Morgunblaðið - 23.07.2007, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.07.2007, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ VEÐUR Fyrir tæpum fjórum áratugum fórekki á milli mála, að algengasta tungumálið, sem talað var að sum- arlagi á Kili og öðrum óbyggðaveg- um, var þýzka. Þá var undantekn- ing að íslenzka væri töluð á miðhálendi Íslands af þeirri ein- földu ástæðu, að þar voru fáir Ís- lendingar á ferð.     Nú hefur þettaauðvitað breytzt og mikill fjöldi Íslendinga ferðast um há- lendið ár hvert. En engu að síð- ur heldur þýzkan velli, sem eitt al- gengasta tungu- mál, sem talað er í óbyggðum, sam- kvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið fékk á Kili um helgina.     Þótt íslenzkum ferðamönnumhafi fjölgað hefur þýzkumæl- andi ferðamönnum einnig fjölgað svo mjög, að þýzkan er þar mjög út- breitt tungumál.     Að vísu fjölgar frönskum ferða-mönnum mjög og einnig ítölsk- um en staðreynd er að á Hveravöll- um í gær var þýzkan og franskan algengara tungumál en íslenzkan.     Af þessu er ljóst, að miðhálendiðheillar enn ferðamenn frá Mið- Evrópu. Þar eru enn ferðalangar á gangi frá þessum löndum, hjólandi og á öðrum mismunandi far- artækjum.     Nýjar kynslóðir frá þýzkumæl-andi löndum, Frakklandi og Ítalíu dragast enn að Íslandi og ferðamáti þeirra er nákvæmlega sá sami og fyrir fjórum áratugum, spartanskur og einfaldur.     Við eigum ekki að eyðileggjaþessi landsvæði með innrás ein- hvers konar „menningar“. STAKSTEINAR Þýzkan heldur velli SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )               *(!  + ,- .  & / 0    + -                             12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (                    ! ! :  *$;<                    !    "   " #      $      %&  %'  !   "       *! $$ ; *! "# $ %  # %   &  '%( ' =2 =! =2 =! =2 "&%$ !  ) !*+, '!-  <>2?         /    ., $  , #$ '% / !, !0 !  /  1    =    87  ., ' ! ,  ! !    '%!, !#  ! 0 '!!! 0 !/ 2'  3  ' ! 1 ' & !! # '  6 2      4' $  - /  05%* 6 2' , - !, ' !5 !0 !!!   %  ' ,  (' 0 !'%   1   0  #  !  7/ '88  ! '% 3 '  ,') ! 3'45 @4 @*=5A BC *D./C=5A BC ,5E0D ).C  0                0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0                      Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Hjörtur J. Guðmundsson | 22. júlí 2007 Hryðjuverkasamtök Al-Aqsa Martyrs’ Brigades-hryðjuverka- samtökin eru ábyrg fyrir tugum árása á óbreytta borgara í Ísr- ael á undanförnum ár- um og þá einkum sjálfsmorðsárása. Yfir 120 manns hafa verið myrtir í árásum samtak- anna frá árinu 2001. Þetta eru s.s. aðilarnir sem vinstri-grænir vildu ólmir að íslenzk stjórnvöld tækju upp samstarf við ásamt Hamas-hreyfingunni. Meira: sveiflan.blog.is Dögg Pálsdóttir | 21. júlí 2007 Frábærar smásögur Í sumarfríinu á spa-inu í Englandi um daginn las ég einmitt þessa bók, Aldingarðinn (e. Ólaf Jóhann Ólafsson], sem nýverið kom út í kilju. Mér fannst flest- ar sögurnar (þær eru tólf og bera heiti almanaksmánaðanna) hreint frábærar og endirinn á þeim sumum kemur algerlega á óvart. Ég las á sínum tíma Níu lykla og fannst hún ágæt. Enda alltaf verið hrifin af vel skrifuðum smásögum. Meira: doggpals.blog.is Ingólfur Ásgeir Jóhannesson | 21. júlí Sílamávafárið Líffræðingurinn segir um hvarf sílamávanna: „Það bendir margt til þess að einhvers staðar hafi fundist fæða og þeir hafi þá allir hópast þangað, en við höfum ekki áttað okkur á því ennþá hvar það er.