Morgunblaðið - 08.08.2007, Síða 2

Morgunblaðið - 08.08.2007, Síða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Gunnar Pál Baldvinsson gunnarpall@mbl.is RAFMAGNSLAUST varð á stórum hluta landsins í gær þegar skammhlaup varð í spennustöð Lands- nets í Hvalfirði. Rafmagnsleysið varði í skamma stund á höfuðborgarsvæðinu en hátt á aðra klukku- stund tók að koma rafmagni á allt landið á ný. Bilunarinnar varð vart laust fyrir klukkan tvö síðdegis í gær en þá stóðu yfir viðgerðir í spennu- stöð Landsnets á Brennimel í Hvalfirði. Stöðin er ein sú stærsta í rafkerfi Landsnets en þar fara um 40% af allri raforku á landinu. Að sögn Guðmundar Inga Ásmundssonar, framkvæmdastjóra kerfis- stjórnar Landsnets, er ekki vitað hver orsök bil- unarinnar var en sú staðreynd að viðgerð hafi staðið yfir í spennustöðinni hafi gert hana viðkvæmari fyr- ir frávikum eins og varð í gær. Ekki sé eðlilegt að bilun hafi svo víðtækar afleiðingar á kerfið allt. Lík- legt sé að einhvers konar mistök hafi átt sér stað. Starfsmenn Landsnets urðu bilunarinnar strax varir og var þegar hafist handa við að koma straumi aftur á kerfið. Guðmundur segir að varnarbúnaður hafi einangrað bilunina strax með því að rjúfa straum á kerfið. Mislangan tíma tók að hleypa á straumi Þurfti að byggja upp straum á kerfinu til að koma rafmagni aftur á en það tók mislangan tíma eftir svæðum. Höfuðborgarbúar urðu varir við bilunina í afar skamman tíma en straumlaust var í álveri Al- coa-Fjarðaáls í Reyðarfirði í klukkustund og 40 mínútur. Almennir notendur á vestanverðu og norðanverðu landinu voru rafmagnslausir í rúma klukkustund. Guðmundur Ingi segir að ekki sé hægt að full- yrða að engin hætta hafi skapast en farið verði yfir málið strax í dag og athugað hver orsök bilunar- innar hafi verið. Aðspurður hvort vel hafi gengið að hleypa straumi á kerfið að nýju segir hann að það hafi gengið þokkalega vel en bilunin hafi verið um- fangsmikil. Rafmagnslaust varð á stórum hluta landsins í gær Rafmagnslaust í álverinu á Reyðarfirði og á umferðarljósum í Reykjavík ÓHÆTT er að segja að áhrif rafmagnsbilunarinnar hafi ver- ið víðtæk. Rafmagn fór af á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum í rúma klukkustund. Að sögn Guðmundar Inga hjá Landsneti höfðu engar tilkynningar borist um eiginlegt tjón og skv. upplýsingum frá ál- verinu í Reyðarfirði varð ekkert tjón þar. Rafmagn fór af í augnablik á höfuðborg- arsvæðinu og þurfti að endurræsa mörg raf- magnstæki og leiddi það m.a. til þess að net- umferð hrundi í skamma stund. Engin slys urðu þegar slökknaði á umferðarljósum og ekki kom að sök þótt tölvukerfi Landhelg- isgæslunnar og margra lögregluembætta frysu. Ýmiss konar áhrif „ÞAÐ eru mjög góðar fréttir sem berast til mín af öllu landinu,“ segir Sveinn Rúnar Hauksson, áhugamað- ur um berjatínslu, um berjasprettu sumarsins. Sveinn Rúnar var stadd- ur í Borgarfirði um helgina og sá þar boðin til sölu nýtínd aðalbláber. „Ég stóðst ekki mátið að kaupa ber,“ seg- ir Sveinn Rúnar, sem bætir við að berin hafi verið bragðgóð. Sjálfur fór hann í berjatínslu í Borgarfirðinum um helgina „og fann þar fín aðalblá- ber“. Hann segir að aðalbláberin