Morgunblaðið - 23.07.2007, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2007 37
MR. SKALLAGRIMSSON
- höf. og leikari Benedikt Erlingsson
Sjá sýningadagatal á www.landnamssetur.is
Miðapantanir í síma: 437-1600
FYRSTIR skulu síðastir verða eins
og skrifað stendur. Gilti það sl. laug-
ardag í Skálholti um Apokrypha
[45’], 11-þætt verk Huga Guðmunds-
sonar, er færðist frá kl. 15 til 17 af
þegar tilgreindum ástæðum. Lék all-
mikil eftirvænting yfir áheyrendum,
enda farnar að berast jákvæðar
fréttir að utan um nýleg verk Huga
eins og Eq. IV: Windbells er ku mik-
ið flutt erlendis um þessar mundir.
Auk þess er langt á milli hérlendra
frumflutninga á þetta löngum tón-
smíðum eftir höfunda af yngstu kyn-
slóð, hvað þá við latneska trúartexta.
Kveikti það vitanlega forvitni eftir
frekari upplýsingum um tilurð og
efni, en þar komu hlustendur því
miður bónleiðir til búðar. Tónleika-
skráin þagði þunnu hljóði, og snjallt
erindi Skálholtsrektors kl. 14, „Hvað
er Apokrypha?“, fjallaði né heldur
um tónverkið svo neinu næmi. Kjör-
ið hefði auðvitað verið að fá tón-
skáldið til að greina frá verki sínu,
en sjálfsagt ber að virða það sjón-
armið að verkið tali sínu máli eitt og
óstutt. Samt get ég ekki neitað því
að örstutt heimildagreining á lat-
ínutextunum fjórum er birtust á
frummáli og íslenzku, O bona crux
(III), Anima Christi (VI), Angele Dei
(IX) og Salva me (XI), hefðu komið
hlustendum að talsverðu gagni;
a.m.k. þeim sögumeðvitaðri. Fornir
lítúrgískir textar eiga sér djúpan
menningararf sem segir heilmikið
umfram sjálft merkingarinntakið.
En hvað sem því líður þá var
lengst af fólgin sérkennileg upp-
ljómun í tónboðskap verksins. Lag-
ferlið brúaði sannfærandi ólíka tón-
heima ævaforns kirkjusöngs (með
ávæningi af austurlenzku kryddi úr
sýnagóguhefð gyðinga) og vest-
urlenzks nútímastíls (að meðtöldum
örsnifsum úr Liljulagi í IV), og oftast
kyrrlátt liggjandi hóflega klösótt
hljómaferlið laðaði fram það seiðandi
launhelga íhugun að vantaði aðeins
reykelsisilminn.
Undir seinni hlutann þótti mér
hins vegar farið að verða nóg af svo
búnu, því þó að stök dramatísk upp-
brot ættu sér stað dugðu þau ekki til
fullnægjandi mótvægis við allsherjar
mókhyggjukyrrstæðuna – þó að
vitaskuld mæli ég ekki fyrir munn
allra áheyrenda. Hitt var þó öllum
ljóst, að frábært framlag Guðrúnar
Jóhönnu setti afgerandi punkt yfir i-
ið með íðilfögrum sléttsöng (ásamt
þónokkrum funheitum bel canto-
andstæðum) í samræmi við forn-
hljóðfæraslátt NoA. Raunar virtist
sem sópranhlutverkið væri það sér-
saumað fyrir söngkonuna að vand-
séð var hver hefði getað túlkað það
betur.
Seiðandi
sléttsöngur
Ríkarður Ö. Pálsson
TÓNLIST
Skálholtskirkja
Hugi Guðmundsson: Apokrypha (frumfl. á
Ísl.). Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir sópran
og barokksveitin Nordic Affect (Georgia
Browne flauta, Sara DeCorso & Halla S.
Stefánsdóttir fiðla, Guðrún H. Harð-
ardóttir víóla, Hanna Loftsdóttir selló,
Josh Cheatham bassagamba, Benoit van
den Bemden víólóna, Karl Nyhlin þjorba/
barokkgítar og Cvetanka Szosovka
semball), ásamt Frank Aarnink slagverk.
Stjórnandi: Daníel Bjarnason. Laugardag-
inn 7.7. kl. 17.
Sumartónleikar Morgunblaðið/Sverrir
Tilhlökkun „Lék allmikil eftirvænting yfir áheyrendum, enda farnar að
berast jákvæðar fréttir að utan um nýleg verk Huga...“ segir m.a. í dómi.
JENNIFER Tee, ung hollensk
myndlistarkona af kínverskum ætt-
um, sýnir um þessar mundir stóra
myndbands- og skúlptúrinnsetningu
sem nær yfir alla neðstu hæð Safns. Í
texta sýningarinnar segir að Tee hafi
beðið fjölskyldumeðlimi sína að segja
frá þeim leyndarmálum sínum sem
þau hafi ekki viljað segja henni áður,
hún hafi unnið úr sögunum handrit
sem fjölskyldan aftur tekur þátt í að
leika í myndbandsverkinu.
