Morgunblaðið - 08.08.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.08.2007, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Svo segir í Hávamál- um og fer vel á því að það fylgi frænda mín- um til grafar. Þagalt og hugalt skyli þjóðans barn og vígdjarft vera. Glaður og reifur skyli gumna hver uns sinn bíður bana. Hann Kári Steinsson, Kári frændi eins og hann var ætíð nefndur af ætt- ingjum, enda töldum við það okkur til hins mesta sóma að vera skyld slíkum manni, var maður gleði og kæti og söngmaður ágætur. Hann sýndi í verki betur en nokkur annar sem ég hef kynnst merkingu málsháttarins maður er manns gaman. Söngur og samsöngur hverskonar var hans uppáhaldstómstundastarf og má segja með sanni að hann hafi sungið fram í andlátið. Verður þess lengi minnst er hann leiddi samsöng á niðjamóti foreldra sinna í Neðra-Ási á laugardegi, en var allur þann næsta mánudag. Úr bernsku minnist ég þessa unga og glæsilega íþróttamanns, móður- bróður míns, sem alltaf leit við þegar hann var á ferð hér sunnan heiða. Honum fylgdi ætíð þessi gleði, hlátur og græskulausa kímni. Hann var Kári Steinsson ✝ Kári Steinssonfæddist á Neðra-Ási í Hjalta- dal 2. apríl 1921. Hann lést á heimili sínu á Sauðárkróki 24. júlí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Sauð- árkrókskirkju 4. ágúst. frændrækinn mjög og þurfti til margra að líta. Hljóp hann þá gjarnan við fót og not- aði alls ekki leigubíla og helst ekki strætis- vagna. Ég minnist þess, þegar hann kom í heimsókn til móður minnar með gullfallega stúlku, Dagmar Krist- jánsdóttur, og kynnti hana sem tilvonandi eiginkonu sína. Þau voru fallegasta par, sem við höfðum séð. Næst man ég Kára þegar ég var sendur í sveit nokkur sumur í Viðvík- ursveit og Hjaltadal. Var þá heimili þeirra Kára og Disdu minn fasti punktur í tilverunni. Þegar ég nú lít til baka finnst mér með ólíkindum hvernig hann fann tíma til að sinna mér, sækja og flytja milli staða, þrátt fyrir miklar annir. Kári var ákafa- maður til vinnu, hraustmenni, af- kastamaður og verklaginn með af- brigðum. Nýttust þeir hæfileikar honum vel, er hann vann við skurð- gröft á víragröfu í Skagafirði og Húnavatnssýslu í meira en þrjá ára- tugi. Vegna þess hve mannblendinn hann var kynntist hann ótrúlegum fjölda fólks. Fullyrtum við frændur að kæmu þrír menn saman á Norður- landi þekkti Kári að minnsta kosti einn þeirra. Að fara með Kára á mannamót gat tekið óratíma, því mörgum þurfti að heilsa og ekki dugði að rjúka í burtu fyrr en menn höfðu spjallað. En ellin gefur engum grið og nú er komið að því að kveðja þann síðasta úr barnahópi Soffíu Jónsdóttur og Steins Stefánssonar í Neðra-Ási. Genginn er ógleymanlegur maður. Við María vottum Disdu og öllum að- standendum Kára samúð okkar. Steinar Berg Björnsson. Félagi okkar, hann Kári Steinsson, var góður fulltrúi þeirra sem taka mark á postulanum sem segir „verið ávallt glaðir“. Í rauðabítið mætti hann í sundlaugina og gaf okkur hlutdeild í einlægri lífsgleði sinni með söng, með hlýlegum gamanyrðum eða bara brosinu sem var á bak við allt sem hann sagði og sat mest í augunum. Hann tók oft lagið undir sturtunni þar sem hljómburðurinn er góður, hafði fallega og þróttmikla bassarödd; söngskráin var sumar og gleðjist gumar. Einnig brast hann oft í söng þegar hann kom niður tröppurnar að kaffiborðinu og bauð þá gjarnan döm- unum upp í stuttan dans. Kári átti vel heima í Sundlauginni sem var vinnustaður hans um árabil. Þar hafði