Morgunblaðið - 08.08.2007, Síða 22

Morgunblaðið - 08.08.2007, Síða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. BIÐLISTI Á HJARTADEILD Í Morgunblaðinu í gær var frá þvísagt að nú væru um 200 manns ábiðlista eftir hjartaþræðingu á hjartadeild Landspítala – háskóla- sjúkrahúss og hefði sá fjöldi lítið breytzt síðustu árin. Í samtali við Morgunblaðið sagði Gestur Þorgeirsson, yfirlæknir á hjartadeild spítalans, að þetta ástand væri engan veginn viðunandi og bætir því við að öllum bráðatil- vikum sé umsvifalaust sinnt þrátt fyrir þennan biðlista og þeir sem fái bráða kransæðastíflu séu ævinlega teknir í hjartaþræðingu um leið og þeir koma inn. Það geta komið upp mörg tilvik í lífi fólks og þeir sem eru á þessum biðlistum sitja ekki bara heima hjá sér og bíða eftir að að þeim komi. Þeir reyna að lifa eðlilegu lífi, fara í ferðalög og fara jafnvel til útlanda ef þeir fá ráðgjöf um að það sé í lagi. Sú ráðgjöf stenzt ekki í öllum tilvikum. En hvað sem því líður er auðvitað ljóst að það er óviðunandi ástand að 200 manns bíði á biðlistum á milli vonar og ótta um hvernig þeim farn- ist meðan á biðinni stendur. Spítal- inn getur ekki verið þekktur fyrir þetta og heilbrigðisyfirvöld geta ekki verið þekkt fyrir að láta ástand af þessu tagi óhreyft árum saman. Það eru því miður alvarleg dæmi um að hurð hafi skollið nærri hælum og ekki alltaf íslenzka heilbrigðis- kerfinu að þakka, þótt af því hafi ekki hlotizt dauðsföll. Hvað þurfa margir að deyja af hjartabiðlistanum til þess að heil- brigðisyfirvöld taki við sér? Það hefur of margt verið í ólagi í heilbrigðiskerfinu í of mörg ár til þess að það geti talizt eðlilegt. Hvar er hundurinn grafinn? Er það óein- ing innan kerfisins sem veldur? Er það valdabarátta innan Landspítala – háskólasjúkrahúss sem veldur? Er það stofnanatregða innan heilbrigð- isráðuneytisins sem veldur? Hvað veldur? Nú situr ungur og óþreyttur heil- brigðisráðherra Sjálfstæðisflokks í heilbrigðisráðuneytinu. Hann er smátt og smátt að kynnast því, sem að honum snýr. Það væri fróðlegt ef Guðlaugur Þór Þórðarson mundi upplýsa almenning um það með haustinu hvar hundurinn liggur graf- inn að hans mati. Það er ekki ein- leikið hvað lítið gerist í því sem af- laga fer. Auðvitað er öllum ljóst að öðrum þræði er unnið frábært starf bæði á Landspítala – háskólasjúkra- húsi og annars staðar í heilbrigðis- kerfinu. En það er bara ekki nóg. Það verður að ná tökum á því, sem aflaga fer. Tvö hundruð manna bið- listi á hjartadeild er eitt af því sem er ekki í lagi. Um það þarf ekki að deila enda áreiðanlega allir sem við sögu koma sammála því. Fyrir lok þessa árs þarf alvarleg hreyfing að vera komin á umbætur á Landspítala – háskólasjúkrahúsi og í heilbrigðiskerfinu öllu. Hreyfing sem ekki fer fram hjá nokkrum manni. DÝRÐ BYGGÐ Á RÚSTUM Eitt ár er í dag þar til Ólympíu-leikarnir í Kína hefjast. Kín- versk yfirvöld nota daginn til að sýna hvað undirbúningur undir leikana gengur vel, en aðrir gerðu hann að til- efni til að benda á mannréttindabrot í Kína eins og fram kemur í Morgun- blaðinu í dag. Kínversk stjórnvöld eru gagnrýnd fyrir að láta barna- þrælkun viðgangast, brjóta mann- réttindi í Tíbet og selja súdönskum stjórnvöldum vopn og standa í vegi fyrir því að Sameinuðu þjóðirnar skerist í leikinn til að stöðva mann- réttindabrot í Darfur vegna hags- munanna sem þeir hafa af olíuvið- skiptum í Súdan. Mannréttinda- samtökin Amnesty International gáfu í gær út skýrslu þar sem rifjuð eru upp loforð kínverskra stjórnvalda um umbætur í mannréttindamálum og segir mikið vanta upp á efndir. Í þokkabót hafi þau notað leikana sem átyllu til að setja fólk í varðhald án dóms og laga. Samtök til varnar blaðamönnum hvöttu í gær til að 29 blaðamönnum yrði sleppt úr haldi og á mánudag voru nokkrir blaðamenn handteknir eftir mótmæli gegn höft- um á frjálsri fjölmiðlun í