Morgunblaðið - 23.07.2007, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.07.2007, Blaðsíða 44
MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 204. DAGUR ÁRSINS 2007 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Flóð í Englandi  Rigningarveðrið í Englandi að undanförnu náði hámarki um helgina og braust út í miklum flóðum í mið- og vesturhluta landsins. Þyrl- ur breska hersins fluttu fólk af verst leiknu svæðunum og þúsundir manna hafa þurft að gista í neyð- arskýlum. Tjónið sem flóðin hafa valdið er talið hlaupa á tugum millj- arða króna. Í Sutton er hætta á að drykkjarvatn hafi spillst og þar er fólk hvatt til þess að sjóða allt neysluvatn. Ríkisstjórn Englands hefur legið undir ámæli fyrir að hafa ekki sýnt næga fyrirhyggju í að- draganda flóðanna. Fötluð ungmenni hafa fengið útborgað að fullu  Styr hefur staðið í sumar um launagreiðslur til fatlaðra ungmenna sem starfa á vegum Svæðisskrif- stöðu fatlaðra í Reykjavík hjá ýms- um fyrirtækjum í borginni. Þau hafa nú fengið greidd full laun og eru sammála um að vinnan í sumar hafi verið góð reynsla þegar á heildina er litið. Sum þeirra geyma sumarhýr- una tryggilega á bankareikningum, en önnur eru þegar búin að eyða henni í huganum. Sex Íslendingar keppa í Grænlandsævintýri  Sex Íslendingar keppa nú í hinni erfiðu ævintýra- og jaðar- íþróttakeppni Siku Extreme Arctic Challenge á Grænlandi þar sem þátttakendur róa yfir firði, klífa fjöll og ganga á jökli. Lið alskipað Íslend- ingum náði fjórða sæti eftir fyrsta daginn og fimmta sæti eftir rúmlega níu og hálfan tíma í keppni í gær. SKOÐANIR» Ljósvakinn: Andsetið útvarp Staksteinar: Þýzkan heldur velli Forystugreinar: Slysa- og bráða- deildin | Kína eflist UMRÆÐAN » Þorskstofninn betri en af er látið Óraunsæi utanríkisráðherra Um lyfjaverð á Íslandi Trúarbragðafræðsla og kristniboð Frítt öryggiskerfi Verð á sérbýli hækkar Hvaða litir henta þér? Grámann í Garðshorni FASTEIGNIR » Heitast 20 °C | Kaldast 10 °C Hæg austlæg eða breytileg átt og skýjað að mestu. Skúrir á stöku stað sunnan og vestan. »10 Í haust koma út fjór- ar bækur sem eiga rætur sínar að rekja til íslensks rithrings sem starfræktur er á Netinu. » 38 BÓKMENNTIR» Íslenskur rithringur FÓLK» Flugan fór á flakk um bæinn. » 36 Helena Hansdóttir sýnir fullt af titrandi eggjum, sem hægt er að setjast á, um leið og hún hlýtur listaverðlaun. » 39 MYNDLIST» Titrandi egg til sýnis KVIKMYNDIR» Sæbjörn Valdimarsson dæmir mynddiska. » 41 FÓLK» Hilary Swank ætlar í sér- staka klippingu. » 38 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Eldingu laust niður í þotu 2. Ekki meiri Vinir 3. Stærsta þrotabú Íslandssögunnar 4. Kunni ekki textann og söguna HELGA Mar- grét Þorsteins- dóttir, 15 ára gömul frjáls- íþróttastúlka úr USVH, náði tí- unda sæti í sjö- þraut á Evrópumeist- aramóti ung- linga 19 ára og yngri um helgina. Helga var aðeins 94 stigum frá því að bæta Ís- landsmetið í sjöþraut í fullorðins- flokki en hún bætti hinsvegar Ís- landsmetin í meyja-, stúlkna- og unglingaflokki á mótinu sem fram fór í Hollandi. Lokagreinin í sjöþrautinni var 800 metra hlaup og þar gerði Helga sér lítið fyrir og kom fyrst í mark og bætti hún eigin árangur um rúma sekúndu. Helga fékk 5.308 stig en sigurvegarinn Aigu Grabuste frá Lettlandi náði að landa 5.920 stigum. Helga verður 16 ára gömul í nóv- ember á þessu ári og flestir af kepp- endunum í sjöþrautinni á EM voru 2–3 árum eldri en hún. |Íþróttir Helga var sterk á EM Helga Margrét Þorvaldsdóttir SJÖUNDA og síðasta bókin um galdrastrákinn Harry Potter, Harry Potter and the Deathly Hal- lows, kom út sl. laugardag. Árni Matthíasson, blaðamaður Morg- unblaðsins, skrifar umsögn um bók- ina í blaðinu í dag og segir hana þá skemmtilegustu af bókunum sjö, enda takist höfundinum, Joanne