Morgunblaðið - 23.07.2007, Síða 2
FARÞEGI í flugvél Icelandair sem
kom frá Minneapolis í gærmorgun
var handtekinn við heimkomuna. Að
sögn lögreglu lét maðurinn, sem var
mjög ölvaður, ófriðlega í flugvélinni;
áreitti flugfreyjur og var öðrum far-
þegum vélarinnar til ama.
Maðurinn veitti mótþróa við hand-
töku, en þegar lögreglu hafði tekist
að koma járnum á hann var hann
fluttur á lögreglustöð, þar sem hann
var látinn sofa úr sér í fangaklefa.
Skýrslutaka fór fram að því loknu
og var maðurinn látinn laus um
miðjan dag í gær. Að sögn lögreglu
hefur maðurinn þegar verið kærður
fyrir ofbeldi gegn lögreglumönn-
unum.
Flugdólgur
áreitti flug-
freyjur
2 MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann
Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi,
gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir,
dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
UNGMENNIN fjörutíu sem starfa á vegum
Hins hússins og fá laun sín greidd frá Svæð-
isskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík hafa
nú fengið full laun greidd út. Segjast ungmenn-
in ánægð með þetta en foreldrar segja önnur at-
riði þó mikilvægari í málinu og umræða um
launamál ungmennanna er umdeild.
Ætlar að kaupa sér DVD diska
Kolbeinn Jón Magnússon er þroskahamlaður
og starfar í Bónusi í Skútuvogi. Þar er hann að
raða í hillur þegar blaðamann ber að garði.
Mestan hluta ársins býr hann í London ásamt
foreldrum sínum. Eftir stutt samtal á íslensku
skiptir hann því yfir í vandaða Lundúnaensku.
„Mér líkar þetta rosalega vel, þetta er miklu
betra en garðvinnan sem ég var í síðasta sum-
ar,“ segir Kolbeinn. Spurður um launin segist
hann fylgjast með því hvað hann fái. Það skipti
sig miklu máli að hann fái borgað að fullu því þá
finnist honum að hann sé hærra metinn af öðru
fólki. Aðspurður segist hann búast við að eyða
laununum eins og þau leggja sig í DVD-diska,
en launin dugi nú fyrir heldur fleiri diskum en
ella.
„Miklu skemmtilegra“
Jón Þorri Jónsson er sautján ára gamall.
Hann stríðir við þroskahömlun og athyglisbrest
og vinnur í Hinu húsinu. Einnig hefur hann ver-
ið í Bónusi, Sigurplasti í Mosfellsbæ og Vals-
heimilinu í sumar. Kveðst Jón Þorri afar
ánægður með þessa nýju reynslu. Í fyrra hafi
hann verið í garðvinnu á Miklatúni allt sumarið,
og það hafi verið heldur tilbreytingarsnautt.
„Þetta er miklu skemmtilegra,“ segir Jón Þorri.
„Það er gaman að fá að vera með í þessu.
Skemmtilegast fannst mér í Sigurplasti að
halda á kössum og svoleiðis. Svo á ég víst fullt af
peningum inni á reikningi einhvers staðar líka.“
Hrafnhildur Kjartansdóttir, móðir Jóns
Þorra, segir verkefnið frábært. Launin segir
hún ekki hafa verið aðalatriði til að byrja með
en hins vegar standi ríkið sig illa þegar útborg-
un launa dragist á langinn, umræðan hafi að öll-
um líkindum flýtt útborgun. Foreldrar hafi hins
vegar ekki haft hátt yfir málinu framan af enda
taki þeir öllu starfi fyrir fötluð börn fegins hendi
þegar það býðst.
Nú segir Hrafnhildur son sinn upplifa vinn-
una á annan hátt, hann þurfi að mæta og hann
gegni mikilvægara hlutverki. Stundum spyrji
hann ákafur þegar hann kemur heim á kvöldin
„Ætlarðu ekki að spyrja mig hvernig var í
vinnunni í dag?“ „Á þessum aldri er mjög stutt
þar til þessir krakkar eru komnir út í lífið og
það ríður á að finna út úr því hvar þeirra hæfni
liggur og hvers konar störfum þau geta sinnt í
framtíðinni. Þetta verkefni hjálpar mjög mikið í
því, enda hafa þau fylgdarmenn sem sjá í hverju
þau standa sig best,“ segir Hrafnhildur og hrós-
ar starfsfólki Hins hússins í hástert fyrir
frammistöðu sína.
Neikvæð umræða út úr kortinu
Sæmundur Runólfsson er faðir Runólfs Sæ-
mundssonar sem er einhverfur, starfar hjá
Hinu hússinu og þiggur laun hjá Svæð-
isskrifstofunni rétt eins og Kolbeinn og Jón
Þorri. Segir Sæmundur launin algjört auka-
atriði í sínum huga. Framtakið sé frábært og
uppbyggilegt, mun betra en garðvinnan sem
annars býðst. Neikvæð umræða um verkefnið
sé því heldur fáránleg, enda snúist það um að
útvíkka reynsluheim ungmennanna og gefa
þeim færi á því að sjá hvar þeim vegni vel í
starfi og hverju þau geti sinnt.
Mestu skiptir að ungmennin fái tæki-
færi til að finna starf við sitt hæfi
Morgunblaðið/RAX
Hörkuduglegir Birkir Freyr og Kolbeinn Jón hafa sannarlega unnið fyrir kaupinu sínu.
