Morgunblaðið - 08.08.2007, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.08.2007, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2007 31 Ennþá er skarð yfir Skarði, og skuggi yfir dalnum. Sólin er farin að síga, hún sést ekki að heiman, hljótt er í holtum og runnum, því hryggð er á bænum, stórt því skarð er á Skarði í skjólgarðinn höggvið. Þetta er upphafserindi úr erfiljóði um Jóhann Bessason bónda á Skarði, afa Skírnis. Mér datt þetta erindi í hug er ég gekk upp gilið á Skarði og upp Steinahjallann, fáeinum dögum eftir lát frænda, ég settist niður ein með sjálfri mér og horfði yfir þetta fallega bæjarstæði þar sem ættin hefur setið frá 1869, nú er fjórði ættliðurinn eig- endur að Skarði og heldur öllu við. Eftir eitt ættarmót Skarðsættar var nokkur afgangur af peningum og ákvað ættarmótsnefnd að kaupa birkiplöntur og planta í Skarðslandi. Skírnir var ákaflega ánægður með þetta og fór með okkur suður í gil og ákvað hvar ætti að planta. Hann tal- aði oft um að passa gilið fyrir sauðfé sem hafði ágirnd á þessum fínu plöntum okkar. Það er afar fallegt og skjólsælt í gilinu og gróðurinn er á mikilli uppleið eftir að búskap var hætt á Skarði. Skírnir var mikill ræktunarmaður en hafði ekki mikinn tíma í það. Amma Sigrún byrjaði með skógrækt og var plantað í Leyning sunnan við bæinn, þar var plantað nokkur vor og girt og gætt á sumrin fyrir fé. Einnig var garðurinn hennar ömmu skrúð- garður og mjög fallegur. Þar voru jarðarber og var það ekki algengt á bæjum, og var oft komið við í þeim reit á leið í fjós á morgnanna. Skírnir ræktaði hins vegar tún og mikið af þeim og þvílík gríðarvinna sem það var. Búið var stórt og þurfti mikið til sín og var víða heyjað. En þó ekki upp á Skarðsdal eins og afi sagði sögur af. Frá því ég man eftir mér hefur Skírnir verið stór hluti af mínu lífi. Ég var eitt af þeim mörgu börnum sem vildu hvergi annars staðar vera, ég er fædd á Skarði og var mjög tengd þeim stað. Ég var afastelpa, en gömlu hjónin Jón og Sigrún voru enn búandi þegar ég var krakki og var ég í skjóli þeirra. Ég hélt svo þeirri venju að sækja til Skírnis og Dísu þegar þurfa þótti. Ég var mjög gor- mælt þegar ég var að byrja að tala, sat Skírnir stundum með mig og kenndi mér vísuna Krummi snjóinn kafaði, hafði hann mikla skemmtun af skrollinu í litlu frænku. Ég taldi mig gjarna með heimilis- fólkinu og sagði Skírnir oft að þau ættu stóran hlut í mér, síðast þegar ég hitti þau daginn áður en hann veiktist minntist hann á það. Ég átti góða stund með honum í bílnum hans meðan Dísa fór að versla, þegar ég kvaddi hann og gekk frá bílnum þá hvarflaði að mér: skyldi þetta vera í síðasta sinn? En samt fannst mér að hann yrði alltaf til staðar fyrir sína stóru fjölskyldu og okkur, hans stóra ættgarð. Hann var afar stoltur af af- komendunum og hvað þeim gekk öll- um vel í lífinu. Þau eru 38 þannig að það er nú nokkuð til að vera stoltur af. Hann hafði þann góða eiginleika að sjá það góða og geta talað um það. Skírnir hafði mikinn ættfræðiáhuga og fylgdist ótrúlega vel með sínum gömlu sveitakrökkum og allri ætt- inni. Skarðsheimilið var oft á sumrin eins og hótel, fjöldi bíla í hlaði, ætt- ingjar og vinir úr öllum áttum. Þann- ig hefur það alltaf verið