Morgunblaðið - 23.07.2007, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.07.2007, Blaðsíða 17
daglegtlíf Það er hæglega hægt að fara hringinn í kringum landið á einni viku. En hvað kostar slíkt ferða- lag? »18 fjármál Eyrnastýfingar loða helst við hunda sem notaðir eru í undir- heimum en hér á landi eru slíkar aðgerðir ekki gerðar. »19 gæludýr UMRÆÐA um Jökulsárhlaup í Jökulsá á Fjöllum varð til þess að Katrínu Eymundsdóttur þótti til- valið að standa fyrir eigin Jökuls- árhlaupi, þó af þeirri gerð sem ekki veldur neinum skaða. „Hugmyndin var að hlaupa frá Dettifossi niður í Ásbyrgi og kalla það Jökuls- árhlaup. Við byrjuðum fyrsta hlaupið 2004 og satt best að segja bjóst ég nú bara við tíu manns fyrsta árið en það hlupu strax 30 manns frá Dettifossi. Það eru líka styttri leiðir í boði. Þetta hefur aukist ár frá ári og síðast hlupu 142 frá Dettifossi, Hólmatungum og Vesturdal. Þetta hefur bara slegið í gegn eins og maður segir.“ segir Katrín en lengsta hlaupið er 32,7 kílómetrar og það stysta er 13,2 og er líka hægt að ganga þá vegalengd. Hlaupið fer fram hinn 28. júlí og lýkur skráningu í hlaup- ið 25. júlí. Stórkostleg hlaupaleið Landslagið sem hlaupið er um er stórfenglegt, með útsýni yfir Jök- ulsárgljúfur og Ásbyrgi. Einn erf- iðasti hluti leiðarinnar er þegar hlaupið er um Dettifoss-Hólma- tungur en þar er hlaupið á sandi að hluta sem reynir mikið á þrekið. Á leiðinni þarf að vaða eina á, Stallá og verða laxapokar skaffaðir þar fyrir þá sem vilja forðast að blotna í fæturna. Drykkjarstöðvar eru staðsettar með um fimm kílómetra millibili og hefur verið hugað að flestöllu sem máli skiptir fyrir þátttöku, rútu- ferðum, öryggisgæslu, baði/sundi, veitingum og gistingu en nánari upplýsingar fást um það á www.hlaup.is. Þáttökugjald er 4.000 krónur fyrir styttri leiðirnar og 5.000 fyrir lengri leiðirnar. Hafa hlaupið hvert ár Tveir bræður, þeir Tómas Zoëga, og Stígur Zoëga Geirssynir hafa hlaupið frá og með fyrsta hlaupinu með föður sínum Geir Atla Zoëga og ætla þeir líka að taka þátt í ár. Daglegt líf tók Tómas tali, en hann er 14 ára og mikill hlaupagikkur og hleypur úr Hólmatungum í Ásbyrgi en það er 21,2 kílómetra leið. „Við höfum alltaf farið í þetta í sam- bandi við útilegur sem við förum í og þetta er á skemmtilegum stað. Við sáum fyrsta hlaupið auglýst og þótti þetta það skemmtilegt að við ákváðum að fara bara í öll hlaupin. Okkur hefur gengið ágætlega í þessu. Ég lenti t.d. í þriðja sæti í karlaflokki í fyrsta hlaupinu,“ segir Tómas en hann æfir hlaup, 5-10 kílómetra götuhlaup, með Breiða- blik í Kópavogi. Tómas segir að það hafi verið erfitt að hlaupa þetta, aðallega vegna þess hve hann hafi verið orðin þreyttur í fót- unum. „Maður verður rosalega þreyttur ef maður fer of hratt yfir við Hljóðakletta því sandurinn gef- ur svo mikið eftir og þar er tölu- vert langt eftir af leiðinni,“ segir Tómas og leggur áherslu á að gott sé byrja létt til að hafa orku í seinni hluta leiðarinnar sem að hans mati er auðveldari þó þar séu djúpir stígar. Einn skemmtilegasta hluta leið- arinnar segir Tómas vera þegar hann kemur að botni Ásbyrgis því þá sér hann yfir allt svæðið sem hann á eftir að fara. Stígur Zoëga, sem er 12 ára, hleypur líka en segir feðgana fara langt á undan í hlaupinu. „Mér finnst byrjunin erfiðust en það skemmtilegast að koma í botninn á Ásbyrgi,“ segir Stígur sem virðist njóta hlaupsins eins mikið og eldri bróðir hans og faðir. Það er líklegt að stór hópur fólks á öllum aldri muni taka þátt í hlaupinu hinn 28. júlí og vonandi verður veður milt og útsýnið gott svo hlauparar geti notið Jökuls- árhlaupsins til fullnustu. Morgunblaðið/RAX Framtakssemi Hugmyndin var að hlaupa frá Dettifossi niður í Ásbyrgi og kalla það Jökulsárhlaup en fyrsta hlaupið var haldið árið 2004. Jökulsárhlaup haldið í fjórða sinn Skráning fer fram á netinu á www.hlaup.is en einnig er hægt að hafa samband við skipuleggjendur á veffangið jokulsarhlaup@kopas- ker.is. Skráningu lýkur þann 25. júlí. SAMKVÆMT nýrri norskri könn- un eru karlar duglegri að spara en konur en það var Postbanken sem stóð fyrir könnuninni sem sýnir að karlar leggi bæði meira fyrir en konur og ávaxti peningana betur. Könnunin sýnir að karlar kjósa fremur áhættusamari sparnað með möguleikum á hærri ávöxtun en konurnar kjósa fremur hefð- bundnar bankabækur sem bera litla vexti og litla áhættu. Afleiðingin er að karlar hafa mun meira sparifé á milli hand- anna en konur en að meðaltali er sparnaður kvenna um 127 þúsund norskar krónur á meðan sparn- aður karla er að meðaltali rúmar 300 þúsund norskar krónur. Mikill munur en ekki svo einfalt Hér verður reyndar líka að líta til þess að karlar þéna meira en konur í Noregi og hafa þessvegna tækifæri til að leggja meira til hliðar en þó verður ekki hjá því litið að karlar virðast hafa meiri áhuga á því að spara, t.d. með fjár- festingum í hlutabréfum, sem síð- ustu ár hafa gefið mun betri ávöxt- un en bankabækur. Enn fleiri atriði skipta máli þeg- ar niðurstöðurnar eru skoðaðar. Þannig benda rannsakendur á að laun kvenna fari í að borga reikn- inga á meðan laun karla fari gjarnan í sparnaðinn en þetta á vissulega við um hjón eða sambúð- arfólk sem hefur sameiginleg fjár- ráð. Talið er að hægt sé að heimfæra niðurstöðurnar á Danmörku og því má velta því fyrir sér hvort málum sé eins háttað á Íslandi. Morgunblaðið/Kristinn Sparnaður Samkvæmt norskri könnun leggja karlar meira fyrir en konur. Karlar betri í sparnaði en konur |mánudagur|23. 7. 2007| mbl.is Hlaupagikkir Bræðurnir Tómas og Stígur ætla sér að hlaupa Jökulsárhlaupið í ár en hlaupið hefur heillað þá og föður þeirra frá því þeir tóku þátt í fyrsta hlaupinu sem var árið 2004. Morgunblaðið/Brynjar Gauti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.