þroskist venjulega fyrst, þá bláberin og krækiberin. Sprettan óvenjugóð Sprettan núna, líkt og í fyrra, sem var óvenjugott ár, er um tveimur vikum á undan því sem fólk á að venjast. „Það var ekki vaninn að fara í berjamó fyrr en síðustu vikuna í ágúst,“ segir Sveinn Rúnar. Kalt var í maímánuði og segir Sveinn Rúnar það hafa vakið áhyggjur um berja- sprettu sumarsins. Hlýindin í sumar hafi algjörlega bætt upp fyrir kulda- skeiðið í maí. Kjörtími til berjatínslu í ár sé eftir um það bil tvær vikur. „En það er al- veg tímabært að fara að tína upp í sig núna og skoða berjalöndin.“ Alls staðar góð berja- spretta Gnótt berja Berin hafa sprottið vel í sumar enda hefur verið hlýtt í veðri. MAÐURINN sem lést í umferðar- slysi á Laugarvatnsvegi, til móts við bæinn Þóroddsstaði, snemma á mánudagsmorg- un hét Eiríkur Óli Gylfason, til heimilis í Skriðu- seli 4 í Reykjavík. Hann var 26 ára gamall, fædd- ur 6. janúar 1981. Eiríkur Óli lætur eftir sig unnustu og eitt barn. Að sögn lög- reglunnar á Sel- fossi eru tildrög slyssins enn í rann- sókn. Lést í um- ferðarslysi Eiríkur Óli Gylfason HAFIN er framleiðsla á kortum sem gera nemum í viðurkenndu framhalds- eða háskólanámi á höf- uðborgarsvæðinu kleift að nota strætisvagna sér að kostnaðar- lausu. Kortin fara í dreifingu í næstu viku og munu gilda út skóla- árið. „Nemendafélögin og stúd- entaráðin ætla að aðstoða okkur við dreifinguna og fær hver nem- andi eitt kort sem hann sýnir um leið og hann kemur um borð í vagn- inn,“ segir Gísli Marteinn Bald- ursson, formaður Umhverfisráðs. Nafn nemandans verður prentað á kortið og mun eftirlitsmaður fylgjast með að kortið verði ekki misnotað. „Þetta er ekki kort sem menn geta látið frænda sinn hafa. Öll misnotkun verður stranglega bönnuð og varðar við refsingum.“ Vilja færri bíla á götunum Aðspurður segist Gísli Marteinn búast við nokkurri fjölgun. „Kann- anir benda ótvírætt til þess að verðið hefur verið hindrun fyrir stúdentana. Jafnvel þótt það blasi við að það sé ódýrara að taka strætó en að reka bíl þá sýna kann- anir að fleiri myndu taka strætó ef það væri ódýrara.“ Kortin eru hluti af tilraunaverkefni til að staðfesta niðurstöður þessara kannana og verður fylgst með strætónotkun og fjölda bíla miðað við síðasta vetur. „Ef færri bílar eru á götunum, sem er nú eitt markmiðanna, þá sparar borgin á móti verulegar fjárhæðir í viðhaldi malbiks og byggingu um- ferðarmannvirkja og það dregur úr svifryki og fleiri neikvæðum áhrifum bílaumferðar á borgina. Markmiðið er fyrst og fremst að reyna að fá fleiri til að velja al- menningssamgöngurnar umfram bílinn af því að staðreyndin er sú að almenningssamgöngur hafa aldrei staðið hallari fæti en einmitt nú.