hann kennt börnum fyrstu sundtökin og eftir að hann hætti störfum var hann í mörg ár fenginn til að liðsinna við vornámskeið barnanna í þeirri hollu og góðu íþrótt. Í augum þeirra var hann hinn eini og sanni afi. Kári eltist vel eins og títt er um glaðsinna fólk. Hann var lengst af kvikur á fæti og frísklegur til að sjá hvort sem var á söngpalli eða á leið upp í Dvalarheimili aldraðra, þar sem hann annaðist leikfimi til skamms tíma sem sjálfboðaliði. Enda hafði hann „gaman af að hjálpa gamla fólk- inu“ eins og hann sagði þótt hann væri stundum elstur í tímunum! Nú hefur Kári tekið síðustu sundtökin yf- ir elfuna miklu, syngur og gleðst í öðr- um félagsskap. En hann lifir áfram í hugum okkar sem söknum hans. Það er mikill sjónarsviptir að slíkum manni. Við vottum eiginkonu hans og fjölskyldu einlæga samúð. Morgunhópurinn í Sundlaug Sauðárkróks. Já... já, já látum okkur nú sjá... Á þessa leið hefðu viðbrögðin hans Kára Steins verið ef ég hefði spurt hann í lifanda lífi hvað ég ætti að setja niður á blað að honum gengnum. Síðan hefði komið létt handahreyfing, fylgt á eftir með lítilli dýfu í hnjám og einu dansspori og líklega hefði hann svar- að spurningunni „ja það er nú nógur tími að tala um það, en eigum við ekki frekar að taka eitt lag“. Svona voru viðhorf Kára til lífsins. Ekki að fjarg- viðrast um það sem mátti liggja á milli hluta en lifa lífinu lifandi og láta aðra njóta gleðinnar og fjörsins sem smit- aðist út frá honum. Eins og svo margir þá man ég fyrst eftir Kára sem einum af þeim aufúsu- gestum sem tengdust ræktun og jarðabótum til sveita fyrr á árum. Op- inmynntur hlustaði ég á sögur af Jóni tófuspreng og fleiri kunningjum sem Kári kunni nóg af. Seinna lágu svo leiðirnar oftar saman og þá var mikið hlegið og skipst á skotum. Í mínum huga var Kári holdgervingur hins margrómaða Skagfirðings, söng- og gleðimaður sem fann tilfinningum sínum farveg óháð stað og stund. Á atvik því til stuðnings hefur vinur minn sem bjó tímabundið hér í firð- inum oftlega minnst. Það var á Þor- láksmessu að við sátum við inngang- inn í Skagfirðingabúð og biðum eftir konum okkar sem voru í röðinni við kassann. Kári er á undan þeim og er að ljúka við að sinna sínum erindum þegar Dúddi á Skörðugili gengur inn í búðina og rakleitt til Kára. Án þess að hafa nokkurn formála byrjar Kári að syngja og Dúddi tekur umsvifalaust undir. Þeir kláruðu svo lagið, óskuðu hvor öðrum gleðilegrar hátíðar og héldu sína leið. Ekki vakti þetta neitt sérstaka athygli heimamanna, þótti í raun bara ofur eðlilegt, en kunningi minn varð verulega hissa og segir að þessi samskipti vinanna rifjist upp fyrir sér á hverjum jólum í okkar nú- tíma þjóðfélagi þar sem enginn má skera sig úr fjöldanum. Samfélagið verður ekki eins litríkt að Kára gengnum og það var gott til þess að vita að hann hélt reisn sinni allt þar til síðasti tónninn dó út. Kári var tíður gestur hér á Löngumýri og mér þykir vænt um að hafa kvatt hann síðast eins og við kvöddumst ævinlega, að sveitasið og það eru mörg ár síðan ég óskaði mér þess að fá að verða eins og Kári Steins þegar ég yrði gamall. Sú ósk hefur ekki breyst. Hvíl í friði, kæri vin. Öllum ástvinum votta ég mína dýpstu samúð. Gunnar Rögnvaldsson. Það er skólasetning í Hóladóm- kirkju. Nýnemar, starfsfólk ýmsir héraðsmenn og aðrir velunnarar skól- ans eru sestir. Mér verður litið yfir kirkjuna og bekkina. Jú, þarna situr Kári Steinsson í sætinu sínu norðan megin í