Morgunblaðið - 08.08.2007, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 08.08.2007, Blaðsíða 37
SÝNINGAR Á SÖGULOFTI MR. SKALLAGRIMSSON - höf. og leikari Benedikt Erlingsson 11/8 kl. 20 Uppselt, 12/8 kl. 15 laus sæti, 12/8 kl. 20 Uppselt, 18/8 kl. 20 Uppselt, 19/8 kl. 15 laus sæti, 19/8 kl. 20 Örfá sæti, 30/8 kl. 20 laus sæti, 31/8 kl. 20 Uppselt, 8/9 kl. 20 laus sæti, 9/9 kl. 20 laus sæti, 14/9 kl. 20 laus sæti, 15/9 kl. 20 laus sæti, 22/9 kl. 20 laus sæti, 23/9 kl. 20 laus sæti, 28/9 kl. 20 laus sæti, 29/9 kl. 20 laus sæti, Miðaverð kr. 2900 - ATH! Staðfesta þarf miða með greiðslu viku fyrir sýningu Leikhústilboð í mat: Súpa, fiskréttur og kaffi kr. 2600 Súpa, kjötréttur og kaffi kr. 3200 Miða- og borðapantanir í síma 437 1600 Nánari upplýsinar www.landnamssetur.is 1. Relentless – Simon Kernick 2. The Memory Keeper’s Daug- hter – Kim Edwards 3. The House at Riverton – Kate Morton 4. A Spot of Bother – Mark Had- don 5. One Good Turn – Kate Atkinson 6. Getting Rid of Matthew – Jane Fallon 7. Half of a Yellow Sun – Chimam- anda Ngozi Adichie 8. Salmon Fishing in the Yemen – Paul Torday 9. The Inheritance of Loss – Kiran Desai 10. A Thousand Splendid Suns – Khaled Hosseini Waterstone’s 1. Harry Potter & the Deathly Hallows – J.K. Rowlin 2. The Secret – Rhonda Byrne 3. The Water’s Lovely – Ruth Ren- dell 4. A Place Called Here – Cecelia Ahern 5. A Thousand Splendid Suns – Khaled Hosseini 6. Lisey’s Story – Stephen King 7. Icepick: Icelandic Street Art – Þórdís Claessen 8. Last Testament – Sam Bourne 9. Blind Willow, Sleeping Woman – Haruki Murakami 10. A Mission Song – John le Carré Eymundsson MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2007 37 Tónlistarmaðurinn Lee Hazle-wood lést síðastliðinn laug-ardag, 78 ára að aldri. Hazlewood átti að baki litríkan feril í tónlistarheiminum þar sem hann reyndi m.a. fyrir sér sem söngvari, lagahöfundur, framleiðandi og plötusnúður. Hann samdi, fram- leiddi og tók upp ófáa smelli á rúm- lega hálfrar aldar ferli sínum en frægasta lagasmíð hans er senni- lega lagið These Boots are Made for Walking sem sló í gegn í flutningi Nancy Sinatra.    Sérvitur kántrí-poppsnillingur,Barton Lee Hazlewood, fæddist árið 1929 í Mannford, Oklahoma. Á yngri árum starfaði hann sem plötu- snúður og smám saman sannfærðist hann um að hann gæti samið, útsett og tekið upp tónlist sem væri engu síðri en sú sem hann spilaði fyrir hlustendur sína og upp úr því hóf hann að reyna fyrir sér við tón- smíðar.    Kántríslagarinn The Fool varfyrsta lag Hazlewoods sem náði verulegum vinsældum í flutn- ingi Sanford Clark árið 1956. Næstu 50 árin lifði og hrærðist Hazlewood í tónlistargeiranum en átti óhefð- bundinn feril og kom víða við. Þekktastur er hann sennilega fyrir samstarf sitt með Nancy Sinatra en á sjöunda áratugnum átti hann stór- an þátt í að skjóta henni upp á stjörnuhimininn. Hún hafði þá í nokkur ár reynt að brjótast fram á sjónarsviðið en ekki haft erindi sem erfiði. Hazlewood endurskapaði ímynd Sinatra, lítil sæt stúlka breyttist í unga en veraldarvana konu auk þess sem söngstíll Nancy breyttist og færðist neðar í tónstig- ann.    