Morgunblaðið - 08.08.2007, Side 25

Morgunblaðið - 08.08.2007, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2007 25 AÐ lesa grein eftir Jón Inga Cæs- arsson í síðasta tbl. Vikudags, þar sem hann lýsir Akureyrarvelli í æskuminningu sinni, er ansi fróð- legt, svo ekki sé meira sagt, og lýsir hann tilfinningum sínum til vallarins eins og hann var og er raunar enn í dag. Völlurinn, eins og hann segir sjálfur, fylli sig angurværð og róm- antík þess, sem er að eldast, og rennur honum til rifja að horfa á völlinn sinn auðan, tóman og dimm- an 8 mánuði á ári, eins og hann orðar það sjálfur. Ég veit nú ekki til þess að skíðasvæðið í Hlíðarfjalli sé opið nema yfir veturinn, eðlilega. Ekki get ég ímyndað mér hvað t.d. Jón Ingi meinar er hann talar um moldarvöll- inn auðan og tóman því allavega þekki ég engan slíkan völl og dettur mér helst í hug að hann hafi litið út um gluggann heima hjá sér á sinn eigin garð. En af hverju, Jón Ingi, skyldi þetta ófremdarástand vera á annars ágætum Akureyrarvelli og þar með þínir rómantísku æskudraumar foknir út í veður og vind? Þessu gætu velflestir fullorðnir og uppaldir Akureyringar svarað þér og þar með þú sjálfur ef þú hefðir áhuga á að vera heið- arlegur við sjálfan þig og aðra Akureyringa. Jón Ingi, þú veist það vel, að fyrir ræfildóm bæjarstjórna Ak- ureyrar í gegnum tíð- ina og nú tekur steininn úr með að- komumannameirihluta bæjarstjórnar Akureyrar, sem að hluta til er skipaður flokkssystk- inum þínum, hefur nánast ekkert verið gert fyrir þetta stórkostlega svæði í hálfa öld. Það er nöturlegt til þess að vita að misviturt aðkomufólk með annarlegar hvatir (þó það sé velkomið til Akureyrar) sé að ráðsk- ast með og eyðileggja eina af stór- kostlegustu perlum Akureyrar. Draumórar dýralæknisins Í sama tbl. Vikudags geysist Ólaf- ur dýralæknir Jónsson fram á ritvöll- inn og er mikið niðri fyr- ir því hann þykist jú vera búinn að finna töfralausnina, sem for- maður íþrótta- og tóm- stundaráðs, um upp- byggingu nýs íþróttasvæðis, það skal fara upp fyrir „snjól- ínu“. Trúlega er þetta í fullu samráði við íþróttafulltrúann Krist- in Svanbergsson, sem hvorki meira né minna nam sín íþróttafræði að sagt er í lýðháskóla í Svíþjóð. Meiri- hluti bæjarstjórnar ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur hvað menntun varðar. Ólafur telur Naustahverfið henta mjög vel fyrir uppbyggingu nýs íþróttasvæðis eftir að „helv. Þórsararnir“ felldu tillögu meirihluta bæjarstjórnar á aðal- fundi sínum nýverið, þó nýjustu fréttir hermi að Þórsarar ætli sér að komast „bakdyramegin“ inn til meirihlutans og þar með hunsa sitt æðsta vald, þ.e. aðalfund félagsins. Þess má hér geta að þetta er að ger- ast hér um það leyti sem stórhuga menn hjá KSÍ eru að stækka og taka í notkun stórkostlegt mannvirki á þjóðarleikvanginum í Laugardal. Þarna virðist stórhugur í gangi hjá réttum aðilum og mikil uppbygging í gangi í Laugardalnum. Ég hef átt tal við menn hér á Akureyri, sem mestallan sinn aldur hafa búið og starfað þarna suður og upp á Höfð- anum og í Naustahverfinu, og einnig voru mörg túnin leik- og sparkvellir okkar Innbæjarstrákanna hér áður fyrr og ber öllum saman um að verri stað gat dýralæknirinn vart fundið, því m.a. er þarna mjög vindasamt, sem