Myndböndin sýna margskonar
óræð brot af börnum og fullorðnum í
leikjum þar sem grímubúningar og
skylmingar koma m.a. við sögu. Bún-
ingarnir eiga gjarnan fyrirmyndir í
dýraríkinu og leikirnir sem fara fram
úti í náttúrunni eru gjarnan sam-
keppnisleikir. Þá má sjá foreldrana
dansa í heimahúsi, unga konu með
dýragrímu og skott færa sig milli
staða í herbergi eins og dýr í könn-
unarleiðangri eða í leit að útkomuleið.
Skúlptúrarnir eru margir ým-
iskonar úttroðnir pokar með eitthvað
í líkingu við svarta fuglshausa og
einnig má sjá eitthvað af búningunum
sem notaðir voru í myndbandsverk-
inu. Þá nýtir listakonan sér listaverk
frá öðrum listamönnum sem eiga
verk í safninu og blandar saman við
eigin verk.
Sýningin er margræð og auðvelt að
ímynda sér hve flókið verk sé að
vinna verk byggt á fjölskylduleynd-
armálum. Leyndarmálin eru þó ekki
afhjúpuð sem slík nema í gegnum
hliðstæður grímuleiksins og áhorf-
andinn getur reynt að ráða í hvers-
konar tilfinningar tengjast þeim.
Kostur við sýninguna er að hægt er
að fá sér sæti í innsetningunni og gefa
sér tíma til íhugunar á þeim hlið-
arveruleika sem verkið fjallar um.
Hins vegar vinnur íslensk sumarbirta
afar illa með myndbandsskjávörpum,
sama hvaða ráða er gripið til, svo erf-
itt getur verið að sýna verkinu þá at-
hygli sem það krefst.
Tengsl staðreynda og skáldskapar
Þóra Þórisdóttir
MYNDLIST
Safn Laugavegi 37
Sýningin stendur til 26. ágúst Opið mið-
vikudaga til föstudaga kl. 14-18, laug-
ardaga og sunnudaga kl. 14-17
Jennifer Tee – Down the Chimney
Morgunblaðið/Frikki
Flókið „Sýningin er margræð og auðvelt að ímynda sér hve flókið það sé
að vinna verk byggt á fjölskylduleyndarmálum,“ segir í dómi.
HEIÐSKÍRT var og hlýtt á laug-
ardag þegar Mario Duella kom
fram í Hallgrímskirkju á Al-
þjóðlegu orgelsumri, að vanda við
fjölda erlendra gesta. Ítalski org-
anistinn lék í fyrri hluta verk eftir
þýzka klassíkera, í seinni að
mestu eftir landa sína. Eftir líf-
lega Prelúdíu Buxtehudes í C
BuxWV 137 kom yndisljúfur Schü-
bler-kórall Bachs um Wachet auf
og Prelúdía og fúga hans í G BWV
541, allt flutt við efra spilborð.
Leikur Ítalans var allur öruggur
og smekklegur, nema hvað fetil-
bassi kóralsins „lak“ svolítið á eft-
ir hinum tveim röddunum. Á slíku
bólaði hins vegar næsta lítið þegar
Duella færði sig niður um set í
fjórþættri Sónötu Mendelssohns í
c Op. 65,2, og heimfærði það sem
oftar hversu auðveldara er að
stjórna útkomu pípusinfóníunnar
úr hæfilegri fjarlægð.
Eftir hlé komu rómönsku verk-
in: 2. Méditation Op. 20,2 eftir Gu-
ilmant (d. 1911) auk þriggja
ítalskra verka eftir O. Ravanello
(d. 1938) og feðgana Constante
Adolfo (d. 1953) og Marco Enrico
Bossi (d. 1925). Hafði Salut kvöld-
lokka sonarins (Op. 38,3) mel-
ódískan vinning kvöldsins, þótt
hugleiðing Guilmants skartaði
einnig bráðfallegu vöggulagsígildi.
Stef og tilbrigði (Op. 115) Bossi
eldri, að margra áliti færasta org-
anista Ítala í tvær aldir, var and-
stæðuríkt og fjölbreytt verk. Sem
flest undangengið var það
skemmtilega raddvalið, og í þaul-
reyndri túlkun kantorsins í Por-
tulu var hvergi daufan punkt að
finna. Allra sízt í aukalaginu, són-
ötu eftir Gaetano Valeri (d. 1822),
er setti hásumarlegan brosmildan
lokapunkt með viðeigandi suðræn-
um útimarkaðsblæ.
Hásumar
orgelsins
Ríkarður Ö. Pálsson
TÓNLIST
Hallgrímskirkja
Verk eftir Buxtehude, J.S. Bach, Mend-
elssohn, Guilmant, Ravanello, C.A. og
M.E. Bossi. Mario Duella orgel.
Laugardaginn 7. júlí kl. 15.
Orgeltónleikar Morgunblaðið/Ásdís
SÝNING Tuma Magnússonar í
Safni samanstendur af þremur
tölvuunnum ljósmyndum. Mynd-
irnar eiga það sameiginlegt að
skarpar brúnir eða þverlínur í mó-
tífinu eru ýktar upp með ljós-
myndaskerpu um leið og óljós fók-
us annarra hluta myndanna er
gerður enn óljósari.
