Morgunblaðið - 23.07.2007, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2007 21
UMRÆÐA um
kristniboð í grunn-
skólum gekk fjöllum
hærra í vetur. Kirkja
og skólayfirvöld hafa
sætt harðri gagnrýni
og svarað fyrir sig,
stundum fullum hálsi.
Kirkjunnar menn (af
báðum kynjum) hafa
verið misjafnlega rök-
fastir og virðist í fljótu
bragði sem þeir hafi
margir hverjir mis-
skilið málflutning and-
mælendanna. Nú skal
ég ekki segja hvort
þessum misskilningi
fylgir ásetningur eða
ekki, en mál er að leið-
rétta hann.
Misskilningurinn
felst í að það sé verið
að mótmæla því að
frætt sé um kristna trú
í skólum. Ég veit ekki
hvaða dagblöð eða vefsíður Örn
Bárður Jónsson eða Karl Sig-
urbjörnsson lesa, eða aðrir sem hafa
haldið þessu fram, en mér vitandi
hefur ekki nokkur maður krafist
þessa.
Krafan sem sett hefur verið fram
er önnur: Trúboð á ekki heima í skól-
um. Kannski liggur misskilningurinn
í því að sjá ekki muninn á fræðslu um
kristni og boðun á kristni, kannski er
það faglegt sjónarhorn prestsins sem
byrgir sýn. Munurinn er þó skýr. Svo
ég taki mína eigin
reynslu til dæmis, þá
var ég fræddur um
hindúatrú og búddatrú í
grunnskóla án þess að
það vottaði fyrir boðun í
þeirri fræðslu. Um
kristindóm er ekki sömu
sögu að segja.
Það skýtur strax
skökku við að kristin
fræði séu sérstök náms-
grein. Allir skilja að sá
ríki þáttur sem kristni
óneitanlega á í menn-
ingu okkar verðskuldar
meiri athygli en flest
önnur trúarbrögð, en
hún þarf ekki að vera
svo mikil að það út-
heimti sérstaka náms-
grein – hvað þá að boð-
un eigi þar heima í
bland.
Það er tvennt ólíkt að
útskýra og boða. Skilj-
anlega er það því erf-
iðara sem fólk er sjálft sannfærðara
um það sem það útskýrir. Það kallar
aftur á að aðkoma kirkjunnar að
börnum í skólanum verði minnkuð.
Kirkjan ætti samt að geta unað vel
við. Hún á hundruð húsa um land allt,
þar sem enginn amast við trúboði
hennar.
Hér um árið sagði Karl biskup
„það að þegja um trú [væri] innræt-
ing gegn trú.“ Vera má að það sé rétt,
en þessum orðum er beint gegn mál-
flutningi sem hefur ekki átt sér stað í
umræðunni nema hjá talsmönnum
kirkjunnar sjálfum. Það væri mér að
meinalausu að athuga trúarbragða-
fræðslu sem væri öll á gagnrýnu nót-
unum, en þess hefur enginn krafist í
þessari umræðu. Meðalvegurinn sem
auðveldast væri að ná sátt um er auð-
vitað að skólarnir séu ekki trúarlega
gildishlaðnir.
Jakob Hjálmarsson dóm-
kirkjuprestur skrifaði í vetur að það
væri ekki hægt að vera alveg hlut-
laus. Það er satt og rétt – en þýðir
ekki að við eigum að samþykkja hlut-
drægni þegar við sjáum hana. Veg-
urinn til góðs getur verið vandrat-
aður og þar skiptir ekki mestu að
þekkja hið rétta heldur hið ranga. Ef
jafnræði lífsskoðana er markmið, þá
þurfum við að þekkja ójafnræðið til
að geta tekist á við það.
Ég vona að talsmenn kirkjunnar
sjái sem er, að það krefst þess enginn
að þagað sé um trú eða innrætt gegn
henni. Krafan er að fræðslan fari
þannig fram, að trúarskoðunum sé
ekki haldið að börnum. Það er ekki
skólans að innræta börnum lífsskoð-
anir og ekki kirkjunnar heldur, nema
með vilja foreldra. Ég vona að þessi
misskilningur sé hér með leiðréttur
og umræðan geti eftirleiðis farið
fram með upplýstari hætti.
Trúarbragðafræðsla
eða kristniboð
Vésteinn Valgarðsson telur að
ekki eigi að halda trúarskoð-
unum að börnum í skólum
Vésteinn Valgarðsson
»Meðalveg-urinn sem
auðveldast væri
að ná sátt um er
að skólarnir séu
ekki trúarlega
gildishlaðnir.
Höfundur er sagnfræðingur.
Verð á körfu 20 algengra lyfja í Danmörku og á Íslandi.
