Morgunblaðið - 08.08.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.08.2007, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN É g get ekki annað en verið ósammála frænda mínum, Oddi Helga Halldórssyni, bæjarfulltrúa á Ak- ureyri, um að það hafi verið misráð- ið að banna fólki á aldrinum 18-23 ára aðgang að tjaldstæðum í bæn- um um verslunarmannahelgina. Það má vissulega til sanns vegar færa að þetta hafi verið róttækar ráðstafanir, en það má líka færa sterk rök fyrir réttmæti þeirra. Oddur sagði að það ætti að bjóða alla velkomna til bæjarins. Og svo undarlega sem það kann að hljóma var það einmitt tilgangurinn með banninu að gera bæinn aðlaðandi fyrir sem flesta um verslunar- mannahelgina. Reynsla undanfar- inna ára hafði nefnilega leitt í ljós að um þessa helgi tókst tiltölulega fámennum minnihluta að breyta bænum í hálfgert átakasvæði sem ekki var sérlega notalegt að heim- sækja. Þessi fámenni minnihluti var að sjálfsögðu ekki allir Íslendingar á aldrinum 18-23 ára. Einungis hluti þessa aldurshóps – og þar að auki líklega aðeins lítill hluti – sá um að koma óorði á hópinn allan. Ekki nema von að fólk á þessum aldri hafi sumt hvað brugðist ókvæða við og fundist fjölmiðlar stimpla hópinn allan drykkjusvola og afbrotamenn. Það eru reyndar ýkjur að fjöl- miðlar hafi gerst sekir um slíka for- dóma; vissulega hafa fjölmiðlar lengi tíðkað að fjalla um drykkju- læti og dólgshátt ungs fólks, en hlutfallslega ekkert umfram það sem fjallað hefur verið um dólgs- hátt og drykkjulæti fólks yfirleitt. Hafi fjölmiðlar fjallað oftar um drykkju ungs fólks en miðaldra er það einfaldlega vegna þess að drykkja ungs fólks er tíðari og lík- legri en drykkja annarra aldurs- hópa til að fara þannig úr bönd- unum að það verði öðru fólki til ama, og jafnvel tjóns. Það unga fólk sem kveinkaði sér undan því að vera borið til- hæfulausum sökum hefði ekki átt að skella skuldinni á fjölmiðla held- ur þá jafnaldra sína sem með virð- ingarleysi fyrir rétti fólks til að fá frið kemur óorði á allan aldurshóp- inn. Það er jú þekkt staðreynd að óeirðaseggir og hávaðamenn, jafn- vel þótt þeir séu ekki nema einn eða tveir, geta með látum sínum náð stjórn á stórum hópi í kringum sig, og þannig mótað ímynd hópsins alls út á við. Það unga fólk sem ekki er með dólgshátt og drykkjulæti verður einfaldlega að gæta þess að „hinir seku“ verði ekki allsráðandi í hópn- um. En þetta er vissulega ekki auð- velt, eins og þeir vita sem kynnst hafa. Þeir sem eru hávaðasamir, frekir og veigra sér ekki við fanta- brögðum eiga jafnan auðvelt með að komast til áhrifa innan hóps þar sem metorðastiginn er ekki mann- aður með lýðræðislegum hætti. En þeir sem vilja forðast hávaða, dólgslæti og fantabrögð, og finnst óþægilegt að vera frekir, eiga aftur á móti enga möguleika á að fá nokkru ráðið innan slíks hóps, og þeir reyna frekar að híma í höm á meðan óveðrið geisar í þeirri von að flugnahöfðingjarnir annaðhvort misstígi sig eða – eins og í tilviki ís- lenskra unglingahópa – lognist út af sökum ofdrykkju. Einmitt vegna þess að hópeflið í samfélagi unga fólksins er með þessum hætti – að þar ráða þeir freku og hávaðasömu ferðinni – verður ekki hjá því komist að gera ráð fyrir að hópnum í heild sé eign- að framferði þessara fáu dólga sem stjórna honum. Hvort það getur tal- ist sanngjarnt eða ekki að eigna hópum öllum framferði hinna frek- ustu er svo aftur annað mál. Þess vegna var í rauninni ekkert athugavert við þær ráðstafanir sem gerðar voru á Akureyri fyrir helgina. Þvert á móti. Þar var ein- faldlega tekin sú ákvörðun að láta ekki lítinn minnihluta dusilmenna halda