Morgunblaðið - 08.08.2007, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 08.08.2007, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2007 9 FRÉTTIR Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Algjört verðhrun Síðustu dagar útsölu Laugavegi 63 • S: 551 4422 SÍÐASTA ÚTSÖLUVIKAN ALGJÖRT VERÐHRUN SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali. Sýnum í dag fallega og mikið endurnýjaða 121 fm hæð í þríbýli ásamt 30 fm bílskúr.Búið er að endurnýja gólfefni, eldhús, lagnir og fl. Tvennar svalir, stórar stofur. Toppeign á rólegum og góðum stað. LAUS STRAX. Verð: 36.900.000. Jóhann frá Fasteign.is s: 8 600 399 verður á staðnum. OPIÐ HÚS Í DAG KL:17.30-18.30 GOÐHEIMAR 24 - EFRI HÆÐ IÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ hefur falið Orkustofnun að ganga nú þegar eftir því að Íslensk orku- virkjun, virkjunarleyfishafi í Fjarðará, afhendi hönnunargögn vegna Bjólfsvirkjunar og Gúls- virkjunar. Kemur þetta fram í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu sem send var til fjölmiðla í gær. Er þar einnig greint frá því að stofnuninni hafi verið falið að kanna hvort framkvæmdir við Múlavirkjun séu umfram þau skil- yrði sem opinberar stofnanir settu leyfisveitingum. Morgunblaðið hefur síðustu daga fjallað um málefni beggja þessara virkjana en umdeilt hefur verið hvort framkvæmdaaðilar hafi hagað verkum sínum í samræmi við leyfi og hvort eftirlit með þeim hafi verið fullnægjandi. Í gær birti blaðið umsögn Þórodds F. Þór- oddssonar, sviðsstjóra umhverfis- sviðs Skipulagsstofnunar, vegna framkvæmda við Fjarðarárvirkjun, en vegna hennar vill iðnaðarráðu- neytið að Orkustofnun skoði hvort farið hafi verið út fyrir þær for- sendur sem voru við veitingu virkj- analeyfa. Munu fulltrúar stofnun- arinnar í dag fara á vettvang til að meta hverra úrbóta sé þörf varð- andi virkjunarframkvæmdirnar. Er tekið fram í tilkynningunni að Orkustofnun geti fylgt kröfum sín- um um úrbætur eftir með dagsekt- um sem nemi 50.000 til 500.000 krónum á dag. Iðnaðarráðherra mun, í ljósi umsagnar Skipulags- stofnunar og niðurstöðu Orku- stofnunar, svo taka afstöðu til þess hvort virkjunarleyfi Fjarðarár- virkjunar verði afturkallað. Upp á síðkastið hefur verið rætt um hvort virkjunarleyfi hafi verið gefið út vegna svonefndrar Múla- virkjunar á grunni fullkominna upplýsinga og einnig hvort virkj- unin sé í samræmi við virkjunar- leyfið. Hefur Orkustofnun nú verið falið að kanna hvort framkvæmd- irnar séu umfram þau skilyrði sem opinberar stofnanir settu. Segir í tilkynningu frá iðnaðarráðuneytinu að iðnaðarráðherra muni meta, eft- ir að stofnunin hafi metið virkj- unina, hvort virkjunarleyfi verði endurnýjað tímabundið, og þá með hvaða skilyrðum. Starfshópur um leyfisveit- ingar vegna virkjana Jafnframt hafa iðnaðarráðherra, umhverfisráðherra og félagsmála- ráðherra ákveðið að skipa starfs- hóp til að gera almenna úttekt á verkferlum tengdum leyfisveiting- um og framkvæmdaeftirliti vegna virkjunarframkvæmda, m.a. í ljósi þeirra álitamála sem upp hafa komið í tengslum við Múlavirkjum og Fjarðarárvirkjun. Í úttektinni á að meta hvort ákvarðanir