Morgunblaðið - 23.07.2007, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 23.07.2007, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2007 39 Stærsta kvikmyndahús landsins Kauptu bíómiða í Háskólabíó á Kauptu bíómiða í Háskólabíó á Guð hefur stór áform ... en Evan þarf að framkvæma þau STÆRSTA GRÍNMYND SUMARSINS Sýnd kl. 8, og 10 Sýnd kl. 4 og 6 Magnaður spennu- tryllir sem sló óvænt í gegn í Banda- ríkjunum Yippee Ki Yay Mo....!! Magnaður spennutryllir sem sló óvænt í gegn í Banda- ríkjunum Sýnd kl. 4:50, 7:30 og 10-POWERSÝNING eeee „Þú þarft ekki að vera aðdándi til að kolfalla fyrir kraftinum og gleðinni í þessari frábæru mynd!“ - Slate Death Proof kl. 5.20 - 8 - 10.40 B.i. 16 ára 1408 kl. 5.50 - 8 - 10.10 B.i. 16 ára Die Hard 4.0 kl. 5.15 - 8 - 10.45 B.i. 14 ára Sýnd kl. 7:30 og 10 www.laugarasbio.is Miðasala á -bara lúxus Sími 553 2075 Nýjasta meistaraverk Quentin Tarantino Þessar 8 konur eru um það bil að hitta 1 djöful- legan mann! eeee S.V. - MBL T.S.K. – Blaðið eee Ó.H.T. - Rás 2 eeee V.J.V. – Topp5.is eee F.G.G. – FBL Þessar 8 konur eru um það bil að hitta 1 djöfullegan mann! eeee „Besta mynd Tarantino; sannkallað meistarastykki í dulbúningi lágmenningar!“ - LA Weekly Nýjasta meistaraverk Quentin Tarantino 10 Sýnd kl. 4 og 5:45 Með ísl. tali eee S.V. - MBL. eee L.I.B. TOPP5.IS SÝND M EÐ ÍSLENS KU TAL I eeee S.V. - MBL T.S.K. – Blaðið eee Ó.H.T. - Rás 2 eeee V.J.V. – Topp5.is eee F.G.G. – FBL eee E.E. – DV eee E.E. – DV eeee „Helvíti flottur hollustueiður“ - T.S.K – Blaðið eee - S.V. – MBL eeee „Helvíti flottur hollustueiður“ - T.S.K – Blaðið eee - S.V. – MBL LESLIE Feist var búin að syngja burt á sér röddina fyrir nærri áratug eftir þrotlaus pönköskur. Til að jafna sig fór hún að plokka á gítar og semja lög og afraksturinn rataði inn til margra á annarri skífu hennar, Let it Die. Nú er sú þriðja komin. Hér er Feist lágstemmdari en síð- ast, kassagítarinn er í aðalhlutverki þótt rokkkvendið brjótist fram í lög- um eins og „I Feel it All“ og „Past in Present“ sem minnir á Broken Soci- al Scene. Best er platan þó þegar hún er sem poppuðust eins og í „1234“ og „Brandy Alexander“. Sannast sagna sakna ég diskóþreif- inganna og glyssins sem einkenndi síðustu skífu, en hér er margt mjög gott þó að maður berjist stundum í bökkum við að halda athygli plötuna á enda. Fyrrverandi pönkari Leslie Feist. Hvorki diskó né glys Atli Bollason TÓNLIST Feist – The Reminder  Sverrir Norland sverrirn@mbl.is TITRANDI latex-egg, sápueldhús, listrænar líkamshreyfingar, dýrsleiki daglega lífsins, hrikaleg eldhús, hat- ursfullar konur – hittið hina unga listakonu, Helenu Hansdóttur! Hún er fædd árið 1975, stundar nám í Goldsmiths listaháskólanum í Lund- únum og hlaut á dögunum virt verð- laun og styrk úr The Red Mansion sjóðnum, sjóði sem hefur það að leið- arljósi að styðja unga artista í Bret- landi og veita þeim tækifæri til þess að víkka sjóndeildarhringinn og þróa verk sín með reynslu úr ólíkum menn- ingarheimum. Sigurvegarar dvelja mánuð í Kína og starfa við hlið inn- fæddra listamanna. Nemendur úr sex fremstu listaháskólum Lundúna koma til greina; og er einn að lokum valinn úr hverjum þeirra. „Já, það verður farið til Kína í sept- ember og haldin vinnustofa í Peking. Svo verður haldin þar sýning, og síðar í Lundúnum, en ég hef nokkuð frjáls- ar hendur varðandi þetta.“ Konur sem hata karla Helena kveðst vera svokallaður „body artist“, eða „kroppakúnstner“ eins og blaðamaður kýs að kalla það. Hún er nú að útskrifast eftir tveggja ára nám í Goldsmiths, og segir stúd- eringar hafa gengið mjög vel. Hún miðlar verkum sínum einkum í gegn- um einskonar vídeóperformansa; þá fangar hún gjörning eða aðra líkams- skissu með linsunni, og sýnir svo sem hreyfimynd. Og hún sýnir einnig stundum ljósmyndir og innsetningar. Útskriftarsýning hennar í Lundúnum stendur einmitt yfir þegar blaðamað- ur nær af henni tali. „Á sýningu eru tvær innsetningar og tvö vídeóverk,“ fræðir Helena blaðamann um. Hún segist einkum fjalla um mýtur sem tengjast konum. „Ég vinn mikið með egg og konur sem hata menn.“ Hún fær hugmyndir frá sápuóperum og femínisma listasög- unnar; áberandi er hversu mjög hún notar líkamann í listsköpun sinni; þannig tjáir hún jafnan dýrslegar hlið- ar á daglega lífinu, líkt og myndbandið „The Horror in the Kitchen“ (þýð. blaðamanns: „Afhroð í eldhúsinu“) undirstrikar. Þar dregur hún upp mynd af fæðingu við hljóð úr breska sjónvarpsþættinum „Hollyoaks“. Í Kína setur Helena sér svo dáldið sniðugt verkefni – að framleiða koll. „Latex-egg í eggjabikar með raf- magnstitringi,“ segir hún. „Þetta verður stór innsetning með vídeói, unnið fyrir sýningu í Lundúnum í mars á næsta ári. Fullt herbergi af titrandi eggjum sem hægt er að tylla sér á.“ Helena vonast til að geta haldið sýningu á Íslandi á næsta ári; aldrei að vita nemi eitthvað titri og stafi hita í þeirri sýningu. „Annars er ég að sækja um sýningar og vinnustofu- dvalir, hitt og þetta.“ Dýrslegar hliðar á daglega lífinu Helena Fær tækifæri til að vinna að list sinni í Kína. Átök Verk Helenu, Glíma, frá árinu 2006. helenahans.com Helena Hansdóttir hlýtur Red Mansion listaverðlaunin og kynnir heilt herbergi fullt af titrandi eggjum sem hægt er að tylla sér á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.