Morgunblaðið - 23.07.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.07.2007, Blaðsíða 16
ÍS L E N S K A S IA .I S O R K 3 81 51 0 7 /0 7 16 MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING EINS og fram hefur komið er Ólaf- ur Jóhann Ólafsson einn sex höf- unda sem tilnefndir eru til írsku Frank O’Connor smásagnaverð- launanna sem veitt verða í borginni Cork hinn 23. september næstkom- andi. Ólafur er tilnefndur fyrir bók- ina Aldingarðurinn. Hinir fimm höfundarnir sem til- nefndir eru eru eftirfarandi: Bretinn Simon Robson fyrir bókina The Sep- arate Heart, Ísraelinn Etgar Keret fyrir Missing Kissinger, Charlotte Grimshaw frá Nýja-Sjálandi fyrir Opportunity og loks Bandaríkja- mennirnir Miranda July fyrir No One Belongs Here More Than You og Manuel Muñoz fyrir The Faith Healer of Olive Avenue. Keppinautar Ólafs Jóhanns KLUKKAN 14.03 í dag hefst lestur nýrrar útvarpssögu á Rás 1. Í þetta skiptið er það sagan Hótel Kalifornía eftir Stefán Mána sem er tekin fyr- ir, en það er Atli Rafn Sigurð- arson sem les. Hótel Kalifornía fjallar um seinheppna verka- manninn Stefán sem á yfir 300 vínilplötur og drekkur brenni- vín í Pepsí með vinum sínum þegar hann vill skemmta sér. Áform hans eru einföld: Að halda áfram að vinna og eignast kærustu. En í trénuðu samfélagi þar sem hversdagsleikinn er orðinn að furðusýningu verða einfaldar óskir ótrúlega flóknar. Útvarp Hótel Kalifornía í Ríkisútvarpinu Stefán Máni HLJÓÐMYNDAKLÚBB- URINN Slefberi! opnar loka- sýningu sína í hverfismiðstöð Miðbæjar og Hlíða á Skúlagötu 21 á hádegi í dag. Slefberi! er skapandi sum- arhópur á vegum Hins hússins sem hefur í sumar unnið að því að taka ljósmyndir og semja tónlist í miðbæ Reykjavíkur. Hópurinn hefur unnið með eitt þema á viku síðastliðnar átta vikur og mun afrakstur allra þessara vikna líta dagsins ljós á þessum lokaviðburði í dag með glæsilegum tónleikum og ljósmyndasýningu eins og segir í tilkynningu. Opnun Slefberi! opnar á Skúlagötu Slefberi! ANNAÐ kvöld verða þriðju og síðustu tónleikarnir í tónleika- röðinni „Þriðjudagskvöld í Þingvallakirkju“ haldnir. Það eru þau Margrét Bóasdóttir sópran og Douglas Brotchie, orgelleikari sem flytja íslenska og erlenda kirkjutónlist m.a. eftir Dvorak, Bach og Buxte- hude. Tónleikarnir eru haldnir í samstarfi kirkjunnar og Minningarsjóðs Guðbjargar Einarsdóttur frá Kárastöðum. Aðgangur er ókeypis en tekið er við framlögum í minning- arsjóðinn. Tónleikarnir hefjast kl. 20 og standa yf- ir í u.þ.b. 45 mínútur. Tónleikar Dvorak og Bach á Þingvöllum Margrét Bóasdóttir Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is LISTAVERKIÐ Snertifletir eftir listakonuna Olgu Bergmann var vígt nýlega hjá Iðntæknistofnun. Um er að ræða 40 fermetra veggmynd á framhlið stofnunarinnar sem skír- skotar til þeirrar starfsemi sem þar er innandyra. „Okkur hefur alltaf fundist húsnæðið ekki alveg sæmandi fyrir þá starfsemi sem við erum með, dálítið dökkt og þungt. Því kom upp sú hugmynd að fá einhvern til sam- starfs við okkur til þess að lyfta hús- inu aðeins upp. Í tengslum við það og listskreytingasjóð ríkisins kom upp sú hugmynd að setja veggskreytingu á húsið. Það var ákveðið forval á lista- mönnum og Olga kom best út úr því vali og þar með hófst samstarfið við hana,“ segir Karl Friðriksson, fram- kvæmdastjóri Iðntæknistofnunar, um þá ákvörðun stofnuninnar að fara í slíkt samstarf við listamann. „Olga hannaði verkið með starf- semi okkar í huga, kynnti sér m.a það sem við erum að gera á sviði mynd- sjár- og myndgreiningatækni og út úr því kom þessi myndskreyting utan á húsinu.