Heildarverð út úr apóteki í ísl. kr. á gengi hvers tíma
Ísland Danmörk Mism. %
Des. 2005 205.304 191.687 13.617 7,1%
Apríl 2006 218.675 222.746 -4.071 -1,8%
Júlí 2007 216.495 194.804 21.691 11,1%
námsliðsins, þiggur boð þeirra
sem brjóta samþykktir Sameinuðu
þjóðanna, og hafa gert um ára-
tugaskeið, þeirra sem reisa kyn-
þáttamúra, þeirra sem hafa fang-
elsað heila þjóð, hún er með
öðrum orðum tilbúin að ræða við
ísraelsk stjórnvöld og gerast gisti-
vinur hernámsstjórnarinnar, fara
meira að segja í þeirra fylgd til
svæða sem heimurinn lítur á sem
ólöglega hertekin svæði. En við
Hamas kemur ekki til greina að
ræða vegna þess að allir þeir sem
hún hitti sögðu að það ætti ekki að
gera!
Einu sinni mátti ekki ræða við
fulltrúa Fatah, ekki mátti ræða
við Arafat og nú er það Hamas
sem ísraelska hernámsliðið með
fulltingi Bandaríkjastjórnar bann-
ar að sé rætt við. Mergurinn máls-
ins er hins vegar sá að þetta snýst
ekki um samtök og persónur held-
ur um lýðræði. Og þetta snýst líka
um raunsæi.
Ísland utan valdablokka?
Ef einhver von á að vera til þess
að ná árangri þarf auðvitað að
ræða við alla hlutaðeigandi, hvort
sem það er Fatah, Hamas eða Ísr-
aelsstjórn, alla þá sem hafa lýð-
ræðislegan hljómgrunn há fólkinu.
Það er nauðsynlegt að ræða við
þessa aðila af virðingu fyrir lýð-
ræðinu og vegna þess að annað
skilar ekki árangri.
Enn eitt „smáatriði“ í yfirlýs-
ingaflóði utanríkisráðherra í mara-
þon-fréttaútsendingum úr þessu
undarlega og mikið auglýsta
ferðalagi: Einhverjir aðrir en ég
hljóta að hafa hnotið um þá stað-
hæfingu utanríkisráðherra að Ís-
land standi utan helstu valda-
blokka heimsins og þyki þess
vegna vel til þess fallið að miðla
málum. Hvernig er það, telur ut-
anríkisráðherra Ísland ekki fullgilt
aðildarríki í NATÓ, ríkasta og öfl-
ugasta hernaðarbandalagi heims-
ins? Ég myndi hins vegar styðja
að við segðum okkur frá þeim fé-
lagsskap. Þá kynnu líka að skap-
ast aðstæður þar sem við, frjáls og
óháð, gætum unnið okkur traust
og virðingu á alþjóðavettvangi
sem málamiðlarar í erfiðum deilu-
málum.
Höfundur er þingmaður VG.
REGLULEGA fer af stað um-
ræða um lyfjaverð á Íslandi og
einkum að það sé hátt og stundum
fullyrt að það sé mun hærra en í
okkar næstu nágrannalöndum sem
við gjarnan viljum miða okkur við.
Það er í sjálfu sér
mjög eðlilegt að þessi
mál séu rædd, lyf eru
nauðsynleg og rík-
issjóður tekur veru-
legan þátt í greiðslu
þeirra. Umræðan ein-
kennist þó stundum
af upphrópunum og
fullyrðingum sem
ekki standast þegar
betur er að gáð.
Nýlega var greint
frá í fréttum að ís-
lenskur læknir í Sví-
þjóð gæti útvegað íslenskum neyt-
endum lyf á mun lægra verði í
gegnum póstverslun. Að mati
Lyfjastofnunar reyndist þessi
starfsemi ólögleg samkvæmt ís-
lenskum lögum. Á heimasíðu lækn-
isins voru sýnd dæmi um mikinn
verðmun á lyfjum hér á landi og í
Svíþjóð. En ekki er allt sem sýnist.
Á heimasíðunni voru sýnd verð á
frumlyfjum en ekki á sam-
heitalyfjum. Eitt þessara lyfja var
t.d. lyfið Zocor sem kostar nú kr.
6.776 hér á landi, fyrir þátttöku
Tryggingastofnunar, en lyf með
sama virka innihaldsefninu er m.a.
líka til undir heitinu Simvastatin
Portfarma sem kostar kr. 4.239.
TR miðar sína þátttöku við verð
samheitalyfsins. Síðan gefa mörg
apótek afslátt af hlut sjúklings.
Langflestir sem nota blóðfitulækk-
andi lyf fá það niðurgreitt og
borga t.d. hjá Apótekinu í Skeif-
unni kr. 2.758 fyrir 3ja mán.
skammt. Hjá lækninum í Svíþjóð,
með afgreiðslugjaldi (kr. 1.500)
átti skammturinn af lyfinu (Sim-
vastatin) að kosta kr. 3.830 eða
39% hærra en þarf að borga í Apó-
tekinu í Skeifunni. Einnig vantar
íslenskan 24,5% virðisaukaskatt of-
an á verðin sem birt voru á heima-
síðunni sem þýðir að þá er verð frá
lækninum komið í kr. 3.433 +
1.500 = kr. 4.933 eða 79% hærra
verð en í Apótekinu.