miklum meirihluta hófsemd- arfólks í hálfgerðri gíslingu. Það er vissulega rangt að meirihlutinn kúgi minnihlutann, en það er alveg jafn rangt að minnihlutinn fái að kúga meirihlutann. Svavar Alfreð Jónsson, sókn- arprestur á Akureyri, tók saman í bloggfærslu um daginn afrakstur verslunarmannahelgarinnar í bæn- um í fyrra: „Nauðganir, 66 upplýst fíkniefnamál, unglingadrykkja, slagsmál, ofbeldi, skemmdarverk (m.a. 30 bílar) og á þriðja hundrað gesta á slysadeild Fjórðungs- sjúkrahússins … “ Hvernig tókst til árið áður? Eða þar áður? Mátti ef til vill greina mynstur? Mátti ef til vill ráða af reynslu fyrri ára hvernig fara myndi á þessu ári ef ekkert yrði að gert? Það er til marks um sjúklegt ástand þegar fyrri reynsla er að engu höfð, og haldið áfram að berja höfðinu við steininn í þeirri von að steinninn mýkist. Þeir sem kynnst hafa áfengissjúklingum vel og orðið meðvirkir, en náð áttum og tekist að losna undan ægivaldi fíkilsins, vita upp á hár hvað ég á við. Það var því jafnvel vonum seinna að sú ákvörðun var tekin að gera eitthvað róttækt í málinu. En þann- ig er því nú víst oftast farið þegar brennivínsberserkir eru annars vegar; langlundargeð hinna sem mega þola þá er með eindæmum. Fréttir af framvindu mála um ný- liðna helgi benda reyndar til þess að „ungmennabannið“ á Akureyri hafi skilað tilætluðum árangri. Þannig herma fregnir að það hafi jafnvel gefist svefnfriður á tjald- stæðum í bænum, en svo hefur ekki verið lengi um verslunarmanna- helgi, og ekki hafa borist tíðindi af þvaglátum utan í hús í nágrenni tjaldstæðanna. Ýmis teikn eru reyndar á lofti um að verslunarmannahelgin fari brátt að syngja sitt síðasta sem skyldu- ferðalaga- og útihátíðarhelgi. Það væri mikið framfaraskref ef tækist að leggja þessa helgi niður. Hún er fyrir löngu orðin eitt af þessum hefðarskrípum sem enginn kann lengur skýringu á hvers vegna við- helst. Svona eins og undarlegar manndómsvígslur hjá frumstæðum þjóðum og bandarískum há- skólakrökkum. Innst inni þrá flestir að losna undan oki þessa hefð- arskrípis. Á valdi fúlmenna » Þeir sem eru hávaðasamir, frekir og veigrasér ekki við fantabrögðum eiga jafnan auðvelt með að komast til áhrifa innan hóps þar sem metorðastiginn er ekki mannaður með lýðræðislegum hætti. BLOGG: kga.blog.is VIÐHORF Kristján G. Arngrímsson kga@mbl.is SONUR minn var 9 ára þegar hann greindist með Tourette- taugaröskun. Þá var liðið um hálft ár frá því við foreldrar hans höfðum orðið vör við hljóð í hálsi, s.s. ýlfur og ræskingar á eftir, ásamt miklum kækjum sem voru blikk í augum (frá unga aldri), að reka út úr sér tunguna og að horfa aftur fyrir sig í sífellu. Hann hafði dregist aftur úr öðr- um nemendum í bekknum, og var auk þess mjög fé- lagsfælinn og kvíðinn. Læknir tjáði okkur að við gætum ekkert annað en von- að hið besta þar sem Tourette væri ólæknandi. Aðeins lyf gætu gert líf- ið bærilegra. Þó vorum við upplýst um það að líklegast ykju álag og þreyta á einkennin. Að öðru leyti vorum við bara upp á náð og mis- kunn dyntóttra máttarafla komin að því er virtist. Rúmum mánuði eftir greiningu höfðu einkennin versnað svo mikið, s.s. krampakippir í höfði og mjöðm- um, að við sáum fram á að þurfa að hefja lyfjagjöf. Lyf eða …? Áður en við færum leið lyfjagjaf- ar með tilheyrandi aukaverkunum vildum við reyna náttúrulegri leið – því hverju myndum við tapa? Við höfum ávallt verið á þeirri línu svo hún var okkur eðlilegri en leið lyfjanna. Það er skemmst frá því að segja að á einum mánuði hurfu nær öll einkenni. Hljóðin hurfu alveg og einn og einn dag mátti greina kipp í öxl eða blikk í augum. Kennari drengsins hélt