Morgunblaðið - 08.08.2007, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.08.2007, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2007 17 LANDIÐ www.stilling.is // stilling@stilling.is sýnum stillingu í umferðinni Flúðir | Talið er að 1500-1700 manns hafi verið á Flúðum um verslunar- mannahelgina sem nutu veðurblíðu og þess sem fram fór á staðnum. Meðal þess sem boðið var upp á var hin árlega heimsmeistarakeppni í traktorstorfæru sem fram fór í Litlu- Laxá. Er miðað við að vélarnar séu ekki yfir 50 hestöfl. Nær 2000 manns fylgdust með atganginum í ánni. Garðyrkjubændur kynntu afurðir sínar í grænmetistorgi. Þeir lands- kunnu listamenn Maggi Eiríks og KK héldu tónleika í Félagsheimilinu á laugardagskvöldið og skemmtu áheyrendur sem voru hátt á þriðja hundrað sér frábærlega og tóku oft undir með þeim snillingum. „Þið eru bestu áheyrendur sem við höfum haft,“ sagði Maggi. Varðeldur sem og brekkusöngur gladdi marga í blíð- unni. Á sunnudeginum fór m.a. fram ár- leg furðubátakeppni á Litlu-Laxá sem gleður mörg börnin sem og for- eldra. Leikfélagið Lotta sýndi Dýrin í Hálsaskógi og Baðstofukvöld var í golfskálanum Ásatúni. Þar fór Bjarni Harðarson alþingismaður með gam- anmál, Grétar Hallur Þórisson kvað rímur og Druslukórinn söng með sín- um hætti. Að sögn Jónasar Egilsson- ar umsjónarmanns Iðandi daga fór allt vel fram. Heimsmeistaramót í traktorstorfæru Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Mannamót Garðyrkjubændur buðu gestum upp á grænmeti á Iðandi dögum. Keppni Ölvir Karl Emilsson var sigurvegari í traktorstorfærunni en hér eru keppendur allir saman í ánni í lokaatriði keppninnar í Litlu-Laxá. Skeiða- og Gnúpverjahreppur | Síðastliðinn sunnudag kom allnokkur hópur fólks saman í Skaftholtsréttum, allmargir ríðandi en þeir höfðu áður verið við guðs- þjónustu á Stóra-Núpi. Íslenski fáninn var dreginn að húni á fánastöng sem ábúendur í Eystra-Geldingaholti voru að gefa til minn- ingar um Jón Ólafsson, fyrrverandi bónda þar. Við stöngina hefur og verið komið fyrir minningarsteini með áletraðri plötu sem nafn Jóns er greypt í. Margrét Eiríksdóttir ekkja Jóns flutti ávarp og afhenti gjöfina. Ólafur sonur hjónanna í Eystra-Geldingaholti annaðist um kaffiveitingar sem voru með myndarbrag á vegum félagsins Hafist var handa við að byggja upp Skaftholtsréttir snemma í fyrravor. Þetta fallega mannvirki, sem er hlaðið úr torfi og grjóti, var afar illa farið eftir jarð- skjálftann mikla sem reið yfir 17. júní árið 2000. Stofn- aður var félagsskapur sem heitir Vinir Skaftholtsrétta. Í félaginu eru auk fjölda heimamanna burtfluttir sveit- ungar og fleiri áhugasamir velunnarar réttanna. Mikil sjálfboðavinna hefur verið innt af hendi við uppbygg- inguna en allmikil vinna er þó enn eftir. Margar stofn- anir og einstaklingar hafa lagt málefninu lið. Hleðslu- maður við grjótvinnuna er Kristján Ingi Gunnarsson en torfvinnuna Víglundur Kristjánsson. Að sögn Kristjáns Guðmundssonar eins af forsvarsmönnum félagsins er áætlaður kostnaður um 20 milljónir króna. Það þarf vart að skrifa mörg orð um hve réttir eiga mikið rúm í huga þess fólks sem er fætt og uppalið í sveit eða hefur dvalið þar mörgum stundum. Margir minnast gleðistunda úr réttum. Það þótti sjálfsagt að byggja upp jafn sögulegt og fagurt mannvirki sem Skaftholtsréttir eru enda um menningarverðmæti að ræða. Vinir Skaftholtsrétta koma saman Uppbygging Fjölmargir vinir Skaftholtsrétta komu saman um helgina, en unnið er að endurbyggingu hennar. Seyðisfjörður | Norskar rætur eru framundan á Seyðisfirði. Um er að ræða hátíð fyrir alla fjölskylduna sem er samstarfsverkefni Tækni- minjasafnsins og skrifstofu ferða- og menningarmála. Hátíðinni er ætlað að vekja íbúa bæjarins og gesti til vitundar um arfleifðina. Á Seyðis- firði er einstakt safn norskra húsa og fótspor Norðmanna meitluð í sögu staðarins. Hinn norski athafnamað- ur Otto Wathne er gjarnan nefndur faðir Seyðisfjarðar og er hans því minnst með lítilli athöfn á fæðingar- degi hans 13. ágúst. Ratleikur um slóðir Norðmanna verður í gangi alla dagana. Helstu dagskrárliðir Norskra róta eru tón- leikar ryþma- og blússveitarinnar KK og Frakkanna, en hljómsveitina skipa auk KK þeir Björgvin Gísla- son, gítar, Þorleifur Guðjónsson, bassi, Siggi Perez, sax og Sigurður Jakobsson á trommur. Á dagskránni er einnig leiksýningin Vifterumpe eða Dillirófa eins og heitið útleggst á íslensku og kemur alla leið frá Vest- erålen í Noregi. Tvær myndlistarsýningar verða opnaðar laugardaginn 11. ágúst. Fyrst ber að nefna sýningu veflista- konunnar Marlyn Vee og svo haust- sýningu Skaftfells, en þar koma saman þau Erla Þórarinsdóttir, Hulda Hákon, Jón Óskar og Stein- grímur Eyfjörð. Norskar rætur á Seyðisfirði Grímsey | Þeir koma frá sex þjóðum, Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Tékklandi, Sviss og Finnlandi, Ver- aldarvinirnir sem dvelja í Grímsey í hálfan mánuð við girðingarvinnu. Fyrsta vísi að samtökum þeirra má rekja allt til ársins 1918. Þá var það maður einn sem kom á fót tengingu milli ungmenna frá Frakklandi og Þýskalandi til að byggja upp vináttu og samvinnu eftir erfiðleika og hörmungar fyrri heimsstyrjaldar- innar. Félagið Veraldarvinir hefur starf- að formlega frá árinu 2001 víða um heim. Hingað til Íslands hafa komið margir hópar og unnið ýmis þörf verk á mismunandi stöðum, í hálfan mánuð í senn. Markmið félagsins, sem er eingöngu áhugamannafélag, er að stuðla að kynningu og sam- vinnu ungs fólks frá fjölda þjóðlanda. Unga fólkið skilar allavega 6 klukku- stunda vinnuframlagi dag hvern. Veraldarvinirnir sem gista í Grímsey hafa notað tímann vel og skoðað eyjuna, bæði fótgangandi og eins hafa þeir siglt hringinn í kring- um hana. Þeir hafa fylgst með fjöl- breyttu fuglalífinu sem er einstak- lega blómlegt hér á heimskautsbaug þetta sumarið og auðvitað blandað geði og spjallað við Grímseyinga sjálfa. Morgunblaðið/Helga Mattína Heimsóknir Þrettán Veraldarvinir hafa að undanförnu verið norður í Grímsey að störfum og leik. 13 Veraldarvinir girða í Grímsey

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.