Morgunblaðið - 08.08.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.08.2007, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Tblisi. AP, AFP. | Stjórnvöld í Georgíu sökuðu Rússland í gær um að hafa gert „ódulda árás“ á landið. Þau full- yrtu að tvær rússneskar árásarþotur hefðu komið óboðnar inn í lofthelgi landsins og skotið eldflaug sem lent hefði fáum metrum frá byggðu bóli. Flaugin sprakk þó ekki. Rússar hafa neitað þessari ásökun. Innanmálaráðherra Georgíu sagði í samtali við AP-fréttastofuna að af- leiðingarnar hefðu orðið skelfilegar hefði flaugin sprungið. Hann sagði sprengjusérfræðinga nú vera að ræða hvernig best yrði að með- höndla hana, en hún mun vera um tonn að þyngd. Sendiherra Rússlands í Georgíu, sem og talsmaður rússneska flug- hersins, þvertók fyrir að árásin hefði átt sér stað. Ásakanir á víxl „Þetta er prófraun fyrir Georgíu og alþjóðasamfélagið, þar sem reynt er á hversu hörð viðbrögð okkar verða, áður en skipulagning alvar- legra tilrauna til að eyðileggja frið- arferlið hefst. Við verðum að svara af festu,“ sagði varautanríkisráðherra Georgíu, Nika Vashakidze í gær. Þar vísaði hann til þess að flaugin lenti skammt frá Suður-Ossetíu, en Georgía hefur löngum sakað Rúss- land um að styðja sjálfstæðissinna bæði þar og í Abkhaziu. Boris Chochiyev, varaforsætisráð- herra í stjórn aðskilnaðarsinna í Suður-Ossetíu, segir Georgíumenn sjálfa hafa sent flaugina til þess að ögra Rússum. „Rússland er sá aðili sem tryggt getur stöðugleika á svæðinu og Rússland vill ekki hvetja til átaka.“ Yfirmaður rússneska frið- argæsluliðsins í Suður-Ossetíu tók í sama streng - hann sagði flaugina hafa komið frá óþekktri flugvél sem flogið hefði yfir Suður-Ossetíu og skotið hefði verið á hana frá jörðu áð- ur en flauginni var sleppt. Skotið að Georgíu frá Rússlandi Reuters Sönnunargagna leitað Sérfræðingur rannsakar leifar flaugarinnar sem lenti í nágrenni Tbilisi í gær, án þess þó að springa. Í HNOTSKURN »Samskipti Rússlands ogGeorgíu hafa verið stirð síðustu ár, en Georgía horfir æ meira til vesturs og hefur hug á að ganga í NATO. »George W. Bush banda-ríkjaforseti studdi núver- andi stjórn Georgíu þegar hin svokallaða rósabylting var gerð árið 2003. UNICEF, Save the Children og fleiri hjálpar- stofnanir hafa sett fram kröfur um að allar aug- lýsingar á ung- barnamjólk eigi að banna. Sam- tökin segja aug- lýsingarnar hafa þau áhrif að mæð- ur hætti fyrr með börn sín á brjósti og að þær gefi ranglega í skyn að mjólkin sé sambærileg við brjósta- mjólkina. Brjóstagjöf er ráðlögð í sex mánuði eftir fæðingu en aðeins um 25% kvenna í Bretlandi gefa barni sínu brjóst þann tíma. Í Bretlandi er bannað að auglýsa mjólk fyrir börn undir sex mánaða aldri en samtökin segja framleið- endur nota sömu smugur í kerfinu og tóbaksframleiðendur, sama útlit sé á mjólkinni fyrir allan aldur. Vilja banna all- ar auglýsingar MILLJÓNIR manna þurfa að þola hungursneyð eftir verstu flóð sem sést hafa um áratugaskeið í Suður- Asíu. Flóðin eru talin hafa bein