og verður vonandi áfram þó að Skírnis njóti ekki lengur við. Eftir sitjum við með góðar minningar um flottan frænda, Skírnir Jónsson ✝ Skírnir Jónssonfæddist á Skarði í Dalsmynni 10. mars 1928. Hann lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 23. júlí síð- astliðinn og var útför hans gerð frá Laufáskirkju 2. ágúst hann var alltaf fínn í tauinu, vel snyrtur og bar sig vel. Elsku frændi, þín er sárt saknað þó að við vitum nú að þú ert laus við veikindi og verki og minning þín lifir áfram. Far þú í friði,/friður Guðs þig blessi,/hafðu þökk fyrir allt og allt. Jóhanna Sigurlaug. Elskulegi frændi! Nú er lífsljósið þitt slokknað, þú ert farinn frá þinni stóru fjölskyldu, konunni þinni elskulegri og börnun- um tíu. Þú varst stoð og stytta for- eldra þinna í uppvextinum, þriðji son- urinn, sem upp komst á stórbýlinu Skarði í Dalsmynni – sonurinn sem ættin bar traust til að héldi uppi merki hennar og hefði í heiðri fyrri ákvarðanir og gamalgrónar venjur. Við þig voru miklar vonir bundnar og þú brást þeim ekki. Þú varst stór- huga er þú byggðir hið glæsilega hús á Skarði yfir vaxandi mannvænlegan barnahópinn, sem ber foreldrum og Skarðsheimilinu fagurt vitni. Skarð er glæsileg jörð, skógur í hlíðum og Fnjóská raular við túnfótinn sinn ró- lega söng en getur þó á stundum breyst í illúðlegt stórfljót. Samt er hún fljót til sátta. Í þessu fagra umhverfi ólst þú upp og seinna meir börnin ykkar Dísu, en þið eigið einstöku barnaláni að fagna. Hamingjan virtist brosa við þér og fjölskyldunni, þegar vágestur brá fæti fyrir þig – afleiðingar blóðtappa drógu úr þér lífskraftinn og ollu margra ára þjáningu. Við erum þess fullviss að nú geng- ur þú á móti ljósinu með bros á vör – þar sem menn ganga óhaltir á ný, lausir úr viðjum jarðneskrar þrautar. Við erum þakklát fyrir samveru- stundirnar með þér og þínu fólki. Konu þinni elskulegri, henni Hjör- dísi, sem hefur staðið með þér í blíðu og stríðu, börnum ykkar og þeirra fjölskyldum sendi ég mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Sigríður Guðmundsdóttir Schiöth og fjölskylda. Skírnir Jónsson á Skarði er fallinn frá eftir stutta sjúkrahúslegu. Við andlát þessa góða manns fyllist ég óendanlegu þakklæti – þakklæti fyrir þær dásamlegu stundir sem ég átti á Skarði í Dalsmynni – flottasta sveitabæ á Íslandi – hjá Skírni frænda mínum, Dísu konu hans og börnum þeirra tíu. Það voru mikil for- réttindi að fá að vera í sveit á Skarði, enda ekkert venjulegt heimili. Óskap- legt líf og fjör, og iðulega lagt á borð fyrir 20 manns á matmálstímum. Allt var gert af hinum mesta myndarskap á Skarði, og það er mikið hrós í mín- um eyrum ef talinn er vera Skarðs- bragur á hlutunum. Ég notaði hvert tækifæri til að komast norður, tók flugvél, rútu eða mjólkurbíl ef því var að skipta. Fjörið, samheldnin, hlýjan og dugnaðurinn sem einkennir Skarðsfjölskylduna er engu lík. Það gladdi okkur hjónin mjög að fá allan hópinn til okkar sl. sumar, þá áttu Skírnir og Dísa gullbrúðkaupsaf- mæli og við vorum svo heppin að fá að bjóða þeim til veislu í Lækjartún á Suðurlandsreisu þeirra, ógleyman- legt kvöld. Ég kveð þennan mæta mann með mikilli virðingu og þakklæti. Minning hans mun lifa. Innilegar samúðarkveðjur til