Morgunblaðið - 08.08.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.08.2007, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÞAÐ þarf víða að taka til hendinni reglulega fyr- ir skip og báta að fá andlitslyftingu. Sumarið er líka sá tími sem flestir nota til að dytta að ýmsu, hvort sem það er pallurinn, sumarhúsið eða garðurinn. Það gætu þó fallið nokkrir dropar á þá sem ætla sér að vinna úti í dag en spáð er suðaustan 5-10 m/s og súld með köflum suðvestanlands, en annars hægari og léttskýjað. Hins vegar verður vindur hvassari og rigningin samfelldari sunn- an- og vestanlands. Hiti verður 10 til 18 stig að deginum og hlýjast um landið norðan- og aust- anvert. Það ætti þó ekki að koma að sök við höfnina, þar sem lappað er upp á fljótandi farkosti. Morgunblaðið/Frikki Skip í sumarfríi EKKI hefur enn tekist að yfirheyra karlmann á sjötugsaldri sem fannst alvarlega slasaður við Hraunberg í Breiðholti á laugardagskvöldið. Hann hefur verið færður á almenna deild á Landspítala – háskólasjúkra- húsi. Gert er ráð fyrir að hann verði yfirheyrður í dag eða á næstu dög- um, og vonast er til að frásögn hans varpi ljósi á atburðarásina. Fjórum mönnum sem færðir voru til skýrslutöku á mánudag var sleppt að þeim loknum en ekki fékkst upp- gefið hjá lögreglu hvort eitthvað nýtt hefði komið fram. Að sögn lögreglu er bíll eins mannanna ennþá í haldi lögreglu og reiknað er með að rannsókn á honum ljúki á næstu dögum. Grunur leikur á að ekið hafi verið á manninn og ökumaður hafi flúið af vettvangi í kjölfarið. Hraunbergs- málið enn óupplýst manna fyrir skoðanaskipti þeirra í milli. Moggabloggið svonefnda hef- ur orðið mjög vinsælt á mbl.is, en þar lýsa bloggarar skoðunum sínum á atburðum líðandi stundar. Nú opnar mbl.is fyrir þátttöku almenn- ings í fréttaþjónustu og gera má ráð fyrir að helztu fréttir, sem þannig berast birtist einnig með einum eða öðrum hætti í Morgun- blaðinu. Fyrir neðan fréttir á mbl.is birt- ist nú tengill, sem vísar á nýjan glugga á vefnum. Þar er hægt að skrifa upplýsingar, sem lesendur búa yfir um viðkomandi frétt, eða senda myndir, sem fólk hefur tekið og vill deila með öðrum lesendum. Þessar upplýsingar eru sendar í tölvupósti til ritstjórnar mbl.is, sem vinnur úr þeim. Birtist myndirnar á vefnum verða þær merktar ljós- myndara. Ekki er greitt fyrir birt- ingu efnis eða mynda, sem send eru með þessum hætti. FRÁ og með deginum í dag gefst notendum mbl.is, netútgáfu Morg- unblaðsins, kostur á að leggja lið sitt við fréttaöflun og senda rit- stjórn mbl.is, ýmist viðbótarupplýs- ingar við fréttir, sem birzt hafa á fréttavefnum eða nýjar fréttir, sem sendandi kann að búa yfir. Þessar fréttir og fréttaupplýsingar verða yfirfarnar á ritstjórn mbl.is og sama krafa gerð um áreiðanleika og gert er á ritstjórnum Morgunblaðs- ins og mbl.is, áður en þær eru sendar út. Slík fréttaþjónusta almennings ryður sér nú til rúms víða um heim og kallast á ensku „citizen journ- alism“ eða fréttaþjónusta almenn- ings. Tilkoma netmiðla hefur skap- að nýja möguleika á að almenningur gerist þátttakandi í hinni daglegu fjölmiðlun, sem setur mark sitt á samfélög nútímans. Morgunblaðið sjálft er fyrir löngu orðið meginvettvangur lands- Fréttaþjónusta almennings á fréttavef Morgunblaðsins Ný þjónusta Skjámynd af glugga sem opnast notendum mbl.is sem vilja senda ritstjórn vefjarins fréttir eða viðbótarupplýsingar við fréttir. TALSVERT hefur gengið á biðlista eftir hreindýraveiðileyfum. A.m.k. 140 veiðimenn, sem dregnir voru út í febrúar síðastliðnum úr hópi um 2.700 umsækjenda, ætla ekki á veið- ar í haust. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu veiðistjórnunarsviðs Umhverfisstofnunar (UST) um hreindýr (www.hreindyr.is) kemur fram að 2. ágúst var veiðimaður númer 73 á biðlista eftir kú á svæði 2 næstur inn og veiðimaður númer 69 á biðlista eftir tarfi á sama svæði. Jóhann G. Gunnarsson, starfs- maður UST á Egilsstöðum, sagði að eitthvað meira væri um það í ár að veiðimenn nýttu ekki leyfi sín en áð- ur. Líklega sé hlutfallið svipað ef til- lit er tekið til fjölgunar dýranna sem leyft er að veiða. Þeir sem dregnir voru út í febrúar þurftu að greiða fjórðung veiðileyfisins til staðfest- ingar og þá þegar hættu talsvert margir við. Þegar kom að loka- greiðslu veiðileyfa þynntist enn í hópnum. „Þetta er fljótt að fara þegar þrjá- tíu manns gleyma að borga loka- greiðsluna,“ sagði Jóhann. „Kannski gera ekki allir sér grein fyrir því hvað þetta er þegar þeir sækja um. Svo geta peningamál spilað inn í eða menn komast ekki af ýmsum per- sónulegum ástæðum. Leiðsögu- mennirnir eru líka orðnir stífari á að fara eftir öllum settum reglum.“ Nokkuð hefur borið á því að sam- band sé haft við leiðsögumenn með hreindýraveiðum og reynt að fá þá til að fara með aðra til hrein- dýraveiða en fengið hafa útgefin veiðileyfi. Orðrómur hefur verið um að einhver brögð hafi verið að slíkri „kennitölusöfnun“. Á heimasíðu UST kemur fram að stofnunin muni auka eftirlit á veiðisvæðunum í ljósi þessa. Komist slíkt upp varðar það starfsleyfismissi leiðsögumannsins. Ríflega 2.700 veiðimenn sóttu um leyfi til að veiða hreindýr á yf- irstandandi veiðitímabili. Leyft er að veiða 1.137 hreindýr í ár og er það 25% aukning frá því í fyrra. Kvótinn skiptist á 577 kýr og 560 tarfa. Fylgi kálfar veiddum kúm á einnig að fella þá. Hreindýraveiðitímabilinu lýkur 15. september. Biðlistar eftir hreindýraleyfum styttast Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Veiðimenn Margir veiðimenn sem dregnir voru úr hópi um 2.700 umsækj- enda um hreindýraveiðileyfi fara ekki til veiða í haust. ♦♦♦ PARINU sem setið hefur í gæslu- varðhaldi í rúma viku vegna tilraun- ar til innflutnings á 500 g af kókaíni var sleppt í gærmorgun. Málið fer nú sína leið í réttarkerfinu. Félagsmálaráð Kópavogs hefur með málefni stúlkunnar að gera, en eins og fram hefur komið í fjölmiðl- um er hún aðeins sextán ára gömul. Hjá ráðinu fengust þær upplýsingar í gærkvöldi að stúlkan hefði ekki snúið heim til sín eftir dvölina á Litla-Hrauni og er dvalarstaður hennar óþekktur. Samráð er haft við foreldra stúlk- unnar um hvaða úrræðum er hægt að beita, og að öllum líkindum verður reynt að fá hana til meðferðar á einu af meðferðarheimilum Barnavernd- arstofu. Fáist hún ekki til þess eða láti ekki í sér heyra eru ýmis þving- unarúrræði fyrir hendi, en þeim er aðeins beitt ef talið er að hagsmunir stúlkunnar verði ekki tryggðir á annan hátt. Samráð haft við foreldrana ♦♦♦ RANNSÓKNARNEFND flugslysa var á ferli í Nýjadal á Sprengisands- leið í gærkvöldi til að meta skemmd- ir á flugvél sem hlekktist á í flugtaki á sunnudag. Fjórir erlendir karl- menn voru um borð í vélinni. Þorkell Ágústsson, forstöðumaður nefndarinnar, sagði skemmdir tölu- verðar og staðfesti einnig við blaða- mann að mennirnir hefðu úðað rauð- um lit yfir merkingar flugvélarinnar – sem er rauð að lit. Ástæðu þess vissi hann hins vegar ekki. Lögregla vann einnig að rannsókn á vettvangi í gærkvöldi en engar fréttir bárust af framgangi málsins. Úðuðu yfir merkingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.