Afrakstur samvinnu þeirra Sinatraog Hazlewoods gerði Sinatra af einni af skærustu kvenstjörnum ára- tugarins. Smellir á borð við These Boots Are Made for Walking og So- methin’ Stupid sem Nancy söng með Frank föður sínum héldu Nancy í sviðsljósinu en Hazlewood samdi og framleiddi mörg af frægustu lögum hennar. Árið 1968 gerðu Hazlewood og Sinatra saman plötuna Nancy and Lee sem innihélt m.a. slagarana Some Velvet Morning og Down from Dover. Lagasmíðar og upp- tökutækni Hazlewoods á þessum ár- um þóttu stórmerkilegar og höfðu áhrif á ekki ómerkari menn en upp- tökustjórann Phil Spector og Beach Boys-forsprakkann Brian Wilson.    Á síðari árum bjó Hazlewood íSvíþjóð og Bandaríkjunum og hélt áfram að senda frá sér tónlist, bæði einn síns liðs og með öðrum. Hann hugðist nokkrum sinnum setj- ast í helgan stein en sneri sér ávallt aftur að tónlistinni. Síðasta plata hans, Cake or Death, kom út í lok ársins 2006 en á síðustu áratugum hefur tónlist Hazlewoods náð til nýrra áheyrenda og vinsældir hans vaxið á ný. Nýjar kynslóðir upp- götvuðu tónlist Hazlewoods, plötur hans voru endurútgefnar og á tón- leikum vakti hann mikla lukku. Árið 2002 kom út safnskífan Total Lee! þar sem listamenn á borð við Jarvis Cocker, Lambchop, St Etienne og Erlend Øye tóku lög Hazlewood og klæddu þau í nýjan búning en af öðrum sem hafa gert lög Hazlewo- od að sínum má nefna Nick Cave, Primal Scream og Courtney Love.    Hazlewood hefur um nokkurtskeið verið í uppáhaldi hjá undirrituðum og þá einna helst fyrrnefnd plata hans og Nancy Si- natra og platan Trouble is a Lone- some Town þar sem Lee syngur um fæðingarstað sinn, bæinn Mann- ford, og íbúa hans. Samspil Nancy og Lees er lifandi og skemmtilegt, léttri og unglegri röddu Nancy er stillt upp gegn þykkum suð- urríkjahreim og djúpri barítónrödd Lees. Textar Hazlewoods eru oft margræðir og í þeim er tekist á við erfið og umdeild viðfangsefni á borð við kynlíf, eiturlyf og dauðann.    Í laginu We All Make the FlowersGrow söng Hazlewood um hvernig dauðinn bugar okkur öll á endanum. Eftir þriggja ára baráttu við krabbamein kvaddi Lee Haz- lewood þennan heim, arfleifð hans verður tónlistin sem hann sendi frá sér og heldur áfram að finna nýja áheyrendur. Öll látum við blómin gróa AF LISTUM Karl Tryggvason » Afrakstur samvinnuþeirra Sinatra og Hazlewoods gerði Si- natra af einni af skær- ustu kvenstjörnum ára- tugarins. AP Góð saman Lee Hazlewood and Nancy Sinatra syngja í hljóðveri. Ljósmyndin er ódagsett en líklega frá 1968. ktryggvason@gmail.com Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is LJÓTLEIKINN, reiðin og lætin sem fylgdu pönk- inu og tröllriðu Bretlandi í lok áttunda áratug- arins og í byrjun þess níunda, mynda sögusvið glæpasögunnar The Singer eftir Cathi Unsworh, fyrrum blaðamann breska tónlistartímaritsins Melody Maker. Þessi blanda pönks og reyf- ara hljómar nógu athyglisverð ein og sér til að lesa enda óhætt að segja að slíkar bókmenntir séu vandfundnar. Þá er kannski ekki hlaupið að því að moða skáldsögu úr pönksenunni svo að vel sé en Unsworh nær engu að síður að varpa fram flottri og trú- verðugri mynd af tónlistariðn- aðinum á þessu tímabili, með öllum tilheyrandi látum og ljótleika, sem hún vefur svo utan um snjalla glæpasögu. Sagan hefst í nútímanum, um tveimur áratugum eftir blómatíma pönksins, og segir frá tónlistarblaða- manninum Eddie Bracknell. Blaða- maður þessi hyggst skrifa bók um pönk-goðsögn að nafni Vincent Smith úr hljómsveitinni Blood Truth sem var alræmd á pönktímabilinu fyrir ofbeldisfulla