hafi ver- ið í samræmi við gildandi lög og hvort fylgt hafi verið þeim verk- ferlum sem lögin gera ráð fyrir. Komi í ljós að misbrestur hafi orð- ið í samskiptum milli stofnana eða aðrir hnökrar orðið við afgreiðslu og eftirlit, er óskað eftir því að verkferlar verði skýrðir og skráðir og tillögur settar fram um hvernig samstarfi ráðuneyta og stofnana verði sem best komið í fastar skorður þannig að sem minnst hætta sé á mistökum eða skorti á nauðsynlegu samráði. Einnig verði í úttektinni metið hvort brestur hafi orðið í eftirliti opinberra stofnana og á sveitar- stjórnarstigi. Ef þörf sé talin á verði óskað eftir tillögum til úr- bóta. Jafnframt verði farið yfir það hvort einhverjir þeir ágallar séu á lögum um mat á umhverfisáhrif- um, skipulags- og byggingarlögum og raforkulögum sem nauðsynlegt sé að bæta úr þannig að ákvarð- anir um leyfi til virkjunarfram- kvæmda og eftirlit með þeim séu eins skilvirk og kostur er. Orkustofnun kannar Fjarð- arárvirkjun og Múlavirkjun Starfshópur mun endurskoða verkferla vegna virkjana Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is Feiknalega góð aðsókn varað menningardagskrá íSaurbæjarkirkju áRauðasandi í tilefni end- urútgáfu á Svartfugli, skáldsögu Gunnars Gunnarssonar. Að þessu sinni er það bókaútgáfan Bjartur sem gefur bókina út, í þýðingu skáldsins sjálfs. Þessu til viðbótar gefur Bjartur einnig út Aðventu eft- ir Gunnar Gunnarsson. Vel fór á því að standa fyrir menn- ingardagskrá á Rauðasandi, sem er sögusvið Svartfugls. Í forgrunni skáldsögunnar standa sögupersón- urnar Bjarni Bjarnason og Steinunn Sveinsdóttir á bænum Sjöundá í Rauðsandshreppi. Byggist Svartfugl á raunverulegum atburðum í upp- hafi 19. aldar þegar upp kemst um tvö morð á Sjöundá, sem Bjarni og Steinunn frömdu á mökum sínum í kjölfar þess að þau felldu hugi sam- an. Voru þau dæmd til lífláts. Menningardagskráin á Rauða- sandi var haldin í samvinnu Gunn- arsstofnunar, Bjarts og Ferðafélags Íslands sem stóð fyrir gönguferð að rústum Sjöundár og víðar, í hinu besta veðri, laugardaginn 28. júlí. Raunar átti veðrið eftir að leika mik- ilvægt hlutverk síðar um kvöldið þegar menningardagskráin hófst og er óhætt að fullyrða að sólarlagið á Rauðasandi þetta kvöld muni seint líða úr minni þeirra 150 gesta sem komu á viðburðinn. Gunnar Björn Gunnarsson langafabarn skáldsins flutti fyrst erindi þar sem hann gerði grein fyrir tilurð Svartfugls og kvað langafa sinn hafa hafist handa við söguna árið 1928. Sökkti skáldið sér niður í málsskjölin frá 1802 og sat við það á Þjóðskjalasafni Dana vet- urinn 1928-1929. Gríðarmikil heimildavinna „Heimildavinnan áður en hann tók til við að skrifa söguna vorið 1929 var því gríðarmikil,“ sagði Gunnar Björn. Skaut hann því að til gamans að þegar hann var að flokka gögn frá langaafa sínum fyrir tveimur árum til að koma þeim til varðveislu á handritadeild Landsbókasafns Ís- lands Háskólabókasafns, þá var eitt af því sem bar fyrir sjónir einmitt rannsóknar- og undirbúningsgögn skáldsins vegna Svartfugls. „Var hann m.a. búinn að skissa upp kar- akterana á stórri brúnni örk og tengdi þetta allt saman með