Morgunblaðið - 08.08.2007, Page 20

Morgunblaðið - 08.08.2007, Page 20
Ífyrsta lagi er það almenn-ingur sem þarf á þessumupplýsingum að halda, einn-ig starfsmenn í atvinnulíf- inu, í matvælaiðnaðinum og síðan fólk sem vinnur við rannsóknir eins og til dæmis í næringar- fræði.“ segir Ólafur Reykdal, verkefnastjóri hjá Matís. Gagnagrunnurinn sjálfur sem er kallaður Ísgem, og á sér nokkurra ára sögu, varð upprunalega til á Keldnaholti hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins og er þar ýmislegt forvitnilegt að finna sem varðar alla þá sem vinna innan mat- vælaframleiðslu, fyrir þá sem láta sig hollustu varða eða bara þá sem hafa áhuga á mat. Vefurinn býður þannig upp á tvennt sem er aðgengilegt hverj- um þeim sem áhugann hefur. Annarsvegar eru birtar upplýs- ingar um fjölmörg efni í 900 fæðu- tegundum og hinsvegar eru til töflur á pdf-formi þar sem auð- veldara er að bera saman ein- stakar fæðutegundir. „Ef einhver þarf að fá ítarlegar upplýsingar um einhverjar tiltekna fæðuteg- und þá er upplagt að nota gagna- grunninn.“ Hægt er að fletta upp fæðuteg- undum sem algengar eru á borð- um landsmanna og má þar t.d. finna kjötfars sem inniheldur þrjá þungmálma, blý, kvikasilfur og kadmín sem eru ágætis dæmi um óæskileg efni sem finnast í ís- lenskri matvöru. Fyrst og fremst er þó ítarlegt yfirlit yfir nauðsyn- leg næringarefni í matvælum. Matís gefur þannig upp bæði æskileg og óæskileg efni sem finn- ast í fæðutegundum enda er Matís ætlað að fást við áhættumat á fæðutegundum. Vefurinn er hins- vegar bara fyrsta skrefið í að gera gögn um matvörur aðgengileg og á næstunni verður birt meira af gögnum, m.a. um óæskilegu efnin. Einnig mun koma myndasafn á vefinn sem mun að sögn Ólafs hjálpa til við að skilgreina fæðu- tegundirnar. Prótín, fita og kolvetni Gagnagrunnurinn er einnig handhægur að því leytinu til að af- ar fljótlegt er að nálgast upplýs- ingar um samsetningu fæðuteg- undanna og þannig er auðvelt fyrir þá sem fylgjast vel með fæðuvali sínu að vita hvernig á t.d. að draga úr fitu en auka prótín- neyslu. Í litlum ramma efst á vefsíðunni sést þannig samsetning þeirrar fæðutegundar sem er valin í hvert sinn; kaloríuinnihald í 100 g af kjötfarsi er til að mynda 834 kJ, eða 199 kcal, annarsvegar og hins- vegar 21% prótín, 67% fitu og 12% kolvetni. 100 g af ýsu í formi harð- fisks innihalda svo 1385 kJ, eða 331 kcal, 93% prótín og aðeins 7% fitu. Þannig má vinna sig áfram í gegnum gagnagrunninn og skoða hvaða fæðutegundum ætti að draga úr neyslu á. Þær einingar sem eru notaðar á vefsíðunni eru líka þær einingar sem eru notaðar á umbúðum fæðutegundanna og því er auðvelt að heimfæra eining- arnar á það sem keypt er út í búð. Ólafur segir gagnagrunnin vax- andi og mun notagildi hans aukast með tilkomu fleiri upplýsinga. „Þetta er líka tæki fyrir sérfræð- ingana og þess vegna erum við að birta þetta svona, þó að sumum finnist þetta nokkuð flókið, en þessi birting á Netinu er mikilvæg því með þessu móti má gera þess- ar upplýsingar aðgengilegar fyrir alla. Það sparast í útgáfunni, þarf ekki að gefa þetta út á pappír og þá er einnig hægt að gefa nýjustu upplýsingarnar út jafnóðum. Ég held að við getum státað af því að vera búin að taka saman upplýs- ingar um mest af þeim matvælum sem eru aðgengileg í landinu. Við höfum nær alveg náð að taka sam- an það sem er til um næring- arefni. Við vildum að sjálfsögðu að það yrðu gerðar fleiri mælingar en það gerist smám saman,“ segir Ólafur. Skortir enn á prótínneyslu Manneldisráð mælir með því að einn þriðji hluti matardisksins sé prótín og þriðjungur kolvetni. Ís- lendingar eiga því nokkuð langt í land með að neyta prótíns í því magni sem mælt er með, því árið 2005 var prótínneyslan aðeins 13,5% á meðan kolvetnisneyslan var 47,3%. Fituneysla er líka enn þá mikil, en hún var 36,6% árið 2005. Það kemur kannski ekki á óvart að kolvetnisneysla Íslendinga sé mikil enda er kolvetnishlutfall í t.d. pilsner og bjór hátt. Appels- ínusafi er þó enn kolvetnisríkari eða með 91% á móti 37% í pilsn- ernum. Safinn er sömuleiðis fitu- ríkari en ölið þó ekki muni þar miklu, hlutfallið í bjórnum er 0% en 2% í appelsínusafa. ingvarorn@mbl.is Pylsa í brauði Ein með öllu; prótín 15%, fita 44% og kolvetni 41%. 