áhrif á líf 28 milljóna manna í Indlandi, Bangladesh og Nepal, en 1.900 hafa þegar farist að sögn AFP-fréttastofunnar. Margir óttast að farsóttir muni taka að gerjast í vatninu og sýkja þær milljónir manna sem nú eru á ver- gangi. Hjálparlið reyna nú hvað mest þau mega að koma matarbirgðum til hungraðs flóttafólksins en víða eru samgöngur erfiðar. Reuters Verstu flóð í S-Asíu í áratugi Peking. AP, AFP. | Þegar kínversk stjórnvöld tryggðu sér réttinn til að halda Ólympíuleikana árið 2008 í Peking sögðu þau að leikarnir myndu hafa í för með sér aukin borg- araleg réttindi í landinu, segir Amensty International í skýrslu sem birt var í gær. Samtökin fullyrða í skýrslunni að Kínverjar hafi brotið þau loforð sem gefin voru á meðan á valinu á leikvangi stóð með því að fangelsa fjölmiðlafólk, stoppa starf- semi fjölmiðla sem fjalla um fé- lagslegar breytingar og færa í aukana eftirlit með, og misnotkun á, pólitískum og trúarlegum andófs- mönnum. Að auki hafa hinar lang- vinnu deilur um Tíbet blandast í mál- ið, en sex erlendir mótmælendur voru handteknir í gær í Kína. Margir mótmæla Skýrslur á borð við þessa hafa streymt fram á sjónarsviðið síðustu daga, vikur og mánuði. Í gær hvöttu Samtök til varnar blaðamönnum stjórnvöld í Peking til þess að sleppa 29 blaðamönnum sem eru í haldi, en á mánudag mótmæltu blaðamenn höftum á frjálsri fjölmiðlun í Kína og voru allnokkrir þeirra handteknir í kjölfarið. Samtökin fóru einnig fram á það við Alþjóða ólympíunefndina að hún myndi þrýsta á Kínverja að rýmka tjáningarfrelsi fjölmiðlafólks. Jacques Rogge, forseti nefndarinn- ar, sagði í skeyti til AFP-fréttastof- unnar að það væri ekki í valdi nefnd- arinnar að beita slíkum þrýstingi. 40 þjóðkunnir kínverskir andófs- menn sendu í gær opið bréf til stjórnvalda. „Okkur er engin fróun í því að mikilfengleg íþróttamannvirki rísi, að Peking sé fegruð tímabundið eða að kínverskir íþróttamenn eygi möguleika á því að vinna verðlauna- peninga. Við vitum allt of vel að þessi dýrð er byggð á rústum lífa al- mennra borgara,“ sagði í bréfinu. „Slagorð Ólympíuleikanna ‘einn heimur, einn draumur’ ætti líka að eiga við kínversku þjóðina,“ sagði Bao Tong við AFP-fréttastofuna. Úlfúð í kringum Ólympíuleika Reuters Kúnstir Ungur íþróttamaður æfir stíft í íþróttahúsi í Peking. Ólympíuhugsjónir hunsaðar í Peking FORELDRAR Madelenie, sem hvarf af hótelherbergi í Portúgal fyrr á árinu, neita að trúa því að dóttir þeirra sé dáin, þrátt fyrir fréttir um að blóð hafi fundist á hótelherberg- inu. Þau neituðu að tjá sig um mögu- legan fund lögreglunnar. Fram hef- ur komið í Daily Telegraph að blóð hafi fundist á vegg í herberginu og tilraun hafi verið gerð til að þurrka það af. Bíði það nú DNA-rann- sóknar. Lögreglan í Portúgal hefur þó ekki staðfest fréttirnar en segir foreldrana ekki liggja undir grun. Madeleine talin hafa verið myrt London. AP, AFP. | Árið 2001 braust út gin- og klaufaveikifaraldur í sveitum Bretlands og talið er að allt að 10 milljónum nautgripa hafi verið farg- að. Í