Morgunblaðið - 08.08.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.08.2007, Blaðsíða 21
hjartaáfalls, heilahimnubólgu, heilaæxlis, slagæðagúlps eða blæð- ingar inn á heila:  Skyndilegur og mjög sár höf- uðverkur.  Höfuðverkur sem fylgir hiti, stífur háls, útbrot, andlegt ójafnvægi, sjónrænar breyt- ingar, þróttleysi, dofi, málerf- iðleikar, viðkvæmni í hársverði eða verkir við það að tyggja.  Höfuðverkur sem byrjar eða versnar við höfuðáverka. 7. Tímabundið tap á sjón, tali eða hreyfigetu. Eftirfarandi getur komið fram vegna hjartaáfalls eða blóð- tappa:  Skyndilegt þróttleysi eða doði í andliti, handlegg eða fótlegg annarrar hliðar líkamans.  Skyndilegt myrkur eða aðrar sjónrænar truflanir.  Málstol, málörðugleikar eða erfiðleikar við að skilja talað mál.  Ofsafenginn og snöggur höfuð- verkur.  Skyndilegur svimi, jafnvæg- istap eða fall. 8. Skært ljós. Skyndileg tilfinning fyrir skæru ljósi getur verið merki um að sjónhimna sé að losna. 9. Heit, rauð eða bólgin liðamót: Geta verið merki um sýkingu í lið- um, þvagsýrugigt eða liðagigt. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2007 21 UNGLINGABÓLUR eða Acne vulgaris eru yfirleitt tengdar yngri aldurshópum enda eru flestir lausir við ófögnuðinn um 25 ára aldurinn þó að í einstaka tilfellum glími fólk við ung- lingabólur fram til fertugs eða jafnvel lengur. Könnun frá samtökum breskra húð- sjúkdómalækna bendir hinsvegar til þess að blikur séu á lofti þar sem 14% breskra kvenna á aldrinum 26-44 ára þjást af unglingabólum og er talið að hin raunverulega tala tilfella sé mun hærri, allt að 50%, þar sem einungis hluti kvenna leitar sér aðstoðar, en þetta kemur fram á vefmiðli Times. Ekki á sömu svæðum Þannig kemur fram að brugðist hafi verið við aukinni tíðni húðkvillans af snyrtivöru- framleiðendum því vöruframboð sem á að taka á þessum vanda hefur aukist verulega hin síð- ustu ár. Þó einkennin séu svipuð þá er sá munur á að unglingabólurnar koma ekki fram á sömu svæðum og á unglingsárunum. Á fullorðnu fólki koma unglingabólurnar þannig helst fram á kjálkum og við háls, en á enni og kinnum hjá unglingum. Dr. Tony Chu, ráðgjafi á Hammersmith- sjúkrahúsinu í vestur-London, segir að það sé ekki aðeins munur á því hvar unglingabólurnar komi fram heldur sé líka munur á því hvaða áhrif þær hafa. „Unglingabólur geta haft veru- leg sálræn áhrif á táningsárunum en geta haft enn meiri áhrif á fertugs- og fimmtugsaldr- inum.“ segir Chu. Chu segir jafnframt að ein meginástæða þess að unglingabólur þjaka fleira og eldra fólk sé sú að stress er almennt að aukast í þjóð- félaginu. „Viðvarandi stress getur valdið því að unglingabólur myndast á ný hjá þeim sem þjáðust af húðkvillanum á unglingsárunum en jafnframt gætu bólurnar komið fram í fyrsta skiptið á fullorðinsárum.“ Ástæða þessa er sú að við stress eykst framleiðsla karlhormóna sem aftur leiðir til feitari húðar og þar með aukast líkurnar á bólum. Þannig getur komist á vítahringur sjálfsóánægju og streitu sem við- heldur bólunum. Það er til fjöldi meðferðarúrræða en mis- jafnt er hvað hentar hverjum og einum og al- gengt er að fólk þurfi að prófa sig áfram áður en eitthvað sem virkar finnst. Þá er ráðlegt að leita til læknis ef hreinsivörur hafa ekki til- ætluð áhrif, bólurnar valda andlegri vanlíðan og eins ef bólurnar eru stórar, aumar og skilja eftir sig ör eða dökka bletti. Unglingabólur alla ævi? Morgunblaðið/Ásdís Vanlíðan Unglingabólur geta verið streitu- tengdar hjá þeim sem eldri eru. Þorsteinn Pétursson á Akureyrisendir Vísnahorninu eftirfarandi fyrirspurn: „Nú er mikið rætt um hvort að fari að gjósa við Upptyppinga. Þessa vísu lærði ég fyrir nokkrum árum í ferð hjá Ferðafélagi Akureyrar. Mér er ekki kunnugt um höfundinn en vísan er um konur sem ætluðu á Herðubreið en hættu við það og gengu á Upptyppinga. Gaman væri að fá höfund að vísunni.“ Og vísan er svona. Mæltu gamlar meykerlingar mændu yfir hraun ógreið: Okkur þykja Upptyppingar engu síðri en Herðubreið. Einar Karl Sigvaldason Fljótsbakka orti á sínum tíma: Hér við eyðihraunið grátt hugann seiða myndir. Spegla heiðið hreint og blátt Herðubreiðarlindir. Einn viðmælenda umsjónarmanns sagði að sér fyndist sumarið vera búið eftir verslunarmannahelgina. Ef til vill er því við hæfi að birta vísu eftir Sæmund Jóhannesson á Sjónarhæð á Akureyri og vitaskuld koma fjöll fyrir í henni: Brúnastallar blárra fjalla bera mjallar ennishlað. Blómin vallar bliknuð falla, bráðum kallar vetur að. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Af fjöllum og eyðihjarni Velkomin í Flugstöð Leifs Eiríkssonar Umfangsmiklar breytingar hafa staðið yfir á Flugstöð Leifs Eiríkssonar síðustu misserin. Verslunar- og þjónusturýmið hefur ríflega tvöfaldast og fjölmargir nýir rekstraraðilar bæst í hópinn. Veitingastöðum fjölgar jafnt og þétt og úrval verslana og vöruframboð hefur aldrei verið glæsilegra. Aukið rými og bætt þjónusta í Flugstöð Leifs Eiríkssonar Við hvetjum alla farþega til þess að mæta tímanlega og njóta alls þess sem Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur upp á að bjóða. Hægt er að nálgast upplýsingar um þjónustu flugstöðvarinnar á airport.is. Munið! Innritun hefst 2 tímum fyrir brottför! Fáðu meira – mættu fyrr! Fáðu meira fyrir ferðina ÍS L E N S K A S IA .I S F L E 3 77 03 0 6/ 07

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.