnt, sem mennirnir leita að og tilgangur lífsins er mis- jafn, en hlýtur ekki hamingjan að vera fólgin í því að lifa og deyja sáttur við Guð og menn? Hann Óli fann það sem hann leitaði að og tilgangur hans með lífinu var að styðja sína nánustu. Með honum er genginn góður drengur sem skilur eftir sig mikið og göfugt ævistarf. Þannig er með marga alþýðuhetjuna sem tekist hef- ur hljóðlát á við erfiði dagsins af æðruleysi og viljastyrk. Við Haukur kveðjum Óla með virð- ingu og þökk. Jennu og fjölskyldunni vottum við einlæga samúð. Blessuð sé minning Ólafs Ólafs- sonar. Sigurbjörg Björgvinsdóttir frá Fyrir-Barði. Ólafur Ólafsson ✝ Ingibjörg N. Jó-hannsdóttir (Lilla) fæddist í Nes- kaupstað 8. ágúst 1920. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu í Neskaup- stað 16. júlí síðast- liðinn. Hún var dóttir Ólafar Gísla- dóttur, f. 8.7. 1896, d. 6.4. 1989 og Jó- hanns Gunn- arssonar, f. 14.6. 1895, d. 15.6. 1986, heimili þeirra var Sandhóll í Neskaupstað. Ingibjörg átti eina systur, Sigríði, f. 12.12. 1921, d. 18.11. 1988, og einn fóst- urbróður, Gísla Ingva Þorvalds- son, f. 21.8. 1933. Ingibjörg giftist Ólafi Hauki Jónssyni, f. 17.10. 1920, d. 19.2. 1943, sonur þeirra er Ólafur Sigurðsson, f. 5.12. 1957, börn þeirra eru: a) Ólafur, f. 27.6. 1978. b) Sigurður Ágúst, f. 31.3. 1982. c) Ingibjörg, f. 3.5. 1988. 4) Ólöf Jó- hanna, f. 4.2. 1960, maki Guðni Þór Steindórsson, f. 14.5. 1960, börn þeirra eru: a) Sunna Björg, f. 22.1. 1979, sambýlismaður Hjörtur Vilhjálmsson, f. 11.11. 1978, sonur þeirra er Dagur Þór, f. 27.10. 2004. b) Drífa, f. 15.3. 1985. Lilla bjó í Neskaupstað alla sína ævi og vann hin ýmsu störf. Lilla sá um rekstur á útgerð með manni sínum Garðari. Á heimili þeirra var að öllu jöfnu mannmargt og var heimili þeirra annálað fyrir gestrisni. Lilla fór ung að sinna saumaskap og var það henni hug- leikið. Hannaði hún og saumaði marga flíkina, jafnt á börn sem fullorðna. Þegar fór að hægjast um starfaði Lilla sem handavinnu- kennari við Verkmenntaskóla Austurlands. Þetta starf var Lillu mikils virði sem og hennar nem- endum sem urðu þess aðnjótandi að fá að kynnst Lillu í þessu starfi. Útför Ingibjargar verður gerð frá Norðfjarðarkirkju og hefst at- höfnin klukkan 14. Haukur, f. 1.7. 1942, maki Gréta Soffia Sigursteinsdóttir, f. 6.6. 1940, sonur þeirra er Garðar Ingi, f. 3.10. 1966. Síðari maður Ingi- bjargar var Garðar Lárusson, f. 8.7. 1925. d. 4.12. 1986. Börn þeirra eru: 1) Gísli, f. 1.6. 1949, maki Valdís Árna- dóttir, f. 10.3. 1948. 2) Brynja, f. 12.4. 1955, maki Viðar Hannes Sveinsson, f. 12.11. 1954, börn þeirra eru: a) Tinna, f. 18.4. 1979, sambýlismaður Einar Þór Albertsson, f. 22.8. 1977, sonur þeirra er Albert Loki, f. 7.6. 2006. b) Sveinn Tjörvi, f. 16.3. 1985. c) Freyja, f. 11.1. 1993. 3) Dagbjört Lára, f. 4.2. 1960, maki Magnús Hver strauk svo ljúft yfir lítinn koll, svo létt um enni og vanga? Hver leiddi af kærleik við heita hönd þegar hafin var fyrsta ganga? Hver vakti um nætur við barnsins beð, með bæn og þrá á vörum? Hver söng okkur kvæði um sólskinið, þó sumarið væri á förum? (Valdimar Hólm Hallstað.) Elsku Lilla amma okkar, þá ertu búin að kveðja okkur og komin til afa. Minningarnar streyma fram og okkur finnst við svo heppnar að hafa fengið að alast upp svo nærri þér. Það eru ekki allar ömmustelpur svo lukkulegar að eiga ömmu á loftinu sem alltaf hafði nægan tíma til að spjalla, spila, drekka eplasafa og borða ís. Stundum laumuðumst við systurnar upp bara til að næla okkur í súkkulaðimola og leggja okkur í sófanum hjá þér. Notaleg nærvera þín hafði róandi áhrif á okkur og oft var gott í amstri dagsins að koma til ömmu sem aldrei var að flýta sér og hafði allan tímann í heiminum fyrir stelpurnar sínar. Það var líka ynd- islegt á morgnana að trítla upp á loft, skríða upp í holuna til þín og kúra að- eins lengur, hlusta á morgunsöguna og taka síðan þátt í morgunleikfim- inni í útvarpinu. Oft fengum við syst- urnar að fara í prinsessuleik hjá þér og skoða alla fallegu hlutina þína, Gíslínu dúkku, skartið, skóna, hatt- ana og fallegu kjólana og dragtirnar sem þú saumaðir sjálf. En elsku amma, mesta prinsessan ert þú sjálf og við vitum að eftir langvarandi veikindi líður þér loksins betur. Stórt gat er nú í daglegu mynstri okkar en við erum svo þakklátar fyrir þann tíma sem við áttum með þér og að Dagur Þór litli langömmustrákurinn þinn og ljósið í lífi þínu síðustu tvö árin hafi fengið að kynnast þér. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Við söknum þín, elsku amma, og lofum að fara alltaf varlega. Þínar ömmustelpur, Sunna og Drífa. Elsku amma Lítill drengur lófa strýkur létt um vota móðurkinn, – augun spyrja eins og myrkvuð ótta og grun í fyrsta sinn: Hvar er amma, hvar er amma, hún sem gaf mér brosið sitt yndislega og alltaf skildi ófullkomna hjalið mitt? Lítill sveinn á leyndardómum lífs og dauða kann ei skil: hann vill bara eins og áður ömmu sinnar komast til, hann vill fá að hjúfra sig að hennar brjósti sætt og rótt. Amma er dáin – amma finnur augasteininn sinn í nótt. Lítill drengur leggst á koddann – lokar sinni þreyttu brá uns í draumi er hann staddur ömmu sinni góðu hjá. Amma brosir – amma kyssir undurblítt á kollinn hans. breiðist ást af öðrum heimi yfir beð hins litla manns. (Jóhannes úr Kötlum) Sofðu rótt hjá englunum amma mín. Þinn sólargeisli, Dagur Þór. Ingibjörg N. Jóhannsdóttir (Lilla)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.