þín, elsku Dísa mín, og ykkar allra. Jórunn Viðar Valgarðsdóttir og fjölskylda. Kær vinur okkar, Skírnir Jónsson á Skarði, hefur lokið langri og farsæll jarðvist sinni. Mér auðnaðist sú gæfa að fá að kynnast Skarðsfólkinu í gegnum Kristján, eiginmann minn, upp úr miðbiki síðustu aldar, en mikil vinátta hefur verið milli Skarðs- og Miðgerð- isfólksins til langs tíma. Við höfðum farið norður með strákana okkar fjóra til að heimsækja æskustöðvar Kristjáns og heimsóttum Skarð í leið- inni. Strákarnir kolféllu fyrir öllu sem fyrir augu bar og sama er að segja um mig. Þvílík fjölskylda og þvílíkur staður. Í framhaldi þessarar heim- sóknar var haldið norður í Skarð í mörg sumur, þar sem við fengum að tjalda í gilinu sunnan við bæinn. Strákarnir á Skarði, og allt það sem þeir voru að bralla, toppuðu allt sem synir mínir höfðu kynnst. Það að fá að kynnast Skírni og Hjördísi konu hans og stóra barna- hópnum þeirra, er nokkuð sem ekki er hægt að þakka nógsamlega. Það er eiginlega ekki hægt að nefna Skírni án þess að Dísa sé nefnd, svo sam- hent voru þau hjón. Glæsileiki þeirra og heimilisins var slíkur að vandfund- inn er samanburður. Þar sem við dvöldum ávallt hjá þeim á háanna- tíma er ótrúlegt að rifja upp að það var eins og þau hefðu ekkert annað að gera en að taka á móti okkur og dekra við okkur á allan hátt. Alltaf virtist vera nægur tími til að taka á móti gestum og ræða um lífið og tilveruna. Maður gleymdi sér oft við hlátrasköll og líka við djúpar samræður við þessi yndislegu hjón og börnin þeirra tíu. Oft var það að fleiri bættust við. Allt- af var nóg pláss og nægur tími. Gest- risni, kærleikur til alls og allra er og hefur alltaf verið aðalsmerki þessar- ar fjölskyldu. Við komum endurnærð heim eftir hverja sumardvöl hjá þeim. Nú er komið að leiðarlokum. Skírn- ir var búinn að lifa við heilsuleysi í mörg ár. Það er til marks um styrk hans og atgjörvi að þrátt fyrir þunga baráttu við heilsubrest árum saman hélt hann meðfæddri reisn sinni ótrú- lega lengi. Hann átti því láni að fagna að eiga einstaka eiginkonu og fjöl- skyldu. Hann var glæsimenni sem átti ekki margan sinn líkan! Elsku Dísa, öll börnin ykkar og fjölskyldur þeirra, innilegar þakkar- og samúðarkveðjur til ykkar allra frá okkur Kristjáni og strákunum okkar. Guðbjörg Eggertsdóttir. Mig langar með nokkrum orðum að minnast Skírnis Jónssonar sem ég og fjölskylda mín vorum svo heppin að kynnast fyrir nokkrum árum. Gunnella dóttir Skírnis var orðin góð vinkona mín og bauð okkur að koma á ættaróðalið Skarð að hitta foreldra sína og skoða þetta glæsilega býli. Þar var Skírnir mættur í dyrnar að taka á móti gestum, svona líka virðu- legur og flottur. Ég man að þegar ég sá Skírni fyrst á mynd með Dísu og öllum börnunum tíu þá sagði ég við Gunnellu að hann minnti mig á hús- bóndann í Dallas-þáttunum vinsælu, hann bar af sér svo mikinn þokka og var ávallt vel til hafður. Skírnir var mjög gestrisinn og tók alltaf á móti okkur með opinn faðm- inn, bauð okkur í stofuna og sat þar og rifjaði upp gamlar sögur af Skarði og um lífið á sjónum sem hann stund- aði í gamla daga og var mjög stoltur af. Eftir að Dísa og Skírnir fluttu á Akureyri þar sem heilsu Skírnis hafði hrakað urðu heimsóknirnar fleiri