Morgunblaðið - 23.07.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.07.2007, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Baldvin Hall-dórsson fæddist á Arngerðareyri á Langadalsströnd í Djúpi 23.3. 1923. Hann lést í Reykja- vík 13.7. síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Steinunn Guð- rún Jónsdóttir hús- freyja, f. 5.3. 1890 á Auðshaugi á Barða- strönd, d. 7.9. 1962, og Halldór Jónsson bóndi, f. 28.2. 1889 á Grasi við Þing- eyri, d. 24.7. 1968. Systkini Bald- vins eru Guðrún húsmóðir, f. 4.7. 1915, Hólmfríður Theodóra hús- móðir, f. 11.7. 1916, d. 22.8. 1994, Jón húsasmíðameistari, f. 28.10. 1917, Þórhallur verkstjóri, f. 21.10. 1918, Ragna húsmóðir, f. 14.12. 1919, Inga Lára, f. 9.2. 1921, d. 19.6. 1938, Theódór garð- yrkjumaður, f. 17.1. 1925, Erling- ur Ebenezer rithöfundur, f. 26.3. 1930, og Hjördís hjúkrunarfræð- ingur, f. 4.4. 1931. Baldvin kvæntist 25.8. 1951 Vigdísi Pálsdóttur, lektor við Kennaraháskóla Íslands, f. 13.1. 1924. Foreldrar hennar voru Guð- rún Þuríður Hannesdóttir hús- freyja, f. 11.5. 1881, d. 11.11. 1963, og Páll Zóphoníasson, skólastjóri og alþingismaður, f. 18.11. 1886, d. 1.12. 1964. Börn Baldvins og Vigdísar eru 1) Páll Baldvin rit- demy of Dramatic Art og lauk þaðan prófi með viðurkenningu fyrir skapgerðarleik haustið 1949. Hann starfaði með ferða- leikflokknum Sex í bíl 1950 og 1951 og fór eftir það fjölda leik- ferða um landið. Hann hóf störf í Þjóðleikhúsi 1949 sem aðstoð- armaður Lárusar Pálssonar við leikgerð Íslandsklukkunnar og aðstoðarleikstjóri Indriða Waage við vígslusýningu Þjóðleikhússins, Nýársnóttina, og lék í báðum sýn- ingunum. Hann var fastráðinn við Þjóðleikhúsið 1953 og starfaði þar til sjötugs. Baldvin lék nær tvö hundruð hlutverk á sviðum Þjóðleikhússins á starfsferli sínum, hundruð hlut- verka í útvarpsleikritum og einnig í kvikmyndum og sjónvarps- leikritum. Hann var afkastamikill leikstjóri frá 1955, leikstýrði um fjörutíu sviðsetningum fyrir Þjóð- leikhúsið, Leikfélag Reykjavíkur, Grímu, Leikfélag Akureyrar og fleiri, auk útvarps- og sjónvarps- verka. Hann var vinsæll og virtur upplesari í útvarpi og á manna- mótum frá 1950 til 2006. Hann kenndi bæði einstaklingum og hópum framsögn hjá stéttar- og starfsmannafélögum og ýmsum skólum frá 1950 til 2000. Hann var virkur í félagsstarfi: var formaður Félags prentnema og síðar Félags íslenskra leikara og einn stofn- enda Félags leikstjóra á Íslandi. Hann var virkur í starfi hreyfinga gegn herstöðvum á Íslandi. Útför Baldvins verður gerð frá Neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. stjórnarfulltrúi, f. 28.9. 1953, maki Katrín Lovísa Ingva- dóttir framleiðandi, f. 8.12. 1964. Synir þeirra eru Magnús Jochum, f. 24.12. 1997, og Kári Ingvi, f. 24.10. 2002. Börn Páls og Rögnu Ólafs- dóttur sálfræðings, f. 27.2. 1954, eru Vig- dís Hrefna leikkona, f. 5.10. 1977, Solveig nemi, f. 15.1. 1985, og Páll Zóphonías nemi, f. 26.7. 1986; 2) Inga Lára fagstjóri, f. 16.2. 1956, maki Magnús Karel Hannesson sviðs- stjóri, f. 10.4. 1952. Sonur þeirra er Baldvin Karel nemi, f. 11.7. 1985; 3) Guðrún Jarþrúður, hjúkr- unarfræðingur og ljósmóðir, f. 25.11. 1960, maki Hildur Heim- isdóttir kennari, f. 19.2. 1971. Baldvin stundaði nám við hér- aðsskólann í Reykjanesi og síðar gagnfræðaskólann á Ísafirði. Hann hóf prentnám í Alþýðu- prentsmiðjunni 19.6. 1940, lauk þar námi í setningu og tók sveins- próf 28.10. 1945. Hann var í leik- skóla Lárusar Pálssonar frá 1943 og starfaði með Leikfélagi Reykjavíkur til 1946. Hann debú- teraði í Kaupmanninum í Fen- eyjum í leikstjórn Lárusar í Iðnó 23.3. 