Morgunblaðið - 08.08.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.08.2007, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR LANDSPÍTALINN verður reyk- laust sjúkrahús frá næstu áramót- um þegar skrefið verður stigið til fulls og síðasta reykherberginu lok- að. Ekki verður lengur leyft að reykja á sjúkrahúsinu eða í næsta nágrenni þess en nokkur reyk- herbergi hafa verið opin fyrir sjúk- linga. Reykherbergin hafa valdið öðr- um sjúklingum og starfsfólki ónæði og oft verið kvartað vegna þeirra, segir í tilkynningu frá LHS. Vegna þessa og af heilbrigð- isástæðum verður reykherbergj- unum lokað, fyrst í aðalbyggingum við Hringbraut og í Fossvogi 15. ágúst nk. og síðan á geðsviði, Landakoti og á Grensási 1. janúar 2008. Starfshópur á vegum for- stjóra LSH, sem í sitja fulltrúar frá læknaráði, hjúkrunarráði, starfs- mannaráði, siðanefnd og skrifstofu starfsmannamála, hefur unnið að stefnu um reykleysi sjúkrahússins og lagt fram leiðbeiningar fyrir starfsfólk sem sinnir sjúklingum. Höfð er að leiðarljósi bætt líðan og betri heilsa sjúklinga og fjölskyldna þeirra. Lögð verður áhersla á að sjúk- lingar á LSH sem reykja fái fræðslu og ráðgjöf frá læknum og hjúkr- unarfræðingum og stuðning við að takast á við reykleysi meðan þeir dvelja á sjúkrahúsinu. Morgunblaðið/Júlíus Landspítalinn verður reyklaus frá og með næstu áramótum ÍSLENSKAR friðarhreyfingar standa að kertafleytingu á Reykja- víkurtjörn fimmtudaginn 9. ágúst. Safnast verður saman við suðvest- urbakka Tjarnarinnar klukkan 22.30 en þar mun Gunnar Her- sveinn heimspekingur flytja stutt ávarp. Fundarstjóri verður Heiða Eiríksdóttir tónlistarmaður. Að venju verða flotkerti og frið- armerki seld á staðnum. Kertum verður einnig fleytt á Akureyri við Minjasafnstjörnina á sama tíma, kl. 22.30. Ávarp flytur Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæj- arlögmaður. Flotkerti verða seld á staðnum Fleytt er kertum í minningu fórn- arlamba kjarnorkueldanna í jap- önsku borgunum Hírósíma og Nagasakí dagana 6. og 9. ágúst 1945. Þetta er tuttugasta og þriðja kertafleytingin á Tjörninni af þessu tilefni. Fyrsta kertafleytingin var í ágúst 1985 þegar 40 ár voru liðin frá kjarnorkuárásunum. Morgunblaðið/Þorkell Friðarstund Safnast verður saman við Tjörnina á fimmtudaginn. Kertum fleytt á fimmtudag MÆLINGAR á fjölda svifþörunga í sjósýnum úr Eyja- firði benda til hættu á þörungaeitrun í kræklingi og öðr- um skelfiski þar. Er fólk því varað við neyslu skelfisks úr firðinum sem stendur. Tvær tegundir eiturþörunga eru þar yfir viðmið- unarmörkum og er því talin veruleg hætta á að kræk- lingur og annar skelfiskur sé óhæfur til neyslu. Þessir eiturþörungar geta annars vegar valdið lömunareitrun og hins vegar niðurgangseitrun. Fiskistofa tekur viku- lega sýni í Eyjafirði og Breiðafirði í forvarnaskyni og Umhverfisstofnun tekur sýni í Hvalfirði, sem er vinsæll kræklingatínslu- staður meðal fólks á höfuðborgarsvæðinu. Hafrannsóknastofnun sér um að rannsaka sýnin sem tekin eru. Niðurstöðurnar eru birtar vikulega á heima- síðu Hafrannsóknastofnunar, www.hafro.is og eru þeir sem ætla sér að neyta skelfisks af þessum svæðum hvattir til þess að fylgjast með ástandinu og gæta varúðar. Varað við neyslu skelfisks BISKUP Íslands auglýsti í Morg- unblaðinu á laugardaginn laust til umsóknar embætti prests við Dóm- kirkjuna í Reykjavík. Embættið veitist frá 1. október nk. og er um- sóknarfrestur til 4. september. Séra Hjálmar Jónsson gegndi þessu embætti, en hann var á dög- unum skipaður sóknarprestur við Dómkirkjuna. Því embætti gegndi áður sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson, sem sagði embættinu lausu í sumar. Laust embætti Í DAG, miðvikudag klukkan 17.30, mun Karl Sigurgeirsson biskup taka skóflustungu að nýrri kirkju í Grafarholti í Reykjavík. Biskupi til aðstoðar verða væntanleg ferming- arbörn sóknarinnar. Allir eru vel- komnir við athöfnina. Skóflustunga YFIRBORÐ Hálslóns, uppistöðu- lóns Kárahnjúkavirkjunar, er nú í rúmum 614 metrum yfir sjávar- máli. Vantar einungis tæpa 11 metra upp á að lónið fyllist. Byrjað var að láta renna í Hálslón í sept- ember á síðasta ári og hefur það hækkað jafnt og þétt. Gert er ráð fyrir að lónið verði alls um 57 fer- kílómetrar að stærð. Hálslón stækkar Að fyllast Yfirborðið er 614 m y.s. Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is „Eitt af því sem mig langaði að gera í lífinu var að ná þessum titli,“ sagði Héðinn Steingrímsson, nýbakaður stórmeistari í skák. Hann náði titlinum eftir yfirburða- sigur á stórmeistaramóti í Mladá Boleslav í Tékklandi sem lauk 5. ágúst sl. Héðinn vill tileinka titilinn minn- ingu Guðmundar Pálmasonar jarðeðlisfræðings og landsliðsmanns í skák, sem er nýlega látinn. „Ég heim- sótti Guðmund oft á árum áður og átti hann einna mest- an þátt í að móta mig sem skákmann,“ sagði Héðinn. Héðinn hefur verið einn virkasti skákmaður Íslend- inga undanfarið. Hann varð í 4. sæti á Reykjavík- urskákmótinu í ár, var taplaus á Evrópumeistaramóti taflfélaga 2006 og lenti þar í 5.-12. sæti ásamt félögum sínum sem er einn besti árangur íslensks liðs á alþjóð- legum vettvangi í seinni tíð. Þá vann Héðinn sterkt skákmót á Sardiníu á Ítalíu í vor og varð annar á Ís- landsmótinu 2006. Héðinn er nú búsettur í Þýskalandi ásamt konu sinni Steffi Botzelmann og hefur búið þar undanfarin þrjú ár. Aðspurður sagði Héðinn óljóst hvað nú tæki við. „Ég er á leiðinni í frí til Íslands. Við konan mín voru búin fyrir nokkru að ákveða að ganga þar á fjöll og hitta fjölskylduna og vini. Ég ætla líka að tala við skákvini mína en þeir hafa verið mjög duglegir að styðja mig.“ Aftur á sjónarsviðið Héðinn átti afar glæsilegan skákferil á bernsku- og æskuárum en hvarf síðan að mestu af sjónarsviðinu í um áratug. Hvað skýrir þá fjarveru? „Ég var í mjög ströngu háskólanámi í tölvunarfræði. Ég tefldi yfirleitt á sumrin og notaði sumarfrí frá námi fyrir skák. Þegar ég var kominn áleiðis í tölvunarfræð- inni fór ég að vinna við hugbúnaðargerð á sumrin og þá var sjálfhætt í skákinni,“ sagði Héðinn. Að lokinni B.Sc.-gráðu í tölvunarfræði vann Héðinn um þriggja ára skeið við smíði hugbúnaðar fyrir íslenska flug- umferðarstjórnunarkerfið og gafst þá ekki mikið tóm til skákiðkunar. Hann lauk mastersnámi í tölvunarfræði við Háskóla Íslands og vann að því loknu að rann- sóknum í taugaeðlisfræði (neuro-physics) við háskólann í Bremen í Þýskalandi. Í Bremen komst Héðinn í kynni við öflugan skákklúbb og þar vaknaði skákáhuginn aft- ur. Héðinn kynntist þar skákþjálfara og mætti til hans tvisvar í viku. Héðinn gekk til liðs við skákdeild Werder Bremen og hóf að tefla í þýsku deildarkeppninni, en hún er sú sterkasta í heimi. „Fyrstu leiktíðina mína treystu þeir í Bremen mér til að tefla á fyrsta borði í 2. deildarkeppninni, þótt ég væri ekki stigahæstur. Það gekk þannig að ég fékk átta vinn- inga af níu mögulegum,“ sagði Héðinn. Frammistaða hans var ein sú besta allra skákmanna í þýsku deilda- keppninni. Liðið hafði fallið um deild árinu áður og var takmarkið að falla ekki aftur. Eftir að Héðinn gekk til liðs við Werder Bremen unnu þeir allar viðureignirnar. „Það var eiginlega erfitt að hætta að tefla eftir það,“ sagði Héðinn. Werder Bremen varð í 1. sæti í þýsku deildarkeppninni og árið eftir í 2. sæti. Héðinn segir mikla breidd í skákinni í Þýskalandi og skáklífið þar fjölbreyttara en hér á landi. „Skákin hefur gengið mjög vel hjá mér í nokkurn tíma. Í rauninni hefur verið ákveðin stígandi hjá mér, jafnvel þó ég hafi ekki alltaf náð áfanga. T.d. á síðasta Reykjavíkurmóti var ég samt í verðlaunasæti og mjög nálægt áfanga. Ég hef hækkað mig í ELO-stigum jafnt og þétt. Það er freistandi að sjá hvort maður kemst ekki eitthvað lengra. Reyndar segja sumir reyndir skák- menn að oft sé það þannig að þegar menn hafi náð stór- meistaratitli sé erfiðara að halda framförum áfram. Ef ég held mínu striki þá ætti ég að hækka talsvert að stig- um og gæti einnig stefnt á að komast áfram í heims- meistaramótinu í skák.