landinu. Þegar ákveðið var að Ólympíuleik- arnir árið 2008 skyldu haldnir í Kína spurðu margir hvort það samræmdist ólympíuhugsjóninni að halda þá í landi þar sem mannréttindabrot eru daglegt brauð. Í stofnskrá Ólympíu- leikanna er talað um varðveislu mannlegrar reisnar og virðingu fyrir ákveðnum algildum siðareglum. Jacques Rogge, forseti alþjóða- ólympíunefndarinnar, segir að það sé ekki í valdi nefndarinnar að beita kín- versk stjórnvöld þrýstingi. Ólympíu- nefndin verður hins vegar að gæta þess að ímynd leikanna beri ekki skaða af því að fara fram í Kína. Sömuleiðis geta og eiga stjórnvöld og íþróttasamtök um allan heim að þrýsta á kínversk stjórnvöld um að gera umbætur. Kínverskum stjórn- völdum er mikið í mun að leikarnir takist vel og því er lag að hamra á mannréttindamálum. 37 andófsmenn, rithöfundar, lögmenn og fræðimenn birtu í gær opið bréf til Kínastjórnar þar sem farið er fram á að kerfis- bundnum mannréttindabrotum verði hætt. Meðal þeirra, sem skrifuðu undir bréfið, er Bao Tong, sem var náinn ráðgjafi Zhaos Ziyangs, fyrr- verandi leiðtoga Kína, en er nú í hópi andófsmanna. „Okkur er engin fróun í því að mikilfengleg íþróttamann- virki rísi, að Peking sé fegruð tíma- bundið eða að kínverskir íþróttamenn eygi möguleika á því að vinna verð- launapeninga,“ sagði Bao Tong í gær. „Við vitum allt of vel að þessi dýrð er byggð á rústum lífa almennra borg- ara.“ Ólympíuleikarnir eiga ekki að vera tækifæri fyrir Kínverja til að setja upp skrautsýningu á meðan mannréttindi eru markvisst brotin að tjaldabaki. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eftir Eyþór Árnason Kynbótahrossin áttu allangærdaginn á heims-meistaramóti íslenskahestsins í Hollandi. Sérstaka athygli vakti tían sem Kormákur frá Lipperthof fékk fyrir tölt í flokki 5 vetra stóð- hesta. Þórður Þorgeirsson sýndi Kormák fyrir Þýskaland en þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann nær að sýna hest upp á tíu á tölti. Kormákur er sem stendur annar með heildareinkunnina 8,19. Efst- ur er Fránn frá Vestri-Leirár- görðum sem sýndur er af Erlingi Erlingssyni fyrir Ísland. Fránn átti mjög góðan dag þrátt fyrir að lækka örlítið frá því hann var sýndur síðast á Gaddstaðaflötum í sumar. Fránn er með 8,30 í ein- kunn og lækkaði því örlítið, eða úr 8,35. Margir spenntir fyrir Garra Beðið var með mikilli eftirvænt- ingu eftir Garra frá Reykjavík sem er hæst dæmdi stóðhesturinn í dag með einkunnina 8,77. Garri sem sýndur var af Jóhanni Skúla- syni fyrir Ísland sýndi ekki sínar allra bestu hliðar og lækkaði nokkuð og fékk í heildareinkunn 8,61. Samt sem áður er Garri efst- ur í flokki stóðhesta 7 vetra og eldri og eru ekki taldar miklar lík- ur á því að einhver nái að jafnast á við hann úr þessu. Þessi gríð- arlega fallegi gæðingur á efalaust eftir að taka vel á því á yfirliti og hækka sig aðeins. Annar í þessum sama flokki er Stari frá Bredhall sýndur af Johan Häggberg fyrir Svíþjóð með einkunnina 8,39. Í flokki 6 vetra stóðhesta er það Dalvar frá Auðsholtshjáleigu sem er með hæstu einkunnina sem stendur. Dalvar er sýndur af Er- lingi Erlingssyni fyrir Í fékk hann einkunnina 8,6 er hann með 8,80 fyrir en var áður með 8,77. Fas Dalvars kemur svo Na Morgunblað Flugvakur Dalvar frá Auðsholtshjáleigu og Erlingur Erlingsson á því á skeiði og fengu níu fyrir. Dalvar er nú efstur 6 vetra stóðh Ísland leiðir kynb sýningarnar í Hol Stemning Óvenjumikill fjöldi fylgdist með kynbótasýningunum á keppnissvæði hestabúgarðsins Breið Morgunblað Vekur athygli Garri frá Reykjavík var mjög sterkur en náði sam sínum besta árangri. Jóhann Skúlason sýnir Garra fyrir hönd Ísl Margir eru saman komnir á heimsmeist- aramóti íslenska hests- ins í Hollandi. Í gær fóru fram hæfileika- dómar á kynbóta- hrossum og leiðir ís- lenska landsliðið í öllum flokkum nema einum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.