1945. Hann fór til náms til London haustið 1946 í Royal Aca- Okkur systkinunum var mikið brugðið að heyra af andláti Baldvins, stórvinar okkar og frænda. Okkur þótti vænt um hann og bárum mikla virðingu fyrir honum. Baldvin var greindur maður og fróður, vel lesinn og var aldrei komið að tómum kof- unum hjá honum, hvort sem um leik- list og menningu, pólitík eða annað var að ræða. Alltaf var jafn gaman að hitta þau hjón og spjalla við þau um allt mögu- legt. Umfram allt var Baldvin góður maður, góður frændi og góður vinur. Hans verður sárt saknað. Við viljum senda frú Vigdísi, börn- um þeirra og fjölskyldu okkar innileg- ustu samúðarkveðjur, bæði frá Ís- landi og Hollandi. Borghildur, Gyða og Eiríkur Stephensen. Líklega var ég í geðvonskukasti þegar ég hvæsti að gáfuðum góð- kunningja mínum: „Segðu mér nú í fullri heinskilni hvort þú lærðir nokk- uð í MR sem hefur komið þér að gagni annað en bara meiri kunnátta í tungumálum!“ Mér til gleði þagði hann drjúga stund áður en hann svar- aði: „Jú, námskeiðið hans Baldvins Halldórssonar í Íþöku. Það var gagn- legt.“ Framsagnar- og upplestrarnám- skeið Baldvins Halldórssonar á Íþökuloftinu stóðu árum saman og ég veit núna að það eru margir sem hafa notið leiðbeininganna þaðan allar göt- ur síðan. Við fengum afar hagnýta til- sögn um leið og við fengum að njóta sérlega menningarlegrar kurteisi. Og stundum hvassrar ofanígjafar: „Þið verðið að standa ykkur! Þið gerið ykkur væntanlega grein fyrir að þið eruð la crème de la crème!“ Og allt í einu var ég, sveitastrákur að norðan, kominn í allt annað samhengi en ég hafði séð mig í: Partur af rjómanum! En það var ekki bara tilsögnin. Baldvin opnaði mér og væntanlega mörgum öðrum dyrnar að Þjóðleik- húsinu: Með því að nefna nafnið hans í miðasölu, þegar voru á fjölum verk sem hann leikstýrði, fengum við stundum hræódýra miða á efri svöl- um. Þar sátum við feðgar býsna oft í skjóli þessa róttæka vestfirska leik- ara. Ég hef stundum spurt mig síðar: Hver hélt ég hann væri? Af hverju fannst mér sjálfsagt að hann væri nánast fæddur inn í leikskóla hennar hátignar Engladrottningar? Var það vegna þess að hann hafði fas hins breska séntilmanns? Var það vegna þess að þegar hann sagði okkur frá sýningu Joan Littlewood á Oh what a lovely war þá var maður allt í einu partur af heimsmenningunni? Það var ekki fyrr en mörgum árum síðar sem mér varð ljóst að leið Baldvins til leikhússins var ströng. Að hann var menntaður setjari, agaður við eina elstu iðngreinina áður en hann átti þess kost að gerast liðsmaður Þalíu. Kannski var það meðal annars styrk- ur hans alla tíð. Minni manns velur og ákveður sjálft hvað geymist. Auðvitað minnist ég þessa dagana margra hlutverka Baldvins. En þó held ég ekkert sé greypt jafnfast í minnið og frumflutn- ingur þeirra Þorsteins Ö. á Jóðlífi Odds Björnssonar í Lindarbæ á menningarvöku Hernámsandstæð- inga. Salurinn grét af hlátri og hrifn- ingu. Mörgum árum eftir Íþökumorgn- ana var ég beðinn að halda dagskrá fyrir aldraða Reykvíkinga um Þorgils gjallanda. Það fyrsta sem mér datt í hug var að mig langaði að bjóða þeim að njóta lestrar Baldvins Halldórs- sonar á Heimþrá, einhverri fegurstu dýrasögu sem íslenskar bókmenntir eiga. Ég sá ekki eftir því vali. Enn síðar tengdumst við Baldvin fjölskylduböndum þegar dætur okkar urðu hjónin í Gunnuhúsi. Þá vissi ég að dóttir mín hafði eignast tengdaföð- ur sem aldrei brygðist henni. Fyrir það er ég þakklátur. Ég veit ég tala fyrir munn margra á Íþökuloftinu þegar ég þakka fyrir að hafa notið tilsagnar