Morgunblaðið - 08.08.2007, Síða 1

Morgunblaðið - 08.08.2007, Síða 1
STOFNAÐ 1913 213. TBL. 95. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is          NÁTTÚRAN TÖFF FYRIRMYNDARHÓPUR VINNUSKÓL- ANS HANNAR ÚTISKÓLASTOFU >> 18 MÁLANDI DANSARINN PETER ANDERSON FJÖLHÆFUR GEYMIR SÖNGINN >> 36 FRÉTTASKÝRING Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is ÚTFLUTNINGUR íslenska hestsins hefur dregist saman en það er fyrst og fremst vegna þess hve algengur hann er orðinn er- lendis og mikið ræktaður. Þetta segir Guð- laugur Antonsson, hrossaræktarráðunaut- ur Bændasamtaka Íslands. Hann segir fleiri íslenska hesta vera utan Íslands en á því, en hann hefur ekki nákvæma tölu á fjölda þeirra erlendis. Þó sé talað um að í Þýska- landi einu séu um 50 þúsund íslenskir hest- ar en hér á landi má finna um 75 þúsund. Íslenski hesturinn er afar vinsæll erlend- is og hefur áhuginn og eftirspurnin aukist hratt. Aðspurður segir Guðlaugur aðdrátt- araflið felast í hve kraftmiklir og fótvissir hestarnir eru miðað við stærð. „Skapferlið þykir betra en í stóru hestunum sem margir hverjir geta ekki verið saman í stíu, eins og alvanalegt þykir hér á landi. Þá má auðvitað ekki gleyma því að fáar hestategundir státa af jafnmörgum gangtegundum og íslenski hesturinn.“ Þeir bestu seljast á nokkrar milljónir Guðlaugur er um þessar mundir staddur á heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Hollandi. Hann segir nokkurs misskilnings hafa gætt í fréttaflutningi fyrir skömmu þegar fjallað var um að illa hefði gengið að selja hestana. Mikil eftirspurn sé eftir þeim og áður en haldið var utan hafi fleiri hestar verið seldir en nokkru sinni áður fyrir mót. Að sögn Guðlaugs tekst yfirleitt að selja hestana fyrir lok móta. Nóg sé af kaupend- um en mikið velti á seljendunum og því verði sem þeir setji upp. Búast megi við að bestu hestarnir seljist á nokkrar milljónir. Gert er ráð fyrir að rúmlega 20 þúsund manns leggi leið sína á heimsmeistaramótið. Að sögn Guðlaugs var nokkur fjöldi mættur í gær, en byrjunardagurinn er í dag. Síðustu tveir dagar hafa farið í að dæma kynbóta- hrossin og segir Guðlaugur íslensku kepp- endurna hafa staðið sig vel. Í dag taka keppnishrossin við og spáir Guðlaugur stemningu eins og hún gerist á bestu fót- boltaleikjum. Fólk kemur hvaðanæva að með íslensku hestana sína. Átján lönd, sem eru í Alþjóða- samtökum íslenska hestsins, eru hæf til þátttöku og segir Guðlaugur flest landanna senda keppendur á mótið. „Það eru kepp- endur hér frá Kanada, Slóveníu, Ítalíu og Frakklandi og öllum löndum þar á milli.“ | Miðopna Morgunblaðið/Eggert Vinsældir vaxa Mikill áhugi er á íslenska hestinum erlendis. Sívaxandi vinsældir Fleiri íslenskir hestar erlendis en hér á landi HUGSANLEGT er að danski leik- stjórinn Bille August komi til með að leikstýra kvikmyndinni A Journey Home, sem byggð er á skáldsögu Ólafs Jóhanns Ólafs- sonar, Slóð fiðrildanna. „Ég er með mörg járn í eld- inum og meðal annars gæti verið að ég geri mynd hjá ykkur á Ís- landi,“ sagði August í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann sagðist jafnframt hafa verið í sambandi við Ólaf Jóhann en vildi ekki staðfesta hvort úr samstarfinu yrði. Upphaflega stóð til að norska leikkonan Liv Ullman leikstýrði myndinni en hún hvarf frá verkinu í fyrra. Bille August Fetar Bille August Slóð fiðrildanna? LÉTT verk er að færa rök fyrir því að mennirnir á myndinni séu ekki dæmigerðir Íslendingar. Það er a.m.k. ekki á hverjum degi sem hér- lendir fagna samferðafólki sínu svona innilega – og það á rauðum skóm, hvað þá sýni þá fyrirhyggju að ganga um með regnhlíf í hönd. Morgunblaðið/Frikki Fagnaðarfundur á Laugavegi Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is ÓRÓINN á alþjóðlegum fjár- málamörkuðum síðustu vikur mun geta haft áhrif á skuldsettar yfirtökur íslenskra fyrirtækja, að mati forstöðumanna greiningar- deilda bankanna. Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, segir umhverfið fyrir skuldsettar yfirtökur hafa versn- að, en íslensk fyrirtæki ekki endi- lega verr stödd en þau erlendu. Katrín Friðriksdóttir, forstöðu- maður greiningardeildar Lands- bankans, segir að áhrifin til skamms tíma geti verið ýkt þegar markaðsaðilar verði fyrir ófyrir- séðu áfalli en áfram muni fást góð kjör fyrir vænleg verkefni. Ingólfur Bender, forstöðumað- ur Greiningar Glitnis, segir enn gott aðgengi að lánsfé í heim- inum, en það sé dýrara en áður. Það leiði af sér að skuldsettar yf- irtökur verði óhagstæðari en áð- ur. Breytt verðmat Hlutabréfamarkaðir hafa sveiflast töluvert undanfarið vegna titringsins á lánamörkuð- um og í gær breytti Landsbank- inn verðmati sínu á FL Group. Mælir bankinn nú með sölu á bréfum félagsins. Þá mælir bandaríski bankinn Citigroup ekki lengur með kaupum á bréf- um Kaupþings, heldur að fjár- festar haldi bréfum sem þeir eigi fyrir.  Yfirtökur | 13 Getur haft áhrif á skuld- settar yfirtökur Íslendinga

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.