Morgunblaðið - 08.08.2007, Side 36

Morgunblaðið - 08.08.2007, Side 36
… iðulega nefnt til marks um hversu full- komlega hann sóaði hæfi- leikum sínum … 39 » reykjavíkreykjavík Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is YRÐI gefin út í dag bók með íslenskum orðtök- um væri ekki úr vegi að myndskreyta útskýr- inguna á því að vera „ýmislegt til lista lagt“ með mynd af Peter Anderson. Peter dansar af miklum móð með Íslenska dansflokknum en málar í frístundum, auk þess sem hann hefur gert video-listaverk og staðið í gamanleikja- spuna á sviði. Hann á, að eigin sögn, sönginn einan eftir en hyggst ekki snúa sér að honum fyrr en tími vinnst til. Í Gallerý Turpentine gef- ur að líta þessa dagana málverk hins fótafima Peters. Ónefndar myndir „Ég blanda saman pensilstrokum og klessum í verkum mínum,“ útskýrir Peter. „Ég undirbý mig ekkert áður, byrja einfaldlega með auðan striga og vinn mig áfram. Stundum klárast mál- verkin fljótlega en stundum mála ég yfir verk aftur og aftur þar til ég er ánægður með útkom- una.“ Sýningin ber yfirskriftina Magical Ice- land og það ekki að ástæðulausu. „Ég hef teiknað og málað alla mína ævi og er sjálflærður í faginu. Það var þó ekki fyrr en ég kom hingað til Íslands sem ég byrjaði að mála af fullri alvöru. Fyrir tveimur árum var svo eins og stífla brysti og ég hef ekki hætt að mála síð- an. Það er svo mikil kostur við Ísland, að það er alltaf einhver sem er tilbúinn að opna fyrir þér dyr sértu með góða hugmynd. Það eru ekki margar hindranir í veginum og því geta lista- menn frekar einbeitt sér að listsköpun sinni.“ Peter segist ekki skýra myndir sínar og það sé viljandi gert. „Fólk upplifir málverk á mis- munandi vegu og ég vil leyfa fólki að túlka verk mín eins og það vill.“ Erfið íslenska Peter hefur dansinn að lifibrauði enda einn liðsmanna Íslenska dansflokksins, eins og fram hefur komið. Hann hefur samið dansa fyrir leik- hús, gert sex stuttmyndir um dans, tekið þátt í dansleikhúsi og komið á fót gamanleikjaflokki, auk þess að mála í frístundum. Það liggur því beint við að spyrja Peter hvort það sé eitthvað sem honum sé ómögulegt. „Já, að tala íslensku. Ég hef búið hér í sex ár og er búinn að fara á námskeið og hef fengið leiðsögn frá vinum en mér finnst þetta enn mjög erfitt. Ég held að tungumál séu ekki mín sterkasta hlið en ég fel mig í staðinn í hinum ýmsu listformum,“ segir Peter og hlær. Aðspurður segist Peter enn eiga eitt listform ókannað og það er söngurinn. „Ég hef sungið á sviði og skilst að ég hafi möguleika á að verða góður í því. Einn daginn ætla ég að kanna sönginn nánar, en það verður fyrst þegar ég hef tíma til þess.“ Sýning hins fjölhæfa Peters stendur fram á laugardag í Gallerý Turpentine. Stíflan brast á Íslandi Peter Anderson dansar og málar en ætlar að geyma sönginn þar til síðar www.turpentine.is Morgunblaðið/Sverrir Teygja Dansarinn Peter Anderson á sviði og í listhúsi Gallery Turpentine með verk sín allt um kring. Anderson er sannarlega margt til lista sagt. lenskra, sænskra, finnskra, norskra og danskra leikstjóra verða sýndar á hátíðinni. Má þar nefna kvik- myndir eftir Lars von Trier, Aki Kaurismäki, Thomas Vinterberg, Susanne Bier, Per Fly, Simon Staho, Lukas Moodyson, Hans Pet- er Molland, Baltasar Kormák, And- ers Thomas Jensen, Erik Richter Strand, Peter Schonau Fog og Ragnar Bragason. Samfara kvikmyndasýningum verða haldnir fyrirlestrar um kvik- myndagerð á Norðurlöndum. KVIKMYNDIR rúmlega 30 leik- stjóra frá Norðurlöndunum verða sýndar í sérstökum þemaflokki al- þjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í San Sebastian á Spáni sem fram fer dagana 20.-29. september nk. Heiti þemaflokksins á hátíðinni er Cold Fever en nafnið er sótt í kvikmynd Friðriks Þór Friðrikssonar Cold Fever, eða Á köldum klaka, frá árinu 1995. Myndin kom einmitt út sama ár og Dogma-kvikmynda- stefnan ruddi sér til rúms. Rúmlega þrjátíu kvikmyndir ís- Cold Fever á San Sebastian Cold Fever Veggspjald þemaflokks- ins á hátíðinni í San Sebastian. Á köldum klaka Þemaflokkur hátíðarinnar er nefndur eftir kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Á köldum klaka, frá árinu 1995.  Innipúkinn var haldinn hátíðleg- ur um helgina eins og sjá mátti í veglegri myndagrein í Morg- unblaðinu í gær. Var góður rómur gerður að tónleikastaðnum nýja í Veltusundinu og sérstaklega var hljómburði staðarins hrósað. Mun hljóðkerfið vera eitt sinnar teg- undar á landinu og hannað með það í huga að gestir, hvar sem þeir eru nú staddir í rýminu, fái að njóta. Hljómur Organsins – eins og best er á kosið  Jónas Sigurðsson, fyrrum Sól- strandargæi, svífur nú um landið með hljómsveit sinni og dönsku djasshljómsveitinni Jazirkus. Tón- leikaferðinni, sem hófst með tón- leikum í Bræðslunni í lok júlí, lýkur á laugardaginn á Flúðum og sam- kvæmt upplýsingum á heimasíðu Jónasar (jonassigurdsson.com) hef- ur ferðin gengið stórslysalaust fyr- ir sig og tónleikarnir að mestu vel sóttir – ef frá eru taldir tónleikar á Akranesi fyrir rúmri viku. Þá seld- ust aðeins níu miðar á tónleikana sem haldnir voru í Bíóhöllinni. Flestir gestanna reyndust vera ætt- ingjar hljómsveitarmeðlima. Fámennt en góðmennt  Og enn af íslenskri tónlist. Litlu minni tónlistarhátíð var haldin á Gauki á Stöng um helgina þar sem fjölmargar sveitir komu fram og skemmtu öllum hinum innipúk- unum. Ein þeirra, Dikta, lék á laug- ardagskvöldið og fór algjörlega á kostum. Sveitin mun vera komin langt með að klára aðra plötu sína og ef marka má frammistöðu sveit- arinnar – og viðtökur tónleikagesta – eru allar líkur á að sveitin toppi frumburðinn sem hvarvetna hlaut lofsamlega dóma. Tónleikar Diktu lofa góðu um næstu plötu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.