trúlega hentar ekki frjáls- íþróttum. En þarna opnaðist óskastaða fyrir dýralækninn því golfvöllurinn er ekki „nema“ í nokkur hundruð metra fjarlægð og er þá að hans sögn orðin þarna til samlegðaráhrif og samnýting á milli golfvallar og íþróttavallar. Hverslags bull er þetta eiginlega? Nú vil ég upplýsa Ólaf dýralækni um að á öllum þrem- ur stöðunum, þar sem byggðir hafa verið upp stórkostlegir íþróttavellir, þar sem landsmót UMFÍ hafa verið haldin með stæl undanfarin ár, hafa vellirnir undantekningarlaust verið byggðir upp á fyrrverandi íþrótta- svæðum viðkomandi bæjarfélaga, sem eru Laugar í Reykjadal, Sauð- árkrókur og síðast en ekki síst, Ólaf- ur, Egilsstaðir. Það kom engum annað til hugar. Allir þeir aðilar á fyrrgreindum stöðum, sem ég talaði við, lýstu yfir undrun sinni, þar sem við ættum frábært svæði, af hverju það væri ekki einfaldlega lagfært. Að lokum ætla ég enn einu sinni að minna á að við Akureyringar eig- um Akureyrarvöll og það hefur eng- um verið gefið leyfi, og síst af öllu aðkomufólki, að eyðileggja þetta frábæra svæði. Æskudraumar Jóns Inga og draumórar dýralæknisins Hjörleifur Hallgríms skrifar um Akureyrarvöll og aðkomu- mannameirihluta bæjarstjórn- ar Akureyrar » Það er nöturlegt tilþess að vita að misviturt aðkomufólk sé að ráðskast með og eyðileggja eina af stór- kostlegustu perlum Akureyrar. Hjörleifur Hallgríms Höfundur er einn af vinum Akureyrarvallar. SÚ var tíðin að vinstrimenn ís- lenskir skreyttu sig hugsjónum hins ríkisvæna sósíalisma og hægrimenn hafa á tyllidögum reynt að punta frjálslyndi og jafnvel frjálshyggju. Allt er þetta þó við heldur holan tón þar sem hvort tveggja ork- ar hálfilla á allan al- menning. Mér varð hugsað til þess yfir moldum Jónasar bún- aðarmálastjóra í liðinni viku að það eru ein- ungis hugsjónir manna eins og hans sem lifðu 20. öldina af og þær verða áfram í fullu gildi alla þá 21. Þetta er hin aldagamla hugsjón þess sem trúir með öðru á mátt sinn og megin, land sitt og fólk. Trúin á moldina, firðina, dalina fremur en regluverk úr útlendum eða himpi- gimpislega frjálshyggjuóra. Vita- skuld hefur flokkur okkar Jónasar búnaðarmálastjóra, gamla Fram- sóknarfleyið goldið afhroð og getur um sumt sjálfu sér um kennt. Geld- ur þess líka að á tímum gulls og vel- sældar gleymast hugsjónir. Fram- sýnin nær þá illa út fyrir veisluborðið. Hugsjónir lesnar af bók eða landi Við ræddum þetta lítillega í síma í vetur, ég og Jónas heitinn og vorum sammála, enda þar sannur hug- sjónamaður. Einkanlega ræddum við hvernig Framsóknarflokki hefði daprast að nýta sér sinn gamla hug- sjónagrunn á nýjum tíma en í stað- inn verið eins og leitandi og villuráf- andi unglingur að nýjum gildum og nýjum kjósendum. Það er samt enginn vafi á að hin þjóðlegu gildi og baráttan fyrir landsbyggð og sveitadölum á sér vaxandi fylgi á nýrri öld og sífellt fleiri sem gera sér grein fyrir að verðmæti þjóðarinnar eru fólgin í að viðhalda hér þjóðríki með menning- arlegri fjölbreytni hringinn í kring- um landið. Það verður hlutverk Framsóknarflokksins á nýrri öld að leiða þessar hugsjónir. Það eru vitaskuld árin síðan hægri og vinstri skýjaglópar sátu með Marx og Mill á hnjánum og þóttust lesa úr fræðum þessum hvernig best væri að hefja íslenska