Morgunblaðið - 08.08.2007, Page 40

Morgunblaðið - 08.08.2007, Page 40
40 MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ / KRINGLUNNI Evan hjálpi okkur DIG ITAL hlj óð o g m ynd gæð i í SA Mbí óun um Álfa bak ka o g K ring lunn i NANCY DREW YNGSTI OG KLÁRASTI EINKASPÆJARI HEIMS ER NÚ MÆTT Á HVÍTA TJALDIÐ BYGGT Á HINUM FRÁBÆRU NANCY DREW BÓKUM ÓVÆNTASTA STELPUMYND ÁRSINS! eee H.J. - MBL VERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á WWW.SAMBIO.IS / ÁLFABAKKA THE TRANSFORMERS kl. 2 - 5 - 8 - 11 B.i.10.ára DIGITAL THE TRANSFORMERS kl. 2 - 5 - 8 - 11 B.i.10.ára LÚXUS VIP NANCY DREW kl. 6 - 8:10 -10:20 B.i.7.ára GEORGIA RULE kl. 5.30 - 8 -10:30 B.i.7.ára HARRY POTTER 5 kl. 2 - 5 - 8 - 11 B.i.10.ára EVAN ALMIGHTY kl. 2 LEYFÐ BLIND DATING kl. 4 B.i.10.ára SHREK 3 m/ísl. tali kl. 2 - 4 - 6 LEYFÐ SHREK 3 m/ensku tali kl. 8 LEYFÐ OCEAN´S 13 kl. 10:10 B.i.7.ára ROBINSON FJÖLSK... m/ísl. tali kl. 2 LEYFÐ THE TRANSFORMERS kl. 4 - 7 - 10 B.i. 10 ára DIGITAL NANCY DREW kl. 5:50 - 8 B.i. 7 ára GEORGIA RULE kl. 10:10 B.i. 7 ára HARRY POTTER 5 kl. 4 - 7 B.i. 10 ára DIGITAL SHREK 3 m/ísl. tali kl. 4 LEYFÐ ÞEIRRA STRÍÐ. OKKAR HEIMUR FRÁ MICHAEL BAY OG STEVEN SPIELBERG EIN merkasta gang- stermynd Warner- bræðra frá fjórða ára- tugnum er hrein- ræktuð klassík. Þökk sé vel skrifaðri og af- dráttarlausri sögu þar sem rauði þráðurinn er ódauðlegur: Glæpir borga sig ekki. Leikstjórn Curtiz er hnit- miðuð og studd af tónlist Steiners og kvikmyndatökunni sem auka á raunsæi andrúmsloftsins. Leik- urinn er óaðfinnanlegur jafnt sem leikaravalið. Séra Jerry (O’Brian) og Rocky Sullivan (Cagney), eru vinir frá bernskuárum í Brooklyn, þar sem þeir voru ótíndir götustrákar. Rocky var gómaður og gerðist bófi, Jerry slapp og þræddi síðan mjóa veginn. Árin líða, Rocky verður dáður glæpaforingi, fyrir- mynd pörupiltanna sem séra Jerry er að reyna að bjarga frá glötun. Þegar Rocky bíður af- töku kemur Jerry á fund hans og biður sinn gamla og for- herta vin að sýna heigulshátt á loka- sprettinum ef það gæti orðið til þess að opna augu drengj- anna. Cagney er kraft- mikill, drottnandi leikari sem viðrar sín- ar bestu hliðar og var tilnefndur til Óskars fyrir túlkun á gang- sternum sem var vænn drengur inn við beinið en ekki nógu fljótur að forða sér og forhertist með ár- unum. Að auki prýða myndina Bogart, sem spilltur lögmaður og Ann Sheridan fer með hlutverk vinkonu Rockys. The Dead End Kids, hópur ungra Broadway- leikara sem léku í nokkrum kvik- myndum, setja mark sitt á mynd- ina sem götustrákagengið. Flekkaðir englar KLASSÍKIN Angels With Dirty Faces  Bandaríkin 1938. Sam myndir. Söludiskur. 93 mín. Bönnuð innan 16 ára. Leikstjóri: Michael Curtiz. Aðalleikarar: James Cagney, Pat O’Bri- an, Humphrey Bogart. Glæpamynd Sæbjörn Valdimarsson MYNDDISKAR» THE Hollywood Reporter, Home Media Magazine, o.fl. þekkt fjöl- miðlafyrirtæki, stofnuðu fyrir sex árum málþingið og kaupstefnuna Home Entertainment Summit: DVD and Beyond. Til að lífga upp á atburðinn var fljótlega hafin sam- vinna við mynddiskagagnrýnendur á bandarískum dagblöðum, tímarit- um og vefsíðum um verðlaunaaf- hendingu í þessum sívaxandi geira. Fyrir skömmu voru þau veitt í þriðja skiptið og féllu þau helstu í hendur Warner Bros fyrir 14 diska hátíðaútgáfuna Superman Ultimate Collector’s Edition. Þar er m.a. að finna myndirnar fimm um Ofur- mennið, ásamt heimildarmyndum og ýmsum atvikum sem áttu sér stað við tökur og gerð myndbálks- ins. Warner vann tvenn verðlaun til viðbótar, fyrir bestu, sígildu útgáf- urnar á árinu, vestrann The Searc- hers og vísindafantasíuna The For- bidden Planet. Besti bíómynddiskurinn var kjör- inn Pirates of the Caribbean: Dead Man’s Chest (hér virðist velgengni frekar en gæði ráða ferð), og tvær Disney-myndir til viðbótar voru hlutskarpastar í vali teiknimynda: Lady and the Tramp og The Little Mermaid. Spike Lee hlaut verðlaun fyrir bestu heimildarmyndina, When the Levees Broke: A Requiem in Four Acts, sem fjallar um áhrif fellibyls- ins Katrinu á borgina New Orleans. Bestu sjónvarpsþáttaútgáfurnar ár- ið 2006 voru að mati ganrýnendanna M*A*S*H: The Martinis and Me- dicine Collection og Get Smart: The Complete Series. Þriðja uppskeruhátíð mynddiskagagnrýnenda Allt á hvolfi Leikstjórinn Spike Lee í New Orleans. Eftir Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@heimsnet.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.