Morgunblaðið - 08.08.2007, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.08.2007, Blaðsíða 33
Stórhöfða 21 við Gullinbrú, sími 545 5500 www.flis.is Vegleg verðlaun fyrir sæti 1-3. Aukaverðlaun fyrir að vera næstur holu á öllum par 3 holunum. Lengsta upphafshögg á 7. braut. Næst holu á 2. höggi á 18. braut. Keppnisgjald kr. 3.500. Upplýsingar í síma 482 3380. Skráning á golf.is – 18 holu punktakeppni – OPIÐ GOLFMÓT á Öndverðarnesvelli laugardaginn 11. ágúst 2007 Allt fyrir baðherbergið lím og fúguefni flísaskerar og flísasagir RUBI Dregið verður úr skorkortum (aðeins viðstaddra) að lokinni keppni. Fjöldi glæsilegra vinninga m.a. 50 þús. kr. inneign hjá Flísabúðinni Allt fyrir baðherbergið MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2007 33 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Árskógar 4 | Kl. 9.30 bað. Kl. 9-11.30 sundferð. Kl. 10- 11.30 heilsugæsla. Kl. 10-16 púttvöllurinn. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrif- stofan í Gullsmára 9 er opin mánu- daga og miðvikudaga kl. 10-11.30. S. 554 1226. Skrifstofa FEBK í Gjábakka er opin á miðvikudögum kl. 13-14. S. 554 3438. Félagsvist er spiluð í Gull- smára á mánudögum kl. 20.30, en í Gjábakka á miðvikudögum kl. 13 og á föstudögum kl. 20.30. Félag eldri borgara, Reykjavík | Göngu-Hrólfar ganga frá Ásgarði, Stangarhyl 4, kl. 10 í dag. Farþegar í strandarferð, munið fundinn á morg- un, fimmtudag, kl. 10. Félagsheimilið Gjábakki | Handa- vinnustofan opin, leiðbeinandi verður við milli kl. 10-17. Hádegisverður kl. 11.40. Félagsvist kl. 13. Heitt á könn- unni til kl. 16. Bobb kl. 17. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Kl. 10 vefnaður og ganga. Kl. 11.40 hádeg- isverður. Kl. 13 brids, konur. Munið púttmótið kl. 14. Félagsstarf Gerðubergs | Þriðjudag- inn 21. ágúst er fræðslu- og kynnisferð um borgina. Leiðsögn veitir Magnús Sædal, byggingafulltrúi. Lagt af stað kl. 13. Skráning hefst þriðjudag 14. ágúst á staðnum og í s. 575 7720, all- ir velkomnir. Furugerði 1, félagsstarf | Norðurbrún 1, Dalbraut 14-20, Furugerði 1, Hæð- argarður 31. 9. ágúst verður farið í Borgarnes. Lagt af stað kl. 13 frá Norðurbrún og síðan teknir aðrir far- þegar. Skráning í Norðurbr. í s. 568 6960, á Dalbr. í s. 588 9533, í Furug. í s. 553 6040 og í Hæðarg. í s. 568 3132. Hittingur | Hópur fyrir ungmenni á aldrinum 16-30 ára. Hópurinn er fyrir þá sem eiga fáa vini og vilja bæta úr því. Upplýsingar gefur Ingibjörg í síma 694 6281. Heimasíða: www.blog.cent- ral.is/hittingur16-30. Netfang: hitting- ur@gmail.com. Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, spjall, dag- blöðin. Kl. 10.15 gönguferð. Kl. 10-16 pútt. Kl. 12 hádegisverður. Kl. 13-16.30 brids. Kl. 15 kaffi. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er op- ið öllum. Kíktu í morgunkaffi og kynntu þér sumardagskrána. Hvernig dagskrá/tilboð viltu sjá í félagsstarf- inu næsta vetur? Hugmyndabanki Hæðargarðs er opinn daga milli kl. 9- 16 virka daga. Síðdegisferð í Borg- arnes 9. ágúst kl. 13. S. 568 3132. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Hjúkr- unarfræðingur frá heilsugæslunni kl. 10. Leikfimi f. byrjendur kl. 10.30. Leik- fimi í salnum kl. 11. Verslunarferð í Bónus kl. 12. Handverks- og bókastofa kl. 13. Kaffiveitingar kl. 14.30. Norðurbrún 1 | Í félagsmiðstöðinni Norðurbrún 1 er spiluð félagsvist alla miðvikudaga kl. 14. Allir velkomnir. Vesturgata 7 | Kl. 9-16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9-12 aðstoð v/böðun. Kl. 10-12 sund. Kl. 11.45-12.45 hádeg- isverður. Kl. 12.15-14 verslunarferð í Bónus Holtagörðum. Kl. 13-14 vídeó/ spurt og spjallað. Kl. 14.30-15.45 kaffi- veitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Morg- unstund kl. 9.30, handavinnustofan opin og verslunarferð kl. 12.30. Söng- ur og dans kl. 14, allir velkomnir hvar sem þeir búa. Þórðarsveigur 3 | Kl. 13 gönguferð. Kl. 14 pútt. Kl. 15 kubb. Minnt er á ferðina á Snæfellsnes miðvikudaginn 15. ágúst. Skráning í félagsmiðstöðinni Hraunbæ 105 eða í síma 587 2888. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Kvöldkirkjan er op- in frá kl. 17-20.30. Sr. Jóna Lísa Þor- steinsdóttir er til viðtals í kirkjunni og eftir samkomulagi í síma 858 7282. Kvöldbænir kl. 20. Allir velkomnir. Bessastaðasókn | Foreldramorgunn er í Holtakoti frá kl. 10-12. Allir for- eldrar ungra barna á Álftanesi vel- komnir. Dómkirkjan | Hádegisbænastund alla miðvikudaga frá kl. 12.10-12.30. Léttur hádegisverður á kirkjuloftinu á eftir. Bænarefnum má koma á framfæri í s. 520 9700 eða með tölvupósti til domkirkjan@domkirkjan.is. Allir vel- komnir. Hallgrímskirkja | Morgunmessa alla miðvikudagsmorgna kl. 8 árdegis. Íhugun, altarisganga. Einfaldur morg- unverður í safnaðarsal eftir messuna. Hjálpræðisherinn á Akureyri | Bæna- stund er á miðvikudaga kl. 12. Matur í lok stundarinnar. Allir eru velkomnir. Kristniboðssalurinn | „Réttlætið frá Guði.“ Ræðumaður Haraldur Jó- hannsson. Kristniboðsþáttur Ragnars Gunnarssonar. Kaffiveitingar eftir samkomuna. Allir velkomnir. Neskirkja | Fyrirbænamessa kl. 12.15. Prestur sr. Örn Bárður Jónsson. Beðið er fyrir sjúkum og bágstöddum. Mess- an tekur um 20 mínútur. Hægt er að koma fyrirbænarefnum til prestanna með tölvupósti, símtali eða við upphaf messunnar. Vídalínskirkja, Garðasókn | For- eldramorgnar hvern miðvikudag í sumar kl. 10-12.30. Alltaf heitt á könn- unni. 100 ára afmæli. Í dag, 8. ágúst, erhundrað ára Auðbjörg Jóns- dóttir frá Skeiðflöt í Mýrdal. Hún sendir ættingjum og vinum sínar bestu kveðjur. 50ára afmæli. Jónína B. Grétarsdóttir (Ninna) á Möðruvöllum í Hörgárdalverður fimmtug 11. ágúst nk. Í tilefni af 50 ára afmæli hjónanna Ninnu og Þóroddar Sveinssonar, bjóða þau vinum og vandamönnum til afmælisfagnaðar sem hefst þennan dag kl. 20 í garðinum heima á Möðruvöllum og sem mun standa fram á næsta dag. MORGUNBLAÐIÐ birtir til kynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sín- um að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- og mánudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynningum. Hægt er að hringja í síma 569- 1100, senda tilkynningu og mynd á netfangið ritstjorn@mbl.is, eða senda tilkynningu og mynd í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is, og velja liðinn „Senda inn efni“. Einnig er hægt að senda vélritaða tilkynningu og mynd í pósti. Bréfið skal stíla á Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2 110 Reykjavík. dagbók Í dag er miðvikudagur 8. ágúst, 220. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Fagnið því, þótt þér nú um skamma stund hafið orðið að hryggjast í margs konar raunum. (1. Pt. 1, 6.) Hinn 11. ágúst næstkom-andi mun sprækurhópur göngufólks arkaum Melrakkasléttuna, í Sléttugöngunni sem nú er geng- in fimmta árið í röð. Erlingur Thoroddsen er hót- elstjóri á Raufarhöfn og einn af skipuleggjendum göngunnar: „Hugmyndina má eigna Guðnýju Hrund Karlsdóttur, fyrrv. sveit- arstjóra, en göngunni var komið á laggirnar til að vekja athygli á Melrakkasléttunni sem áhuga- verðum áfangastað fyrir ferða- menn,“ segir Erlingur. „Svæðið er eitt best varðveitta leyndarmál íslenskrar ferðaþjónustu, en þar má finna fjölskrúðugt fuglalíf og náttúru og fagurt útsýni, auk þess sem Sléttan hefur verið vett- vangur ýmissa áhugaverðra at- burða úr sögunni, þar sem bæði hafa verið á ferð mannýgir ísbirn- ir og vafasamir njósnarar.“ Að þessu sinni er boðið upp á tvær gönguleiðir: „Annars vegar er það hin hefðbundna gönguleið, frá Raufarhöfn til Kópaskers, svokölluð Hólsleið. Um er að ræða gamla póstleið sem notuð var í aldaraðir, og er um 30 km löng. Gengið er inn með Deildará í Grashól, og þaðan er Hólsstíg fylgt í Kópasker,“ útskýrir Er- lingur. „Hins vegar er gengið um norðursléttuna, frá Raufarhöfn í Grjótnes. Gengið er frá Melrakka- ás, með Gljáparvötnum, vestur Raufarhafnarheiði í Blikalón. Það- an er veginum fylgt fram hjá Sig- urðarstöðum að Brúnum, um Odd- staðaholt fram hjá Vatnsenda og eins og leið liggur í Grjótnes.“ Báðar leiðir hafa verið stikaðar, og vísar reyndur leiðsögumaður veginn og segir frá sögu og lífríki á leiðinni. „Gönguleiðirnar eru að- gengilegar flestum, enda gengið um flatlendi og á frekar góðu yf- irborði. Göngumenn hafa farið létt með að komast milli áfangastaða, þó sumir hafi verið komnnir vel á áttræðisaldur eða ekki verið full- hraustir í ganglimum,“ segir Er- lingur en leggur um leið á það áherslu að þátttakendur í Sléttu- göngunni séu vel skóaðir og við- búnir öllum veðrum. Göngugjald er kr. 3.000 og er innifalið í verði ferð frá endastöð göngumanna aftur til Rauf- arhafnar og létt kvöldhressing á Hótel Norðurljósum. Skráning og nánari upplýsingar eru í síma 456 1233 og á tölvupósti ebt@vortex- .is. Útivist | Tvær gönguleiðir með leiðsögn í boði í Sléttugöngunni 11. ágúst Gengið um Melrakkasléttu  Erlingur Thoroddsen fæddist á Pat- reksfirði 1948. Hann lauk lands- prófi á Núpi og samvinnuskóla- prófi frá Bifröst. Erlingur starfaði við verslunar- og skrifstofustörf, en hefur frá 1970 starfað við ferðaþjónustu. Hann tók við starfi hótelstj. Hótels Norðurljósa árið 1996 og er hug- myndasm. Heimskautagerðis á Raufarhöfn. Erlingur er kvæntur Ágústu Valdísi Svansdóttur snyrtifr. og eiga þau samanlagt 7 börn. GÓRILLUAPYNJAN Kijivu horfir stolt á níu mánaða gamalt afkvæmi sitt, Tatu, í dýragarði í Prag í Tékklandi. Móðurástin leynir sér ekki, sann- arlega svipur með mönnum og öpum. Margt er líkt með dýrum og mönnum Móðurást í dýragarði Reuters AUGLÝSINGASÍMI 569 1100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.