“ Vantar fjárhagslegan bakhjarl Íslenskir stórmeistarar í skák eiga rétt á launum úr launasjóði stórmeistara. Héðinn taldi líklegt að hann myndi þiggja þau laun fyrst um sinn, a.m.k. En hyggst hann þá gerast atvinnumaður í skák? „Ég var fyrst spurður þessarar spurningar fimmtán ára gamall, þegar ég varð Íslandsmeistari. Ég sagðist þá ekki hafa svo mikinn áhuga á því. Það hefur í sjálfu sér ekki breyst. Annars verður að ráðast hvað gerist, en mér þykir ólíklegt að ég kembi hærurnar sem skákmaður.“ Héðinn kveðst hafa talsverðan áhuga á að fá öflugan bakhjarl sér til stuðnings, líkt og t.d. norski stórmeist- arinn Magnus Carlsen hefur. „Ef ég hefði fyrirtæki á bakvið mig sem t.d. myndi sjá um að útvega mér þjálfara þá væri miklu auðveldara að ná lengra.“ Langaði að ná þessum titli Morgunblaðið/Ómar Stórmeistari Héðinn Steingrímsson er nú einn af fremstu skákmönnum landsins og nýorðinn stór- meistari í skák. Í HNOTSKURN »Héðinn Steingrímsson stórmeistari (fæddur1975) á glæsilegan feril sem skákmaður. Hann varð margoft Norðurlandameistari í sínum ald- ursflokki, heimsmeistari 12 ára og yngri 1987 og yngsti Íslandsmeistari sögunnar árið 1990. »Héðinn er tölvunarfræðingur og lauk M.Sc.-prófi frá Háskóla Íslands. Þá stundaði hann rannsóknir í taugaeðlisfræði í Þýskalandi. HÉÐINN Steingrímsson er hinn þrettándi í hópi íslenskra stór- meistara í skák, ef með eru taldir erlendir stórmeistarar karla og kvenna sem gerst hafa íslenskir ríkisborgarar. Ártölin í sviga við nöfn stórmeistaranna sýna hvenær þeir unnu til titilsins. Friðrik Ólafsson (1958), Guð- mundur Sigurjónsson (1975), Helgi Ólafsson (1985), Jóhann Hjartarson (1985), Margeir Pétursson (1986), Jón L. Árnason (1986), Hannes Hlíf- ar Stefánsson (1993), Helgi Áss Grétarsson (1994), Þröstur Þór- hallsson (1996) og Héðinn Stein- grímsson (2007). Auk ofantalinna hafa þrír skák- menn með stórmeistaratitil gerst íslenskir ríkisborgarar og eru því í hópi íslenskra stórmeistara í skák. Þau eru: Bobby Fischer frá Banda- ríkjunum, sem varð heimsmeistari í skák í einvígi aldarinnar í Reykja- vík 1972, og Hendrik Danielsen, stórmeistari frá Danmörku. Lenka Ptacnikova frá Tékklandi er stór- meistari kvenna í skák. Helgi Ólafsson, stórmeistari í skák og skólastjóri Skákskóla Ís- lands, benti á að Stefán Krist- jánsson hafi náð öllum áföngum til stórmeistaratitils í fyrrahaust, en eigi eftir að ná tilskildum fjölda ELO-stiga. Til að öðlast stórmeist- aratitil þarf skákmaður að ná þremur gildum áföngum að stór- meistaratitli og að hafa komist yfir 2.500 ELO-stig að styrkleika. Héð- inn Steingrímsson náði 2.505 ELO- stigum árið 1991, þegar hann var aðeins 16 ára gamall. Helgi sagði að í hópi alíslensku stórmeistaranna væru þeir Hannes Hlífar og Héðinn virkastir í þátt- töku á skákmótum nú. Nýverið var frá því greint að Friðrik Ólafsson myndi taka þátt í skákmóti í Hol- landi á næstunni. Hinir stórmeist- ararnir væru flestir farnir að sinna öðrum störfum. Helgi sagði að frammistaða Héð- ins kæmi sér ekki á óvart. „Hann er þrælskipulagður. Ég man að ég var stundum að stúdera með honum þegar hann var 15 ára. Hann var ekkert að dunda við þetta heldur tók skákina mjög föstum tökum,“ sagði Helgi. „Það var ótrúlegt af- rek hjá Héðni að verða Íslands- meistari 1990. Mótið sem hann vann var mjög sterkt. Þar tefldu m.a. Margeir Pétursson, Jón L. Árnason, Hannes Hlífar Stefánsson og Þröst- ur Þórhallsson. Héðinn fékk 9 af 11 vinningum sem var alveg magnað.“ Stórmeistarar Íslendinga Friðrik Ólafsson Bobby Fischer

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.