enda stutt að fara. Alltaf kom hann að spjalla þegar hann heyrði að við vor- um mætt, þó að heilsan væri ekki allt- af góð. Daginn sem hann var fluttur á spítalann, nokkrum dögum fyrir and- látið, kíkti ég inn að fá kleinur hjá Dísu og stoppaði stutt þar sem hann var orðinn mikið veikur, en samt reif hann sig á fætur og kom fram í stofu og mátti Dísa reka hann inn í rúm aft- ur. Ég fékk nú samt ekki að fara nema fá knús og kossa eins og alltaf og þakka ég mikið fyrir þessa stuttu heimsókn því þá kvaddi ég þig óvenjuoft, og eftir á er eins og við hefðum vitað að þetta var í síðasta skiptið. Ég og fjölskylda mín þökkum Skírni fyrir ómetanleg kynni, hans verður sárt saknað og viljum við votta öllum sem eiga um sárt að binda vegna fráfalls hans okkar dýpstu samúð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem) Dísa mín, hugur okkar er hjá þér og þinni stóru fjölskyldu. Megi minn- ing um einstakan mann lifa í hjörtum okkar allra. Elín, Karl og börn. Það var dálítið eins og að detta inn í ævintýri eftir Astrid Lindgren, að dvelja á heimili þeirra Skírnis og Dísu á Skarði. Stórt hús sem var ætíð fullt af fólki, á öllum aldri, börn og barna- börn, öldruð ættmóðir og aukageml- ingar eins og ég, og þó var enginn auka á Skarði, þar áttu allir sinn stað. Viðmót húsráðenda sendi þau skila- boð til barnssálarinnar að þarna væri maður innilega velkominn. Í minningunni er mikill ævintýra- ljómi yfir Skarði, Þar var alltaf svo mikið líf enda stórbýli í orðsins fyllstu merkingu, húsin stór, búskapurinn stór og manneskjurnar báru uppi stórar persónur. Menn hvísluðust ekkert á heima á Skarði, þar var skipst á skoðunum á hreinskiptinn og heiðarlegan hátt. Einhvern veginn tengi ég samtölin við eldhúsið þar sem Dísa eldaði kjarngóðan mat í al- veg ótrúlega stórum pottum og Sig- rún tengdamóðir hennar sat á sínum stól og fylgdist með svöngum afkom- endum hlaupa inn úr fjósi, Skírnir settist við enda borðsins og vakti þar jafnan máls á því sem hæst bar í þjóð- lífinu. Það truflaði hann aldrei þó að ærsli og hamagangur hinna yngri ætti sér stað í kringum hann, hann gerði ein- faldlega ráð fyrir því ef börn voru annars vegar, enda búinn að ala upp ellefu ásamt sinni góðu konu. Skírnir var lengi sóknarnefndarformaður í Laufássókn á meðan faðir minn var prestur í Laufási. Móðir mín hefur oft rifjað upp fumleysi og snör handtök Skírnis í því embætti, einhverju sinni þegar henni þótti orðið tímabært að mála kirkjuna, hringdi hún í Skírni og bar upp erindið. Það var eins og við manninn mælt Skírnir var mættur heim á hlað í Laufási á stundinni, hann gekk nokkra hringi í kringum kirkjuna og sagði svo, „Matthildur mín, ég fæ málara strax á morgun og þú velur litinn.“ Skírnir var líka minnisstæður með- hjálpari í Laufáskirkju, þar las hann jafnan upphafsbænina við guðsþjón- ustu, útlit hans og fas þar sem hann stóð uppáfærður í kórdyrum minnti fremur á þjóðhöfðingja en íslenskan bónda sem gekk út til að erfiða hvern dag við sólarupprás. En í raun var út- lit og fas Skírnis táknrænt fyrir stöðu hans, hann var nefnilega höfðingi og jafnvel þjóðhöfðingi því allur sá skari afkomenda sem hann bjó af um- hyggju út í íslenskt samfélag, mun verða fjölda fólks til blessunar, á