Baldvins Hall- dórssonar og sendi fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur úr fjar- lægð. Heimir Pálsson. Tveimur dögum fyrir lát Baldvins Halldórssonar hringdi Guðrún Jar- þrúður, dóttir hans, í mig og sagði mér, að faðir hennar væri stöðugt að kalla á mig, þar sem hann lá á Land- spítalanum. Ég dreif mig þegar á sjúkrahúsið. Mér brá óneitanlega, þegar ég sá Baldvin. Ég settist við rúm hans hægra megin en Guðrún sat á móti mér og hélt í hönd hans. Hann brosti eilítið, rétti mér höndina og tók þéttingsfast í hana, Baldvin var sterk- ur maður. Þarna lá hann, hélt með hinni hendinni í dóttur sína. Guðrún endurtók við mig, hve oft hann hefði nefnt nafnið mitt. Og nú kom í ljós hvers vegna. Eftir stutta stund losaði hann takið á hendi minni, lyfti hægri hendinni ei- lítið upp og krosslagði mjög ákveðið löngutöng yfir vísifingur sinn, síðan bar hann þessa tvo fingur að vörum sér, kyssti, lyfti hendinni fyrst í átt til mín og síðan upp til himins og hann brosti fallega. Hann lét höndina síga á sængina og ég klappaði á hana til að láta hann vita, að ég hefði skilið hann. Baldvin Halldórsson var ekki að- eins að kveðja mig sem vin. Hann var að kveðja alla, sem hann hafði unnið með á listamannsferli sínum. Falleg kveðja, fögur bæn, frábær leikstjórn. Megi Baldvin Halldórsson hvíla í friði og hið eilífa ljós, sem er Kristur Jesús, lýsa honum. Gunnar Eyjólfsson. „Hún Dísa gat ekki fengið betri mann,“ sagði Guðrún, tengdamóðir Baldvins, við mig einu sinni. Hún reyndist sannspá. Dísa og Baldvin voru alla tíð afar samhent hjón og áttu miklu barnaláni að fagna. Heim- ili þeirra dró dám af æskuheimili Dísu, en það var gestrisnasta og skemmtilegasta heimili sem hugsast gat. Baldvin smellpassaði inn í það mynstur, var mikill vert og mikill gleðigjafi. Hann var einstakur eigin- maður, faðir og afi. Baldvin var ekki aðeins yndisleg manneskja heldur afburða listamaður og fagurkeri. Allt lék í höndum hans og hann gerði alla hluti vel. Og enginn sló honum við í upplestri og fram- burði. Ég kveð Baldvin vin minn með trega og söknuði. Kristín Guðmundsdóttir. Ég minnist Baldvins Halldórsson- ar, leikara og leikstjóra, með þakk- læti og virðingu að loknu gjöfulu ævi- starfi. Baldvin helgaði Þjóðleikhúsinu starfskrafta sína og list og var sam- ofinn sögu þess og ímynd frá upphafi. Baldvin nam fyrst leiklist í leiklist- arskóla Lárusar Pálssonar en fór síð- an til Englands þar sem hann stund- aði framhaldsnám í Royal Academy of Dramatic Art. Eftir heimkomuna tók hann þátt í opnunarsýningum Þjóðleikhússins árið 1950; Nýársnótt- inni, eftir Indriða Einarsson, og Ís- landsklukkunni, eftir Halldór Lax- ness. Fljótlega eftir það var hann orðinn einn af fastráðnum leikurum Þjóðleikhússins og fyllti þar með flokk fyrstu atvinnuleikara á Íslandi. Það er óhætt að fullyrða að Baldvin Halldórsson hafi þjónað Þjóðleikhús- inu vel og verð ástsæll í starfi. Hann stóð á sviði þess í ríflega fjörutíu ár og lék þar samtals hátt í tvö hundruð hlutverk af öllum stærðum og gerð- um. Baldvin var sterkur dramatískur leikari og átti glæstan feril sem slík- ur, en honum lét jafnframt einstak- lega vel að skila hlutverkum með gamansömum undirtóni, ekki síst ef þau kölluðu á afhjúpandi glettni og kaldhæðni. Baldvin var einnig mikilvirkur leik- stjóri og var um áratuga skeið einn af helstu leikstjórum Þjóðleikhússins. Að auki lék hann og leikstýrði utan Þjóðleikhússins og tók þátt í gerð nokkurra íslenskra kvikmynda. Sjálf kynntist ég Baldvini ekki per- sónulega fyrr en ég kom til starfa í Þjóðleikhúsinu upp úr 