línum þvers og kruss. Var þetta skemmti- legur fundur og þessi brúna örk ein og sér eflaust áhugaverð fyrir bók- menntafræðinga og aðra sem hafa áhuga á vinnubrögðum langafa,“ sagði Gunnar Björn. Svartfugl kom síðan út árið 1929 í Danmörku hjá bókaforlaginu Gyld- endal og varð ein söluhæsta bókin í Danmörku þau jólin, auk þess sem danskir rithöfundar nefndu Svart- fugl sem bestu bókina þau jólin. Í kjölfarið var Svartfugl þýddur yfir á fleiri tungumál og sagan gefin út víða í Evrópu. En dagskráin í Saurbæjarkirkju samanstóð ekki eingöngu af erind- um, heldur leiklist og tónlist og voru það þrír leikarar sem tóku við af Gunnari Birni og leiklásu valda kafla úr Svartfugli. Óhætt er að segja að sá leiklestur hafi skilið margt eftir sig, enda sökktu leikararnir sér nið- ur í hið dramatíska söguefni og hrifu gesti með sér með miklum tilþrifum. Leikararnir voru Jón Hjartarson, Valgerður Dan og Þorsteinn Gunn- arsson. Áshildur Haraldsdóttir flautuleik- ari frumflutti því næst einleiks- verkið Lethe fyrir þverflautu eftir Atla Heimi Sveinsson tónskáld og loks flutti séra Sveinn Valgeirsson hugvekju. Fullt var út úr dyrum í Saurbæj- arkirkju og stóðu ófáir úti, sem kom raunar ekki mjög mikið að sök í veð- urblíðunni. Að lokinni dagskránni var boðið upp á kaffiveitingar og kvöldsins notið að ógleymdu hinu einstaka útsýni yfir á Rauðasandinn, Látrabjarg og Stálfjall. Svartfugl Gunnars hefur sig til flugs á ný Örlagasaga Valgerður Dan í hlutverki Steinunnar á Sjöundá og Jón Hjart- arson í hlutverki sögumanns Svartfugls, Eyjólfs Kolbeinssonar kapelláns. LOKAHÁTÍÐ heimsmóts skáta, sem staðið hefur í Hylands Park í Essex í Englandi undanfarna daga, fór fram í gærkvöld með tilheyrandi ræðu- höldum og tónlistar- og skemmti- atriðum. Skátar ganga vel frá eftir sig Að sögn Braga Björnssonar vara- skátahöfðingja voru íslensku ung- mennin í óðaönn við að pakka saman í allan gærdag og sjá til þess að þeir skildu við mótssvæðið í góðu ástandi. Aðfaranótt fimmtudags verða þau í heimsóknum hjá enskum fjölskyldum þar sem þau fá heima- gistingu. Kveður Bragi mótssvæðið allt, þar sem 42.000 skátar hafa nú dvalið í 10 daga, mjög snyrtilegt og segja kunnugir ástandið líkara því sem er fyrir stórhátíðir en eftir þær. Þá hefur margt skemmtilegt farið fram á mótinu undanfarið. Meðal annars leyfðu „radíóskátar“ ung- mennum að spjalla við geimfara á braut um jörðu í gegnum talstöð, sem vakti mikla lukku. Bragi kveður marga geimfara vera skáta og reyndar hafi 11 af þeim 12 mönnum sem gengið hafa á tunglinu verið skátar, þar á meðal þeir Neil Armstrong og Buzz Aldrin sem þangað fóru manna fyrstir. Mótið segir Bragi hafa verið frá- bæra upplifun fyrir alla sem voru með í för. Varla sé hægt að lýsa því fyrir þeim sem ekki voru á svæðinu, en veðrið hafi leikið við mótsgesti allan tímann þó svo að á síðasta degi hafi reyndir brostið á hellirigning. Ljósmynd/Ármann Ingi Hressir Þessir skátar komu til Englands alla leið frá Sádi-Arabíu. Þó þeir samræmist ekki staðalmyndinni af skátum hafa þeir sömu gildi í hávegum. Skátamótinu lokið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.