kirkjunni. Kári var mikill „Hólamaður“, fæddur og uppalinn í Hjaltadalnum. Ég minnist varla at- burðar eða hátíðar á Hólum alla skólastjóratíð mína að hann væri þar ekki viðstaddur og heiðraði okkur með nærveru sinni. Tryggð hans var okkur styrkur. Þeir hverfa óðum af vettvangi frumkvöðlarnir sem ruddu brautina fyrir framfarir þjóðarinnar á tuttug- ustu öldinni. Ungmennafélagarnir sem báru ræktun lands og lýðs fyrir brjósti og unnu óskiptir með hug og hönd að hag héraðs síns og heill ætt- jarðarinnar. Þjóðin á þeim mikið að þakka. Nú er Kári Steinsson horfinn yfir móðuna miklu, þessi glaði og kviki maður sem hvarvetna var svo mikill aufúsugestur. Er ég þess fullviss að honum verði einnig vel fagnað á hin- um bakkanum og þyki fengur að. Við kvöddumst fyrir skömmu í góð- um afmælisfagnaði annars Hjaltdæl- ings, Hjalta Pálssonar frá Hofi. Kári lék þar við hvern sinn fingur að vanda og með bros á vör og nokkrum slætti heilsaði hann og faðmaði á báðar hendur. Það geislaði af Kára hlýjan og glettnin. Allir sóttust eftir návist hans. Það var gott að eiga Kára að vini. Hann var svo hreinn og beinn, aldrei að sýnast. Hann var einstak- lega hjálpsamur og fljótur til ef beðið var um viðvik. Allt slíkt var svo sjálf- sagt. Kári var mikil íþróttamaður, söngmaður og góður sögumaður. Hann var kvikur í hreyfingum og hljóp gjarna við fót, eins og títt er um kappsmikið fólk. Við hjónin minnumst Kára með mikilli hlýju og þakklæti og teljum það okkar lán að hafa kynnst honum og notið vináttu hans. Með nærveru sinni auðgaði hann samfélagið gleði, kærleik og trausti. Megi þjóð vorri auðnast að fá marga slíka sem Kári var. Blessuð sé minning Kára Steins- sonar. Við sendum eftirlifandi eiginkonu og fjölskyldunni allri innilegar sam- úðarkveðjur. Ingibjörg Sólveig Kolka og Jón Bjarnason. Kári Steinsson er fallinn frá. Þegar líða tekur á ævina safnast í sjóð minn- inga um samferðafólk. Minning sem er þannig að léttleiki og gleði fer um hjartað og jafnvel bros framkallast er verðmætari en margt annað. Svoleið- is er með minninguna um Kára. Það er gott að ná því að lifa þannig að lífið og svo minningin skapi hlýju og virðingu. Hörður Gíslason. Kári Steins er dáinn. Þrátt fyrir að við félagar í Kirkjukór Sauðárkróks sæjum óhjákvæmilega og fylgdumst með er kraftar hans þurru smátt og smátt vegna hækkandi aldurs og versnandi heilsu kom fréttin á óvart. Það er nú einu sinni þannig að við andlátsfrétt erum við oft eins og óviðbúin. Með Kára er horfinn á braut kær félagi sem litað hefur allt starf Kirkjukórs Sauðárkróks glaðværð og gáska um 54 ára skeið. Þegar lesin er saga kirkjukórsins, sem Kári hafði frumkvæði að að rituð var, sést vel hver áhrif vera hans í kórnum hefur haft á framvindu mála. Mikið af þeim gögnum sem stuðst var við við ritun sögunnar eru úr dagbók hans um starfsemi kórsins, þá dagbók skrifaði hann í 22 ár. Kári var um margra ára skeið í stjórn kórsins og formaður hans í 10 ár og hafði þess vegna mikil áhrif á mótun starfsins. Fyrir rétt liðlega ári var Kári ásamt 2 öðrum félögum gerður að heiðurs- félaga kórsins. Það sem lengst mun halda minn- ingu um okkar mæta félaga, Kára Steinsson, á lofti er glaðværðin sem þrátt fyrir versnandi líkamlegt ástand hans nú síðustu ár var óbiluð til hinstu stundar og hreif alla með sem nutu. Félagar í Kirkjukór Sauð- árkróks standa nú frammi fyrir stóru verkefni, það er að venjast því að Kári Steins er ekki lengur með í hópnum á kirkjuloftinu. Það