Morgunblaðið - 23.07.2007, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.07.2007, Blaðsíða 38
38 MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ - Kauptu bíómiðann á netinu Miðasala í Smárabíó og Regnbogann Prentaðu sjálf(ur) út bíómiðann - Engar biðraðir * Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu 450 KRÓNUR Í BÍÓ * Sími - 462 3500 Sími - 551 9000Sími - 564 0000 Harry Potter 5 kl. 3 - 4 - 6 - 7 - 9 - 10 B.i 10 ára Harry Potter 5 kl. 3 - 6 - 9 LÚXUS B.i 10 ára Evan Almighty kl. 4 - 6 - 8 - 10 Die Hard 4.0 kl. 5 - 8 - 10.45 B.i. 14 ára Fantastic Four 2 kl. 3 Death Proof kl. 5:20 - 8 - 10:40 B.i. 16 ára Taxi 4 kl. 6 - 8 - 10 Die Hard 4.0 kl. 5:30 - 8 - 10:40 B.i. 14 ára Fantastic Four 2 kl. 5:45 - 8 - 10:15 Death Proof kl. 8 - 10:20 B.i. 16 ára 1408 kl. 8 - 10 B.i. 16 ára Evan Almighty kl. 6 Die Hard 4.0 kl. 5:40 B.i. 14 ára Þessar 8 konur eru um það bil að hitta 1 djöfullegan mann! Nýjasta meistaraverk Quentin Tarantino eee „Geggjaður stíll... sterk og bráðskemmtileg...bara stuð!“ - Þórarinn Þórarinnsson, Mannlíf HÖRKUSPENNANDI GRÍNMYND FRÁ LUC BESSON NÚ VERÐUR ALLT GEFIÐ Í BOTN Guð hefur stór áform ... en Evan þarf að framkvæma þau Magnaður spennutryllir sem sló óvænt í gegn í Bandaríkjunum Yippee Ki Yay Mo....!! eeee S.V. - MBL T.S.K. – Blaðið eee Ó.H.T. - Rás 2 eeee V.J.V. – Topp5.is eee F.G.G. – FBL eee Ó.H.T. - Rás 2 eee MBL - SV eee E.E. – DV eeee FGG - Fréttablaðið eeee ÓHT - Rás2 eeee Morgunblaðið eeee RUV eeee DV eeee Tommi - Kvikmyndir.is eeee „Helvíti flottur hollustueiður“ - T.S.K – Blaðið eee - S.V. – MBL Eftir Sverri Norland sverrirn@mbl.is ÞEIR eru allnokkrir rithöfundarnir sem upprunalega hlutu hvatningu og örvun á námskeið í skapandi skrifum eða rithring, ja, eða alltjént einhverskonar smásamfélagi áhugamanna um bókmenntir. Chuck Palahniuk kveðst til dæmis hafa lagt drögin að fyrstu bók sinni, Fight Club (þýð. blaðamanns: Áflogahundar), í vinnubúðum fyrir rithöfunda. Þá verður æ algengara að ungir skáldhneigðir pennar hafi þreytt svokallaðar ritsmiðjur; hin amerísku John Irving (The World According to Garp) og Jane Smiley (A Thousand Acres) eru góð dæmi um það. Sögur herma að Amy Tan hafi einnig stigið sín fyrstu ritlist- arskref á svipuðum slóðum. Rithöfundur í felulitum Sennilega er ekki öllum kunnugt um að á veraldarvefnum er starf- ræktur afar athyglisverður íslensk- ur rithringur (www.rithringur.is) en notendur eru fjölmargir, og ýmsir býsna virkir. Birting á vefn- um takmarkast við sögur og sögu- brot (engin ljóð til að mynda) og státar af stóru sögusafni; hefur enda verið opinn síðan í upphafi árs 2003. „Vefnum fylgir mikil örvun og já- kvætt andrúmsloft,“ segir Hildur Helgadóttir, einn stjórnenda rit- hringsins. „Hann einkennist af sam- vinnu fremur en samkeppni; fólk samgleðst og hvetur aðra af lífi og sál, er mjög áhugasamt.“ Og afraksturinn lætur ekki á sér standa – Hildur gefur í haust út bók hjá JPV. Í felulitum kallast sú og er „sönn saga frá því að ég fór til Bosníu fyrir tæpum 10 árum með breska hernum í friðargæsluverk- efni. Þar var ég í hálft ár; svo fór ég að skrifa örfáum árum eftir að ég kom heim. Það voru smásögur um örsmáar sitjúasjónir í Bosníu; reynslu af þessu friðarstarfi og því hvernig herinn kemur fyrir sjónir manns frá herlausri þjóð. Svo rambaði ég inn á vefinn fyrir til- viljun og leist vel á hugmyndina og þetta umhverfi.