hegðun á sviði, dólgslæti, dónaskap og aðra ógæfu sem tilheyrir sannri pönkhljómsveit. Sveitin átti meðal annars í hat- römmu stríði við Sex Pistols og Clash um sviðsljósið. Með gerð bók- arinnar ætlar Eddie að komast til botns um dularfullt hvarf söngvar- ans, um tuttugu árum fyrr, en hann var sagður hafa hlaupist á brott með Sylvíönu, heimilislausri stúlku sem framdi sjálfsmorð hálfu ári síðar. Í leit sinni að sannleikanum um örlög Vincent Smith grefur Eddie upp fyrrum hljómsveitarmeðlimi, kær- ustur, vini og samstarfsfólk, sem gefa honum brotakennda mynd af lífi söngvarans en lýsa um leið þau einu merkilegasta tímabili í tónlist- ar- og menningarsögu síðustu aldar. Texti bókarinnar skilar tíðaranda pönksins sérlega vel og það leynir sér ekki að rithöfundurinn og fyrr- um tónlistarblaðamaðurinn Uns- worth hefur góða þekkingu á um- ræddu tímabili. En burtséð frá pönkinu öllu þá er The Singer prýði- leg og spennandi glæpasaga sem gengur upp í alla staði. Forvitnilegar bækur: The Singer Dularfullt hvarf pönkara The Clash Breska pönksveitin kemur meðal annars við sögu í bókinni The Singer eftir Cathi Unsworth. Sögusvið bókarinnar er blómatími pönksins. 1. A Thousand Splendid Suns – Khaled Hosseini 2. The Secret Servant – Daniel Silva 3. The Quickie – James Patterson and Michael Ledwidge 4. High Noon – Nora Roberts 5. The Tin Roof Blowdown – James Lee Burke 6. Lean Mean Thirteen – Janet Ev- anovich 7. Up Close and Dangerous – Linda Howard 8. Justice Denied – J. A. Jance 9. The First Commandment – Brad Thor 10. Thursday Next – Jasper Fforde New York Times METSÖLULISTAR» ERLENDAR BÆKUR» SKÁLDSAGAN The Crimson Pe- tal and the White eftir Michel Fa- ber vakti gríð- arlega athygli þegar hún kom út fyrir nokkrum ár- um og seldist vel enda var hún mögnuð lesning og bráð- skemmtileg. Bókin segir frá ungri vændiskonu sem álappalegur auð- kýfingur tekur frillutaki, auk- inheldur sem hún gefur einkar fróð- lega innsýn í líf manna á Englandi um þarsíðustu aldamót. Þó bókin hafi verið ríflega 800 síð- ur að lengd þótti mörgum lesendum sem ekki væri öll sagan sögð, þeir vildu vita meira um örlög vænd- iskonunnar ungu, Sugar, og eins hvað varð um margar af aðal- persónum bókarinnar, sem flestar eru mönnum ógleymanlegar, sér- staklega þó eiginkona auðkýfings- ins. Svar við því er smásagnasafnið The Apple, sem kom út um daginn, en í því eru sjö sögur sem snerta persónur úr áðurnefndri bók, þar af þrjár sem segja frá Sugar fyrir og eftir atburðarásina í The Crimson Petal and the White. Síðasta sagan í The Apple gerist einmitt mörgum árum eftir flóttann í lokin á þeirri bók, en sögumaður er sonur Sophie sem rifjar upp sitthvað úr æsku sinni. Reyndar segir sú saga ekki bein- línis frá því hvernig fór, en þó nóg til þess að lesendur verði sáttir og í raun betra að það sé gert á þennan hátt, því hver getur túlkað sitt hvað eins og honum hugnast best. Sú saga er líka veigamest í bók- inni og mest um vert fyrir aðdá- endur The Crimson Petal and the White að komast í hana. Að því sögðu er ástæða til að hvetja alla sem vettlingi geta valdið að lesa The Crimson Petal and the White og víst er að þeir vilja lesa The Apple í kjölfarið. Sagan öll The Apple: New Crimson Petal Stories eftir Michel Faber. 224 bls. kilja. Árni Matthíasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.