Morgunblaðið - 08.08.2007, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 08.08.2007, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2007 43            Ljósmyndari: Þórir N. Kjartansson Nafn myndar: Komið með kvöldmatinn Verðlaun fyrir mynd vikunnar eru: 50 fríar 10 x 15 myndir << 1.verðlaun Kodak EasyShare Z712 IS 2.verðlaun Kodak EasyShare V610 3.verðlaun Samsung Digimax i6 PMP www.heimili.is - Síðumúla 13 Finnbogi Hilmarsson, Einar Guðmundsson og Bogi Pétursson löggiltir fasteignasalar Hólmgarður - efri sérhæð Perlukór - efri sérhæð m/bílskýli Opið mán.- fös. frá kl. 9-17 Sími 530 6500 Falleg mikið endurbætt, fimm herbergja, 140 fm efri sérhæð í Fossvogin- um. Þrjú stór svefnherbergi, tvær stofur og tvö baðherbergi. Stór garður í góðri rækt, hellulagðar upphitapar stéttir og suður svalir með góðu útsýni. Möguleiki á viðbyggingu og stækkun. Góð eign á rólegum vinsælum stað. Bogi Molby Pétursson Lögg. fasteignasali Sími: 530 6500 Gsm: 699 3444, bogi@heimili.is Vönduð vel skipulögð 4ra herbergja, 110 fm efri sérhæð á einstökum út- sýnisstað Kórahverfi Kópavogs. Óskert útsýni yfir Elliðavatn, Heiðmörk og víðar. Mikil lofthæð í stofum, stórar góðar svalir, fallegar innréttingar og gólfefni ásamt vönduðum tækjum. Stæði í lokuðu bílskýli og leiktæki fyrir börnin í fallegum garði. Skoðunartíma veitir Bogi Molby Pétursson lögg. fasteignasali í skrifstofusíma og 6993444. INNIPÚKAR og aðrir sem ekki áttu heimangengt um versl- unarmannahelgina notuðu tímann til að fara í bíó, og flestir þeirra völdu að sjá kvikmyndina um Simpson- fjölskylduna. Alls hafa tæplega 36 þúsund manns séð myndina um ævintýri Hómers, köngulóarsvínsins og allra hinna í Springfield, síðan myndin var frumsýnd hér á landi fyrir tveimur vikum. Viðtökurnar hafa verið viðlíka víða um heim en myndin sat í efstu sætum aðsóknarlista í öllum þeim 75 löndum sem hún er sýnd í eftir síð- astliðna helgi. Í Bandaríkjunum varð Hómer þó að víkja úr toppsæti aðsóknarlistans fyrir sér stæltari og útsjónarsamari kvikmyndastjörnu en þriðja myndin um hin slungna Jason Bourne var frumsýnd þar vestra um helgina. Myndin nefnist The Bourne Ul- timatum og þykir ekki síðri en fyrri myndirnar tvær. Bourne er hins vegar ekki vænt- anlegur hingað til lands fyrr en síð- ar í mánuðinum svo Hómer bless- aður ætti að geta setið óáreittur á toppnum að minnsta kosti þangað til. Harry Potter-mánuðurinn Önnur hörkutól eru einnig vænt- anleg í kvikmyndahús í dag en það eru hinir síbreytilegu Transformers. Það er spurning hvernig þeim vegn- ar í baráttunni við hinn kleinu- hringjaglaða Hómer og hans slekt. Ef júlímánuður þyrfti að vera eignaður einum manni þá væri sá án efa Harry Potter. Síðasta bókin um hann kom í verslanir víða um heim og fimmta kvikmyndin um hann var frumsýnd. Sú situr í öðru sæti tekju- lista íslensku kvikmyndahúsanna og trúlega engum að óvörum. Nýliðar vikunnar raða sér í þriðja og fjórða sæti listans, en þær eru eins ólíkar og hugsast getur. Sú fyrri nefnist Nancy Drew og þekkja margir stúlkuna þá frá bók- um sem um hana voru skrifaðar snemma á síðustu öld. Það er Emma Roberts, frænka Juliu Roberts, sem er í hlutverki hinnar ráðagóðu Nancy. Planet Terror hreiðrar hins vegar um sig í fjórða sæti listans en þar eru blóðsúthellingar og vélmenni meira áberandi en ráðagóðar stúlku- kindur. Myndin er sem kunnugt er annar hluti samstarfsverkefnis Roberts Rodriguez og Quentins Tarantinos sem bar yfirskriftina Grindhouse. Úr urðu tvær myndir, Planet Terror og Death Proof, sem situr í áttunda sæti aðsóknarlistans. Hómer Simpson og köngulóarsvínið hans        *D- (                    !" #   $  % ! % &' ()# ! * +,# '               Svöl Simpson fjölskyldan er vinsæl víða um heim...eins og Bítlarnir. Tekjuhæstu myndirnar á Íslandi POPPARINN Justin Timberlake er tilnefndur til sjö verðlauna MTV Video Music Awards, eða Tónlistar- myndbandaverðlauna MTV. R&B- gyðjan Beyoncé Knowles er með jafnmargar tilnefningar. Á hæla þeim koma Kanye West og Rihanna með fimm tilnefningar hvort. Breska nýstirnið Amy Winehouse er tilnefnt í þremur flokkum. Að venju verður flutt heilmikil tónlist á hátíðinni og mun hún verða í hönd- um West, Winehouse, Rihanna, Fall Out Boy, Lily Allen, Chris Brown og Foo Fighters. Fleiri munu að öllum líkindum bætast í þann hóp á næstu dögum. MTV er ekki lengur tónlistarmynd- bandarás, en heldur þó verðlaun- unum til streitu. Tilnefnd til sjö verðlauna Reuters Sjóðheit Beyoncé Knowles með ónefndum dansara á tónleikum. ROKKSVEITIN Van Halen ætlar að leggja í 50 tón- leika ferð í októ- ber og það með upphaflegum söngvara sveit- arinnar, David Lee Roth. Roth hætti í sveitinni um miðjan níunda áratuginn og hóf sóló- feril. Nú mun hann endurnýja kynni sín af stofnendum sveitarinnar, gít- arleikaranum Eddie Van Halen og bróður hans, trommuleikaranum Alex Van Halen. Bassaleikarinn Wolfgang Van Halen, sonur Eddies, verður með í för. Eddie lauk nýverið meðferð við áfengissýki og mun vera fær í flest- an sjó, sagður hraustlegur og hress. Sveitin hélt seinast í hljómleikaferð árið 2004 og var aðsókn afar góð. Roth með Van Halen David Lee Roth

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.