Rowling, vel upp við að blanda saman óttalegum viðburðum og skondnum uppákomum. Í bókinni eru líka grimmileg átök sem ná hámarki í lokaorrustu þar sem þeir takast á Harry Potter og Voldemort hinn illi, en að sögn Árna falla tugir í valinn í síðustu bókinni, þar á meðal persónur sem fylgt hafa okkur í gegnum bæk- urnar allar. | 40 Uppgjör góðs og ills Vinsæll Harry Potter er rifinn út. „ÉG var bara að fara inn í tjaldvagn- inn okkar með vinkonu minni þegar við sáum hundinn og svo sáum við blóð og þá brá okkur og við æptum upp yfir okkur,“ segir Auður Ebba Jensdóttir, 7 ára Hvolsvallarmær sem lenti í skemmtilegri lífsreynslu í útilegu um helgina. „Svo sáum við hvolpinn og þá vissum við að allt var í lagi. Ég er líka ekkert hrædd við hunda.“ Auður Ebba var stödd á tjaldsvæðinu hjá Kaffi Langbrók í Fljótshlíð ásamt foreldrum sínum þegar tíkin Perla ákvað að nýta sér tjaldvagninn þeirra sem fæðing- arstofu. Auður Friðgerður Halldórsdóttir, móðir Auðar Ebbu, segir að uppi hafi orðið fótur og fit þegar stelp- urnar uppgötvuðu hvers kyns var og þær hafi mikið æpt í fyrstu, en morguninn eftir hafi svo verið kom- inn annar hvolpur. „Það er alveg ljóst að við notum ekki tjaldvagninn eins og er og þurfum að setja allt í þvott,“ segir Auður eldri. „En henni finnst augljóslega notalegt að vera í tjaldvagninum og vildi ekki fara langt frá eigendum sínum til að gjóta.“ Það eru hjónin Jón Ólafsson og Ingibjörg Sigurðardóttir sem eru eigendur Perlu, en þau eiga líka og reka Kaffi Langbrók og tjaldstæðið í kring. Perla er nú orðin virðuleg tík, enda 14 ára gömul en hana virtist ekki muna um að fjölga hundakyninu enn þrátt fyrir aldur. Jón á Brókinni, eins og hann kýs að kalla sig, segir Perlu vera ósköp hlédrægan og feim- inn heimilishund, en hún sé hins- vegar mjög góður minkaveiðihund- ur. „Hún hefur gotið að minnsta kosti tíu sinnum og alltaf fimm hvolpum þar til núna, enda má nú segja að hún sé orðin of gömul til að standa í þessu.“ Ingibjörg kona hans bætir við að Perla sé hörð af sér enda hafi hún lent í ýmsu um dagana. „Einu sinni var hún hvolpafull og þá réðst á hana önnur tík og reif hana nánast á hol. Svo vel vildi til að dýralæknir var staddur á næsta bæ. Hann var sóttur í snatri og skellti Perlu upp á eldhúsborð og saumaði hana saman. Hún náði sér fullkomlega og átti hvolpana á tilsettum tíma.“ Þrátt fyrir háan aldur reyndi Perla eftir fremsta megni að vernda hvolpana sína, en henni var ekkert allt of vel við gestaganginn í tjald- vagninum um helgina. Ingibjörg segir þó tímabært að hún fari nú að snúa baki við hvolpaeign, „enda held ég að hún sé jafngömul tengda- mömmu, sem er á tíræðisaldri, ef talið væri í mannárum.“ Gaut hvolpum á gamals aldri Tíkin Perla leitaði skjóls í tjaldvagni Morgunblaðið/Steinunn Kolbeinsdóttir Eftir Steinunni Kolbeinsdóttur LUNGA var nú haldin í áttunda sinn og tóku um 130 manns þátt í sjö lista- smiðjum á hátíðinni, en þar af var um helmingur erlendur. Smiðjurnar voru í tónlist, leik- og sirkuslist, danslist, fatahönnun, hreyfimynda- gerð, stompi og myndlist. Sigríður Eir Zophaníasdóttir sem situr í framkvæmdanefnd hátíðar- innar segir hana hafa gengið framar vonum. „Mér fannst hátíðin í ár ganga ótrúlega vel og ég tók sérstak- lega eftir hvað allt var afslappað. Það var ekkert stress í gangi og á tímabili var ég orðin stressuð yfir hvað það var lítið stress,“ segir Sigríður í létt- um dúr. Boðað var til stórtónleika í lok hátíðarinnar þar sem hljómsveit- irnar Bloodgroup, Skátar, Jeff Who?, Mínus og Trabant komu fram. Frábær hátíð fyrir austan Fjölmargir innlendir og erlendir gestir sóttu LungA, Listahátíð ungs fólks á Austurlandi, sem lauk nú um helgina List Frá Listahátíðinni LungA  Stress yfir … | 43

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.