þjóð til auðlegðar. Á sama tíma horfðu hugsjónamenn sveitanna of- an í svörðinn og viðlegukantana og lásu sínar hugsjónir í landinu sjálfu. Til guðs lukku urðu leiðir framsókn- armanna iðulega ofan á og skiluðu Íslandi ríkara og fallegra en nokk- urn óraði fyrir á morgni 20. aldar. Ís- lensk velmegun varð ekki til fyrir þröngsýna trú á erlend dogma. Framsóknar- hugsjónir En því á þetta við í dag að sagan end- urtekur sig. Ennþá reyna brjóstumkenn- anlegir vinstrimenn tveggja flokka að lesa framtíð Íslands út úr bókum erlendra grillu- fangara eða sem verra er, reglu- verksmiðja í Brussel. Og á hægri kantinum geltir í frjálshyggjunni af margföldu afli við það sem áður var. Hugsjónir á báðum síðum eru fyrst og fremst í því fólgnar að fylgja er- lendri leiðsögn og þröngva upp á að- stæður okkar einhverju sem gæti kannski hafa átt við í útlendu plat- ríki. Öllum þessum bókarhöfundum er vitaskuld sama um Siglufjörð og Vík og hafa að engu menningararf lít- illar smáþjóðar. Pólitískar ákvarð- anir eru byggðar á reikniverki þar sem mestu skiptir að meirihluti þjóðarinnar hafi sem mest upp úr á sem allra skemmstum tíma. Stjórn- málamenn sem sjá sannleikann í vísitölum eru allra líklegastir til skammsýni sem mun skila Íslandi fátækara til komandi kynslóða. Í dag velur sér enginn að setjast að með sitt fólk í Jökulfjörðum því þar er engin sú grundvallarþjónusta sem nútímamaður þarf til lífsvið- urværis. Það verður hlutverk Fram- sóknarflokksins að halda því til haga að komandi kynslóðir geti áfram valið sér að búa á Ströndum eða í Meðallandi og þekki áfram Þing- eyinga sem annað og meira en sögu- legt hugtak. Til þessarar baráttu þarf raunverulegt hugsjónafólk. Hugsjónaeldar yfir moldum búnaðarmálastjóra Bjarni Harðarson skrifar um hugsjónir og hugsjónamenn »… verðmæti þjóð-arinnar eru fólgin í að viðhalda hér þjóð- ríki … Það verður hlut- verk Framsóknar- flokksins á nýrri öld að leiða þessar hugsjónir. Bjarni Harðarson Höfundur er alþingismaður. BLÖÐ á Íslandi eru að sjálfsögðu búin til af misvitru fólki eins og ann- ars staðar í heiminum. Stundum eru „fréttir“ um ólánsfólk notaðar sem vafasöm skemmt- un og að sjálfsögðu til að ná upp sölu á ein- tökum, æsifréttastíll stældur frá USA leynir sér ekki hjá sumum fréttablöðum. Fólk sem leiðist og er á ákveðnu þroskastigi les þetta með sömu græðgi og matarfíklar éta sætindi sér til fró- unar. Þegar blaðaskrif fara algjörlega úr böndunum er gjarna vitnað í prentfrelsi, al- mannahagsmuni og rétt fólks til að vita allt sem miður fer. Ísland er svo lítið land að fréttir af ör- lögum einstaklinga sem gert hafa einhver mistök í lífinu, bitna miklu harðar á fólki hér á landi en í flestum öðrum löndum. Kjafta- sögukúltúr íslendinga er oft með eindæmum. Yfirvöld og einstaklingar verða óneitanlega fyrir barðinu á þessum blaðamönnum sem keppast hver um annan þveran að ná „safaríkustu“ fréttunum á undan hinum. Ein- staklingur, nákominn mér, fékk mjög neikvæða grein um sig í öllum blöðum fyrir rúmlega ári síðan. Börnin hans urðu fyrir einelti í skóla, hann fékk vandamál í bank- anum, sumir „vinir“ hans forðuðust hann eftir þessi blaðaskrif og flestir hugsandi kunna sjálfsagt framhaldið sem er klassískt fyrir svipuð mál. Það sem skrifað