“ Sögur Hildar lögðust vel í not- endur vefsins, sem vildu meira. „Þetta varð til þess að ég fór með smásögusafn til JPV árið 2004. Og fólk þar á bæ hafði strax áhuga á þessu konsepti.“ Hildur vann svo að lokum heildstæða frásögn úr smá- sögum sínum, en verkið kemur sem fyrr segir út í haust. Höfundar Rithringsins eru and- miklir þessa dagana: tveir höfundar af síðunni voru í verðlaunasæti í smásagnakeppni Nýs lífs; annar meðlimur hirti annað sætið í Gaddakylfunni; þá hreppti enn einn höfundurinn annað sætið í smá- sagnakeppni Tímarits Máls og menningar og MENOR. Loks er vert að benda einnig á systurvef Rithringsins. Kallast hann www.critiquecircle.com, sótt- ur af notendum frá fleiri en 70 lönd- um og hefur hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar; var meðal ann- ars í hópi 101 bestu ritlistarvefsíðn- anna að mati Writer’s Digest. En hvernig virkar þetta eig- inlega? „Þú safnar þér stigum til þess að geta sent inn sögu; það ger- ir þú með því að rýna hjá öðrum og skrifa umsagnir. Þegar þú nærð svo vissum punktafjölda geturðu sent inn sögur, og þá veltur á ásókn hversu lengi þarf að bíða, en sagan fer í biðröð.“ Því er ekki seinna vænna að fara að safna sér stigum, lesendur góð- ir... Sannar sögur frá Bosníu John Irving Rúnar Helgi Vignisson Chuck Palahniuk. Í HNOTSKURN » Rithringurinn, www.rit-hringur.is, er gagnvirkt net- samfélag þar sem fólk birtir sög- ur og brot og miðlar áliti sínu á verkum annarra. » Rithringurinn hefur staðiðfyrir upplestrum og höf- undar komið fram hér og hvar. » Fjórar bækur, sem fyrst litudagsins ljós í rithringnum, koma út í haust. » Höfundar þeirra eru HildurHelgadóttir, Ágúst Borgþór Sveinsson, Eyvindur Karlsson og Sirrý Sig. Getur íslenskur rithringur á net- inu af sér nýja ritsnillinga? www.rithringur.is www.critiqucircle.com Amy Tan. BANDARÍSKA leikkonan Hilary Swank ætlar að raka allt hár af sér í góðgerðarskyni. Leikkonan, sem er talsmaður Pantene Beautiful Lengths góðgerðarsamtakanna, ætl- ar að láta gera hárkollu úr hári sínu sem krabbameinssjúk kona fær svo að gjöf. „Það er frábært að vita til þess að hárið mitt komi að góðum notum, og að það hjálpi einhverjum til að líða betur meðan á krabba- meinsmeðferð stendur. Hárið er ennþá að vaxa og vonandi get ég gefið enn meira,“ sagði Swank. „Fjöldi ást- vina minna hefur látist úr krabba- meini og ég hef orðið vitni að því hvað baráttan við sjúkdóminn er erfið. Ég er mjög stolt af því að geta hjálpað til.“ Pantene Beautiful Lengths sam- tökin hvetja fólk til þess að safna hári og gefa það svo til hárkollugerðar fyr- ir konur sem missa hár sitt meðan á krabbameinsmeðferð stendur. Swank, sem er 32 ára gömul, fékk Óskarsverðlaun fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Boys Don’t Cry, en í myndinni hafði hún einmitt stutt hár. „Mér finnst mjög gaman að hafa stutt hár og mér sýnist jafnvel að það sé að komast í tísku aftur.“ Reuters Hárprúð Hilary Swank. Swank læt- ur allt fjúka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.