“ Að kortunum standa Reykjavík- urborg, Kópavogsbær, Garðabær, Hafnarfjarðarbær, Mosfellsbær, Seltjarnarneskaupstaður og Sveit- arfélagið Álftanes. Hvert sveitarfé- lag borgar fyrir nemendur sem þar búa og mun gjaldfellingin því ekki hafa áhrif á rekstur Strætó bs. Nemar fá frítt í strætó 30 þúsund strætókort fyrir nemendur fara senn í dreifingu ♦♦♦ VANDI hefur skapast við rekstur ferjunnar Herjólfs vegna fjölda far- bókana sem ekki eru nýttar. Bóka ferðamenn þá far fyrir sig og öku- tæki sitt langt fram í tímann til mála- mynda og tryggja sér þannig pláss, en afbóka skömmu fyrir brottför þegar engin þörf reynist á að nýta farið. „Þetta er ákveðið vandamál. Það þarf að setja stífari reglur því bókunarkerfið er að okkar mati of opið og skapar vandræði sem koma á endanum niður á öllum,“ segir Guð- mundur Petersen, rekstrarstjóri Herjólfs hjá Eimskipi, um málið. Afbóka þarf sólarhring fyrir brott- för til að sleppa frá greiðslu far- gjaldsins, en það er að sögn Guð- mundar of skammur fyrirvari fyrir marga til að bóka hin lausu pláss. Bæjarráð Vestmannaeyjabæjar tekur breytingar á fyrirkomulagi við rekstur Herjólfs til umsagnar. Afgreitt á þriðjudag „Við höfum farið yfir málið, sjáum og skiljum vandann og viljum að- stoða Eimskip við að leysa málið. Rekstur Herjólfs er sameiginlegt hagsmunamál Vestmannaeyjabæjar og Eimskips,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, en að hans sögn verður málið tekið fyrir í bæjarráði næstkomandi þriðjudag. Stífari reglur um bókun ferðaHAFIN verður sala á visthæfum et- anólbílum á næstunni en salan er lið- ur í tilraunaverkefni Brimborgar. Að sögn Egils Jóhannssonar, fram- kvæmdastjóra Brimborgar, er ein etanólbifreið komin til landsins og er von á annarri í næstu viku. Eldsneyt- ið nefnist E85 og er blanda af bensíni og etanóli og vísar talan í hlutfall et- anólsins í blöndunni. Það hefur ekki verið til hér á landi en Olís mun flytja inn tvö þúsund lítra og verður lítil stöð líklegast sett upp skammt frá húsnæði Brimborgar. Dreifing mun síðan hefjast innan skamms. „Við höfum satt að segja ekki mikla trú á að þetta gangi ekki. Núna ganga 63 þúsund bílar í Sví- þjóð fyrir E85 en byrjað var að selja bílana fyrir sex árum. Af árlegri sölu er sala etanólbíla komin upp í 16% og fer vaxandi,“ segir Egill. Ekki er vit- að hvort E85 verði dýrara eða ódýr- ara en bensín en það er undir stjórn- völdum komið hvaða gjöld verða lögð á það. Egill segist vona að gjöldin verði felld niður þar sem etanól er endurnýjanlegt eldsneyti og að bíl- arnir falli í flokk með bifreiðum sem gangi fyrir nýjum orkugjöfum því þá verði ákveðnar niðurfellingar á vöru- gjöldum. Innleiðsla möguleg á 2-3 árum Egill segir Brasilíumenn hafa ver- ið frumkvöðla á sviði notkunar et- anóls en 60% bílaflotans notar það sem eldsneyti. „Það er oft þannig að ef einhver er búinn að prófa eitthvað þá flýtir það fyrir þróuninni í öðru landi því hægt er að læra af reynslu fyrirrennaranna. Við á Íslandi bregðumst yfirleitt fljótt við hlutum sem virka vel og það væri vel hægt að innleiða þetta á 2-3 árum.“ Að sögn Egils er kosturinn við bif- reiðarnar sá að þær eru í grunninn bensínbílar og þurfi því að breyta bílum sáralítið. „Almenningur er ein- faldlega ekki tilbúinn til að borga meira fyrir visthæfa bíla. Hann vill hafa sín lífskjör eins en er tilbúinn að taka þátt í umhverfisvakningu að því gefnu að það kosti hann ekki mikinn pening og það er kosturinn við þessa bíla, það er sáralítill ef nokkur við- bótarkostnaður.“ Etanólbílar fluttir inn Sala á nýrri gerð visthæfra bíla mun hefjast innan skamms

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.