var um, fór síðan fyrir rétt, þrjú mál, öll byggð á lyg- um og sviksamlegu hugarfari, og það sem réttilega vakti fyrir þeim sem stóðu fyrir málsókninni með því að fara fyrst í blöðin áður en dóm- stólar tóku fyrir málið, var tilraun til að nota þessi áhrif sem blöð hafa óneitanlega, til að styrkja kröfur sínar á ofangreindan ættingja. Þegar niðurstaða dóms lá fyrir, kom ekki stafur í einu einasta blaði um niðurstöðu dómstóla. Svolítið einkennandi fyrir íslenska blaða- mennsku sem ber oft keim af barna- skap og ábyrgðarleysi. En samt eru dagblöðin okkar Íslendinga besta vörn gegn yfirgangi stjórnvalda og eru í raun trygging fyrir því lýðræði sem flestir Íslendingar vilja búa við. Blaðamenn eru í raun bestu eftirlits- menn lýðræðisins sem við höfum. En þeir þurfa að passa sig á æsifréttaruglinu sem er notað um alltof mörg mál. Að blaðamenn og bloggistar skuli geta svívirt mann út af horfnum hundi án þess að kynna sér málið, og feli sig bak við að rann- sókn sé komin til lög- reglu, er enn eitt málið. Að mál sé í rannsókn hjá lögreglu er ekki nein sönnun fyrir einu eða neinu og þessi mað- ur er settur í sjokk með hjálp dagblaða. Það er ekki hægt að komast hjá því þegar maður les fréttir um sum mál í blöðum, að fréttin lýsi viðkomandi blaðamanni betur og hans persónu- leika en nokkurn tíma það sem blaðamaðurinn skrifar um. Blaðamenn hafa skrifað þannig að það hefur leitt til sjálfs- morðs þess sem skrifað er um og ég veit ekki um mörg dæmi þar sem blaðamaður dagblaðs er dreginn fyrir dómstól og látinn svara fyrir skrif sín. Blaða- menn verða að fara að læra að þeir eru ekki dómarar, margir hverjir vel máli farnir og komast undan allri ábyrgð. Hver nennir eða þorir að fara í mál við blaðamann sem er menntaður í að kjafta fólk í hel. Örfáir. Það er sorgleg staðreynd og þyrfti að „þroskamæla“ marga af starfandi blaðamönnum, án þess að ég nefni nokkur nöfn. Þeir þurfa líka að læra á hvernig þeir eru misnot- aðir til þess að klekkja á fólki sem á í persónulegum illindum! Skeður allt of oft. Vona að ábyrgir blaðamenn taki þessu vel, en mig grunar að ég sé einn um þessa skoðun um nei- kvæðar og villandi fréttir og blaða- greinar sem hafa miklu alvarlegri áhrif en margir blaðamenn nú- tímans virðast gera sér grein fyrir. Vona bara að þetta stafi af hugs- unarleysi duglegra og áhugasamra blaðamanna sem eru að sinna sinni vinnu. Blaðaskrif og áhrif blaðaskrifa Ég fer með þetta í blöðin er hótunin á Íslandi, segir Óskar Arnórsson Óskar Arnórsson » Blaðamenneru í raun bestu eftirlits- menn lýðræð- isins sem við höfum. En þeir þurfa að passa sig á æsifrétta- ruglinu sem er notað um allt of mörg mál. Höfundur er einn af gamla skólanum. , Laugavegur 182 • 4. hæð • 105 Rvík Fax 533 4811 • midborg@midborg.is Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali. Sími 533 4800 110,6 fm mjög góð 4-5 herbergja neðri sérhæð á róleg- um stað. Eignin skiptist í andyri, hol, tvö barnaherbergi, hjónaherbergi, skrifstofuherbergi, stofu, eldhús með borðkrók, þvottahús og geymslu. V. 25,9 millj. Opið hús milli kl. 18:00 og 19:00 í dag – Ö r u g g f a s t e i g n a v i ð s k i p t i ! – Lyngbrekka 9 0pið hús milli kl. 18:00 og 19:00 í dag

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.