kjölfarið fylgdu hörð útflutn- ingsbönn sem höfðu alvarlegar efna- hagslegar afleiðingar í för með sér. Í gær var staðfest að sjúkdómur- inn hefði greinst á öðru kúabúi, í Surrey, ekki langt frá því þar sem sjúkdómurinn fannst í síðustu viku. Samkvæmt fréttavef breska ríkis- útvarpsins, BBC, telja farsóttar- fræðingar nú að hugsanlega megi rekja smitið til flóðanna sem farið hafa um Bretland í sumar. Roger Pride, sem rekur býlið þar sem smit- ið fannst fyrst, telur sennilegt að flóðin hafi valdið því að holræsi fyllt- ust og flæddu inn á akrana. Enn hef- ur ekki verið staðfest hvort rann- sóknarstofa í grennd við býlið þar sem smitið fannst fyrst beri ábyrgð á því að vírusinn barst í gripina. Ýmis lönd hafa gripið til aðgerða til þess að hefta útbreiðslu sjúkdóms- ins. Í Ástralíu er farangur allra sem koma inn í landið frá Bretlandi skoð- aður sérstaklega, og skóbúnaður þeirra sem verið hafa í breskum sveitum sótthreinsaður. Í Kýpur þurfa allir sem koma frá Bretlandi að ganga yfir sótthreinsandi mottur. Sum lönd hafa með öllu bannað inn- flutning á kjötvörum frá Bretlandi en önnur hafa aukið eftirlit með honum. Bretar óttast annan gin- og klaufaveikifaraldur NÝR meirihluti tók við í efri deild japanska þingsins í gær, en stjórnin beið afhroð í kosningum í síðasta mánuði. Nýi meirihlutinn segist hafa ýmislegt á prjónunum, t.d. að krefjast þess að Japan hætti stuðn- ingi við aðgerðir Bandaríkjamanna í Írak. Þó ber að hafa í huga að í neðri deildinni eru stjórnarflokk- arnir með meirihluta og er hún öllu áhrifameiri en sú efri. Ný stjórn tekur við í Japan NÁMUTÆKI í tonnatali og 134 manns unnu í gær að björgun sex manna eftir að náma féll saman á mánudagsmorgun. Mennirnir eru taldir vera á 0,5 km dýpi og þarf að grafa um það bil 610 m langa leið til að ná til þeirra. Í gær var björg- unarleiðangurinn aðeins kominn 95 metra áleiðis. Ekki er vitað hvort mennirnir eru á lífi. Kolanáma hrundi í Utah BRETAR hafa farið fram á það að fimm fyrrum íbúum Bretlands verði sleppt úr haldi Bandaríkja- manna í fangabúðunum í Guant- anamo. Þetta er allnokkur stefnu- breyting hjá Bretum, því mennirnir eru ekki breskir ríkisborgarar, heldur voru þeir einungis búsettir í Bretlandi fyrir handtökuna. Ýmist hafði verið tekið við þeim á þeim forsendum að þeir væru flótta- menn, hælisleitendur eða að þeir höfðu fengið dvalarleyfi í landinu. Stjórnvöld sögðu þetta gert vegna fyrirætlana Bandaríkjanna um að fækka föngum í Guantanamo. Bretar vilja fanga lausa MÓÐIR þriggja barna í Espoo í Finnlandi hefur verið handtekin, grunuð um að hafa myrt tveggja ára son sinn og átta ára tvíburadæt- ur sínar. Lík barnanna fundust í fjölbýlishúsi í úthverfi Espoo. Drengurinn bjó hjá móður sinni en tvíburasysturnar hjá föður sínum og voru þær í heimsókn hjá móð- urinni. Grannkona móðurinnar sagði í viðtali við Iltalehti að hún hefði heyrt sáran barnsgrát úr íbúðinni mánudagsnóttina. Þrjú börn fundust látin í íbúð í Finnlandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.