“ Margar skýringar aðrar eru í bloggumræðunum, t.d. við blogg Hafsteins Viðars, þar sem Skarf- urinn heldur því fram að Gísli Mar- teinn Baldursson hafi verið svo leið- inlegur að sílamávurinn forðaði sér. Meira: ingolfurasgeirjohannesson.blog.is Salvör | 22. júlí 2007 Skemmtilegasti vegur Íslands Núna ganga allir Laugaveginn, göngu- leiðina milli Land- mannalauga og Þórs- merkur. Ég hef einu sinni fyrir um það bil aldarfjórðungi gert til- raun til að ganga þá leið. Við urðum að snúa við aftur inn Landmanna- laugar því við fundum ekki skálann við Hrafntinnusker, stikurnar voru fenntar á kaf og það var snjófok. Jörðin var alhvít þarna. Þetta var samt í júní. Ég man hvað ég var hrædd á tímabili, við vorum þrjú full- orðin og Ásta dóttir mín lítil í ferð- inni, þau sem voru með mér fóru á undan að leita að skálanum og ég missti sjónar á þeim í þoku og hélt um tíma að ég væri ein villt með ungt barn einhvers staðar upp á hálendinu um nótt í snjó og kulda. Einhvern tíma langar mig til að reyna aftur við þessa leið, það er flott markmið í líf- inu að láta ósigra ekki buga sig held- ur reyna aftur og læra af reynslunni. Það gerir ekkert til þá að 25 ár líði milli tilrauna og kannski hefur lofts- lagshlýnunin unnið með mér, kannski er ólíklegra núna að þurfa að snúa við vegna snjókomu. Það er líka önnur leið sem mig langar til að ganga. Það er fallegasti vegur á Íslandi og líka sá hrikaleg- asti, það er vegurinn milli Arn- arfjarðar og Dýrafjarðar. Ég er hissa á því að sú leið sé ekki eins vinsæl og Laugavegurinn, sennilega hafa bara svo fáir uppgötvað þessa leið. Það er hægt að keyra þessa leið á bílum, alla vega stóran hluta hennar en ég held að það sé ekki alltaf fært og alls ekki fyrir óvana að fara um verstu kaflana. Þetta er sérstaklega skemmtileg gönguleið, umhverfið er töfrandi og engu öðru líkt. Vegurinn sem tengir Lok- inhamradal er meistarastykki Elís Kjaran ýtumanns og hvergi er eins skrýtinn vegur á Íslandi. Ég held að vegurinn sé höggvinn inn í surt- arbrandslag sem er mýkra efni en annað berg þarna. Lokinhamradalur var á sínum tíma einn afskekktasti dalur landsins, þar voru tveir bæir Lokinhamrar og Hrafnabjörg. Guð- mundur Hagalín skáld fæddist og ólst upp á Lokinhömrum og hann hef- ur skrifað mikið um uppvaxtarár sín. Meira: salvor.blog.is BLOG.IS HVAÐ ungur nemur, gamall temur segir máltækið, en því er þó stundum öfugt farið eins og virtist vera með stelpuna ungu í Skerjafirði, sem sýndi þeirri eldri hvernig á að bera sig með stíl á hlaupahjóli. Þessir far- arskjótar hafa notið mikilla vinsælda undanfarin ár meðal yngra fólksins, en þeir eru ekki síður skemmti- legir fyrir þá sem eldri eru enda er hægt að ná tölu- verðum hraða með réttri tækni. Stígarnir í Skerjafirði eru einmitt upplagðir í slíkar æfingar því ekki þarf að púla upp brattar brekkur. Morgunblaðið/Sverrir Á stálfákum fráum fram um veg GÖMUL og slitin dekk sem hanga í stálkeðju eru án nokkurs vafa einn mesti gleðigjafi æskunnar, eins og þessi mynd ber með sér. Það fylgir því alltaf ákveðin spenna að ýmist standa eða sitja á dekkinu, sveifla því fram og til baka og finna vind- gustinn leika um vangana. Ekki skemmir það fyrir skemmtuninni að nokkuð langt er í það að skóla- bjöllur fari að hringja á ný, auk þess sem kuldaboli virðist víðs fjarri; hann hefur í það minnsta tekið sér dágott sumarfrí. Morgunblaðið/Sverrir Rólað í rjómablíðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.