“ Að sögn Karls hefur Iðn- tæknistofnun verið dugleg í gegnum tíðina við að styðja við skapandi at- vinnugreinar. „Við höfum í gegnum árin haft þá stefnu að vera með lista- verk í húsakynnum Iðntæknistofn- unar og þar hafa listamenn sýnt verk sín í sex til tólf mánuði í senn. Með því viljum við skapa skemmtilegt og örvandi andrúmsloft fyrir starfs- menn og styðja við skapandi atvinnu- greinar.“ Gerir húsin meira fyrir augað Iðntæknistofnun leitaði til list- skreytingasjóðs þar sem ákveðin fyr- irgreiðsla fékkst í veggverkið en að sögn Karls þurfti stofnunin sem von var að setja þónokkurt fé í þetta sjálf. „Við höfðum ekki áður sótt í list- skreytingasjóð og mér skilst að fyr- irtæki og stofnanir nýti hann sér allt of lítið. Í tengslum við verkið gerðum við lítinn bækling um forsögu þess og út á hvað það gengur, og hugmyndin er að senda hann til annarra stofnana og fyrirtækja með smááskorun um að gera eitthvað svipað. Leggja sitt lóð á vogarskálarnar í að styrkja listina. Það eru alls konar hús að rísa og allt of lítið um það að listamenn séu fengnir til að gera húsin meira fyrir augun,“ segir Karl sem telur að lista- menn hafi meira verið fengnir áður fyrr til að skreyta hús. „Það er þó- nokkuð um listaverk á eldri bygg- ingum, ef maður labbar um miðbæinn og lítur aðeins upp sér maður alls konar veggmyndir en það er voðalega lítið um þetta á nýjum byggingum. Í dag tengist þetta líklega því að allir hlutir verða að vera gerðir eins hag- kvæmir og mögulegt er, sem er gott og gilt, en fegurð er líka auðlegð.“ Karl segist að vonum vera mjög ánægður með verk Olgu, það passi vel inn í umverfið og hafi góða skír- skotun til starfsemi Iðntæknistofn- unar. Spurður hvort veggmyndin sé föst endanlega á húsinu segir Karl nú ekki svo vera. „Verkið er að vísu fær- anlegt og fyrir því er ástæða. Nú eru kaflaskipti hjá þessum stofnunum á Keldnaholti, Iðntæknistofnun leggst af 1. ágúst og sameinast Rannsókn- arstofnun byggingariðnaðarins og verða þær að Nýsköpunarmiðstöð Ís- lands. Síðan er stefnt að því að starf- semin flytjist í Vatnsmýrina með tím- anum og verði hluti af því háskólaumhverfi sem er að byggjast upp þar og verkið fer vonandi með okkur þegar þar að kemur.“ „Fegurð er líka auðlegð“ Snertifletir Við vígsluna þann 12. júlí síðastliðinn. Við verkið standa f.v. Hallgrímur Jónasson, forstjóri Iðn- tæknistofnunar, Vilhjámur Þ. Vilhjámsson, borgarstjóri sem afhjúpaði verkið, Olga Bergmann og Sveinbjörn Hjálmarsson, formaður Listskreytingarsjóðs. Listakonan Olga Bergmann hannaði veggverkið Snertifleti fyrir Iðntæknistofnun Í texta sem Sigrún Sandra Ólafs- dóttir skrifaði um verk Olgu í til- efni vígslunnar hjá Iðntæknistofn- un segir hún m.a: „Í veggmyndinni hjá Iðn- tæknistofnun beinir Olga sjónum sínum að vinnu vísindamanna, þeirra verkfærum og viðfangs- efnum. Olga vann verkið í sam- vinnu við starfsfólk Iðntæknistofn- unar og kynnti sér vel þá starfsemi sem þar á sér stað. [...] Hún fékk myndir úr raf- eindasmásjám til þess að vinna úr og má t.d. sjá í verkinu laxafrumur og fluguauga en vegna stækkunar og myndvinnslu verður útkoman abstrakt og viðfangsefnið nánast óþekkjanlegt. Í verkinu fær áhorf- andinn að sjá ljósmyndir, form- úlur, teikningar, jöfnur og líkön. [...] Listir og vísindi eiga margt sam- eiginlegt, svo sem sköpunargleð- ina, hugmyndaauðgina og enda- lausar tilraunir og tilgátur. Olga Bergmann tekur þessi sameig- inlegu einkenni skrefi lengra í sinni vinnu og beinlínis vinnur með sömu verkfæri og vísindamenn, en þó á annan máta. Hún bregður upp myndum sem vísa í framtíðina og áhrif mannsins á umhverfi sitt. [...] Verk Olgu Bergmann velta sannarlega upp mjög viðeigandi spurningum varðandi hvert nýj- asta tækni og vísindi eru að leiða manninn.“ Margt sam- eiginlegt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.