að hann væri kom- inn á lyf þar sem hann sá nær eng- in einkenni lengur um vorið. Hvað gerðum við? Upplýsingar um aðgerðir feng- um við frá taugasjúkdóma- samtökum í Bandaríkjunum (www.latitudes.com) sem sérhæfa sig í náttúrulækningum við t.d. To- urette og einhverfu með góðum ár- angri. Við fórum jafnframt með son okkar til hómopata sem greindi hvað það væri sem hann hefði óþol fyrir. Ég læt hér fylgja það helsta sem við höfum í huga og við höfum lesið um að hafi slæm áhrif á Tourette- sjúklinga. Okkar reynsla hefur síð- an staðfest margt af þessum atriðum. Kækirnir aukast ef neytt er t.d. gers, glú- tens (hveitis) og syk- urs. Sonur okkar fær því ekkert ger, hveiti eða sykur. Hann fær stundum Agave-sýróp. Ekkert aspartam, sem getur aukið á kæki hjá þeim sem hafa Tourette. Það er mjög umdeilt þótt Umhverfisstofnun og Lýðheilsustofnun segi efnið ekki skaðlegt heilsu manna. Ekkert gos nema lífrænt gos þar sem í því er enginn hvítur sykur og aðeins lífrænt ræktuð bragðefni og engin litarefni. Hægt er að kaupa lífrænt gos í heilsubúðum. Ekkert msg (monosodium- glutamat). Oft er það kallað E621. Það hefur samskonar áhrif á heil- ann og aspartam. Það ruglar boð- efni og efnaskipti segja þeir sem gagnrýna það, en margar rann- sóknir benda á skaðsemi þess rétt eins og í tilfelli aspartam. Hann fær eins lítið af unninni vöru og hægt er. Hún er orkulítil, t.d. dósa- og pakkamatur eða unnar kjötvörur, s.s. pylsur. Þar að auki er oft búið að sprauta msg í þessar vörur, s.s. í pylsur og lambalær- issneiðar sem eru tilbúnar á grillið. Oft er þá búið að setja msg í krydd- löginn. Almennt séð reynum við að sneiða hjá aukaefnum í matvöru, svo sem bragðefnum, litar- og rot- varnarefnum, eins og kostur er. Við notum sem mest af lífrænt ræktaðri vöru, enda er hún orku- ríkari, fyrir utan það að hún er laus við eiturefni, s.s. skordýraeitur og kemískan áburð. Fólk með Tou- rette þolir illa þetta eitur og það getur komið kækjum af stað. Við hættum notkun á eiturefnum á heimilinu. Gufurnar fara í and- rúmsloftið og koma kækjum af stað. Sama er með þvottaefni fyrir fötin okkar. Við kaupum hreinlæt- isvörur í heilsubúðum. Síðan eru það bætiefni. Við höf- um lesið okkur til um það hvað virðist gera þeim sem hafa Tou- rette gott og þá er oftast talað um Omega 3, 6 og 9, allt í einni blöndu, og hægt er að kaupa það í belgjum í heilsubúðum. Einnig zink, B- vítamín og magnesíum sem öll styrkja taugakerfið. Síðan leggjum við mikla áherslu á að maginn sé í lagi og gefum honum Acidophilus. Langar setur fyrir framan sjón- varps- og tölvuskjái hafa slæm áhrif á taugakerfið. Margir sem eru með Tourette eru viðkvæmir fyrir ljósi og í hefðbundnum sjón- varps- og tölvuskjáum er mikið ljósflökt. Flatskjáir (plasma- og lcd-skjáir) eru þó mun betri en hin- ir því þar er ljósið stöðugt og flökt- ir ekki. Í notandabæklingum tölvu- leikjaframleiðenda, s.s. Nintendo, er varað við hættu á flogaköstum. Gott er að varast rafmengun – gsm-síma, þráðlausa síma, þráð- laust net fyrir tölvuna, örbylgju- ofna, sjónvörp í hverju herbergi, tölvur o.s.frv. Þetta segjast margir hafa prófað að lágmarka og fundið mun. Við höfum t.d. látið mæla íbúðina og gert vissar ráðstafanir. Klór í sundlaugum þola margir illa. Í sumum laugum er saltvatn í stað klórs, s.s. í Seltjarnarneslaug og í Vestmannaeyjum. Höfuðbeina- og spjaldhryggs- jöfnun. Við förum reglulega með hann í svoleiðis tíma. Hann slakar vel á og virðist hafa mjög gott af þeirri meðferð. Hreyfing úti í frísku lofti gerir hann mýkri og afslappaðri. Hómópata er gott að heimsækja ef fólk kýs það og láta athuga hvort viðkomandi