900 fæðutegundir komnar á skrá Fýsi þig að vita hve mikið er af alkóhóli, sykri, prótíni, fitu, eða jafnvel þungmálmum í þeirri fæðu sem þú neytir þá er svarið líklega að finna á vef Matís, sem geymir upplýsingar um 900 fæðutegundir. Ingvar Örn Ingvarsson kynnti sér málið. Þannig má vinna sig áfram í gegnum gagna- grunninn og skoða hvaða fæðutegundum ætti að draga úr neyslu á. Poppkorn prótín 8%, fita 49% og kolvetni 43%. Sveppir prótín 47%, fita 13% og kolvetni 39%. Kjúklingur prótín 40% og fita 60%. Hunangsmelóna 9% prótín, 7% fita og 84% kolvetni. Ís í formi prótín 11%, fita 38% og kolvetni 51%. Matís varð til við sameiningu þriggja ríkisstofnana í byrjun þessa árs, en stofnanirnar voru áður Rannsóknastofnun fiskiðn- aðarins, Matvælarannsóknir Keldnaholti og Rannsóknastofa Umhverfisstofnunar. heilsa 20 MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ Á vefmiðli bandarísku sjúkra-stofnunarinnar MayoClinicer að finna lista yfir ein- kenni sem fólk ætti ekki að líta framhjá geri þau vart við sig, enda bendi þau til þess að gott gæti ver- ið að leita til læknis. 1. Óvænt þyngdartap: Óútskýrt þyngdartap getur m.a. verið merki um skjaldkirtils- ofvirkni, þunglyndi, lifrarsjúkdóm eða krabbamein. 2. Viðvarandi hiti: Viðvarandi hiti í meira en viku af ókunnum ástæðum, getur verið merki um leynda sýkingu, allt frá þvagfærasýkingu til berkla. Einnig getur það verið merki um undir- liggjandi krabbamein. 3. Mæði: Ef fólki finnst það ekki geta andað djúpt eða finnur fyrir óút- skýrðri mæði, skal leita læknis. Mæði getur m.a. stafað af ýmsum lungnasjúkdómum, hjartavanda- málum og kvíða. 4. Hægðavandamál:  Stöðugur og mikill niðurgangur í meira en tvo daga.  Vægur niðurgangur sem er við- varandi í meira en viku.  Hægðatregða/harðlífi í meira en tvær vikur.  Óútskýrð þörf til að fara á kló- settið.  Blóðugur niðurgangur.  Svartar eða tjörulitaðar hægð- ir. Breytingar á hægðum geta ver- ið merki um bakteríusýkingu eins og t.d. kamfílóbakteríu- eða salm- onellusýkingu. Einnig getur það verið merki um veirusýkingu, bólgu eða ristilkrabbamein. 5. Breyting á andlegu ástandi:  Skyndilegar eða stigvaxandi ruglingslegar hugsanir.  Ráðleysi og/eða áttavilla.  Skyndileg árásarhneigð eða of- beldisfull hegðun.  Ofskynjanir hjá þeim sem aldr- ei hefur fundið fyrir slíku. Breytingar í hegðun og hugsun geta m.a. verið vegna sýkinga, höfuðáverka, hjartaáfalls, lágs blóðsykurs eða vegna lyfja. 6. Öðruvísi eða ákafur höfuð- verkur (sérstaklega ef fólk er eldra en 50 ára). Eftirfarandi einkenni höf- uðverkja geta verið af völdum Níu góðar ástæður fyrir að leita til læknis Reuters Í læknisskoðun Ýmis líkamleg ein- kenni eru þess eðlis að það borgar sig að líta ekki framhjá þeim, held- ur ætti fólk að setja sig í samband við heimilislækninn sinn. reyndust vera á leið upp á efri hæðina og kom í ljós að daglega er þar tekið á móti mörg- um slíkum hópum. Þar hefur fólk vart komist að í sumar nema eiga pantað borð. Ekki að furða því maturinn er afbragð. x x x Laugar á Íslandi erusérstakt rann- sóknarefni. Víkverji kannaði þrjár um helgina. Innilaugin á Ólafsvík er barn síns tíma, en skemmtileg. Laugin á Lýsuhóli er græn og botn- inn svo sleipur að vart er hægt að fóta sig, en vatnið mun vera græð- andi. Á Stykkishólmi er bæði inni- og útilaug, fín rennibraut og tónlist ómar út hátölurum. Ekki skemmdi fyrir að sjálfsagt var að ungur sund- laugargestur fengi að skjóta á körf- una í íþróttasalnum er aðrir í fjöl- skyldunni töfðust í búningsklefum. x x x Að sundi loknu er sérstök upp-lifun að fara í vatnasafn Roni Horn þar sem vatn úr jöklum Ís- lands er geymt á súlum og orð, sem lýsa veðri, eru letruð á gólfið. Snæfellsnes sýndi ásér margar hliðar um verslunarmanna- helgina. Á föstudag og laugardag blés vindur af krafti svo stöngul- menni tókust nánast á loft, á sunnudag skein sól í heiði í hægum andvara og á mánudag var skýjað og rigning- arúði, en veður hlýtt. x x x Þótt veðrið hafi tek-ið á móti gestum með látum var allt við- mót íbúa til fyrir- myndar. x x x Þegar Víkverji hafði orð á þvíhvað umferðin á Snæfellsnesi var lítil um helgina kom í ljós að þar hefur mikill straumur ferðamanna verið í sumar og tíðin slík að elstu menn muna vart annað eins. x x x Narfeyrarstofa nefnist veitinga-staður í Stykkishólmi. Þegar komið er inn blasir við lítil og vistleg matstofa. Víkverja leist því ekki á blikuna þegar fyrir utan stoppaði stór rúta full af ferðamönnum, sem byrjuðu að tínast inn á staðinn. Þeir       víkverji skrifar | vikverji@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.