Tumi hefur undanfarið unnið
með ljósmyndina á þann hátt að
láta með hjálp tölvutækninnar hin
mismunandi form fyrirmyndanna
passa í ferkantaðan ramma. Nú
hafa mótífin á ljósmyndunum ekki
lífræn form á borð við kött heldur
eru kassalaga hlutir, þar af einn
pappakassi.
Vegna fjarvíddar passar þó
mynd af kassa aldrei fullkomlega
inn í ferkantaðan ramma fremur en
aðrir hlutir og þarfnast því „leið-
réttingar“ eins og önnur mótíf.
Ferkantaða myndin af pappakass-
anum er að auki stækkuð upp og
látin passa á vegg í safninu.
Vegna ýktra andstæðna milli fók-
uss og ekki fókuss er ekki laust við
að mann sundli við að horfa á
myndina. Ofurstækkun og ljós-
myndaskerpa á brún kassans veld-
ur einnig blekkingaráhrifum svo að
pappinn sjálfur verður ókennilegur.
Lesa má öll verkin sem ákveðna
þvingunartilraun til að láta mynd-
efni passa í hefðbundið og fyr-
irframgefið rammaform myndlistar.
Myndin af pappakassanum verður
þá fyrir tvöfaldri þvingun þar sem
hún þarf einnig að smellpassa inn í
rými safnsins. Þessi þáttur, ásamt
ofuráherslu á skarpar línur og vís-
anir til viðtakenda í myndunum,
lýsir á írónískan hátt ákveðnum
áherslum í myndlist síðustu ára-
tuga.
Minni myndirnar eru ekki eins
grípandi og sú stóra, sem er sjón-
rænt áhrifarík með launfyndnum
undirtóni.
Tumi
Þóra Þórisdóttir
MYNDLIST
Safn Laugavegi 37
Sýningin stendur til 26. ágúst Opið mið-
vikudaga til föstudaga kl. 14-18, laug-
ardaga og sunnudaga kl. 14-17
Tumi Magnússon – tölvuunnar ljósmyndir
Leiðrétting Mynd af kassa passar aldrei fullkomlega inn í rammann.
Á málverkasýningu Ásdísar Spanó,
Volgru, í Gallerí 100°, sýningarsal
Orkuveitu Reykjavíkur, árið 2004
kom listakonan nokkuð kröftuglega
inn í myndlistarsenu Íslands með
flennistóra fleka sem vísuðu í senn
til landslagsmálverka 19. aldar og
abstrakt-espressjónisma 20. aldar.
Ásdís sýnir nú að nýju í Galleríi
100°. Sýningin heitir Rof og heldur
listakonan viðteknum hætti nema
hvað landslagsímyndin fer hverf-
andi. Sjóndeildarhringur er nú brot-
inn niður í renninga og lekandi
málningin, sem áður lá yfir strig-
anum líkt og bullandi hver, frussast
yfir flötinn eins og sprenging.
Myndirnar eru grátónaðar og þá í
ágætum takti við sýningu hennar í
Galleríi Turpentine í hittifyrra en
einhver stöðnun er í sjálfu maleríinu
og tilraunasemi með efni og áþreif-
anleika þess virðist í biðstöðu líkt og
listakonan gefi sér ekki tíma til að
liggja yfir fletinum og kanna mögu-
leikana til hlítar. Þess í stað þreifar
hún fyrir sér í rýminu. Skapar
hrynjandi með þverskornum línum
sem tengjast á milli mynda og sækir
þannig séð aftur til málverka sem
hún sýndi á útskriftarsýningu LHÍ
árið 2003 sem byggðust á hrað-
brautum og flugbrautum, ef ég man
rétt. Hinn sjálfráði partur eða lek-
andi málningin tekur undir þessa
hreyfingu og skapar öldugang á milli
mynda, auk þess málar hún tvo
dökka fleti á veggi rýmisins sem
spila með í hrynjandi málverkanna.
Það er sjaldnast fyrirséð hvernig
listamenn feta sig áfram þróun-
arbrautina og kom mér það nokkuð
á óvart að listakonan tæki upp slíkar
rýmispælingar með málverkin í stað
efnistilrauna. En það er ekkert sem
segir að listamenn þróist í beinni
rökréttri línu. Þeir flakka mun frek-
ar fram og til baka, þvers og kruss,
og eftir að skoða þessa sýningu Ás-
dísar sýnist mér það skynsamlegt
skref að taka rýmið betur inn í
myndina. Það gefur verkum hennar
nýjan vinkil og minnir jafnframt á að
við skynjun listina ekki í brotum
heldur sem heild.
Fram og til baka
Myndlist
Gallerí 100°
Opið virka daga kl. 8.30-16.00. Sýningu
lýkur 3. ágúst. Aðgangur ókeypis.
Ásdís Spanó
Jón B.K. Ransu
Frumlegt „Sjóndeildarhringur er nú
brotinn niður í renninga og lekandi
málningin sem áður lá yfir strig-
anum líkt og bullandi hver frussast
yfir flötinn eins og sprenging.“
Fréttir í
tölvupósti