1980, en þá lék ég á móti honum í leikritinu Smalast- úlkan og útlagarnir. Samleikur okkar fólst í því að ég, sem smalastúlkan unga, knékraup fyrir Baldvini sem lögmanni og yfirvaldi og bað hann vægðar fyrir hönd útlagans, unnusta míns. Í yfirfærðri merkingu gat ég allt eins, sem nýliði í leikarastétt, ver- ið að knékrjúpa leikaranum snjalla, sem ég hafði lært að dá og virða úr fjarlægð, svo það átti vel við. List sviðsleikarans er hverful, hún verður að minningu sem dofnar um leið og hann víkur af sviðinu, en stundum verður leikhúsgaldurinn svo stór að upplifunin fær merkingu langt umfram augnablikið sem hún varir og sest jafnvel að í huga viðtakandans fyrir lífstíð. Ég ætla mér ekki að rekja leikferil Baldvins hér, en get þó ekki stillt mig um að nefna nokkrar perlur sem þannig hafa sest að í minningunni, svo sem dúett úr Gísl, þar sem Baldvin og móðir mín Herdís Þorvaldsdóttir fóru á kostum, túlkun hans á gyðingnum í Kabarett var líka ógleymanleg, sem og mannlýsing hans á gæslumannin- um í Sjö stelpum, eða fíflinu í Lé kon- ungi, svo aðeins fátt eitt sé nefnt. Íslenskar kvikmyndir geyma einn- ig vitnisburð um list Baldvins og ber þar hæst túlkun hans á séra Jóni Prímusi í kvikmynd Guðnýjar Hall- dórsdóttur, Kristnihaldi undir jökli, eftir verki Halldórs Laxness. Baldvin Halldórsson var sterkur persónuleiki og listamaður sem setti svip á íslenskt samfélag um áratuga- skeið og ritaði nafn sitt í sögu at- vinnuleiklistar á Íslandi með eftir- minnilegum hætti. Að leikslokum er hann kvaddur með söknuði og þakk- læti og fjölskyldu hans og ættingjum vottuð hluttekning. Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri. Kveðja frá Félagi íslenskra leikara Góður félagi er fallinn frá. Fréttin af andláti Baldvins Halldórssonar kom eins og reiðarslag, því ekki er langt síðan ég hitti hann sprækan á gangi í miðbænum, við tókum þá tal saman um heima og geima eins og við gerðum gjarnan þegar við hittumst. Svona er nú stutt á milli lífs og dauða. Baldvin var félagi í Félagi íslenskra leikara frá árinu 1951. Hann starfaði mikið fyrir félagið fyrr á árum og var formaður þess frá 1956 til 1957. Bald- vin var mikill félagshyggjumaður og sýndi félagi sínu alla tíð góðan hug og mikinn áhuga. Mín kynni af Baldvini hófust fyrir margt löngu eða um það leyti sem ég hóf störf við Þjóðleikhúsið árið 1970. En þá var Baldvin einn af máttar- stólpunum í íslensku leikhúsi. Hann var einn af aðalleikstjórum og aðal- leikurum Þjóðleikhússins til margra áratuga. Okkar samstarf var alltaf mjög gott – Baldvin kröfuharður listamaður sem gerði ekki síður kröf- ur til sjálfs sín en þeirra sem hann starfaði með. Hann hafði mjög ákveðnar skoðanir og lét þær óspart í ljós. Hann var hjartahlýr og einstak- lega ljúfur samstarfsmaður. Hlutverk Baldvins á löngum og farsælum ferli skipta tugum ef ekki hundruðum, öll unnin af einstakri alúð. Ég og Guðrún konan mín eigum eftir að sakna okkar góða vinar en minning hans lifir í huga okkar og verkum hans. Fyrir hönd Félags íslenskra leik- ara sendi ég Vigdísi og fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur með þökk fyrir samfylgdina. Randver Þorláksson formaður. Látinn er í Reykjavík einn af for- ystumönnum íslenskrar leiklistar á ofanverðri tuttugustu öld, Baldvin Halldórsson, á áttugasta og fimmta aldursári. Baldvin var í hópi þeirra mark- sæknu ungu leikara, sem hófu nám hjá Lárusi Pálssyni á fimmta áratug aldarinnar og sóttu sér síðan fram- haldsnám erlendis, en Baldvin lauk prófi frá þeim virta skóla Royal Aca- demy of Dramatic Art, RADA, í Lundúnum. Hann