því leikur enginn vafi. Í huga mínum er fyrst og fremst þakklæti, það er nefnilega einu sinni þannig að þær manneskjur sem reyn- ast manni vel sem barni gleymast aldrei. Dísu og börnum, stórum sem smáum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi minn- ingu Skírnis á Skarði. Hildur Eir Bolladóttir frá Laufási. Frá Skarði á ég margar af mínum eftirminnilegustu og skemmtilegustu æskuminningum. Fullt hús af börn- um en samt alltaf nóg pláss fyrir ým- iskonar aðkomubörn, m.a. bæjar- lubba eins og mig. Eldri bræðurnir oft á tíðum ansi uppátektarsamir og stundum fannst húsbóndanum nóg um. Enda var það ekki alltaf auðvelt að vera faðir og uppalandi 11 barna. Skarð var og er einstakur staður og þar voru til hlutir sem hvergi ann- arsstaðar var að finna á landinu t.d. undanfari fjórhjóla; þríhjól og svif- drekar, svo eitthvað sé nefnt. Þar voru gerðar tilraunir með að fram- leiða gas úr kúamykju og þar voru all- ir uppnefndir eða höfðu viðurnefni sem mörg hver voru æði sérstök. M.a. belja ein sem hét Hundavonda- manngóð og þar man ég líka eftir bola sem hét Smurningur. Viðurnefnanna Sparði, Trítill, Blundína og Dalli minnist ég að ógleymdum húsbónd- anum, Skírni Jónssyni, sem var af heimilisfólki ýmist kallaður Diddi eða Lenni. Og nú er þessi eðalmaður og upp- eldisbróðir Guðjóns heitins afa míns fallinn frá. En minningin um veruna mína á Skarði og þennan farsæla stórbónda og ekki síst uppalanda mun lifa um ókomna tíð. Ég hitti Skírni síðast fyrir rúmu ári síðan eða við jarðaför ömmu minnar og uppalanda, Heiðdísar Eysteins- dóttur. Mér þótti vænt um að sjá hann þar enda böndin á milli hans og ömmu og afa afar sterk. Hann var þar léttur í lund og ítrekaði það sem hann gjarnan gerði þegar við hittumst. En það var hversu ánægður hann væri með það hversu mörg börn við Adda ættum og hversu mikil gæfa væri í þeim fólgin! Ekki efast ég nú um það og þegar ég hugsa til allra barna, barnabarna og barnabarnabarna Skírnis Jóns- sonar, bónda frá Skarði, þá er ríki- dæmi hans á núvirði algjörlega ómet- anlegt. Því get ég ekki annað en vonað að mér muni takast eins vel upp við uppeldið á mínum börnum eins og honum. Ég sendi Dísu og öllum öðrum ætt- ingjum og aðstandendum hans mína dýpstu samúð. Heiðar Ingi Svansson. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, JÓNS SVEINSSONAR rafmagnstæknifræðings, Arahólum 2, Reykjavík, sem lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut fimmtudaginn 12. júlí. Helga Haraldsdóttir, Sveinn Vilberg Jónsson, Guðný Lilja Guðmundsdóttir, Haraldur Þór Jónsson, Helga Jóhanna Úlfarsdóttir, Jóhann Helgi Sveinsson, Helga María Sveinsdóttir, Sunneva Björg Davíðsdóttir, Jón Ágúst Haraldsson. ✝ Þökkum samúð og hlýhug við andlát og útför móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, STEINUNNAR I. JÓNSDÓTTUR, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Þúfubarði 4, er andaðist fimmtudaginn 19. júlí. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sverrir Berg Guðjónsson, Guðríður Valtýsdóttir, Guðjón Steinar Sverrisson, Sigríður Jenný Halldórsdóttir, Ágústa Valdís Sverrisdóttir, Ólafur Stefán Arnarson, Halldór, Steinunn, Hildur og Sverrir Leó.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.