Morgunblaðið - 08.08.2007, Side 10

Morgunblaðið - 08.08.2007, Side 10
10 MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ Aðalfrétt á forsíðu Financial Tim-es í gær fjallaði um aukinn kostnað fyrirtækja, sem hafa sér- hæft sig í skuldsettum yfirtökum. Blaðið segir að þessir aðilar geti búizt við mjög vaxandi kostnaði við að fjármagna yfirtökur á næstu mánuðum.     Þetta eruerfið tíð- indi fyrir þá, sem hafa stundað skuldsettar yfirtökur á undanförnum árum, þegar mikið fjármagn hefur verið í boði á lágum vöxtum.     FT segir einnig að þrýstingurverði mikill á fjárfestingar- banka, sem hafi skuldbundið sig að fjármagna háar fjárhæðir í skuld- settum yfirtökum, jafnvel um 300 milljarða dollara.     Taugaveiklunin á Wall Street erorðin svo mikil, að FT segir æðsta stjórnanda Bear Stearn, fjár- málafyrirtækisins, hafa hringt í starfsbræður sína hjá öðrum fjár- málafyrirtækjum í New York til þess að fullvissa þá um að fyrirtæki sitt mundi standast þetta álag og biðja þá um að draga ekki úr við- skiptum við sig og sitt fyrirtæki.     Til þessa dags eru engar vísbend-ingar um að íslenzk fyrirtæki, sem eru umsvifamikil í útlöndum, hafi lent í erfiðleikum vegna óróans á fjármálamörkuðunum vestan hafs og austan.     Þó vekur athygli, að fast-eignamarkaðurinn í Danmörku virðist á fallanda fæti og mikil lækkun hefur orðið á verði sumra fasteigna þar.     Íslenzkir aðilar hafa verið um-svifamiklir í fasteignaviðskiptum bæði í Danmörku og annars staðar á Norðurlöndum. STAKSTEINAR Kostnaðurinn eykst                      ! " #$    %&'  (  )                      *(!  + ,- .  & / 0    + -                              12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (                     !"   #         :  *$;<                        !"        *! $$ ; *! $% &'  % '  ( )' *) =2 =! =2 =! =2 $('& +  # ,-") .  ; >         *    ;  /  0  ") & '  %& ) " 1")  2 !) 3 ) # 4 . 0   /    5 0   26',   " "%  #   2 !)  ' ))   # "% . 2 )' )  7''   %  2  ') % %  ") * #  =    87  8) & 26', 2 %  0 $ "!) ' ) ")   # 2       '  *)'4    2      #  50 )99 )'3 ) ")+  # 3'45 ?4 ?*=5@ AB *C./B=5@ AB ,5D0C ).B  2                 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2                    Á bara að gera þetta með gömlu aðferðinni, níu, átta, sjö, sex, fimm, fjórir, þrír, tveir, einn, seo.? VEÐUR SIGMUND Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Ragnhildur Sverrisdóttir | 7. ágúst Gefðu þér góðan tíma … (…) Flugstöðin, sem hvetur fólk til að ætla sér góðan tíma fyrir brottför, er sér batterí og greinilega ekki í neinu sambandi við innritunarsystem- ið. Þegar við komum í brottfararsal var enginn að afgreiða þar. Við urð- um að bíða þar til tveimur tímum fyrir brottför, þá var byrjað að tékka inn. Okkur er nær að trúa auglýs- ingum. Meira: ragnhildur.blog.is Jón Axel Ólafsson | 7. ágúst Gerðu góðverk Það er alveg á hreinu að maður fær til baka það sem maður sendir frá sér. Lífið er eins og bommerang. Litla frjálsa fylgdist með ansi skemmtilegu at- viki í gær, ekki á ómerkari stað en á bílaþvottastöð. […] Að, hlusta, gefa og sýna vináttu er dýrmætara en nokkuð annað. Ekki „merkilegt“ at- vik frá í gær, en vissulega umhugs- unarvert. Tilfinningin að láta gott af sér leiða er þeim sem það gera, verð- laun sem aldrei verða tekin til baka. Meira: jax.blog.is Einar Sveinbjörnsson | 7. ágúst Langmestu nátt- úruhamfarirnar Enginn vafi leikur á því að hinar fjarlægu fréttir af flóðum í Asíu eru jafnframt tíðindi af langsamlega alvarleg- ustu og umfangsmestu náttúruhamförum sem yfir heims- byggðina ganga þetta sumarið. Álitið er að flóðin hafi áhrif með beinum hætti á um 20 milljónir manna í Indlandi, Bangladesh og Nepal. Það eru monsúnrigning- arnar sem flóðunum valda, einkum í stórfljótunum Ganges og Brama- putra, en þau eiga sér bæði vatna- svið sem ná til hlíða Himalayafjalla. Þar hefur rignt hvað mest og þegar vatnið rennur síðan sína leið um hinar frjósömu flóðasléttur í Bangladesh þarf ekki að spyrja að leikslokum. Monsúnrigningarnar eru heldur engar venjulegar rigningar. Meira: esv.blog.is Bjarni Harðarson | 7. ágúst Ófyrirleitnir bankar og ónóg samkeppni Fyrir utan hefð- bundnar versl- unarmannahelg- arfréttir og hörmuleg slys stend- ur upp úr á þessari verslunarmannahelgi svar bankamanna við gagnrýni talsmanns neytenda í þá veru að fit-kostnaður þeirra sé óhóflega hár og auk þess í algeru samráði. Í einum af mörgum fréttatím- um ljósvakans heyrði ég þá skýr- ingu hjá ábúðarfullum fulltrúa þeirra að bönkunum hafi hér ver- ið falið refsivald yfir því vonda fólki sem ástundar sjálftöku fjár með framúrkeyrslum sínum. Þess vegna þurfi gjald vegna þessa engan veginn að end- urspegla kostnað heldur taki bankarnir hér að sér löggæslu. Hvenær er þessu sektarfé brotamanna skilað í ríkiskassann sem ætlað er að innheimta sektir vegna afbrota? Svarið er örugglega að það er aldrei gert. Og viðbára banka- mannsins hvers ég lagði ekki nafn á minni, var ennfremur að raunar kostum við delikventarnir með gulu miðana miklu miklu meira því alltaf sé eitthvað sem tapast af útgjöldum sem þessum. Einhverjir gefi út innstæðulausa tékka eða framkvæmi innstæðu- lausa straujun á plasti án þess að greiða það nokkru sinni til baka! Er verið að segja okkur að bankarnir græði ekki nógu mikið! Eða þá að það sé ekki þeirra sjálfra að ákveða hverjir fái plast hjá þeim heldur sé kortum út- hlutað frjálst til allra óháð því trausti sem bankinn setur á við- komandi. Því er ég að minnast á þetta hér að ég óttast að þessi umræða týnist í verslunarmannahelg- arvitleysunni og gleymist svo um ókomna tíð. Það er löngu löngu tímabært að neytendur landsins taki á bönkunum fyrir samráð sem er á köflum ekkert betra en samráð olíufélaganna og séu lagafyr- irmæli sem styðja það að bankar fari með refsivald gagnvart fá- tæku fólki í landinu, þá er þar vissulega verk að vinna á kom- andi vetri … (Myndinni hnuplaði ég á hinum ágæta vef Deiglunnar sem mig grunar að hafi hnuplað sömu mynd í útlöndum en hún sýnir vel þá sturlun sem peningagræðgi getur leitt af sér og hendir jafnt íslenska maurapúka sem út- lenda …) Meira: bjarnihardar.blog.is BLOG.IS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.