kom síðan heim, lék eitt aðal- hlutverkið í opnunarsýningu Þjóð- leikhússins, Nýársnóttinni, og helgaði síðan leikhúsinu af mikilli rækt alla krafta sína. Hann vakti þegar athygli í kröfumiklum hlutverkum, eins og í Sölumaður deyr, Stefnumótið í Sen- lis, Júnó og páfuglinn og Sumri hallar, en kannski ekki síst sem heimkomni hermaðurinn í Lokaðar dyr eftir Borchert. Uppfrá því var ljóst að leik- húsið hafði eignast mikilhæfan skap- gerðarleikara. Þau hlutverk urðu með árunum æði mörg og fjölbreyti- leg og varð Baldvin einn af máttar- stólpum leikhópsins. Þegar Þjóðleikhúsið hóf störf voru þrír menn í leikforystu, Haraldur Björnsson, Indriði Waage og Lárus Pálsson, og hvíldi megnið af sýning- um fyrsta áratuginn á þeirra herðum. Brátt varð þó ljóst að þörf var þar á eðlilegri nýliðun og voru það þeir Baldvin og Benedikt Árnason sem fyrir valinu urðu og gerðust hvað mikilvirkastir leikstjórar leikhússins næsta áratuginn og reyndar fram á níunda áratuginn, meðal annars alla mína leikhússtjóratíð við Hverfisgöt- una. Mikill fjöldi minnisverðra sýn- inga var þá í höndum Baldvins. Hann þreytti frumraunina með tveimur ein- þáttungum; Ætlar konan að deyja eftir Christopher Fry og Antígónu Anouilhs, þegar árið 1955. Á eftir komu Djúpið blátt eftir Rattigan, Dagbók Önnu Frank, Horfðu reiður um öxl eftir Osborne, Í Skálholti eftir Kamban á 10 ára afmæli leikhússins og síðan hver sýningin á fætur ann- arri. Mörg þessara verka voru í hópi þeirra sem á þessum árum þótti hvað mestur fengur að úti í heimi, og er al- kunna að leikstjórar hvers leikhúss hafa mikil áhrif á leikritaval. Mörg þessara verka voru skrifuð á sálfræði- legum raunsæisgrunni, eins og til dæmis Hver er hræddur við Virginíu Woolf eftir Albee sem Baldvin leiddi fram til sigurs hér árið 1965. En hann átti þó marga fleiri strengi á hörpu sinni, og það féll til dæmis í hans hlut að stýra fyrstu sýningunni úr skóla fáránleikans, hinni rómuðu sýningu á Beðið eftir Godot hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1960. Nýjar reglur Morgunblaðsins um lengd minningargreina leyfa ekki að því mikla framlagi sem Baldvin skil- aði til íslenskrar leiklistar séu hér gerð nokkur sæmandi skil og verður það að bíða annars vettvangs. Til dæmis hefði mátt minnast á að hann þótti afbragðs upplesari og að hann hafði með margvíslegum námskeið- um opnað augu svo margra fyrir gildi listarinnar. Og þó enn fátt eitt talið. Þjóðleikhúsið stendur í ómældri þakkarskuld við Baldvin Halldórsson. Persónulega viljum við Þóra færa konu hans, frú Vigdísi Pálsdóttur, og allri fjölskyldunni okkar innilegustu samúðarkveðjur. Sveinn Einarsson. Við sem nú með sorg í hjarta kveðj- um Baldvin Halldórsson erum rík. Rík vegna þess að það var hamingja að fá að njóta vináttu hans. Í Baldvini Halldórssyni sameinað- ist það sem rís hæst í íslenskri menn- ingu. Hann var jafnt boðberi alþýðu- menningar sem hámenningar listagyðjunnar. Hann kunni ljóðin og sögurnar og tók þátt í að reisa til vegs tvær mik- ilvægustu menningarstofnanir lands- ins, Þjóðleikhúsið og Útvarpið. Þó svo að Baldvin Halldórsson hafi verið einn af þeim fyrstu sem lögðu stund á leiklistarnám erlendis og gerðist fagmaður í hinu nýja Þjóðleik- húsi þá gleymdi hann aldrei hvaðan hann kom né hverjar rætur hans voru. Baldvin var upplýstur húmanisti og húmoristi sem kunni manna best að hæla og uppörva, skoða og skilgreina, meta án þess að fordæma, og hann var góður og aldurslaus vinur. Ég vil minnast Baldvins sem eins af þeim al- Baldvin Halldórsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.