Morgunblaðið - 18.08.2007, Side 1
STOFNAÐ 1913 223. TBL. 95. ÁRG. LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
TÍSKUHEIMUR
ÍSLENDINGAR ÞEKKJA VEL
ÞEKKTUSTU DÖNSKU MERKIN >> 26
AF HVERJU LES FÓLK
ÞESSAR BÆKUR?
POTTEREIMEIR
UPPGJÖR Í LESBÓK
FRÉTTASKÝRING
Eftir Unu Sighvatsdóttur
unas@mbl.is
FJÁRSKORTUR og aðstöðuleysi
hefur lengi staðið starfsemi BUGL,
Barna- og unglingageðdeildar Land-
spítala Íslands, fyrir þrifum og gert
starfsfólki erfitt fyrir að berjast við
biðlistana. Heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðherra hefur nú sagt að
ríkisstjórnin hyggist leggja áherslu
á geðheilbrigðismál barna og ung-
linga og var fyrsta skrefið tekið í
gær þegar tilkynnt var um 150 millj-
óna króna framlag til eflingar þjón-
ustu BUGL næstu 18 mánuði.
Mannekla háir BUGL einna helst,
enda hefur deildin misst margt af
sínu reyndasta fagfólki undanfarin
ár og ekki tekist að ráða nýtt. Linda
Kristmundsdóttir deildarstjóri segir
þetta vandamál sem verði að horfast
í augu við. „Við þurfum að ná að
halda starfsfólki hjá okkur og vera
samkeppnishæf, sérstaklega á svona
sérhæfðri stofnun.“ Samkvæmt
nýrri áætlun ráðherra verður ráðist
í mannaráðningar á næstu mán-
uðum, en enn hefur ekki verið rætt
hversu mörg stöðugildi verða fyllt.
Linda segir í raun vanta fólk úr öll-
um starfshópum en brýnust sé nauð-
synin fyrir að fjölga þeim sem sinni
nýjum málum á göngudeild.
Þyrfti átak á fleiri sviðum
Tilvísunum á BUGL fer sífellt
fjölgandi svo deildin annar ekki eft-
irspurn. Að mati ríkisstjórnar mun
styrkurinn sem nú verður veittur
duga til að ná niður biðlistum, en að
mati Lindu ríður einnig á að líta til
annarra stofnana til að ná jafnvægi í
geðheilbrigðismálum. „BUGL er
ekki eyland, þetta snýst líka um
hvaða úrræði eru til í félagsþjón-
ustu, barnaverndarstofu og skóla-
kerfinu. Þessar hliðar eru ekki síður
áhrifamikill og meðvirkandi þáttur.
Ef það tækist til dæmis að auka geð-
heilbrigðisþjónustu á heilsugæslu-
stöðvum og í skólum þá væri mun
færri málum vísað á BUGL.“
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Rými Fyrsti hluti nýs húsnæðis
Bugl verður opnaður í maí 2008.
Hvað er
nóg fyrir
BUGL?
Efla þarf aðra
þjónustu samhliða
FJÖLDI fólks sótti tónleika á Laugardalsvelli í
gærkvöldi í tilefni af 25 ára afmæli Kaupþings.
Páll Óskar var kynnir á tónleikunum og sagði
hann að 40.000 manns væru þar saman komin.
Sigríður Dögg Arnardóttir, gestur á tónleik-
unum, sagði þá hafa heppnast vel. „Það var mikil
fjölskyldustemning og mikið af fólki með ung
börn. Þetta var góð upphitun fyrir Menning-
arnótt.“
Morgunblaðið/Kristinn
„Góð upphitun fyrir Menningarnótt“
HEIL 50 ár eru síðan Hilmar Þorbjörnsson úr Ármanni
setti Íslandsmet í 100 m hlaupi karla þegar hann hljóp
vegalengdina á 10,3 sekúndum. Margir hafa ætlað sér að
bæta þetta met en enn hefur engum tekist það. Met Hilm-
ars er því enn í fullu gildi, en tveir Íslendingar hafa náð
að jafna það, Vilmundur Vilhjálmsson úr KR á Selfossi
árið 1977 og Jón Arnar Magnússon 1996.
Metin sem sett voru meðan notast var við handtíma-
tökur standa enn, en 0,24 sekúndum var bætt við tímana
til að þeir stæðust samanburð við seinni tíma rafmagns-
tímatökur.
53 einstaklingar hafa hlaupið 100 metrana undir 10 sekúndum en athygli
vekur að enn hefur enginn hvítur hlaupari náð þeim árangri. | Íþróttir
Hálfrar aldar met
ennþá í fullu gildi
Hilmar
Þorbjörnsson
Eftir Gunnar Pál Baldvinsson í Arnarfirði
ANNAÐ kuml fannst í gær í fornleifauppgreftrinum í
Hringsdal í Arnarfirði. Ekki er vitað hversu margar
beinagrindur eru í kumlinu en talið er að beinin séu frá
9. eða 10. öld. Óvíst er hvort beinin verða öll grafin upp
áður en uppgreftrinum lýkur í sumar en til stóð að ljúka
honum í gærkvöldi.
Þetta er annað sumarið sem fornleifafræðingar, undir
forystu Adolfs Friðrikssonar, grafa í Hringsdal en í
fyrra fannst þar heillegt kuml með beinum manns og
munum sem lagðir höfðu verið honum við hlið. Var verið
að kanna svæðið í kringum kumlið sem fannst í fyrra
þegar fornleifafræðingarnir grófu sig niður á manna-
bein.
Í gærkvöldi var ekki búið að grafa mikinn jarðveg of-
an af kumlinu en þó höfðu tvö brot úr höfuðkúpu eða höf-
uðkúpum verið greind. Ljóst er að þetta kuml er ekki
jafn heillegt og það sem fannst í fyrra þar sem beinin
lágu ekki í greftrunarstellingu. Til stóð að ljúka upp-
greftrinum í gær en að sögn Adolfs verður líklega reynt
að vinna sem mesta vinnu við kumlið í dag áður en geng-
ið verður frá því fyrir veturinn. Í vikunni fundust jafn-
framt rústir steinhlaðins mannvirkis undir sandinum en
Adolf segir að líkur séu til að það hafi komið mun síðar
til en kumlin tvö sem nú hafa fundist í Hringsdal.
Kuml fannst í Arnarfirði
Talið að beinin séu frá níundu eða tíundu öld Einnig
fundust rústir steinhlaðins mannvirkis í uppgreftrinum
Morgunblaðið/Gunnar Páll
Mannabein Fornleifafræðingar ráku
upp stór augu þegar þeir grófu niður á
mannabein í Hringsdal í gær.
AFMÆLISVEISLA!
OPIÐ 10– 18