Fram hafa komið fullyrðingar
um að sjúklingar borgi margfalt
hærra verð fyrir lyf
hér á landi en á hinum
Norðurlöndunum.
Vissulega er það rétt
að þess eru dæmi að
einstök lyf eru á
stundum mun dýrari
hér en t.d. í Dan-
mörku. En stundum
eru líka einstök lyf í
Danmörku langtum
dýrari en samskonar
lyf hér á Íslandi. Skýr-
inga á þessum verð-
mun er m.a. að leita í
mismunandi verðmyndunarkerfum
lyfja í þessum löndum. Ólíkt því
sem stundum er haldið fram er
munurinn á lyfjaverði hér á landi
og í t.d. Danmörku síst meiri en á
verðlagi almennt. Við hjá Lyfju
höfum nú um rúmlega eins og
hálfs árs skeið fylgst með verðþró-
un viðmiðunarverðs á körfu 20 al-
gengra lyfja í Danmörku og á Ís-
landi, sem valin voru af handahófi.
Ávallt hefur verið tekið lægsta
verð lyfs sem inniheldur sama
virka innihaldsefni. Í meðfylgjandi
töflu sést þróun verðs þessarar
lyfjakörfu. Hér er um heildarverð
að ræða, þ.e. fyrir þátttöku trygg-
ingastofnunar viðkomandi lands.
Eins og sést hefur lyfjaverð á Ís-
landi í þessum þremur mælingum,
þ.e. í desember 2005, apríl 2006 og
í júlí 2007, skv. þessari körfu,
sveiflast frá því að vera tæplega
2% lægra en í Danmörku upp í að
vera 11% hærra hér á landi en í
Danmörku.
Miklar breytingar hafa þó orðið
á verði einstakra lyfja í körfunni á
þessu tímabili. Sem dæmi má
nefna að í desember 2005 var við-
miðunarverð á Omnic forð-
ahylkjum (Tamsúlósín) 0,4mg., 90
stk., eða samheitalyfi sem inni-
heldur sama virka innihaldsefni kr.
7.702 í Danmörku (m.v. þáverandi
gengi dönsku krónunnar) en kr.
8.175 á Íslandi. Í apríl 2006 var
verðið orðið kr. 9.082 í Danmörku
en kr. 8.999 hér á landi. Núna í júlí
2007 er viðmiðunarverð lyfsins
hins vegar aðeins 777 kr. í Dan-
mörku en 8.732 kr. á Íslandi. Ljóst
er að um undirboð er að ræða á
þessu lyfi núna í Danmörku og það
mun að líkindum hækka aftur inn-
an skamms. Annað dæmi má
nefna; í desember 2005 var viðmið-
unarverð á Zarator töflum (Ator-
vastatín) 20 mg. 100 stk. eða sam-
heitalyfi með sama virka efni, kr.
14.747 í Danmörku og kr. 14.102 á
Íslandi. Í júlí 2007 er viðmið-
unarverð sama lyfs kr. 15.529 í
Danmörku en það er töluvert
ódýrara hér á landi þar sem við-
miðunarverðið er kr. 12.548. Nefna
má að ekki er tekið tillit til þeirra
afslátta sem apótek á Íslandi jafn-
an gefa en eru bannaðir í Dan-
mörku.
Vissulega þarf að leita allra leiða
til að hafa lyf sem ódýrust og mik-
ið hefur áunnist í því að lækka
lyfjaverð hér á landi á síðustu ár-
um. Þó svo að sú könnun sem hér
hefur verið sagt frá segi ekki alla
sögu þá sýnir hún þó að verðmun-
ur á lyfjum á milli Íslands og ann-
arra Norðurlanda er almennt mun
minni en ætla mætti af umræðunni
í fjölmiðlum.
Ísland er dýrt land að búa í og
sést best á því að nánast sama
hvar við berum niður þá er verðlag
hærra hér en víðast annarsstaðar.
Að stærstum hluta er ástæðan sú
að hér er velmegun mikil og kaup-
geta almennt mjög há. Annar þátt-
ur, sem oft vill gleymast, er sá að
á Íslandi búa aðeins rúmlega
300.000 manns í stóru landi og
þannig þjóðfélag verður alltaf dýr-
ara í rekstri en þjóðfélög þar sem
búa milljónir manna.
Um lyfjaverð
á Íslandi
Ekki er allt sem sýnist segir
Sigurbjörn Gunnarsson um
póstinnflutning á lyfjum
Sigurbjörn Gunnarsson
» Vissulega þarf aðleita allra leiða til að
hafa lyf sem ódýrust og
mikið hefur áunnist í því
að lækka lyfjaverð hér á
landi á síðustu árum.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Lyfju hf.
Fréttir á SMS
Fáðu
sms-fréttir
í símann
þinn af
mbl.is