Morgunblaðið - 08.08.2007, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 08.08.2007, Qupperneq 18
Við ákváðum að búa til bekkiúr trjánum sem fyrir voruí rjóðrinu og láta þá komaí eins konar boga á milli nokkurra trjáa í rjóðrinu. Við þurft- um að fella nokkur tré en notuðum stubbana sem undirstöðu fyrir borð sem hægt er að standa eða sitja við og söguðum trén niður í drumba sem hægt er að nota sem stóla. Í rjóðrinu verður einnig ræðupúlt úr stórum trédrumbi, segja Sighvatur Ingi Gíslason, Elísabet Rós og Em- ilía Rós Ómarsdætur sem öll eru að ljúka grunnskóla og eru í hönnun- arhópnum við grenndarskóg Ár- túnsskóla í ár. – Hafið þið mikið spáð í hönnun? ,,Já, aðeins,“ segja stelpurnar en Sighvatur neitar því og ekkert þeirra hyggst leggja hönnun fyrir sig þrátt fyrir að augljóst er að þau gætu slegið í gegn. Þau eru hins vegar sammála því að náttúrulegt sé töff, enda kemur í ljós að þau eru öll mikið fyrir útiveru. Skapandi vinna En það fær ekki hver sem er að hanna skólastofur í grenndar- skógum grunnskóla Reykjavíkur. Unnar Þór Bjarnason verkstjóri í unglingavinnunni segir að nokkrir hafi verið verið valdir í svokallaða fyrirmyndarahópa sem fengið hafi skapandi verkefni af þessu tagi. – Og hvernig komast unglingar í slíkan fyrirmyndarhóp? „Með því að standa sig vel í vinnunni og sinna henni, mæta vel og á réttum tíma og vera til fyrir- myndar,“ segir Unnar. „Þetta er mjög skapandi vinna, en Vinnuskólinn er í samstarfi við verkefnið „Lesið í skóginn“ sem nú hefur verið tekið upp víða í grunn- skólum. Í þessum skógi hafa krakk- arnir til dæmis búið til stíga, skýli undir trjádrumbana sem hægt er að nota sem sæti auk þess að hanna og smíða heila útiskólastofu með hús- gögnum og öllu. Þau hafa fengið að hafa mikil áhrif á hönnunina og hafa svo sann- arlega sjálf sagað, mælt, neglt, bor- að og málað í vinnunni.“ Ólafur Oddsson er verkefnisstjóri skólaþróunarverkefnisins „Lesið í skóginn“ og einn frumkvöðla þess. „Tilgangurinn með útikennslu- stofu sem þessari er að styrkja skógarfræðslu í skólastarfi. Um- hverfismennt er orðin daglegur þáttur í starfi margra skóla og eðli- legt að sækja viðfangsefni í nánasta umhverfi skólans,“ segir hann og leggur frá sér sögina í skógarrjóðr- inu. ,,Nú hafa 14 skólar í Reykjavík fengið grenndarskóg til afnota hjá umhverfissviði borgarinnar og notk- un skólaskóganna spannar allt frá skógarhirðu til listviðburða. Grenndarskógar opna möguleika á útikennslu sem tengist flestum námsgreinum grunnskólans í sam- þættu námi utan veggja hans eins og náttúrufræði, smíði, heimilis- fræði, stærðfræði og sögu. Skóg- urinn er mikilvægur fyrir náttúr- una, mannlífið og menningu þjóðarinnar og markmiðið með verkefninu er að efla vitund bæði starfsfólks skólanna og nemenda um það. Það er líka svo mikils virði að þekkja sitt nánasta umhverfi og kunna að njóta þess. Ég tel því að það sé mjög mikilvægt að vinna með börnum og unglingum að skapandi verkefnum í náttúrunni til þess að þau læri að umgangast hana og virða,“ segir frumkvöðullinn og grípur í sögina. Það þarf að fella nokkur tré fyrir útikennslustofu Ár- túnsskóla. uhj@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Verksvit Elísabet Rós og Emilía Rós Ómarsdætur velta hér fyrir sér í hvernig best sé að búa til borð úr trjádrumbunum. Morgunblaðið/Ómar Aðstoðarmenn Unnar og Ólafur voru ánægðir með frammistöðu fyrirmyndarhópsins og verkstýrðu eftir þörfum. Morgunblaðið/Ómar Skólabekkir Sighvatur Ingi leit ekki upp frá verki sínu, enda eru þetta án efa skemmtilegustu skólabekkirnir í borginni. Skapandi skógarhönn- uðir slá í gegn Í fögru skógarrjóðri í Elliðaárdalnum hefur fyrir- myndarhópur á vegum Vinnuskóla Reykjavíkur hann- að óvenjulega skólastofu fyrir nemendur Ártúnsskóla. Unnur H. Jóhannsdóttir ræddi við efnilega hönnuði. Unglingar eiga þess kost að verða skapandi skóg- arhönnuðir með því að standa sig vel í unglinga- vinnunni og sinna henni, mæta vel og á réttum tíma og vera til fyrirmyndar. Unglingabólur virðast nú í aukn- um mæli fylgja fólki fram á full- orðinsár. Streita kann að vera ein af ástæðum þessa. » 21 heilsa Á gagnagrunninum Ísgem er að finna upplýsingar um næringar- innihald um 900 matvæla- tegunda.» 20 hollusta |miðvikudagur|8. 8. 2007| mbl.is daglegtlíf

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.