er með óþol fyrir ein- hverjum fæðutegundum. Ef einhver hefur áhuga á að for- vitnast meira um þessar aðferðir er sjálfsagt að hafa samband við mig í heida@fa.is. Annar lífsstíll – annað líf Heiða Björk Sturludóttir segir einkenni sjúkdóms hverfa nær alveg með breyttu mataræði og lifnaðarháttum » Sonur minn er meðtaugaröskunina To- urette. Ólæknandi segja læknar og aðeins lyf geta létt lífið. Einkenni hurfu þó nær alveg með náttúrulækningum. Heiða Björk Sturludóttir Höfundur er framhaldsskólakennari. ÞAÐ er of algengt að fólk finni sig knúið til að koma skoðunum sínum á framfæri þegar um eitthvað nei- kvætt er að ræða. Aðfinnslur og umvandanir eru algengar á síðum blaðanna en minna fer fyrir því sem er hróss vert. Nú ætla ég að bæta um betur og segja frá nokkr- um viðburðum sem veittu mér mikla ánægju nýlega. Fyrir skömmu fórum við hjónin til Hveragerðis og Eyrarbakka. Við áttum pantað borð í Rauða húsinu á Eyrarbakka og gistingu hjá Frosti og Funa í Hveragerði. Við hófum dvölina í Hveragerði með því að fara í nudd í Heilsu- stofnun NLFÍ og nutum þess svo að svamla í sundlauginni, Kneipp- lauginni, pottunum og gufubaðinu. Við slepptum leirbaðinu að þessu sinni. Þetta var aldeilis góð byrjun. Síðan var haldið í Frost og Funa þar sem okkur var vísað í herbergi Jóns Engilberts listmál- ara. Herbergin bera öll nöfn ís- lenskra listamanna. Úti fyrir rauk jörðin og leirhverirnir sulluðu og bulluðu. Það var einkar notalegt að sitja í heitum potti við hljómfall íslenskrar náttúru og ekki var laust við að yfir okkur kæmi vott- ur af skáldaanda. Undir kvöld var haldið í Rauða húsið á Eyr- arbakka. Við vissum að þar væri matur, þjónusta og vistarverur til fyrirmyndar en reynsla þessa kvölds sló við öllum væntingum. Við höfum oft notið góðs matar en þetta var toppurinn. Eftir góðan morgunverð í Frosti og Funa dag- inn eftir lá leiðin í Kjósina til að taka þátt í „Kátt í Kjósinni“. Fyrst var komið á bændamarkað í Fé- lagsgarði í Kjós. Fullt var út úr dyrum og margt forvitnilegt á boð- stólum, svo sem barnavettlingar og úrvals nautakjöt. Þaðan var svo haldið í Eyrarkot. Fyrirlestur um íslensk orð af keltneskum uppruna var haldinn í hlöðunni sem breytt hefur verið í ágætis samkomusal en þarna er einnig góð gistiað- staða. Loks var haldið að Kiðafelli, en góðu minjasafni hefur verið komið upp á fjósloftinu þar og traktorar, gamlir sem nýir, voru til sýnis á hlaðinu. Það var ánægjulegt að kynnast hinni miklu grósku sem er í leik og starfi á landinu. Helgina á eftir fórum við á Reykholtshátíð sem var nú haldin í ellefta sinn. Við gistum á Fosshót- eli á staðnum þar sem aðbúnaður og þjónusta er ágæt en við veitt- um því athygli að þjónustufólkið var vart mælandi á íslenska tungu. Um kvöldið hlýddum við á karlakór frá Moskvu í Reykholts- kirkju. Söngurinn hljómaði vel í kirkjunni og var svo ljúfur og ynd- islegur að hann hefði gert hvert fjósloft að hljómleikahöll. Daginn eftir tók ekki síðra við en þá hlýddum við á söng Hönnu Dóru Sturludóttur og eiginmanns henn- ar Lothar. Fyrir utan það að vera stórkostlegir söngvarar þá sýndu þau, einkum Hanna Dóra, góða leiklistarhæfileika. Það var ekki laust við að tár blikuðu á hvörm- um þegar þessir listamenn sungu íslensk ættjarðarljóð með sínum ómþýðu röddum. – Í þessari frá- sögn felst einungis brot af því sem stendur til boða á Íslandi. Ég horfi björtum augum til framtíðarinnar hvað ferðaþjónustu varðar hér á landi ef hún heldur áfram á þeim nótum sem ég upplifði. ANNA PÁLSDÓTTIR, Suðurhlíð 38d, Reykjavík. Ísland er landið … Frá Önnu Pálsdóttur Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.