mun taka langan tíma. Að lokum viljum við þakka góð- um vini allar yndisstundir liðinna ára- tuga og mikil og góð störf fyrir kórinn í þjónustu hans fyrir samfélagið. Eig- inkonunni Distu, börnum, barnabörn- um og öðrum ættingjum sendir Kirkjukór Sauðárkróks sínar innileg- ustu samúðarkveðjur. F.h. Kirkjukórs Sauðárkróks, Jóhann Már Jóhannsson. Í dag kveðjum við góðan vin, Kára Steins. Hann og fjölskylda hans voru okkar næstu nágrannar í nær 20 ár. Börnin mörg á sama aldri, léku sér saman og gengu í sama skóla í árarað- ir. Það var í þá daga kallað barna- sundið, hverfið okkar, 5 börn hjá okk- ur öllum, Rúnu, Distu og mér, enn fleiri hjá Óla og Mæju, mikið líf og fjör og börnin öll eins og góð systkin. Kári var alltaf glaðvær og góður nágranni, fljótur til og hjálpsamur er á lá. Mikil félagsvera og vildi öllum góðum málum lið veita. Ég ætla ekki að reyna að telja öll félögin er hann veiti lið. Veit með vissu að því munu aðrir gera góð skil. Hans verður sárt saknað í félagi eldri borgara, sér í lagi sönghópnum og á ferðalögum okkar. Það var okkur öllum ómetanlegt fyrsta árið okkar í Ástralíu að fá spólu frá Kára og Distu með röddum þeirra og barnanna, pabba, Ingimundar, Sínu og vinnufélögum Magga o.fl. Þetta var dásamleg jólasending og vel geymd. Árlega fengum við bréf og annál ársins, hann sagði allar helstu fréttir á svo skemmtilegan hátt og alltaf hverjir höfðu kvatt þetta til- verustig, sem við þekktum, þessi bréf voru og eru dýrmæt. Við þökkum af alhug trygga vin- áttu og allar góðar samverustundir fyrr og síðar og vottum Distu, börn- unum og öðrum ástvinum innilega samúð. Minningarnar lifa. Kristín og börn. ✝ Elskulegur eiginmaður, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR GUÐJÓNSSON vélstjóri, Ægisíðu 115, sem lést á líknardeild Landakotsspítala, þriðju- daginn 31. júlí, verður jarðsunginn frá Neskirkju, fimmtudaginn 9. ágúst kl. 13. Hólmfríður Jónasdóttir, Þórunn Ólafsdóttir, Sigurður H. Björnsson, Snorri Páll Sigurðsson, Hólmfríður Björk Sigurðardóttir. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, FRIÐBERTS HALLDÓRSSONAR, Vallargötu 6, Súðavík, sem lést miðvikudaginn 18. júlí. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki heimahjúkrunar á Ísafirði fyrir ein- staka umhyggju og hlýtt viðmót. Kristjana Magnea Jónatansdóttir, Halla Valdís Friðbertsdóttir, Árni Marinósson, Hinrik Halldór Friðbertsson, Guðmunda Jóna Pétursdóttir, Ingibjörg Jóna Friðbertsdóttir, Árni Zophoníasson, Ægir Páll Friðbertsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, RAGNHEIÐUR GUÐBRANDSDÓTTIR GUÐJOHNSEN, áður til heimilis í Hvassaleiti 58, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 10. ágúst kl. 13.00. Stefán Guðjohnsen, Árný J. Guðjohnsen, Eiður Guðjohnsen, Arnrún Sigfúsdóttir, Guðbrandur Þór Guðjohnsen, barnabörnin og fjölskyldur þeirra. Okkar ástkæri, STEFÁN JÓNSSON lífefnafræðingur, lést sunnudaginn 29. júlí. Útförin verður gerð frá Langholtskirkju fimmtu- daginn 9. ágúst kl. 13:00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á styrktarsjóð MS-félags Íslands, sími 568 8620. Týr Fáfnir Stefánsson, Marta Bjarnadóttir, Sigurbjörn Ingi Sigurðsson, Jón Stefánsson, Jóhanna Lind Ásgeirsdóttir, Áslaug Högnadóttir, Heiðdís Lilja Magnúsdóttir, Júlíana Rut Jónsdóttir, Ásrún Jónsdóttir, Ólafur Daði Jónsson, Hallveig Sigurbjörnsdóttir, Linda Lovísa Sigurbjörnsdóttir, makar og börn þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.