Morgunblaðið - 08.08.2007, Side 19

Morgunblaðið - 08.08.2007, Side 19
daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2007 19 Það geta ekki allir leyft sérað búa í 400 m² einbýlis-húsi, en þó að plássið sé af skornum skammti er þó engu að síður hægt að láta heimilið njóta sín. Í breska dagblaðinu Guardian voru á dögunum birt nokkur ráð um hvernig mætti láta lítið rými virka stærra.  Fjárfestu í glærum og gagn- sæum húsgögnum. Þegar hægt er að horfa í gegnum hluti fylla þeir minna út í sjónsvið ið og skapa aukna rýmistilfinningu.  Hafðu sama gólfefni alls staðar, það skapar samfellu – sem er alltaf af hinu góða þegar rými er af skornum skammti. Sé ekki hægt að hafa sama gólfefni alls staðar náðu þá fram þessari til- finningu með því að halda þig við einn lit.  Veldu muni sem geta gegnt fleira en einu hlutverki, t.d. sófa sem er líka rúm eða eldhúsborð sem má lækka niður í sófaborð.  Hugsaðu stórt. Sé lofthæðin lítil má láta hana virka meiri með því t.d. að láta hurðir eða gard- ínur ná alveg upp í loft.  Hafðu miðlægt geymslurými. Sé öllum bókum, smáhlutum og geisladiskum komið fyrir á einum stað virkar herbergið hreinlegra en ef þessum hlutum dreift á margar smáhillur og -geymslur. Þá virka opnar hillur vel fyrir snyrtipinnana, hinir ættu hins vegar frekar að velja sér hillur með rennihurðum.  Vertu klár í litavali. Ljósir lit- ir virka betur á lítil rými en dökk- ir, en það verður engu að síður leiðigjarnt að hafa allt í sama lit.  Vertu stafrænn. Losaðu þig við alla plássfreku geisladiskana og myndaalbúmin og geymdu myndir og tóna á stafrænu formi.  Notaðu veggina. Með því að hengja muni upp í stað þess að láta þá standa á gólfinu má nýta plássið betur.  Láttu fletina endurvarpa birtu. Speglar eru þannig sérlega hentugir í lítil rými því þeir end- urkasta bæði birtu og rýminu sjálfu.  Minna er meira. Vertu mis- kunnarlaus er kemur að verald- legum eigum, eða eins og hönn- uðurinn Terence Conran segir þá „hefurðu ekki efni á að eyða rými undir drasl sem má missa sig.“ Taktu allt út úr herberginu og færðu aðeins þar inn aftur þá hluti sem þér þykir vænst um, eða sem þú nauðsynlega þarft á að halda. Að gera lítið rými stærra Morgunblaðið/Árni Sæberg Rýmiskennd Með sniðugum lausnum getur fjölskyldan notið sín vel í smærri íbúð ekki síður en stærra húsi. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni                           

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.