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
ELDINGU laust niður í farþegaþotu
Iceland Express við lendingu á
Keflavíkurflugvelli á laugardag. Að
sögn Matthíasar Imsland, fram-
kvæmdastjóra Iceland Express, var
vélin nýlent þegar eldingunni sló nið-
ur í vænginn svo högg kom á vélina,
en fæstir farþegar hefðu þó tekið eft-
ir því. Engin órói eða hræðsla hefði
gripið um sig, enda stafaði flugvélum
ekki ógn af eldingum við þessar að-
stæður.
„Fyrir fólk almennt sem vinnur
ekki við flugvélar allan daginn hljóm-
ar þetta kannski ekki vel, en stað-
reyndin er sú að þetta er alveg viðbú-
ið í flugbransanum og gerist
reglulega,“ segir Matthías. Þar sem
þrumuveður eru sjaldgæf á Íslandi
verða ekki mörg svona atvik á Kefla-
víkurflugvelli, en eru þeim mun al-
gengari erlendis. „Þessar vélar hafa
fullkomna eldingavara og eru hann-
aðar til þess að þola svona lagað,“
segir Matthías. Engu að síður fara
allar vélar sem verða fyrir slíkum
óhöppum í skoðun, að sögn Matthías-
ar, og var vél Iceland Express því
færð í flugskýli þar sem hún var yf-
irfarin samkvæmt ýtrustu öryggis-
kröfum. Einhverjar tafir urðu á flug-
áætlun um helgina, en ný leiguvél var
samstundis pöntuð frá Bandaríkjun-
um og sagði Matthías að áætlun ætti
nú að vera komin í samt lag.
Varð fyrir eld-
ingu í Keflavík
ÓSTAÐFESTAR fregnir herma að
lögregluyfirvöld á Möltu hafi gefið út
handtökuskipun á hendur Ólafi
Ragnarssyni, skipstjóra togarans
Eyborgar, fyrir að taka 21 flótta-
mann um borð í skipið í síðasta mán-
uði. Flóttamennirnir, sem allir voru
frá Afríku, höfðu velt opnum flótta-
bát sínum í ólgusjó í líbýskri lögsögu,
en þeim tókst af eigin rammleik að
klifra upp í túnfiskflotkvíar sem Ey-
borgin var að sækja og ryðjast um
borð í skipið.
Í kvöldfréttum Sjónvarpsins var
sagt frá því að samkvæmt fjölmiðlum
á Möltu hefði handtökuskipun verið
gefin út á hendur Ólafi og hans væri
nú leitað. Að sögn Fannýjar Láru
Hjartardóttur, eiginkonu Ólafs, hafði
samborgari hans, sem jafnframt er
staddur á Möltu, samband við hann
og tjáði honum að samkvæmt þar-
lendum fjölmiðlum væri hans nú leit-
að. Ekki liggur hins vegar fyrir um
hvaða fjölmiðla er að ræða. Ólafur
hefur nú slökkt á farsíma sínum og
ætlar að athuga í rólegheitum hvort
fótur sé fyrir handtökuskipuninni, að
sögn Fannýjar. Hún segist munu
hafa samband við íslensk stjórnvöld í
fyrramálið til þess að fá botn í málið.
„Ég vona að þetta sé púðurkerling
og það sé einfaldlega gúrkutíð í
fréttamennsku á Möltu rétt eins og
hér á Íslandi,“ segir Birgir Sigur-
jónsson, útgerðarmaður Eyborgar-
innar. Hann segir að ef fregnirnar
reynist sannar treysti hann íslenska
utanríkisráðuneytinu til þess að
leysa málið á jafnfagmannlegan hátt
og þau leystu það í byrjun. „Við héld-
um að þessu máli hefði lokið með far-
sælum hætti og útgerðin hefur ekki
burði til þess að standa í illdeilum við
stjórnvöld á Möltu, heldur þurfum
við að leita á náðir Péturs Ásgeirs-
sonar og hans fólks í utanríkisráðu-
neytinu.“
Að sögn Birgis var Ólafi hótað
fangavist af hafnaryfirvöldum í Líb-
íu, ef hann sneri ekki með flótta-
mennina til hafnar í Líbíu, þar sem
þeir höfðu upphaflega lagt af stað
þaðan. „Ég veit ekki hvort þetta er
allt saman á misskilningi byggt hjá
fréttamanninum á Möltu, en ég vona
það innilega.“
Handtökuskipun á hendur Ólafi
hugsanlega verið gefin út
KARLMAÐUR á fertugsaldri má
búast við því að máli vegna hrað-
akstursbrots hans verði lokið fyrir
dómstólum, en lögreglan mældi
hann á 192 km hraða á Reykjanes-
brautinni í gær. Ökutækið, tveggja
sæta kraftmikill sportbíll, var mælt
á ógnarhraða rétt vestan við Voga
á Vatnsleysuströnd.
Maðurinn var færður á lög-
reglustöð þar sem hann var sviptur
ökuréttindum, en við skýrslutöku
gat hann engar skýringar gefið á
athæfi sínu. Að sögn lögreglunnar
á Suðurnesjum er hraðinn slíkur að
máli mannsins verður ekki lokið
með sektargreiðslu til sýslumanns,
heldur verður atbeina dómstóla
leitað til þess að ákvarða mann-
inum refsingu.
Ofsaakstur
á Reykjanes-
braut